Morgunblaðið - 05.10.2013, Side 8

Morgunblaðið - 05.10.2013, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2013 Þeir sem ekið hafa um Borgar-túnið að undanförnu, sér í lagi á annatíma, hafa orðið fyrir tölu- verðum og alveg óþörfum töfum. Ástæða tafanna er sú stefna borgaryfirvalda að þrengja eins og unnt er að helsta samgöngutæki borgarbúa, einkabílnum.    Vissulega eru ýmsir aðrir ferða-mátar prýðilegir og margir nýta þá, svo sem strætisvagna, reið- hjól og tvo jafnfljóta.    Stefna borgaryfirvalda er ekkiaðeins að gera fólki kleift að nýta þessa ferðamáta, heldur bein- línis að þvinga sem flesta til að hætta að nota einkabíla og ferðast þess í stað á þann hátt sem meiri- hlutanum er þóknanlegur.    En í Borgartúninu – og raunarvíðar – er gengið ótrúlega langt til að tryggja framgang stefn- unnar. Þar er ekki látið nægja að leggja hjólabraut heldur er tæki- færið notað til að fjarlægja útskot strætisvagnanna svo að þeir tefji örugglega þá sem á eftir aka.    Hvernig stendur á því að ofsinn íborgarstjórn er orðinn svo mikill gegn einkabílnum?    Hvenær ætli það hafi gerst að sáferðamáti sem flestir borgar- búar kjósa varð slík óværa í hugum meirihluta borgarfulltrúa?    Hversu langt ætli borgaryfir-völd nái að ganga í að eyði- leggja gatnakerfi Reykjavíkur áður en tekið verður í taumana? Stoppistöð fær nýja merkingu STAKSTEINAR Veður víða um heim 4.10., kl. 18.00 Reykjavík 4 léttskýjað Bolungarvík 1 rigning Akureyri 4 skýjað Nuuk 5 heiðskírt Þórshöfn 11 þoka Ósló 7 skúrir Kaupmannahöfn 12 heiðskírt Stokkhólmur 11 léttskýjað Helsinki 10 léttskýjað Lúxemborg 17 skýjað Brussel 20 léttskýjað Dublin 15 skýjað Glasgow 16 skýjað London 20 léttskýjað París 21 skýjað Amsterdam 20 léttskýjað Hamborg 12 skúrir Berlín 13 heiðskírt Vín 11 léttskýjað Moskva 5 alskýjað Algarve 22 léttskýjað Madríd 23 heiðskírt Barcelona 22 súld Mallorca 27 léttskýjað Róm 22 léttskýjað Aþena 12 skýjað Winnipeg 3 skýjað Montreal 15 skúrir New York 26 heiðskírt Chicago 22 alskýjað Orlando 28 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 5. október Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:50 18:44 ÍSAFJÖRÐUR 7:58 18:45 SIGLUFJÖRÐUR 7:41 18:28 DJÚPIVOGUR 7:20 18:12 „Það er ekki eðli- legt að við séum að karpa t.d. með þeim hætti sem við höfum lent í um gjaldtöku sjúklinga á síð- ustu dögum, þeg- ar við fáum síðan fréttir af því að einn einstakling- ur, eins og Morgunblaðið flutti fréttir af í morg- un, krabbameinssjúklingur í göngu- deildarþjónustu lendir í því að vera búinn að borga yfir 600 þúsund krón- ur. Það er eitthvað að í þessu kerfi öllu,“ sagði Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra í umræðum á Al- þingi í gær um fjárlög næsta árs. Þar vísaði hann í umfjöllun Morgun- blaðsins í gær um kostnaðar- hlutdeild krabbameinssjúklinga í meðferð en kona í brjóstakrabba- meinsmeðferð var búin að reiða fram úr eigin vasa 660.000 kr. á einu ári. „Svo erum við með aðra hluta heil- brigðiskerfisins þar sem fólk borgar ekki