Morgunblaðið - 05.10.2013, Side 40
40 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2013
Þar sem verið er að ráðskast með fé
lífeyrissjóða landsins, þ.e. Alþingi
ákveður með lögum hversu mikið má
ráðstafa af okkar
lífeyri til að fjár-
festa í hinu og
þessu sem síðan
tapast, eins og
dæmin sanna, vil
ég segja: Ef talið
er að okkar
háæruverðuga
Alþingi geti
ákveðið að nokkr-
ir misvitrir menn
í stjórnum lífeyrissjóða „gambli“
með okkar fé sem við treystum á að
fá þegar starfsævi lýkur, er þá ekki
sjálfsagt að Alþingi setji ríkisábyrgð
á þessa lífeyrissjóði eins og gert er
hjá LSR?
UNNUR ÓSK TÓMASDÓTTIR,
skrifstofumaður.
Fyrirspurn
til Alþingis
Frá Unni Ósk Tómasdóttur
Unnur Ósk
Tómasdóttir
Starfsfélagi minn
spurði mig á förnum
vegi: „Veistu ekki til
hvers mömmur eru?“
Tilefnið var útfærslu-
þræta við yfirmann okk-
ar í verkefni. „Hvað
meinar þú?“ spurði ég á
móti. „Mömmur eru til
að spyrja hvort maður
má,“ sagði hann, „og ef
maður má, gerir maður
örugglega rétt.“ Ég hringdi í bossinn
og spurði hvort ég mætti og ég mátti.
Ég man, að þá leið mér vel. Kynslóð-
irnar sem nú eru í hvíld áttu í flestum
tilfellum mömmur sem voru heima-
vinnandi og þaðan var bónda, búi og
börnum stjórnað og til þeirra var alltaf
hægt að leita með öll dagleg vandamál
og þær gerðu á sinn vandaða hátt
kleift að gera landið að miklu örugg-
ara landi en áður, og gera enn.
Þær sköpuðu skilyrði fyrir menn-
ingu og listaspírur og aukna framlegð
á háskólamenntuðu fólki sem millj-
ónaþjóð væri. Það var blóðug bylting
og líka það að þurfa ekki að veiða fisk
fyrir 70-120 milljarða króna á ári til að
kaupa olíu fyrir landsmenn til ljósa og
hita. Við eigum sjálfbær framleiðslu-
fyrirtæki sem hafa gert samfélag okk-
ar að einu ríkasta samfélagi í heimi.
Landsmenn allir eru nýtingarmenn
náttúruauðlinda. Bændur, sjómenn og
virkjunarmenn, en mömmurnar að-
allega, hafa stritað eins og orkan leyfir
á hverjum tíma á hagrænan hátt, en
með hina hagrænu náttúruvernd í
huga svo að heimsathygli hefur verið
vakin á okkar ríkidæmi og skyn-
samlegum nytjum. Allt væl um eitt-
hvað annað, þ.e. vandamál hér eða
þar, eigum við ekki að hlusta á. Við
sem erum við ævikvöld-
ið verðum nú að taka
undir heróp Einars Ben:
„Vaknaðu, reistu þig
lýður míns lands.“ Upp-
risa okkar hefur því mið-
ur verið í miklum felulit-
um í þeim þokuslæðingi
sem hvílir enn yfir fjár-
gæslumönnum okkar
eftir kreppu og skerð-
ingar. Að vísu linkuleg
heróp öðru hvoru, en
frekar dauf og leiðinleg,
altént hafa þau ekki
hreyft við pólitískum framvörðum
flokkaflórunnar fyrr en á elleftu
stundu síðustu kosningaátaka, þegar
þeir lofuðu að allar skyldu skerðingar
Jóhönnu afnumdar og meira að segja
greiddar til baka um leið og stjórn-
arandstaðan kæmi í ráðherrastólana.
Nú fjórum mánuðum síðar er áfanga-
plástrun afstaðin, grunnlífeyrir kom-
inn í hús og skerðingarlaus launavinna
á ári að upphæð mánaðarlauna lág-
launa-embættismanns er heimil án
skerðingar. Við verðum nú að nenna
að rísa upp eftir að meginatriði skerð-
inga þeirra sem lökust hafa kjörin, s.s.
skerðing tekjutryggingar og heimilis-
uppbótar, er ekki leiðrétt. Við verðum
líka að hafa mjög svo vakandi auga
með að þeir sjóðir sem við höfum
greitt í til tryggingar framfærslu séu
ekki teknir frekar að láni (stolið) eða
skattlagðir til þurrðar og öll loforð um
réttlæti fótum troðin. Það er kýrskýrt
að það er ekki bara pólitíska valdið
sem stundar þessa iðju. Þá má t.d.
enginn eftirlaunafélagi í stétt-
arfélögum fá andarteppu þótt tryggir
og vænlegir orlofs-, sjúkra- og fleiri
sjóðir séu ekki aðgengilegir eftir að
hafa greitt í þá í tugi ára. Það hlýtur
vera eitthvað til viðbragða við svo aug-
ljósar gripdeildir. Eða er samviska
ráðamanna svo svartblettótt, eins og
kom fram hjá merkasta ritstjóra stór-
blaðs okkar og þjóðþekkts þjóðfélags-
rýnis sem sagði: „Ég er búinn að fylgj-
ast með þessu í 50 ár. Þetta er
ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt
ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það
eru engar hugsjónir, það er ekki neitt.
