Morgunblaðið - 05.10.2013, Side 52
52 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2013
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík
Sími 567 4840
www.bilo.is | bilo@bilo.is
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík
Sími 580 8900 | bilalind.is
Vantar alltaf
fleiri bíla á skrá!
Fylgstu með okkur á facebook
Fylgstu með okkur á facebook
MIKIL SALA
LAND ROVER DEFENDER 110
TDS STORM
11/2005, ekinn 132 Þ.km,
dísel, 5 gíra. Verð 3.990.000.
Raðnr.310897 á www.BILO.is
M.BENZ C 180 kompressor
08/2006, ekinn 103 Þ.KM,
bensín, sjálfskiptur, leður.
Verð 2.490.000. Rnr.400058
JEEP WRANGLER UNLIMITED
SAHARA 4
04/2012, ekinn 37 Þ.km,
sjálfskiptur. Verð 5.690.000.
Raðnr.135694 á www.BILO.is
MMC L200 Double Cab
Árgerð 2007, ekinn 104 Þ.KM,
dísel, sjálfskiptur, leður, plasthús.
Verð 2.790.000. Rnr.410553
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Nú ríður á að þú sýnir vinnufélögum
þínum að þú sért áreiðanlegur til samstarfs.
Fáir eru jafn leiðir og sá sem engu skilar.
Heimboðunum mun hreinlega rigna yfir þig.
20. apríl - 20. maí
Naut Til að geta gripið tækifæri verður þú að
hugsa fram í tímann. Nýtt verkefni, ný ábyrgð
eða stefnumót við einhvern í fyrsta sinn mun
gefa þér mikla orku.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Kannski á þér aldrei eftir að finnast
þú nógu öruggur með þig til að gera það sem
hjartað býður þér. Það er rangt hjá þér, hugs-
aðu stórt og láttu til skara skríða.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú munt þurfa að sýna börnum mikla
þolinmæði og skilning í dag. Vertu sveigj-
anlegur og gamansamur. Orðum verða að
fylgja athafnir svo það er eins gott að þú
brettir upp ermarnar.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Láttu það ekki hafa áhrif á þig þótt ein-
hverjir samstarfsmenn séu með stæla í þinn
garð. Einhverjar óvæntar upplýsingar færð
þú um forfeður þína.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú ættir að láta það eftir þér að kaupa
þér eitthvað fallegt í dag. Skelltu skollaeyrum
við hverslags umtali um menn og málefni í
dag.
23. sept. - 22. okt.
Vog Það er skynsamlegt að staldra stundum
við og hugleiða, hvað framtíðin kann að bera í
skauti sínu. Þú hefur óljósa mynd af framtíð
þinni í huganum.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Sporðdrekinn gantast með það
að það séu vissir hlutir sem hann vill alls ekki
vita. Ef þú segist hafa fyrirgefið en heldur í
gremjuna, hefurðu ekki alveg fyrirgefið.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Skoðaðu hvert mál vandlega áður
en þú tekur afstöðu. Leiðin sem þú ert á, er
ekki leiðin til ríkidæmis. Ekki hafa áhyggjur.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þetta er allt „þarna einhvers stað-
ar“ – og þú þarft að fara þangað til að ná í
það. Getur verið að þessi utanaðkomandi
skemmtilegheit séu einmitt málið? Vandi í
starfi leysist af sjálfu sér.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það er margt sem glepur hugann
og þú mátt hafa þig allan við til þess að geta
einbeitt þér að verkefnum dagsins. Sígandi
lukka er best.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Búðu þig undir að þurfa að aðlagast
breytingum í kringum þig. Ekki taka það til
þín ef einhver virðist óvingjarnlegur.
Jóhann Gunnarsson hefur á Leirn-um sagt frá ferð með Bænda-
ferðum um Austurísk-ungverska
keisaradæmið nú í september og er
rétt að gefa honum orðið:
„Ekið var frá München til Vínar-
borgar, ríflega 400 km, eftir þriggja
og hálfs tíma flug. Reyndar í góðri
rútu með klósetti og drykkjum til
sölu. Misjafnt hvað fólk gerir sér til
dundurs á svona ferð en hún Edda
mín skemmti sér við að telja bjórana
ofan í okkur sem sátum aftan til í
bílnum.
Á landaflakki á löngum degi
lágt varð ris á mörgum þar.
Þorstaheftir urðu eigi
aftursætisfarþegar.
Á Nh-hótelinu í Vínarborg var lið
þjóna til taks að beina okkur frá
þeim borðum í matsalnum sem lagt
var á með tauservíettum.
Ferðabændum okkur á
ýmsar vinna glettur.
Ei þeir leyfa oss að fá
alvöru servíettur.
Mörgum þótti lítið koma til mat-
arins á Nh-hótelinu og voru fegnir
að komast í burtu.
Farinn úr Vín og fluttur um set,
fagnað því ég get.
Nh súpu og Nh ket
ekki lengur ét.
Í ljós kom að svo hafði gengið á
bjórbirgðir bílstjórans þegar á
þriðja degi tólf daga ferðar að hann
taldi vissara að skreppa út í sveitir
Austurríkis og fylla vel í lestina áður
en haldið yrði til Ungverjalands.