krónu, þetta eru þeir þættir sem ýta undir það að þetta sé tekið til heildar- og gagngerrar endur- skoðunar,“ segir Kristján Þór um málið. Hann hefur mikinn áhuga á því að setja lög um greiðsluþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu til að dreifa og jafna þeim byrðum á sem flestar herðar. Hann telur að um það ríki þverpólitísk samstaða á Alþingi. „Ég er búinn að starta aftur vinnu sem hófst 2007/2008 um heildarend- urskoðun á greiðsluþátttöku sjúk- linga í heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Það er nefnd að störfum núna undir forystu Péturs Blöndal sem á að skila mér tillögum varðandi þetta.“ Kristján Þór segir að í sínum huga sé það ekki inni í myndinni að á Ís- landi sé heilbrigðiskerfi þar sem efnahagur sjúklinga ráði einhverju um sjúkdómsmeðferðina. ingveldur@mbl.is Kristján Þór Júlíusson Vill jafna greiðslu- þátttökuna  „Það er eitthvað að í þessu kerfi öllu“ gr afi ka .is 13 AUGLÝSING UM INNTÖKU NÝNEMA Í LÖGREGLUSKÓLA RÍKISINS Ríkislögreglustjóri auglýsir eftir nýnemum í Lögregluskóla ríkisins. Umsóknarfrestur er til og með 26. október 2013. GRUNNNÁMIÐ Námið skiptist í bóknám og starfsnám og hefst í janúar 2014. Það stendur yfir í a.m.k. tólf mánuði og þar af verður starfsnám hjá lögregluembættum a.m.k. fjórir mánuðir. RÉTTINDI SEM NÁMIÐ VEITIR Hver sá sem lýkur lögreglunámi með fullnægjandi árangri er hæfur til að sækja um laus störf lögreglumanna í lögreglu ríkisins. Hann þarf að uppfylla skilyrði lögreglu- laga nr. 90/1996 og reglugerðar nr. 1051/2006 um starfsstig innan lögreglunnar, til að geta hlotið hlotið setningu eða skipun í embætti. Ríkislögreglustjóri setur og skipar lögreglumenn. AÐ HVERJUM ER LEITAÐ Lögreglustarfið er um margt spennandi og krefjandi vettvangur fyrir dugandi fólk enda eru gerðar fjölþættar kröfur til umsækjenda. Gerð er krafa um lágmarks menntun en einnig gott andlegt og líkamlegt atgervi því í lögreglustarfinu reynir á ýmsa ólíka eiginleika þeirra sem því sinna. Reyndin er sú að umsækjendur hafa fjölbreyttan bakgrunn og lögreglan hefur í gegnum tíðina fengið til liðs við sig afbragðs starfsfólk með t.d. iðnmenntun og aðra fagmenntun, auk þess sem háskólamenntuðum hefur fjölgað á síðustu árum. Þá er góður kostur að hafa fjölþjóðlega reynslu. Leitað er að skynsömum, jákvæðum, hraustum og reglusömum konum og körlum sem eiga auðvelt með mannleg samskipti. Í ljósi ríkjandi kynjahlutfalls innan lögreglu og jafnréttisáætlunar lögreglunnar hvetur ríkislögreglustjóri konur sérstaklega til þess að sækja um. NÁNARI UPPLÝSINGAR Um inntöku nýnema og námstilhögun vísast til 38. gr. lögreglulaga. Nánari upplýsingar um námið, feril umsókna, inntökupróf, umsóknareyðublöð, læknis- vottorð og handbók valnefndar er að finna á lögregluvefnum, www.logreglan.is undir Lögregluskóli ríkisins - Inntaka nýnema. Nánari upplýsingar veitir Gunnlaugur V. Snævarr formaður valnefndar í síma 577-2200. 4. október 2013. RÍKISLÖGREGLUSTJÓRINN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.