Morgunblaðið - 05.10.2013, Side 51

Morgunblaðið - 05.10.2013, Side 51
þess rúmgott baðherbergi. Það hefði einhvern tíma þótt rúmgóð íbúð.“ Mér er sagt að þú sért alltaf eitthvað að hugsa um gamla fólkið? „Það tekur því ekki að vera að gorta sig af því. Ég hef reynt að tína saman bréfadrasl hér af lóð- inni og moka snjó svo gamla fólkið brjóti sig ekki i hálkunni. Ég seldi nú reyndar bílinn minn í vor en hafði þá verið að skjótast með það í ökuferðir og útréttingar. Eins reyni ég að dansa við sem flestar konurnar þegar hingað koma harmóníkuleikarar og slá upp dansleik. Ég dansa því oftast við 10-15 konur á kvöldi. En þær eru nú misfótfráar blessaðar. Maður þarf því að meta það hverju sinni og haga hraðanum eftir því. Annars er þetta allt sjálfþakkað. Ég hef bæði gott og gaman af því að hafa eitthvað fyrir stafni.“ Fjölskylda Friðrik kvæntist 9.7. 1949, Önnu Guðnýju Ólafsdóttur, f. 5.12. 1930, húsfreyju. Hún er dóttir Ólafs Jónssonar, f. 21.11. 1881, d. 19.5. 1953 bónda á Fjöllum í Keldu- hverfi, og Friðnýjar Sigurjóns- dóttur, f. 31.8. 1898, húsfreyju á Fjöllum. Börn Friðriks og Önnu Guðnýjar eru Árni Viðar Friðriksson, f. 20.11. 1949, framkvæmdastjóri á Akureyri, kvæntur Gerði Jóns- dóttur húsfreyja og eru börn þeirra Jón Heiðar, f. 4.8. 1967, raf- magnstæknifræðingur, Anna Kol- brún, f. 16.4. 1970, menntunarfræð- ingur og Katrín, f. 22.4. 1980, MS í fjölmiðlafræði í Berlín; Ólafur Friðriksson, f. 5.6. 1953, rekstr- arhagfræðingur í Hafnarfirði, kvæntur Freyju Tryggvadóttur fjármálaráðgjafa og eru börn þeirra Friðrik Ingi, f. 30.4. 1977, flugmaður, Anna Guðný, f. 16.12. 1980 kennari og Íris Ösp, f. 6.5. 1989, bankastarfsmaður; Kristín Helga Friðriksdóttir, f. 26.4. 1962 bankastarfsmaður í Hafnarfirði, var gift Guðmundi Baldurssyni og eru börn þeirra Baldur, f. 6.4. 1983, blaðamaður, Lilja, f. 20.4. 1985, óperusöngvari og Andri, f. 22.6. 1991, nemi. Langafabörn Friðriks eru nú 11 talsins. Systkini Friðriks: Árni Jónsson landnámsstjóri, látinn; Hrefna Jónsdóttir skrifstofumaður, látin; Sigurður Jónsson bankamaður, lát- inn; Ragnheiður Jónsdóttir fyrrv. matráðskona; Stefán Ólafur Jóns- son fyrrv. deildarstjóri; Guðmunda Herborg Jónsdóttir, var búsett í Danmörku, látin. Foreldrar Friðriks voru Jón Sig- urðsson, f. 17.12. 1884, d. 1.2. 1971, bóndi í Sandfellshaga í Öxarfirði, og Kristín Helga Friðriksdóttir, f. 11.8. 1981, d. 2.4. 1970, húsfreyja í Sandfellshaga. Úr frændgarði Friðriks J. Jónssonar Friðrik J. Jónsson Kristín Eiríksdóttir húsfr. á Víðirhóli Jón Árnason b. á Víðirhóli á Fjöllum Guðmunda Friðbjörg Jónsdóttir húsfr.