Morgunblaðið - 05.10.2013, Side 7

Morgunblaðið - 05.10.2013, Side 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2013 Átta umsækjendur eru um embætti sóknarprests í Staðastaðarpresta- kalli í Vesturlandsprófastsdæmi sem auglýst var laust til umsóknar nýlega. Umsóknarfrestur rann út 26. september síðastliðinn. Umsækjendur eru: Arnaldur Máni Finnsson guðfræðingur, séra Bára Friðriksdóttir, Davíð Þór Jónsson guðfræðingur, Elín Salóme Guðmundsdóttir guðfræðingur, Jó- hanna Magnúsdóttir guðfræðingur, Ólöf Margrét Snorradóttir guð- fræðingur, Páll Ágúst Ólafsson guðfræðingur og séra Ursula Árna- dóttir. Sóknarbörn í Staðastaðar- prestakalli fóru fram á almenna prestskosningu í prestakallinu í stað þess að valnefnd velji sóknar- prestinn. Slíkt er heimilt ef þriðj- ungur atkvæðisbærra sóknarbarna í prestakallinu fer fram á það. Ákveðið hefur verið að kosning sóknarprests í Staðastaðarpresta- kalli fari fram milli kl. 10.00-18.00, laugardaginn 2. nóvember 2013 í félagsheimilinu Breiðabliki í Eyja- og Miklaholtshreppi. sisi@mbl.is Átta vilja þjóna á Staðastað  Nýr prestur kjör- inn 2. nóvember Morgunblaðið/Sigurður Bogi Staðastaðakirkja Kosning sóknar- prests fer fram 2. nóvember. Þeir sem hafa átt leið hjá nýju frysti- geymslu HB Granda á Norðurgarði í Reykjavík hafa eflaust rekið augun í malarþúfu sem þar stendur. Ekki er um venjulega þúfu að ræða í þeim skilningi heldur er þar á ferð lista- verk eftir listakonuna Ólöfu Nordal sem ber vinnuheitið Þúfan. „Það tekur tíma að búa til mann- gert fjall,“ segir Ólöf spurð út í verk- lok en stefnt er að því að það verði fullmótað í lok október. Hugmynd hennar bar sigur úr býtum í hönn- unarsamkeppni um gerð listaverks fyrir félagið. Þegar verkið hefur tekið á sig lokamynd verður búið að tyrfa og leggja spírallaga göngustíg upp „fjallið“ þar sem lítill hjallur í manns- stærð tekur við. Þar verður þurrk- aður alls kyns fiskur og hákarl, bæði að þjóðlegum og alþjóðlegum sið. Fengið verður fiskverkafólk til að sjá um að verka fisk í hjallinum. Ólöf bendir á að nýja frystigeymslan sé reist á nýju landi, landfyllingu, og að starfsmenn HB Granda séu hinir nýju landnemar. Þeir eru af 17 þjóð- ernum. „Meginmarkmiðið í hug- myndavinnunni var að gera verk sem hefði sammannlega og sammenning- arlega skírskotun. Þó að mannfólkið aðhyllist mismunandi trú og hafi ólíkar rætur eru ákveðin erkitýpísk grunnminni sem tengja okkur saman yfir tíma og rúm.“ thorunn@mbl.is Listaverk reist úti á Granda Morgunblaðið/RAX Listaverk í vinnslu Fjallið verður grasi gróið með hjalli á toppnum.  Eftir Ólöfu Nordal  Hjallur á toppnum þar sem verkaður verður fiskur  Verkið með sammannlega skírskotun Mikið annríki var hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í gær vegna bilunar í sneiðmyndatæki á Land- spítalanum í Fossvogi, en af þessum sökum þurfti að flytja alla sem þurftu á slíkri myndatöku að halda með sjúkrabíl á sjúkrahúsið við Hringbraut. Tækið bilaði síðdegis í fyrradag og hafa varahlutir verið pantaðir frá útlöndum. Vitað er að ekki verður hægt að koma tækinu í lag fyrr en í fyrsta lagi eftir helgi og því ljóst að áfram verður að flytja sjúklinga á milli Fossvogs og Hringbrautar. Ekki er langt síðan þetta tæki bil- aði og var það þá bilað í um tvær vik- ur. Jón Guðmundsson, yfirlæknir á Landspítala í Fossvogi, segir tækið notað til að mynda um fjörutíu sjúk- linga á dag. Fluttu sjúk- linga milli sjúkrahúsa Ársreikningaskrá RSK skorar á stjórnarmenn fyrirtækja sem ekki hafa skilað ársreikningum fyrir árið 2012 að gera það nú þegar. Samkvæmt lögum er skilafrestur liðinn. Skil á ársreikningi Skorað er á stjórn félaga að senda nú þegar til ársreikningaskrár RSK ársreikning félagsins og samstæðureikning, ef það á við, vegna reikningsársins 2012. Áskorun þessi tekur einnig til skila á eldri ársreikningum hafi þeim ekki verið skilað. Stjórn ber ábyrgð Stjórnarmenn bera ábyrgð á því að ársreikningi sé skilað til ársreikningaskrár. Viðurlög Vanskil á ársreikningum geta varðað sektum frá 250 til 500 þúsund króna. Ert þú í skilum? Unnt er að sjá hvaða fyrirtæki eru í vanskilum á heimasíðu ríkisskattstjóra http://www.rsk.is/fyrirtaekjaskra/ arsreikningaskra/felog-i-vanskilum/ Athugaðu hvort þitt fyrirtæki er í vanskilum og skilaðu strax ef svo skyldi vera. Nánari upplýsingar á www.rsk.is 442 1000 Þjónustuver 9:30-15:30rsk@rsk.is Frestur til að skila er liðinn ársreikningi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.