Morgunblaðið - 05.10.2013, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 05.10.2013, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2013 VERIÐ VELKOMIN Á 5 ÁRA AFMÆLISHÁTÍÐ 4.–6. OKTÓBER afmælisboð PIPA R\TBW A • SÍA • 132687 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. 5,2 milljarðar í veiðigjald  Lækkað um 1,2 milljarða króna vegna vaxtakostnaðar gjaldskyldra aðila Veiðigjöld sem lögð hafa verið á í upphafi nýs fiskveiðiárs sem hófst 1. september nema alls 5,2 milljörðum króna að því er kemur fram í tilkynn- ingu Fiskistofu. Hingað til hefur veiðigjaldið aðeins verið lagt á vegna þess aflamarks sem hefur verið út- hlutað. Annars vegar er um að ræða al- mennt veiðigjald og hins vegar sér- stakt veiðigjald. Almenna veiðigjald- ið nemur 3,4 milljörðum króna og sérstaka veiðigjaldið þremur millj- örðum. Gjaldskyldir aðilar geta sótt um lækkun á sérstaka gjaldinu vegna vaxtakostnaðar við kaup á aflahlut- deildum fram til 5. júlí 2012 að upp- fylltum ákveðnum skilyrðum í lögum og reglugerðum. Fiskistofa tekur ákvarðanir um lækkun sérstaks veiðigjalds. Lækkunin nú verður 1,2 milljarðar króna. Áætlað er að heild- arveiðigjöld fiskveiðiársins 2013-14 nemi tæpum tíu milljörðum króna. Heildarupphæð veiðigjalda á síð- asta fiskveiðiári nam 12,3 milljörðum króna. Þar af nam almenna veiði- gjaldið 4,3 milljörðum króna og sér- staka gjaldið 10,8 milljörðum. Lækk- un vegna vaxtagreiðslna gjaldskyldra aðila nam 2,8 milljörð- um króna. Ljósmynd/Alfons Finnsson Afli Ekki er búið að leggja á veiðigjald fyrir allt fiskveiðiárið. Enn er eftir að úthluta aflarmarki á ýmsum fisktegundum, þ. á m. makríl og loðnu. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram fyrirspurn í vikunni um aðgerðir til að auka lóðaframboð fyr- ir þjónustuíbúðir fyrir eldri borgara. Þeir lögðu fram tillögu í apríl um að- gerðir í þeim málum en henni var vís- að til meðferðar hjá starfshópi um innleiðingu húsnæðisstefnu borgar- innar. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi segir að niðurstöðu hafi verið að vænta í júní en enn hafi ekkert komið frá starfshópnum sem varði húsnæð- ismál aldraðra. „Það er augljóst að þessi mála- flokkur er ekki í forgangi hjá meiri- hlutanum. Ég held að þetta sé ekkert annað en slóðaskapur og áhugaleysi hjá honum,“ segir Kjartan. Dagur B. Egg- ertsson, formað- ur borgarráðs og formaður starfs- hópsins, segir í skriflegu svari til Morgunblaðsins að ekki séu tíma- mörk á starfi hópsins. Hann geri hins vegar ráð fyrir að gengið verði frá tillögum á næstu vikum. Dagur segir jafnframt að húsnæð- ismál séu í forgangi hjá meirihlut- anum. kjartan@mbl.is Sakar meirihlut- ann um slóðaskap  Dagur segir niðurstöðu að vænta Frá fundarsal borgarráðs. „Við teljum að ekki þurfi að til- kynna sveitar- félögunum sér- staklega ef við leigjum íbúðir fyr- ir hælisleitendur í þeim sveitar- félögum,“ segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Bæði félagsmálaráð og bæjarráð Kópavogsbæjar hafa sent frá sér bókanir þar sem m.a. er spurt af hverju Kópavogsbær hafi ekki verið upplýstur um að hælisleitendur hefð- ust við í leiguíbúðum í bænum sem Reykjanesbær hefði tekið á leigu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðst inn í umrætt húsnæði fyrir viku. Þar voru fimmtán karlmenn hand- teknir í aðgerðunum. Þeir eru allir af erlendu bergi brotnir og eru enn fremur með stöðu hælisleitenda. Hælisleitendurnir eru allir í umsjá Reykjanesbæjar þrátt fyrir að leigt hafi verið undir þá húsnæði í Kópa- vogi. Þá sé algengt að Reykjanesbær leigi íbúðir fyrir hælisleitendur í öðr- um sveitarfélögum. Í bæjarráði fór Ólafur Þór Gunn- arsson, fulltrúi Vinstri grænna, fram á greinargerð frá bæjarstjóra vegna málsins. Spurði hann einnig um rétt- arstöðu bæjarins og hvort bæjaryfir- völd hefðu óskað eftir viðræðum við bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ eða inn- anríkisráðuneytið. Árni ítrekar að þessir ein- staklingar séu frjálsir ferða sinna hér á landi á meðan þeir bíða eftir úr- skurði Útlendingastofnunar. Þá bendir hann á að umræðan sé vand- meðfarin og „ekki megi gera úr þess- um hóp einhver óargadýr. Það eru ýmsar ógnir sem steðja að þessu fólki og það kemur hingað til að leita að friði.“ thorunn@mbl.is Engin til- kynning- arskylda Árni Sigfússon  Leigja íbúðir fyrir hælisleitendur víða Spáð er kulda á landinu um helgina og kólnandi eftir hana. Á morgun er gert ráð fyrir hita á bilinu núll til fimm gráður sunnanlands og ann- ars um eða undir frostmarki. Á mánudag er spáð eins til fimm stiga hita suðvestantil en allt að sex gráðu frosti annars staðar. Á þriðjudag á hitinn að vera um eða undir frostmarki en frá og með miðvikudegi á að hlýna og er búist við 7-12 stiga hita á fimmtudag. Kalt í veðurkort- unum næstu daga Þessi unga kona brosti sínu blíðasta þegar hún sýndi fatnað á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund í gær við góðar undirtektir. Þar gerðu íbúar sér glaðan dag og héldu tískusýningu í há- tíðarsal heimilisins. Um fimmtán konur sýndu þá klæðnað og skart úr verslun Grundar en það voru nemar frá Snyrtiakademíunni sem sáu um að snyrta fyrir- sæturnar áður en þær stigu á svið. Ekki var ann- að að sjá en að íbúarnir skemmtu sér hið besta og dáðust að fagmannlegum töktum fyrirsætn- anna þar sem þær svifu um gólfin. Þær létu það heldur ekkert á sig fá þótt sumar þeirra þyrftu að styðjast við staf eða göngugrind. Tónlist og léttar veitingar juku enn á stemninguna. Konur á Grund sýndu fatnað og skart Morgunblaðið/Rósa Braga Samdráttur varð í bílasölu á fyrstu níu mánuðum ársins frá sama tímabili í fyrra en alls seldust þá 6.218 nýir bílar eða 153 færri en sömu mánuði í fyrra. Jafngildir það 2,4% samdrætti á tímabilinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bílgreinasambandinu en þar segir einnig að frá 1. september til 30 september voru nýskráðir 350 fólksbílar og er það fækkun um 120 bíla, eða 25,5%, frá sama mánuði í fyrra. Þá kemur þar fram að sala nýrra bíla hafi verið á hægri upp- leið þar til í ágúst en síðan hafi orð- ið bakslag í sölunni. Er samdráttur- inn m.a. rakinn til „óvissuástands í þjóðmálum“. Sala nýrra bíla minnkar milli ára

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.