í Svínadal og Syðri-Bakka í Kelduhverfi Friðrik Júlíus Erlendsson b. og smiður í Svínadal og Syðri-Bakka í Kelduhverfi Kristín Helga Friðriksdóttir húsfr. í Sandfellshaga Sigríður Finnbogadóttir húsfr. í Garði í Kelduhverfi Erlendur Gottskálksson b. og alþm. í Garði í Kelduhverfi Þorbjörg Þorvarðardóttir húsfr. í Fagranesi og í Ameríku Einar Eymundsson b. í Fagranesi á Langanesi, fór til Ameríku Þóra Einarsdóttir húsfr. í Laxárdal Sigurður Jónsson b. í Laxárdal í Þistilfirði Jón Sigurðsson b. í Sandfellshaga í Öxarfirði Kristveig Eiríksdóttir húsfr. í Laxárdal Jón Björnsson b. í Laxárdal í Þistilfirði Ný gift Friðrik og Anna Guðný. Í ræðustól Friðrik J. Jónsson. ÍSLENDINGAR 51 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2013 Albert Guðmundsson, knatt-spyrnukappi og ráðherra,fæddist í Reykjavík 5.10. 1923 og ólst þar upp við Smiðjustíg- inn. Hann var sonur Guðmundar Gíslasonar, gullsmiðs í Reykjavík, og k.h., Indíönu Katrínar Bjarna- dóttur húsfreyju. Albert var í Samvinnuskólanum og varð þá góðvinur Jónasar gamla frá Hriflu. Hann stundaði síðan nám við Skerry’s College i Glasgow. Albert æfði og keppti í knatt- spyrnu með Val, varð fyrsti atvinnu- maður Íslendinga í knattspyrnu, komst í hóp fremstu knattspyrnu- manna Evrópu og lék um árabil í Glasgow, London, Nancy, Mílanó, París og Nice. Þessi glæsilegi frægð- arferill átti án efa eftir að setja sitt mark á framgöngu hans og viðmót er hann gerðist stjórnmálamaður. Albert var stórkaupmaður í Reykja- vík frá 1956, alþm. Reykvíkinga 1974-89, fjármálaráðherra 1983-85, iðnaðarráðherra 1985-87, sendiherra í París frá 1989, var borgarfulltrúi 1970-86 og sat í borgarráði 1973-83. Þá var hann frambjóðandi í forseta- kjöri árið 1980. Albert virtist hægur í framgöngu en var í raun aðsópsmikill og geðrík- ur stjórnmálamaður. Hann var um margt dæmigerður fulltrúi borgara- legra gilda: ónæmur fyrir hug- myndafræðilegum skýjaborgum, sjálfmiðaður, marksækinn og harð- duglegur en engu að síður hjarta- hlýr og einstaklega bóngóður. Stöð- ugar fyrirgreiðslur hans fyrir mikinn fjölda einstaklinga úr öllum flokkum varð til þess að stuðnings- mannahópur hans náði langt út fyrir raðir Sjálfstæðisflokksins og varð að „Hulduher“ sem kom Albert í fyrsta sæti í prófkjöri í Reykjavík 1983, meðan formaður flokksins, Geir Hallgrímsson, lenti í sjöunda sæti. Þorsteinn Pálsson vék Albert úr ráð- herraembætti 1987. Sú ákvörðun varð afdrifarík: Albert klauf þá Sjálfstæðisflokkinn með stofnun Borgaraflokksins en það veikti mjög Þorstein sem formann Sjálfstæðis- flokksins og hafði umtalsverð áhrif á stjórnmálaþróun næstu ára. Albert lést í Reykjavík 7.4. 1994. Merkir Íslendingar Albert Guðmundsson Laugardagur 95 ára Anna G. Beck Hulda Bjarnadóttir Sigurbjörg Sigfinnsdóttir 90 ára Björn J. Guðmundsson Guðrún Hjartardóttir Kristján Benjamínsson Tómas Árni Jónasson 85 ára Elínborg Þorsteinsdóttir Hólmfríður Benediktsdóttir Hörður Rögnvaldsson Jónas Pétursson Sigtryggur Þorláksson 80 ára Ása Ólafsdóttir Ingveldur Dagbjartsdóttir 75 ára Ármann Sigurjónsson Bára Jónsdóttir Björn Jónsson Dóra Emilsdóttir Guðni Stefánsson Jón Sigurður Helgason Pálmar Ólason 70 ára Edda Magnúsdóttir Guðrún Þórðardóttir Hrólfur Sæberg Jóhannesson Steinunn S. Jónsdóttir Þóra Ásdís Arnfinnsdóttir 60 ára