Morgunblaðið - 05.10.2013, Side 50

Morgunblaðið - 05.10.2013, Side 50
50 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2013 Guðrún Hjart- ardóttir frá Köldukinn, nú Hraunbæ 90, Reykjavík, er níræð í dag, 5. október. Hún tekur á móti ættingjum og vinum á afmælisdaginn á heimili sínu, Hraunbæ 90, frá kl. 15 til 18. Árnað heilla 90 ára Brúðhjón Þórný Birgisdóttir og Ólaf- ur Gunnarsson voru gefin saman í Grafarvogskirkju 24. ágúst síðastlið- inn, af sr. Guðrúnu Karlsdóttur. Með þeim á myndinni eru synir þeirra Björn Steinar og Birgir Örn. Brúðkaup Meðan heilsaner góðskipta töl- urnar ekki máli,“ sagði Þór Jakobs- son, sem er 77 ára í dag. „Ég stunda lík- amsrækt eins og ég get. Ég kalla það ellileikfimi í Vík- ingsheimilinu, þar eru ein 50-60 spræk gamalmenni sem koma þangað og æfa undir stjórn ágætrar stúlku.“ Þór sagði sig vera á kafi í undirbúningi hafísráðstefnu sem haldin verður seinni hluta október. „Há- skólinn og Veður- stofan standa að þessu og fjölmargir koma að undirbún- ingnum og ég fæ að lafa þarna með. Þetta heldur heila- sellunum við.“ Hann sagðist hafa mikla ánægju af að vera í sveitinni sinni. „Við hjónin erum að bauka í Landsveit, að Mörk á Landi,“ en kona Þórs er Jóhanna Jóhannesdóttir. „Ég er ættaður þaðan í móðurætt. Við höfum verið þarna í skógrækt og girðingarvinnu og við annað skemmti- legt. Landgræðslan á landið, en við þykjumst gera gagn þarna. Aðalsportið er að halda kindunum í hæfilegri fjarlægð, en svo saknar maður þeirra óðar þegar maður sér engar. Hekla er bæj- arfjallið okkar.“ Hann segist halda sambandi við börn og barna- börn í útlöndum með nýrri tækni. „Maður nota Skype eins og ekkert sé. Það er afar heillandi tækni. Þessi upplýsingatækni sem er úti um víða veröld, þetta eru ákaflega spennandi tímar. Ég kynntist tölvum þegar þær fylltu stóra sali. Svo hefur orðið lygileg þróun. Ég væri alveg til í 100 ár í viðbót til að sjá þróun- ina.“ gunnardofri@mbl.is Þór Jakobsson er 77 ára í dag Skæpar við börnin Þór er ekki feiminn við að tileinka sér nýja tækni. Hann talar við börn og barnabörn erlendis með Skype. Hefði ekkert á móti 100 árum í viðbót Morgunblaðið/Sigurður Bogi Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Selfoss Perla Rós fæddist 4. jan- úar. Hún vó 4.430 g og var 54 cm löng. Foreldrar hennar eru Ásdís Sigríður Björnsdóttir og Ólafur Björnsson. Nýir borgarar F riðrik fæddist í Sand- fellshaga í Öxarfirði 5.10. 1918 og ólst þar upp. Hann gekk í barnaskólann í Lundi í Öxarfirði og stundaði nám við Hér- aðsskólann að Laugarvatni 1938- 40. Að námi loknu vann Friðrik al- menn landbúnaðar- og verka- mannastörf, m.a. hjá hernámsliði Breta 1942 en réðst til Kaupfélags Norður-Þingeyinga á Kópaskeri 1944. Hann var þar bílstjóri fyrstu árin, sinnti síðan bíla- og drátt- arvélaviðgerðum og stundaði svo verslunarstörf. Friðrik varð deildarstjóri ný- stofnaðrar véla- og varahlutaversl- unar KNÞ árið 1962 og gegndi því starfi í tæp 30 ár. Hann sinnti auk þess ökukennslu um margra ára skeið. Friðrik var formaður klúbbsins Öruggur akstur til margra ára. Hann söng með kirkjukór Snart- arstaðasóknar á 1945-2000, var for- maður sóknarnefndar um árabil og síðan safnaðarfulltrúi. Þá sat hann í hreppsnefnd Presthólahrepps frá 1968 og var oddviti hreppsins 1974- 78, vann að málefnum aldraðra og sat í mörgum skólanefndum, m.a. í skólanefnd Öxarfjarðarhéraðs. Friðrik og Anna, kona hans, fluttu til Akureyrar árið 2000 og síðasta árið hefur hún dvalið á Lögmannshlíð – öldrunarheimili. Friðrik verður hins vegar að borga með sér til að vera sam- vistum við hana því hann fær ekki vistunarmat sökum heilsuhreysti: „Já, ég er eiginlega tilraunagripur hér. Eiginkonan vill skiljanlega hafa mig hjá sér og við erum hér í 36 fermetra herbergi og höfum auk Friðrik J. Jónsson, fyrrv. deildarstjóri KNÞ á Kópaskeri – 95 ára Dansað við dótturina Friðrik dansar hér við Kristínu Helgu í fimmtugsafmæli hennar í Hafnarhvoli í fyrra. Sinnir vel gamla fólkinu Afmæliskaffi Frá vinstri: Friðrik, Anna Guðný, Kristín, Ólafur og Árni. Emilía S. Emilsdóttir og Hreiðar Þór- hallsson eiga fimmtíu ára brúðkaups- afmæli í dag, 5. október. GullbrúðkaupGÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA Frá okkur færðu gluggatjöldin tandurhrein og pressuð Háaleitisbraut 58-60 • 108 Reykjavík www.bjorg.is • Sími 553 1380 ÞVOTTAHÚS EFNALAUG DÚKALEIGA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.