Morgunblaðið - 05.10.2013, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.10.2013, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2013 Átta umsækjendur eru um embætti sóknarprests í Staðastaðarpresta- kalli í Vesturlandsprófastsdæmi sem auglýst var laust til umsóknar nýlega. Umsóknarfrestur rann út 26. september síðastliðinn. Umsækjendur eru: Arnaldur Máni Finnsson guðfræðingur, séra Bára Friðriksdóttir, Davíð Þór Jónsson guðfræðingur, Elín Salóme Guðmundsdóttir guðfræðingur, Jó- hanna Magnúsdóttir guðfræðingur, Ólöf Margrét Snorradóttir guð- fræðingur, Páll Ágúst Ólafsson guðfræðingur og séra Ursula Árna- dóttir. Sóknarbörn í Staðastaðar- prestakalli fóru fram á almenna prestskosningu í prestakallinu í stað þess að valnefnd velji sóknar- prestinn. Slíkt er heimilt ef þriðj- ungur atkvæðisbærra sóknarbarna í prestakallinu fer fram á það. Ákveðið hefur verið að kosning sóknarprests í Staðastaðarpresta- kalli fari fram milli kl. 10.00-18.00, laugardaginn 2. nóvember 2013 í félagsheimilinu Breiðabliki í Eyja- og Miklaholtshreppi. sisi@mbl.is Átta vilja þjóna á Staðastað  Nýr prestur kjör- inn 2. nóvember Morgunblaðið/Sigurður Bogi Staðastaðakirkja Kosning sóknar- prests fer fram 2. nóvember. Þeir sem hafa átt leið hjá nýju frysti- geymslu HB Granda á Norðurgarði í Reykjavík hafa eflaust rekið augun í malarþúfu sem þar stendur. Ekki er um venjulega þúfu að ræða í þeim skilningi heldur er þar á ferð lista- verk eftir listakonuna Ólöfu Nordal sem ber vinnuheitið Þúfan. „Það tekur tíma að búa til mann- gert fjall,“ segir Ólöf spurð út í verk- lok en stefnt er að því að það verði fullmótað í lok október. Hugmynd hennar bar sigur úr býtum í hönn- unarsamkeppni um gerð listaverks fyrir félagið. Þegar verkið hefur tekið á sig lokamynd verður búið að tyrfa og leggja spírallaga göngustíg upp „fjallið“ þar sem lítill hjallur í manns- stærð tekur við. Þar verður þurrk- aður alls kyns fiskur og hákarl, bæði að þjóðlegum og alþjóðlegum sið. Fengið verður fiskverkafólk til að sjá um að verka fisk í hjallinum. Ólöf bendir á að nýja frystigeymslan sé reist á nýju landi, landfyllingu, og að starfsmenn HB Granda séu hinir nýju landnemar. Þeir eru af 17 þjóð- ernum. „Meginmarkmiðið í hug- myndavinnunni var að gera verk sem hefði sammannlega og sammenning- arlega skírskotun. Þó að mannfólkið aðhyllist mismunandi trú og hafi ólíkar rætur eru ákveðin erkitýpísk grunnminni sem tengja okkur saman yfir tíma og rúm.“ thorunn@mbl.is Listaverk reist úti á Granda Morgunblaðið/RAX Listaverk í vinnslu Fjallið verður grasi gróið með hjalli á toppnum.  Eftir Ólöfu Nordal  Hjallur á toppnum þar sem verkaður verður fiskur  Verkið með sammannlega skírskotun Mikið annríki var hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í gær vegna bilunar í sneiðmyndatæki á Land- spítalanum í Fossvogi, en af þessum sökum þurfti að flytja alla sem þurftu á slíkri myndatöku að halda með sjúkrabíl á sjúkrahúsið við Hringbraut. Tækið bilaði síðdegis í fyrradag og hafa varahlutir verið pantaðir frá útlöndum. Vitað er að ekki verður hægt að koma tækinu í lag fyrr en í fyrsta lagi eftir helgi og því ljóst að áfram verður að flytja sjúklinga á milli Fossvogs og Hringbrautar. Ekki er langt síðan þetta tæki bil- aði og var það þá bilað í um tvær vik- ur. Jón Guðmundsson, yfirlæknir á Landspítala í Fossvogi, segir tækið notað til að mynda um fjörutíu sjúk- linga á dag. Fluttu sjúk- linga milli sjúkrahúsa Ársreikningaskrá RSK skorar á stjórnarmenn fyrirtækja sem ekki hafa skilað ársreikningum fyrir árið 2012 að gera það nú þegar. Samkvæmt lögum er skilafrestur liðinn. Skil á ársreikningi Skorað er á stjórn félaga að senda nú þegar til ársreikningaskrár RSK ársreikning félagsins og samstæðureikning, ef það á við, vegna reikningsársins 2012. Áskorun þessi tekur einnig til skila á eldri ársreikningum hafi þeim ekki verið skilað. Stjórn ber ábyrgð Stjórnarmenn bera ábyrgð á því að ársreikningi sé skilað til ársreikningaskrár. Viðurlög Vanskil á ársreikningum geta varðað sektum frá 250 til 500 þúsund króna. Ert þú í skilum? Unnt er að sjá hvaða fyrirtæki eru í vanskilum á heimasíðu ríkisskattstjóra http://www.rsk.is/fyrirtaekjaskra/ arsreikningaskra/felog-i-vanskilum/ Athugaðu hvort þitt fyrirtæki er í vanskilum og skilaðu strax ef svo skyldi vera. Nánari upplýsingar á www.rsk.is 442 1000 Þjónustuver 9:30-15:30rsk@rsk.is Frestur til að skila er liðinn ársreikningi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.