Morgunblaðið - 05.10.2013, Side 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2013
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Veðrið er heimspeki Íslend-inga. Það hefur veriðokkar umræðuefni oghugðarefni í gegnum ald-
irnar. En fólk þarf ekki svo mikið
á þessari vitneskju að halda í nú-
tímanum. Við erum með ágætis
veðurstofur sem gefa okkur veður-
spár út frá rannsóknum og vís-
indum. Engu að síður er áríðandi
að kunnáttan til að lesa í veður
hverfi ekki,“ segir Eiríkur Valdi-
marsson þjóðfræðingur, en hann
verður með námskeiðið Gáum til
veðurs hjá Endurmenntun Há-
skóla Íslands nú í október.
„Í tengslum við meistara-
ritgerð mína tók ég viðtöl við hóp
fólks sem kann enn að gá til veð-
urs og býr yfir þessari þekkingu
sem er að hverfa. Um leið og það
gerist þá tapast mikil vitneskja um
náttúruna, að fylgjast með hreyf-
ingum skýjanna og fleiru sem er
hluti af því að njóta náttúrunnar.“
Lifði eftir veðri og í veðri
Eiríkur segir að á hans
bernskuárum í sveitinni í Skaga-
firði hafi gamla fólkið talað mikið
um veður, sérstaklega í tengslum
við heyskap. „Tíðarfarið var mikið
í umræðu hversdagsins og ég
lærði að ákveðin skýjafyrirbæri á
ákveðnu fjalli táknuðu hitt og
þetta í komandi veðri. Þetta vakti
áhuga minn og ég fór að horfa á
fjöllin og fylgjast með þessu, sem
er mjög skemmtilegt. Núna búum
við í samfélagi þar sem okkur er
pakkað inn í bómull, við sitjum
léttklædd í upphituðum bílum á
ferðum okkar og þá skiptir ekki
svo miklu máli hvernig veðrið er.
Við upplifum ekki veðrið á eigin
skinni,“ segir Eiríkur sem flutti til
höfuðborgarinnar til að mennta sig
í háskólanum. „Þá hjólaði ég dag-
lega í skólann og aftur heim, sem
voru nokkrir kílómetrar á degi
hverjum. Mitt fyrsta verk á
morgnana var að líta út og tékka á
veðrinu, hvernig hitastigið væri,
hvort það væri hálka, hvort ég
þyrfti að klæðast regnfötum í ljósi
þess hvernig veðrið yrði seinni
partinn og svo framvegis. Þá fór
ég að lifa eftir veðri og í veðri.
Veðrið var áhrifavaldur í daglegu
lífi mínu. Það er gaman þegar
veðrið skiptir máli.“
Eiríki finnst miður að fólk
þurfi ekki lengur að treysta á
kunnáttu sína til að lesa í veður.
„Með því erum við í raun að fjar-
lægjast náttúruna, en samt höfum
við mikinn áhuga á henni, allir
dást að fjalladýrðinni. Reykvík-
ingar elska Esjuna, en þegar
hrannast ský uppi á toppi Esj-
unnar þá vita kannski fæstir að
Veðurglöggu fólki
fer fækkandi
Fyrir tíma Veðurstofunnar var veðrið mikilvægt og stór hluti af lífi fólks, það átti
allt sitt undir veðri og vindum. Þá bjó fólk yfir hæfileika til að lesa í allskonar
tákn sem boðuðu ólík veður. Eiríkur Valdimarsson segir að það að spá um veður
sé náttúrutúlkun sem ekki megi hverfa, því þá fjarlægjumst við náttúruna.
Morgunroði Hann átti að boða úrkomu en var stundum kallaður vígroði,
eiga blóðugar orrustur að geisa erlendis þegar himinninn roðar sig svona.
Áhugi á norðurljósum fer ekki ein-
göngu vaxandi hjá ferðamönnum
heldur einnig hjá Íslendingum. Fátt
jafnast á við að taka góðar norður-
ljósamyndir eða bara að liggja úti í
móa, vel dúðaður og njóta þess að
horfa á þessi undur himinsins. Norð-
urljósaspá Veðurstofunnar er býsna
góð og hefur komið að góðum notum.
