Morgunblaðið - 05.10.2013, Qupperneq 34
BAKSVIÐ
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Repúblikaninn Devin Nunes, full-
trúadeildarþingmaður frá Kaliforníu,
vandaði flokksbræðrum sínum á
Bandaríkjaþingi ekki kveðjurnar eft-
ir að fjárheimildir hins opinbera
runnu út fyrr í vikunni. Hann sagði að
þeir væru eins og „læmingjar í sjálfs-
morðsvestum“.
Repúblikaninn skírskotaði til
þess að nagdýrin finna hjá sér óvið-
ráðanlega hvöt til að hlaupa fyrir
björg og farga sér í hrönnum þegar
vel árar og þeim hefur fjölgað um of.
Nunes segir að repúblikanarnir láti
ekki nægja að hlaupa fyrir björg,
heldur setji þeir einnig á sig
sprengjuvesti til að vera alveg vissir
um að deyja drottni sínum.
Nunes beindi spjótum sínum að
íhaldssömum þingmönnum í teboðs-
hreyfingunni svokölluðu. Hreyfingin
berst fyrir lægri sköttum og minni
ríkisumsvifum og hefur meðal annars
lagst gegn nýju sjúkratryggingalög-
unum, Obamacare, sem Barack
Obama forseti náði fram. Þingmenn-
irnir settu það skilyrði fyrir bráða-
birgðafjárlögum að gildistöku sjúkra-
tryggingalaganna yrði frestað um að
minnsta kosti ár. Demókratar höfn-
uðu því og deilan varð til þess að fjár-
heimildirnar runnu út og starfsemi
ríkisstofnana stöðvaðist að miklu
leyti.
Þriðji flokkurinn
að myndast?
Skoðanakannanir benda til þess
að mikill meirihluti Bandaríkjamanna
sé andvígur þeirri ákvörðun repúblik-
ana í fulltrúadeildinni að tengja fjár-
lögin við sjúkratryggingalögin.
Óánægjan með ákvörðunina er mjög
mikil meðal óflokksbundinna kjós-
enda sem skipta oft sköpum í kosn-
ingum í Bandaríkjunum. Kannanir
benda til þess að meirihluti óflokks-
bundnu kjósendanna sé andvígur
sjúkratryggingalögunum, en þeir eru
aftur á móti enn andvígari því að
starfsemi ríkisstofnana sé stöðvuð
vegna þeirra.
Margir þingmenn repúblikana
óttast að ef fjárlagadeilan dregst á
langinn og skaðar efnahag Banda-
ríkjanna verði skuldinni skellt á flokk
þeirra og það minnki líkurnar á því að
hann nái meirihluta í öldungadeild-
inni í kosningum á næsta ári. Til að ná
meirihluta í deildinni í fyrsta skipti
frá 2007 þarf flokkurinn að bæta við
sig sex þingsætum.
Jeremy Warner, aðstoðarrit-
stjóri breska dagblaðsins The Tele-
graph, telur að fjárlagadeilan auki
jafnvel líkurnar á því að demókratar
fari með sigur af hólmi í forsetakosn-
ingunum árið 2016. Gengi það eftir
yrði það í fyrsta skipti sem demókrat-
ar sigruðu oftar en tvisvar í röð í for-
setakosningum frá forsetatíð Frankl-
ins D. Roosevelts (1933-1945) og
Harry S. Trumans (1945-1953).
Repúblikanar eru með 234 þing-
menn í fulltrúadeildinni og bandaríski
stjórnmálaskýrandinn Robert Costa
segir að um 30-40 þeirra séu „sannir
harðlínumenn“ í stuðningi sínum við
teboðshreyfinguna. Til viðbótar séu
um 50-60 þingmenn sem séu undir
miklum þrýstingi frá harðlínumönn-
unum og kunni að styðja þá ef
John Boehner, forseti fulltrúa-
deildarinnar, lætur til skarar
skríða gegn þeim og semur við
demókrata um lausn deilunnar.
Annar stjórnmálaskýrandi,
Philip Bump, segir í grein
í tímaritinu The Atl-
antic, að þriðji þing-
flokkurinn sé að
myndast á þinginu,
til hægri við flokk
repúblikana.
Boehner minni
meira á leiðtoga
samsteypustjórnar, sem þurfi að
sigla milli skers og báru, en flokks-
leiðtoga.
Kjósendurnir eru íhaldssamir
Þingmennirnir sem tengjast te-
boðshreyfingunni hafa verið áhrifa-
miklir í flokknum vegna þess að þeir
koma frá ríkjum þar sem flokkurinn
stendur vel að vígi og mikil andstaða
er við nýju sjúkratryggingalögin.
Þeir koma frá dreifbýliskjördæmum
þar sem Barack Obama fékk lítið
fylgi í síðustu forsetakosn-
ingum og þar sem repúblik-
anar hafa notið vaxandi
vinsælda, einkum þeir sem
styðja sjónarmið
teboðshreyfingarinnar.
Gefi þingmennirnir
eftir í fjárlagadeil-
unni eiga þeir á
hættu að reita
þessa íhalds-
sömu kjós-
endur til reiði
og missa
stuðning
þeirra.
AFP
Samhentir Mótmælendur taka höndum saman við þinghúsið í Washington
til að mótmæla áformum um að skerða bætur í almannatryggingakerfinu.
Lýst sem læmingjum
í sprengjuvestum
„Harðlínumenn“ gagnrýndir fyrir að skaða repúblikana
Vongóður um viðræður
» John Boehner, forseti full-
trúadeildarinnar, hefur sagt
bandamönnum sínum meðal
repúblikana að hann sé von-
góður um að geta hafið við-
ræður við leiðtoga demókrata
um ný fjárlög til að afstýra
greiðsluþroti ríkisins.
» Hermt er að Boehner vilji
víðtækt samkomulag sem feli í
sér að skuldaþak ríkisins verði
hækkað.
John
Boehner
34 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2013
Lopi 33
Sjá sölustaði á istex.is
Teboðsrepúblikanar í fulltrúadeild-
inni þurfa ekki að hafa miklar
áhyggjur af óflokksbundnum kjós-
endum á miðjunni vegna þess að
atkvæði þessa kjósendahóps hafa
ekki jafnmikið vægi í kosningum
til fulltrúadeildarinnar og til öld-
ungadeildarinnar. Þetta hefur
meðal annars verið rakið til fyrir-
bæris sem kallað hefur verið
„gerrymandering“ á ensku. Það
felst í því að annar stóru flokkanna
notfærir sér völd sín í tilteknu ríki
til að breyta mörkum einmenn-
ingskjördæmanna í
fulltrúadeildarkosningum til að
tryggja flokknum eins mörg þing-
sæti og mögulegt er. Markmiðið er
jafnframt að sjá til þess að sem
flest atkvæði hins flokksins falli
dauð niður.
Þessi aðferð getur haft mikil
áhrif á niðurstöður kosninga til
fulltrúadeildarinnar þar sem 435
þingsæti skiptast á milli ríkja eftir
íbúafjölda þeirra. Í öldungadeild-
inni sitja hins vegar tveir þing-
menn frá hverju ríki.
Þessar breytingar á mörkum
kjördæmanna skýra að miklu leyti
hvers vegna repúblikanar fengu 33
þingsæti umfram demókrata í síð-
ustu fulltrúadeildarkosningum
þótt demókratar fengju fleiri at-
kvæði. Munurinn var 1,4 milljónir
atkvæða.
Færri atkvæði en fleiri sæti
KJÖRDÆMAMÖRKUM BREYTT TIL AÐ STYRKJA STÖÐU FLOKKSINS