Íslandsbændur ærið frískir
upp hans birgðir supu.
Ölbruggarar austurrískir
undir baga hlupu.
Í Siofok við Balatonvatn var fædd-
ur Imre Kalman, tónskáldið sem
samdi t.d. óperettuna Zardasfurst-
ynjuna. Í skrúðgarði bæjarins er
garðskáli og þar inni eirstytta af
honum. Í garðskálanum tók hópur-
inn lagið, eitt af óperettulögum Kal-
mans við texta Davíðs „Komdu inn í
kofann minn“.
Við Balatonvatnið víða og blauta
varð fyrir skáli, og allir inn.
Heyrðist þá karlinn Kalman tauta:
„Kver bauð þeim inn í kofann minn?“
Hér verð ég plássins vegna að fella
úr bréfinu, en í niðurlagi þess segir
Jóhann að ekki megi gleyma Soffíu
fararstjóra sem allt viti um kónga,
biskupa og byggingar fortíðarinnar.
Síst má ég hana Soffíu láta
sæta hjá mér afgangi.
Prísar hún ýmsa pótintáta:
Prag er næsti áfangi.
Því miður var þessi frásögn eilítið
of löng fyrir Vísnahorn og bíður
mánudags, en hún sýnir hvernig vís-
urnar lífga upp á og gera liðna at-
burði ljóslifandi í huganum.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Á ferð um gamla keisaradæmið
Í klípu
„ÉG ÓTTAST AÐ STJÓRNIN VERÐI
HOPPANDI REIÐ YFIR ÞESSARI
SKÝRLSU.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„EFTIR ÞVÍ SEM ÁRIN LÍÐA VERÐUR
ERFIÐARA AÐ HLAUPA UM VÖLLINN.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að kynnast þér.
HÆ!
LÍSU FINNST
ÉG GÓÐUR.
ÉG GET
SVOSEM SKILIÐ
ÞAÐ ...
SUMUM FINNST LÍKA
BLÓMKÁL GOTT!
ÉG HATA ÞESSI
KOKTEILBOÐ! ÉG ER
SVO FEIMINN VIÐ AÐ
TALA VIÐ FÓLK.
KÝLDU Á
ÞAÐ BARA.
ÉG SAGÐI
„KÝLDU Á ÞAÐ
BARA“ ...
EKKI „KÝLDU
ÞAÐ BARA“!
Hrósið fær sundlaugin í Vest-mannaeyjum. Hún er bæði
óskaplega skemmtileg, með flottum
rennibrautum og einnig vel hönnuð.
Snilldin felst ekki síst í einhvers kon-
ar stömum gúmmídúk sem hefur ver-
ið lagður á stéttirnar í kringum alla
pottana. Mættu aðrir sundstaðir taka
slíkt sér til fyrirmyndar. Hann stuðl-
ar að því að fólki; einkum því yngsta
og minnsta, skrikar ekki fótur þegar
gengið er og stundum hlaupið á milli
pottanna og rennibrauta. Þá er renni-
brautin sem er hugsuð fyrir yngstu
börnin sú besta sem Víkverji hefur
kynnst. Að sjálfsögðu skal taka fram
að hann hefur langt í frá heimsótt alla
sundstaði landsins. Snilldin við þá
rennibraut er að dúkurinn nær upp
allan stigann, sem er einnig mjög
rúmur eða öllu heldur breiður. Það er
nefnilega býsna algengt að stigarnir
upp í rennibrautirnar séu úr járni og
þeim mun fleiri stigar eru ekki yfir-
byggðir. Þá getur sumarvindurinn
orðið nokkuð kaldur þegar komið er
upp í töluverða hæð – svo ekki sé
minnst á yfir vetratímann. Í sund-
lauginni í Vestmannaeyjum geta for-
eldrar og forráðamenn slakað á í
heita pottinum og fylgst með af-
kvæminu fara í rennibrautina (þetta
fer að sjálfsögðu eftir aldri og getu
barnsins í sundi) vegna þess að gott
útsýni er úr pottinum yfir í renni-
brautina. Þá er rennibrautin; Duf-
þekja einstaklega skemmtileg því
þegar komið er út úr hefðbundinni
rennibraut tekur við dúkur sem eyk-
ur á hraðann til muna – ekki er það
verra. Nafngiftin skemmir heldur
ekki.
x x x
Sundlaugarnar hér á landi eruhreint út sagt yndislegar. Vík-
verja þykir erfitt að gera upp á milli
þeirra, vegna þess að þær eru allar
einstakar, hver á sinn hátt. Því skal
ekki neita að núorðið eru sundlaug-
arnar valdar eftir því hversu barn-
vænar þær eru. Á höfuðborgarsvæð-
inu standa laugarnar í Mosfellsbæ og
Hafnarfirði framarlega.
x x x
Og já, Víkverji lætur sig vaða í allarrennibrautir sem hann kemst í á
sundstöðum, þrátt fyrir að vera ekk-
ert unglamb lengur. víkverji@mbl.is
Víkverji
Sérhver ritning er innblásin af Guði
og nytsöm til fræðslu, umvöndunar,
leiðréttingar og menntunar í réttlæti.
(Síðara Tímóteusarbréf 3:16)