Hægt er að fletta nokkra daga fram í
tímann og sjá hver virkni norðurljósa
er sem og hvernig skýjahulan er yfir
landinu. Hægt er að velja um heildar-
skýjahulu eða lágský, miðský og
háský. Hægra megin við kortið má sjá
upplýsingar um tunglstöðu, sólsetur,
myrkur og sólarupprás. Nýlega bætt-
ust við á síðu Veðurstofunnar upplýs-
ingar úr skýrslu Sameinuðu þjóðanna
um úttekt á loftslagsbreytingum í
heiminum. Greinagóðar útskýringar
er að finna um stöðu lofthjúpsins,
sjávarstöðu, freðhvolfið og jarðefni.
Vefsíðan www.vedur.is
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Himinhvolfið Norðurljósin eru eins konar listsýning á himnum.
Norðurljósaspá og loftslag
Nauthólshlaupið verður haldið í ann-
að skipti á morgun, sunnudaginn 6.
október. Annars vegar verður hlaupið
5 kílómetra og hins vegar 10 kíló-
metra. Keppt er í kvenna- og karla-
flokki í þremur aldursflokkum.
Hlaupaleiðin er einföld og þægileg.
Farið verður út götuna Hlíðarfótinn
og komið til baka eftir stígnum undir
Öskjuhlíðinni og því næst farið fram
og til baka í áttina að Fossvogs-
dalnum. Ræst verður frá Nauthól og
að hlaupi loknu býður veitingastað-
urinn upp á heita súpu. Hægt er að
skrá þátttöku á www.hlaup.is og líka
á staðnum fyrir hlaupið.
Endilega …
… hlaupið í
Nauthólsvík
Morgunblaðið/Kristinn
Nauthólsvík Hún er góð til útivistar.
Bergþór Þórálfsson var bróðir Þóris í
Þórisdal og bjó hann í helli nokkrum
í Bláfelli fyrir ofan Biskupstungur.
Sagt er að hann hafi verið risi en
ekki gert nokkrum manni mein en
verið forspár og fjölfróður. Á Fasbók-
inni er boðað til gönguferðar um
slóðir Bergþórs. Einar Á.E. Sæmund-
sen mun fræða þá sem mæta um
söguna um Bergþór í Bláfelli og
segja frá merku sýrukeri á Berg-
stöðum sem enn má sjá sem og
grafstað Bergþórs við kirkjugarðinn í
Haukadal. Gangan er ekki erfið og er
ráðgert að hún taki um tvær klukku-
stundir. Áhugasamir hittast á
hlaðinu við Bergstaði klukkan 13,
sunnudaginn 7. október. Eftir leiðs-
sögn þar sér göngufólk um að koma
sér í Haukadal þar sem síðari hluti
leiðsagnarinnar fer fram. Sagan um
sýrukerið er ein nokkurra og er á þá
leið að Bergþór hafi eitt sinn komið
að Bergstöðum og beðið húsfreyjuna
að gefa sér að drekka. Hún fór heim
og sótti drykk handa honum, en á
meðan klappaði Bergþór holu eða
ker í berg sem er þar við tún-
jaðarinn. Húsfreyja kom með drykk-
inn, Bergþór drakk og sagði: „Þú og
þínir eftirkomendur munu bera sýru
sína í ker þetta. Mun ekki þurfa
hlemm þar yfir því ég mæli svo fyrir
að aldrei skal á það ís leggja, og þó í
það rigni skal vatnið fljóta ofan á
sýrunni, og ekki mun hér skorta sýru
meðan kerið er brúkað.“ Svo mörg
voru þau orð og fór hann burt.
Sagt er að kerið hafi lengi verið
notað fyrir sýruílát á Bergstöðum og
aldrei byrgt. Fraus aldrei á og þegar
rigndi flaut vatnið ofan á og mátti
ausa það ofan af. Kerið er sagt hafa
rekið nærfellt fjórar tunnur og náði
jafnan saman sýra í því ár frá ári og
skemmdist aldrei.
Gengið á söguslóðir Biskupstungna
Bergþór
Bláfellingur
Morgunblaðið/Kristinn
Söguslóðir Haukadalurinn er um margt merkilegur og einnig fagur.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Fararstjóri: Pavel Manásek
Aðventa 3 29. nóvember - 6. desember
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790
bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Aðventuferðir okkar hafa svo sannarlega slegið í gegn og
í þessari ferð kynnumst við einstakri aðventustemningu
þriggja landa, Þýskalands, Frakklands og Sviss. Förum í
spennandi og áhugaverðar skoðunarferðir.
Verð: 169.400 kr. á mann í tvíbýli.
Mjög mikið innifalið!
Sp
ör
eh
f.
Franskirogþýskiraðventutöfrar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Veðurtákn Hestar í draumum boða ólík veður, fer eftir lit og fjölda.