Morgunblaðið - 05.10.2013, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.10.2013, Blaðsíða 30
HÚSAVÍK DAGA HRINGFERÐ 30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2013 Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Fátt er það sem ekki nýtist af ís- lensku sauðkindinni. Icelandic Byproducts, dótturfélag Norðlenska á Húsavík, sendir líkamsparta á borð við garnir, vambir, lappir, háls- æðar, nárabönd og tittlinga þessarar harðgerðu skepnu til Evrópu, Kína og Afríku þar sem þeir eru uppi- staðan í ýmsum réttum eða notaðir til að auka kynorku fólks. „Það eru ekki mörg ár síðan þessu öllu saman var hent, en það hefur færst í aukana undanfarin ár að sláturhús nýti þetta,“ segir Reyn- ir Eiríksson, framleiðslustjóri Norð- lenska. „Við Íslendingar vorum aft- arlega á merinni lengi vel í þessari nýtingu, en erum nú að taka okkur á. Ég held að nánast allt sé nýtt af skepnunni nema hluti garnastykk- isins. Framlappirnar eru heldur ekki nýttar, vegna þess að eins og flán- ingin er í dag verður lítið skinn eftir á framlöppunum og því er lítill mat- ur á þeim.“ Enda utan um þýskar pylsur Icelandic Byproducts er í sam- starfi við írska fyrirtækið Irish Cas- ing sem leggur til vélakost og mann- skap við þessa vinnslu, en hún fer öll fram á Húsavík. „Þetta hófst árið 2009 þegar Írarnir fóru að kaupa frosnar garnir af okkur, í framhald- inu kviknaði hugmyndin að við fær- um að gera þetta sjálf í meiri mæli og þá var fyrirtækið stofnað,“ segir Reynir. Núna vinnur Icelandic Byproducts garnir frá sex slát- urhúsum á landinu. Hvernig fer vinnslan fram og hvernig er þetta nýtt? „Vinnslan fer fram samhliða sláturtíðinni á haust- in. Garnirnar eru grófhreinsaðar í sláturhúsunum, síðan kældar niður og sendar til okkar. Við fullhreinsum þær, sendum til Egyptalands þar sem þær eru flokkaðar eftir gæðum og enda síðan utan um þýskar pyls- ur, sem svokallaðar náttúrulegar garnir. Núna í haust vinnum við um 350.000 garnir, hver þeirra er 25 metrar, þannig að þetta eru um 8.800 kílómetrar af görnum.“ Til samanburðar má nefna að hringveg- urinn er rúmir 1.400 km þannig að lengd garnanna er rúmlega sex sinn- um hringvegurinn.“ Próteinríkar vambir Vambirnar eru unnar á tvenns konar hátt; annars vegar eru þær kalónaðar og eru þá fluttar til Kína. „Gangi okkar plön eftir, þá munum við flytja um 100 tonn af slíkum vömbum út. Hins vegar kaldþvoum við þær og þá eru þær ekki jafn mik- ið hreinsaðar. Þær eru fluttar út til Afríku og magnið sem við flytjum út Íslenska sauð- kindin er fjöl- nota skepna  Það sem áður lenti í ruslinu nýtist nú m.a. utan um pylsur og til kynörvunar Nýting Hjá Icelandic Byproducts er nánast allt nýtt af skepn- unni og selt víða um heim, aðallega til Afríkulanda og Kína. Matur Áður hent, en er nú nýtt til matar, einkum þar sem skortur er á próteinríkri fæðu. um. Þar á meðal eru heilsutómatar og rauðir og gulir kokteiltómatar. Heilsutómatar eru með þrefalt hærra magn af lýkópeni sem er andoxunar- efnið í ávextinum en venjulegir tómatar. „Mesta salan er á venjulegu tómötunum en þessar sértegundir eru alltaf að sækja í sig veðrið. Þetta byrjaði af fullum krafti í kringum 2005 þegar var farið svona mikið út í það að rækta þessar mis-  Tómatar hafa verið ræktaðir á Hveravöllum í Suður-Þingeyjarsýslu á vegum Garðræktarfélags Reykja- hverfis allt frá árinu 1932. Fjórtán ársstörf eru hjá fyrirtækinu að sögn Páls Ólafssonar, framkvæmdastjóra þess, en auk tómata ræktar það gúrkur og paprikur. Garðræktarfélagið er hluti af Sölu- félagi garðyrkjumanna en fyrir utan hefðbundna tómata eru nokkrar aðr- ar tegundir ræktaðar að Hveravöll- munandi tegundir,“ segir Páll. Spurður að því hvað skeri norð- lenska tómata frá öðrum segir Páll að fólk segi sér að það finni bragð- mun en hann geti þó ekki útskýrt í hverju sá munur felist. „Ef við tölum um S-Evrópu þá njót- um við þess hér að við höfum hreint vatn og loft sem telur drjúgt. Þetta er eins hreint og það getur verið,“ segir Páll. kjartan@mbl.is Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Í blóma Páll framkvæmdastjóri í gróðurhúsi Garðræktarfélagsins á Hveravöllum. Fyrirtækið verður 110 ára gamalt á næsta ári en það var stofnað árið 1904. Þar eru ræktaðar nokkrar tegundir af tómötum, t.d. heilsu- og kokteiltómatar. Rækta tómata af ýmsum stærðum og gerðum LÍFIÐ HELDUR ÁFRAM Málþing um konur og krabbamein verður í húsi Krabba- meinsfélagsins að Skógarhlíð 8 þriðjudaginn 8. október á vegum Krabbameinsfélags Hafnarfjarðar, Krabbameinsfélags Reykjavíkur, Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins og Samhjálpar kvenna 16:30 Anna Borg Harðardóttir formaður Krabbameinsfélags Hafnarfjarðar setur málþingið 16:35 Hvers vegna mæta konur ekki betur í leit? Kristján Oddsson yfirlæknir Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins 16:50 Glíman við krabbamein Ásthildur Elva Bernharðsdóttir sérfræðingur í áfallastjórnun 17:05 Sjáið manninn Eiríkur Jónsson yfirlæknir á Landspítala 17:20 Reynslusaga Brynja Björk Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur 17:35 Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson rithöfundur og tónlistarmaður flytur nokkur lög 17:50 Bleikur drykkur, veitingar og umræður Fundarstjóri: Birna Einarsdóttir bankastjóri Allir velkomnir – ókeypis aðgangur Styrktaraðilar: Estée Lauder, Freyja, Góa, Vífilfell
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.