Það er bara tækifærismennska og
valdabarátta.“
Formaður Sjálfstæðisflokksins, vel
vakandi í miklum kosningaraunum,
gerði leikritið geðslegra þegar hann
sagði í grein í aðdraganda kosninga
(Mbl. 9.4. 2013): „Þegar metnar eru
breytingar á fjárlögum innan líðandi
kjörtímabils kemur í ljós að aldraðir
standa undir um 10% varanlegs nið-
urskurðar í ríkisrekstrinum. Samtals
má áætla að ríkisstjórnin hafi dregið
úr greiðslum til málaflokksins um
a.m.k. 13 milljarða. En aldraðir hafa
að sjálfsögðu ekki, frekar en aðrir
þjóðfélagshópar, sloppið við skatta-
stefnuna og þannig er sótt að þeim úr
tveimur áttum. Fjöldi eldri borgara,
sem hafa orðið fyrir barðinu á svo-
nefndum auðlegðarskatti, hefur litlar
eða engar tekjur til að standa undir
slíkum greiðslum. Um 300 manns með
tekjur undir 80.000 krónum á mánuði
reiddu fram 430 milljónir í þennan
skatt árið 2011. Þennan skatt þarf að
afnema hið fyrsta.“
Já, mömmuhugsjónir finnast jafn-
vel í efnilegum drengjum, þrátt fyrir
allt. Fjárlagafrumvarp 2014 ber það
með sér. En betur má ef duga skal.
Við ættum að gera allt til að auðvelda
þeim bæjarferðina með fullar buddur
af klinki. Auðvitað þökkum við for-
sjóninni að við búum á Íslandi og bú-
um við verðmæti og við getum viðhaft
að breyttu breytanda öryggi fyrir alla
landsmenn. Vigdís forseti og mamma
sögðu að 100 ár þyrfti til að afla sér
borgaralegrar menningar en lær-
dómsferill okkar væri aðeins 67 ár.
Tæpt er á að við sem erum vel á átt-
unda tuginn njótum þeirrar menning-
ar. En það er „blóðugt“ að þurfa að
vekja til meðvitundar þá yngri um að
þá ættu að vera mjög stórar og vel
fylltar „matarkistur“ tiltækar, sem all-
ir landsmenn eiga rétt til, fyrir skjól,
fæði og klæði, mikil lífsgæði og átaka-
minni elliár. Vigdís fjármálakona skil-
ur þetta, hún er líka mamma.
Mamma kemur í bæinn bráðum
og borgar skuldina sína
Eftir Erling Garðar
Jónasson » „Mömmur eru til að
spyrja hvort maður
má,“ sagði hann, „og ef
maður má gerir maður
örugglega rétt.“
Erling Garðar Jónasson
Höfundur er formaður
Samtaka aldraðra.
Í BRAGGABYGGÐ
Glæsilegt rit Eggerts Þórs Bernharðssonar er
nú loksins fáanlegt á ný, aukið og endurbætt.
Undir bárujárnsboga rekur
umbrotatíma í sögu Reykjavíkur
á aðgengilegan og ljóslifandi hátt.
Með
nýjum
mynda-
viðauka
www.forlagid.i s – alvöru bókabúð á net inu
Hjá Parka færðu flottar innréttingar
í hæsta gæðaflokki. Mikið úrval.
Bjóðum aðeins það besta fyrir þig!
Dalvegi 10-14 • Kópavogi
Vandaðar
innréttingar
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla.
Að senda grein
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn
grein" er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn
í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn kennitölu not-
anda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar-
hringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma
569-1100 frá kl. 8-18.
Ellefu borð í Stangarhyl
Mánudaginn 30. september var
spilaður tvímenningur hjá brids-
deild Félags eldri borgara, Stang-
arhyl 4, Rvk. Keppt var á 11 borð-
um. Meðalskor 216. Efstir í N/S
Jón Þór Karlss. – Björgvin Kjartanss. 260
Axel Lárusson – Bergur Ingimundars. 249
Magnús Oddsson – Oliver Kristóferss. 232
Guðjón Eyjólfsson – Sigurður Tómass. 219
A/V
Bjarni Guðnas. – Guðm. K. Steinbach 279
Hallgrímur Jónsson – Örn Isebarn 262
Ólafur Ingvarss. – Auðunn Guðmundss. 242
Óli Gíslason – Hrólfur Guðmundss. 221
Vetrarstarfið hafið
á Suðurnesjum
Spilaður var eins kvölds tvímenn-
ingur sl. fimmtudag. Garðar Þór
Garðarsson og Arnór Ragnarsson
spiluðu best og fengu skorina 63.
Feðgarðir Karl G. Karlsson og Karl
Einarsson urðu í öðru sæti með 56 og
Guðjón Óskarsson og Hafsteinn Ög-
mundsson þriðju með 51.
Stefnt er að fyrsta mótinu næsta
fimmtudag. Spilað er í félagsheim-
ilinu á Mánagrund kl. 19.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| brids@mbl.is