Morgunblaðið - 05.10.2013, Side 11
Austfjarðaþoka Hér er Eiríkur á göngu um Víknaslóðir á milli Borgarfjarðar eystri og Seyðisfjarðar í sumar.
Þetta er einskonar sýnishorn af Austfjarðaþokunni sem margir þekkja og getur verið skæð og þrálát.
það boðar norðanátt. Og eflaust
vita ekki nærri allir hvað það
merkir að norðanátt sé í vændum.
Fólk mætti alveg vakna og átta sig
á og skilja samhengið í þessu
öllu.“
Í íslenskri þjóðtrú eru mörg
dæmi um fyrirbæri sem eru tengd
veðri. „Hér áður fyrr var þessi
vitneskja ofarlega í hugum fólks á
hverjum degi, því Veðurstofa Ís-
lands kom ekki fyrr en árið 1920
og var ekki mjög áreiðanleg fyrstu
áratugina. Menn báru mismikið
traust til hennar og þurftu því að
vinna út frá gömlu þekkingunni.
En fyrir tíma Veðurstofunnar lifði
þjóðin á landinu og veðrið var
ótrúlega mikilvægt og stór hluti af
lífi fólks, það átti allt sitt undir
veðri og vindum.
Draumatrú var mjög rík á
þessum tíma og það eru mörg veð-
urtákn í draumum sem menn not-
uðust við, fólk dreymdi fyrir alls-
konar veðrum, fjöldi hesta, kinda
eða annarra dýra og litur þeirra í
draumum sagði mikið til um veður.
Þetta voru langtímaspár þess
tíma.“
Kennir börnum á
Hólmavík að gá til veðurs
Eiríkur segir að rannsóknir
hans og pælingar um veður eigi
ekkert sammerkt með hversdags-
lífi fólks af hans kynslóð, það til-
heyri ekki raunveruleika þess.
„Mín kynslóð er komin á mölina,
þó vissulega séu margir sem
stunda útivist, hjólreiðar og annað
slíkt og þurfi þá að spá í veður, en
þá út frá vísindum sem þau sækja
á veðurstofur en ekki út frá eigin
skinni.“
Eiríki finnst að meiri og
markvissari kennsla eigi að vera í
grunnskólum landsins um nátt-
úrutúlkun. „Ég er sjálfur nýbyrj-
aður að kenna í grunnskóla á
Hólmavík, þar sem ég bý núna. Ég
kenni börnunum að gá til veðurs í
náttúrufræðitímum. Það hefur gef-
ist vel og foreldrarnir segja að
áhugi barnanna á veðri hafi aukist
mjög mikið.“
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2013
Frá september og fram í maí er sér-
stök barnadagskrá í Gerðubergssafni
á laugardögum og í Aðalsafni við
Tryggvagötu á sunnudögum. Á morg-
un, sunnudag, er tékknesk dagskrá í
Aðalsafni og hefst hún klukkan 15 og
stendur til 17. Bæði verður sýnd bíó-
mynd og vinningssögur úr smásagna-
samkeppni lesnar upp. Smásagna-
samkeppnin bar yfirskriftina Landið
sem ég lifi í og tóku tékknesk börn,
búsett víðsvegar um heiminn, þátt í
keppninni. Myndin sem verður sýnd
er einstök í sínum flokki.
Kooky stendur á eigin fótum
Hún fjallar um bleika bangsann
Kooky sem, eins og margir aðrir
bangsar, endaði í ruslatunnunni eftir
að foreldrar eiganda bangsans kröfð-
ust þess. Myndin er gerð eftir sögu
Jans Sveráks og Jakubs Dvorskýs.
Hún hefur fengið prýðilega dóma og
farið sigurför um heiminn eftir að
hún kom út árið 2010. Bangsinn
Kooky snéri vörn í sókn og rataði af
ruslahaugunum yfir í heim ævintýr-
anna. Myndin er meðal annars um
það að takast á við eigin ótta og
standa á eigin fótum.
Hvernig sér bangsi heiminn?
Myndin er fyrir alla aldurshópa og
þurfa þeir sem eru orðnir fullorðnir
einfaldlega að leyfa sér að vera börn
á ný og skreppa í ferðalag með Kooky
um óravíddir skógarins. Stórfurðuleg
dýr búa í skóginum og ekki eru þau
öll frýnileg. Sum þeirra reynast
vænstu grey en þó ekki öll. Bleiki
bangsinn sem þráði bara ró og næði
tekst á við stórkostlegar áskoranir.
Myndin er sambland leikinnar mynd-
ar og teiknimyndar. Útgáfan sem
sýnd verður í Borgarbókasafninu á
sunnudaginn er á tékknesku með
enskum texta. Dagskrá barnadag-
anna er fjölbreytt og má skoða hana
inni á vef bókasafnsins, www.borgar-
bokasafn.is.
Tékknesk dagskrá fyrir börn
Bangsinn sem þráði ró og næði
Alþjóðlegi húlladagurinn, eða World
Hoop Day er í dag. Ísland verður
með í fyrsta sinn og í því felst með-
al annars að tala þátt í sameinuðum
húlladansi á Lækjartorgi klukkan 14.
Sami dans verður dansaður um víða
veröld þennan dag. Markmiðið með
deginum er einfaldlega að gleðjast
og minna á mikilvægi leikja barna.