Benedikt Ragnar Lövdahl Björg Hulda Konráðsdóttir Eyjólfur Þ. Hjartarson Guðmundur Þorsteinsson Guðrún Jónsdóttir Bachmann Jóhanna Sigurlaug Daðadóttir Jórunn Andreasdóttir Júlía Sigurðardóttir Ólafur Siemsen Páll Jóhann Guðbergsson Ragnhildur Hrönn Ólafsdóttir Tomasz Kalisz 50 ára Árni Skúlason Birgir Hlíðar Guðmundsson Birna Sigurðardóttir Grétar Karlsson Guðjón Sigvaldason Gyða Kristín Aðalsteinsdóttir Helga Ingunn Sturlaugsdóttir Hildur Björnsdóttir Jakob Már Harðarson Lilja Ragnarsdóttir Margrét Björnsdóttir Sigurður Kristinn Ægisson Steinvör Margrét Baldursdóttir Sölvi Sölvason Þórdís Guðfinna Jónsdóttir 40 ára Ásgeir Ingi Magnússon Berglind Ósk Sigurjónsdóttir Eggert Þór Óskarsson Gylfi Arnar Ísleifsson Hildur Björg Aradóttir Kristín Þórunn Guðmundsdóttir Sigurður Hinrik Tómasson Sigurhjörtur Sigfússon Sigurlaug Birna Bjarnadóttir Stefán Þór Bárðarson Steponas Navardauskas Valur Arnarson 30 ára Andrew Jered Wissler Arndís Sveinbjörnsdóttir Árdís Rut Ámundadóttir Bartosz Kaczmarek Eva Bjarnadóttir Eyjólfur Guðsteinsson Guðmundur Gísli Svavarsson Hildur Björk Skúladóttir Hugrún Harðardóttir Kolbeinn Viðar Jónsson Pálmi Kristjánsson Remigijus Radavicius Tinna Sigurbjörg Hallgríms Sunnudagur 95 ára Lovísa Bjargmundsdóttir 90 ára Anna Sveinsdóttir 85 ára Hjördís Jónsdóttir Jónína Margrét Bjarnadóttir Kristín Lúðvíksdóttir Þóra Ingibjörg Kristjánsdóttir 75 ára Ari Ólafsson Bragi Gíslason Guðrún Valný Þórarinsdóttir Sigrún Pálsdóttir 70 ára Baldvin Garðarsson Emilía Petrea Árnadóttir Gunnar Sighvatsson Helga Sigurbjörg Bjarnadóttir Sigríður R. Björgvinsdóttir 60 ára Ásdís Björgvinsdóttir Einar Ingi Magnússon Herdís Svava Hjaltadóttir Ingibjörg Hjörvar Ingvar Kristinsson Jóhann Bjarni Knútsson Þorbjörg S. Þorsteinsdóttir Þorsteinn Þröstur Jakobsson 50 ára Aðalsteinn Jónsson Christian Lacasse Danuta Sliwka Dorota Anna Zaorska Edgar Enrique Cabrera Hidalgo Guðrún Kormáksdóttir Ingólfur Jensson Kristján Jón Blöndal Ólafur Jónsson Ólöf Guðmundsdóttir Sigríður Jóhannsdóttir Stefán Baldvin Guðjónsson Þorsteinn Pálmar Einarsson Þórhallur Einarsson 40 ára Bryndís Eva Jakobsdóttir Guðlaug Bára Helgadóttir Helgi Magnússon Jóhann Magnús Ólafsson Ólafur Schram Ólöf Arna Pétursdóttir Ögmundur Arnarson 30 ára Finnbogi Þór Erlendsson Hafdís Ösp Garðarsdóttir Helga Dögg Yngvadóttir Hongbing Liu Ívar Kristinn Arnarsson Magnea Íris Jónsdóttir Runólfur Lárus Leví Stefánsson Til hamingju með daginn mbl.is/islendingar SMELLT EÐA SKRÚFAÐ, VIÐ EIGUM BÆÐI Þú getur verið afslappaður og öruggur við grillið með AGA gas. Öruggur um að þú ert að nota gæðavöru og að þú fáir góða þjónustu þegar þú þarft áfyllingu á gashylkið, hvort sem þú nýtir þér heimsendingarþjónustu á höfuðborgarsvæðinu eða þegar þú heimsækir söluaðila AGA. Farðu á www.gas.is og finndu nálægan sölustað eða sæktu öryggisleiðbeiningar og fáðu upplýsingar um AGA gas. www.GAS.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.