Morgunblaðið - 05.10.2013, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 05.10.2013, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2013 ÚR BÆJARLÍFINU Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Ný hárgreiðslustofa á Þórshöfn ber nafnið Gló-hár og förðun og er hún kærkomin þjónusta, þar sem engin slík hefur verið á staðnum í nokkurn tíma. Þórshafnarmærin Eygló Jónasdóttir á og rekur stof- una en hún flutti aftur heim til Þórs- hafnar frá Reykjavík fljótlega eftir námslok í hársnyrtinámi og förð- unarfræði. Þegar Eygló kom aftur heim til Þórshafnar keypti hún ein- býlishús með bílskúr og býr þar ein með kisunni Ólafíu. Bílskúrnum var svo breytt í notalega hárgreiðslu- stofu og segir Eygló að það sé alveg nóg að gera í hárþjónustunni en förðunin sé frekar bundin við ákveð- in tækifæri og sú vinna komi þá í törnum. Eygló segist kunna miklu betur við sig á landsbyggðinni held- ur en í erli höfuðborgarinnar „og heima er bæði fallegast og best,“ segir hárgreiðslukonan Eygló.    Bið hefur verið eftir leikskóla- plássi á leikskólanum Barnabóli en nú hefur verið ráðin bót á þeim vanda barna og foreldra. Með reglu- gerð sveitarfélagsins Langanes- byggðar um niðurgreiðslur til dag- foreldra opnuðust möguleikar á dagheimilisrekstri og í sumar tóku tvær konur tóku sig til og stofnuðu dagheimilið Sjónarhól þar sem þær geta haft átta börn. Önnur kvennanna á tvíbura sem eru þar í hópnum og gengur starfsemin vel. Þær eru nú með sex börn, svo enn er hægt að bæta tveimur í hópinn.    Íþróttamiðstöðin Verið á sér öflugt stuðningsfólk sem hefur tekið virkan þátt í því að endurnýja æf- ingatæki í þreksalnum. Þrjú frænd- systkini hafa verið þar í fararbroddi í fjáröflun, drifið af stað áheitahlaup og keypt tækjabúnað fyrir ágóðann. Róðrarvél og lóð eru nýjustu tækin í æfingasalnum sem er nú vel tækjum búinn. Aðsókn hefur verið nokkuð jöfn í íþróttahúsið, segir forstöðu- maðurinn Eyþór Atli. Það er ekki bara heimafólkið sem nýtir það heldur hafa sjómennirnir á skipum Ísfélagsins verið duglegir að nýta húsið þegar þeir koma í höfn til löndunar. Landvinnslufólk Ísfélags- ins nú á vertíðinni hefur líka stund- að húsið af kappi til að endurnæra sig eftir langar vaktir í síldar- og makríltörninni. Eitt sinn sagði íbúi á Þórshöfn, þá nýfluttur á staðinn, að það væri sönn byggðastefna, þegar lítið sveit- arfélag eins og Langanesbyggð stendur í því að halda uppi rekstri nokkuð stórrar íþróttamiðstöðvar, eins og Verið er, því vissulega er það kostnaðarsamt á svæði þar sem ekki er hitaveita. Börn og unglingar eru þarna líka fastagestir og varla er hægt að hugsa betri afþreying- arstað fyrir þau heldur en íþrótta- hús.    Fjórir nemendur eru nú í fram- haldsskóladeildinni á Þórshöfn, sem er útibú frá framhaldsskólanum á Laugum. Þau eru öll fyrsta árs nem- endur en Laugaskóli hefur boðið upp á fyrstu tvö árin í deildinni á Þórshöfn. Þetta haustið fóru allir annars árs nemarnir á heimavistina á Laugum og eru því töluvert færri en undanfarin ár. Þetta er fimmta árið sem framhaldsskóladeildin er starfrækt á Þórshöfn og verkefnis- stjóri er Hildur Stefánsdóttir. Spennandi verkefni er nú í gangi hjá Laugaskóla sem kominn er af stað í Comeniusar-verkefni ásamt sjö öðr- um löndum. Verkefnið felst í því að aðstoða nemendur við að finna sér afþreyingu í frítíma án þess að tölva eða netsamband komi við sögu, „off- line“-afþreying. Hópurinn fer svo í skólaheimsóknir til Kanaríeyja eftir áramót og gistir hjá fjölskyldum nemenda þar. Nemarnir undirbúa nú fjáröflun vegna ferðarinnar og mikil tilhlökkun er í gangi. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Heima Eygló Jónasdóttir og kisan Ólafía í kyrrðinni á Þórshöfn. „Heima er best“ Um helgina hefst kynning á íbúðum í fjölbýlishúsi sem nú rís við Hrólfs- skálamel 10-18 á Seltjarnarnesi en áætluð afhending er sumarið 2014. Íbúðirnar verða alls 30, flestar á bilinu 100-120 fermetrar auk geymslu. Á efstu hæð verða þó nokkrar íbúðir sem munu telja 220 fermetra en þeim munu fylgja geymsla og tvö bílastæði og er ásett verð um 115 milljónir króna. Þrátt fyrir að endanlegt verð hafi aðeins verið ákveðið í vikunni sem leið, hafa stærri íbúðirnar allar verið seldar, utan ein. Sverrir Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Eignamiðlunar, segir talsverða eftirspurn eftir dýrari íbúðum á þessum stað en verð minni íbúðanna er á bilinu 41-80 milljónir króna. „Seltjarnarnesið er eftirsótt svæði og þessi staðsetning er örstutt frá golfvelli, sundlaug, skólum og versl- unum auk þess sem glæsilegt útsýni verður úr íbúðunum,“ segir hann. Eignamiðlun og Miklaborg verða með íbúðirnar til sölu en fram- kvæmdaaðili er Stólpar ehf. Fyrir- tækið á einnig leigulóðaréttindi og byggingarétt fyrir fjölbýlishús á Hrólfsskálamel 1-7, þar sem gert er ráð fyrir 4.000 fermetra byggingu með alls 28-32 íbúðir. Teikning/T.ark Hrólfsskálamelur Íbúðirnar verða tilbúnar til afhendingar næsta sumar. Flestar stærri íbúðirnar seldar  Kynna íbúðir við Hrólfsskálamel Hvorki barst tilkynning um bilun eða neyðarástand frá áhöfn flugvél- arinnar sem brotlenti á aksturs- íþróttasvæði við Hlíðarfjallsveg á Akureyri um verslunarmannahelg- ina. Þetta er á meðal þess sem kem- ur fram í bráðabrigðaskýrslu rann- sóknarnefndar samgönguslysa um slysið. Tveir menn fórust í því og sá þriðji slasaðist. Rannsóknin beinist að því hvers vegna flugvélin missti hæð og verður flak hennar og hreyflar skoðaðir frekar ásamt fluglagi og afkastagetu hennar í framhaldinu. Var innan marka Tveggja manna áhöfn TF-MYX ásamt sjúkraflutningamanni höfðu verið í sjúkraflugi frá Hornafirði til Reykjavíkur en ferð þeirra hófst á Akureyri. Fyllt var á eldsneytistank vélarinnar í Reykjavík en þegar hún hélt til Akureyrar var hún innan þyngdar- og jafnvægismarka að því er kemur fram í skýrslunni. Skömmu eftir að vélin lauk blind- flugi að Akureyri óskaði áhöfnin eft- ir því við flugturn að fljúga einn hring yfir bæinn og var það sam- þykkt. Skömmu eftir það lét flug- turninn vélina vita af því að Fokker- vél væri að fara á loft til norðurs og bað hana um að fylgjast með umferð. Áhöfnin TF-MYX staðfesti það, var þá við Kristnes og ætlaði að halda sig vestarlega. Vængir og stél losnuðu af TF-MYX var flogið í átt að akst- ursíþróttabraut við Hlíðarfjallsveg. Þegar vélin nálgaðist aksturs- íþróttabrautina í vinstri beygju, missti hún hæð og vinstri vængur hennar snerti jörð við hægri hlið akstursíþróttabrautarinnar með þeim afleiðingum að hún brotlenti. Ekki barst tilkynning um bilun eða neyðarástand frá áhöfn flugvélar- innar meðan á fluginu stóð. Þá segir í skýrslunni að við brot- lendinguna hafi eldur kviknað og losnuðu vængir og stél frá skrokki flugvélarinnar. Skrokkur flugvél- arinnar brotnaði og hafnaði um 350 metrum frá þeim stað er vinstri vængurinn snerti jörð. Við vett- vangsrannsókn mátti sjá að væng- börð og hjól voru uppi. Rannsaka hvers vegna flugvélin missti hæð  Rannsóknarnefnd skilar skýrslu um fluglysið á Akureyri Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Slys Flak flugvélarinnar fjarlægt af slysstað á akstursbrautinni í sumar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.