Húllahringurinn er þó fjarri því að
vera eingöngu fyrir börn því hann er
notaður í ýmiss konar dans og æf-
ingar. Húlladagurinn minnir auk
þess á að leikföng og æfingatæki
þurfa hvorki að vera flókin né dýr.
Þrátt fyrir að nýjungar spretti upp
og geri allt vitlaust er ómögulegt að
breyta hinum klassíska húllahring.
Hann er alltaf eins. Á þeirri stundu
sem húlladansinn er dansaður vilja
þeir sem standa að deginum meina
að heimurinn verði friðsæll í eina
mínútu. Á meðan dansinn dunar
ætti fólk að íhuga hvernig gleði og
glaumur getur fengið fólk til að
gleyma áhyggjum daglegs lífs og
einbeitt sér að jákvæðum hugs-
unum. Æskilegt er að þátttakendur í
dansinum myndi hring og haldist í
hendur. Annie Leffingwell O’Keeffe
fékk hugmyndina að húlladeginum
árið 2005. Fyrsti alþjóðlegi húlla-
dagurinn var haldinn 07.07. 2007 og
síðan þá hafa fjölmörg heimsmet
verið slegin. Árið 2010 tóku 350
borgir þátt í húlladeginum og nú
bætist Reykjavík við. Annie er sann-
færð um að hringur, t.d. húlla-
hringur, geti verið sameiningartákn
mannfólksins.
Alþjóðlegi húlladagurinn er í dag
Morgunblaðið/Golli
Tákn Hringurinn getur verið samein-
ingartákn þeirra sem vilja heimsfrið.
Húlladans um
allan heiminn
Námskeið Eiríks, Gáum til veðurs!, verður hjá Endurmenntun Háskóla
Íslands dagana 15., 22. og 29. október.
Á námskeiðinu verður farið yfir hæfileikann að gá til veðurs út frá
þeim aðferðum sem fyrri kynslóðir lærðu og þróuðu með sér svo öld-
um skiptir. Ekki er um eiginleg vísindi að ræða, heldur fyrst og fremst
hæfnina til að gá til veðurs út frá þeim aðferðum sem veðurglöggt
fólk kunni og þróaði með sér, auk þess sem veðurspár í þjóðtrú verða
teknar til umfjöllunar.
Gáum til veðurs!
NÁMSKEIÐ HJÁ ENDURMENNTUN
Bólusetning gegn árlegri inflúensu
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins vill vekja athygli á því að skipulögð bólusetning gegn inflúensu
hefst á heilsugæslustöðvum mánudaginn 7. október 2013. Bóluefnið myndar mótefni gegn þremur
inflúensuveirustofnum þ.á m. svonefndri svínainflúensu.
Hverjum er einkum ráðlagt að láta bólusetja sig?
• Öllum sem orðnir eru 60 ára
• Öllum, bæði börnum og fullorðnum, sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og
lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum
• Heilbrigðisstarfsmönnum sem daglega annast fólk með aukna áhættu, sbr. ofantalið
• Þunguðum konum
Þeir sem tilheyra ofangreindum hópum fá bóluefnið sér að kostnaðarlausu en greiða komugjald
samkvæmt reglugerð nr. 1100 / 2012. Fyrirkomulag bólusetningar getur verið mismunandi milli
heilsu-gæslustöðva. Vinsamlegast leitið upplýsinga á vef Heilsugæslunnar www.heilsugaeslan.is,
eða hafið samband við hlutaðeigandi heilsugæslustöð.
Heilsugæslan Árbæ, Reykjavík s: 585 7800
Heilsugæslan Efra-Breiðholti, Reykjavík s: 513 1550
Heilsugæslan Efstaleiti, Reykjavík s: 585 1800
Heilsugæslan Fjörður, Hafnarfirði s: 540 9400
Heilsugæslan Garðabæ s: 520 1800
Heilsugæslan Glæsibæ, Reykjavík s: 599 1300
Heilsugæslan Grafarvogi, Reykjavík s: 585 7600
Heilsugæslan Hamraborg, Kópavogi s: 594 0500
Heilsugæslan Hlíðum, Reykjavík s: 585 2300
Heilsugæslan Hvammi, Kópavogi s: 594 0400
Heilsugæslan Miðbæ, Reykjavík s: 585 2600
Heilsugæslan Mjódd, Reykjavík s: 513 1500
Heilsugæsla Mosfellsumdæmis s: 510 0700
Heilsugæslan Seltjarnarnesi s: 561 2070
Heilsugæslan Sólvangi, Hafnarfirði s: 550 2600
Heilsugæslan Lágmúla 4, Reykjavík s: 595 1300
Heilsugæslan Salahverfi, Kópavogi s: 590 3900
Búast má við að bólusetning geti veitt a.m.k. 70% vörn gegn sjúkdómnum auk þess sem hann
verður vægari hjá þeim í hópi bólusettra sem veikjast. Þeim sem leita vilja ráðgjafar er bent á sína
heilsugæslustöð.
Frekari upplýsingar er að finna á vef Heilsugæslunnar, www.heilsugaeslan.is
Fræðsluefni um inflúensu má finna á vef landlæknisembættisins, www.landlaeknir.is
Reykjavík, 5. október 2013
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Álfabakka 16, 109 Reykjavík sími 585 1300 www.heilsugaeslan.is