Morgunblaðið - 05.10.2013, Side 60

Morgunblaðið - 05.10.2013, Side 60
LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 278. DAGUR ÁRSINS 2013 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 745 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Hugsanlega lykillinn að hvarfi Madeleine 2. „Mamma, það er snákur hérna“ 3. Lifandi snákur í Krónunni 4. Virkaði eins og segull á karlmenn  Nýtt sýningarrými í Listasafni ASÍ verður tekið í notkun í dag og nefnist það Stöpullinn. Stöpullinn er í garði safnsins og er, eins og nafnið gefur til kynna, stöpull sem höggmynd Gunnfríðar Jónsdóttur, „Á heimleið“, stóð á áður. Ívar Valgarðsson er fyrstur myndlistarmanna til að sýna á Stöplinum og nefnist verk hans „Varanlegt efni“ (snjóbolti). Fyrir- mynd verksins er snjóbolti, hnoðaður úr snjó sem féll í október 2005. Skipt verður um verk á Stöplinum á þriggja mánaða fresti. Ívar stundaði myndlistarnám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og við Listaháskólann í Haag í Hol- landi. Hann hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og haldið einkasýningar, m.a. á þessu ári í Listasafni Reykja- víkur. Þá er hann einnig einn af skop- myndateiknurum Morgunblaðsins. Ívar Valgarðsson sýn- ir fyrstur á Stöplinum  Kór Keflavíkurkirkju flytur í dag valin lög úr rokksöngleiknum Jesus Christ Superstar í rokkmessu í Akur- eyrarkirkju sem hefst kl. 15. Auk þess verða flutt valin lög hljómsveitar innar U2 og Kristján Jóhannsson flytur hugleiðingar milli laga. Arnór B. Vilbergsson organisti stýrir kór, hljómsveit og einsöngvurum en þeirra á meðal eru Ey- þór Ingi Gunn- laugsson sem syngur hlut- verk Jesú og Sigurður Ingi- marsson sem fer með hlut- verk Júdasar. Rokkmessa í Akureyrarkirkju FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðlæg átt 5-13 N-til og lítils háttar él, austlægari og smáskúrir S-lands. Bjart á V-landi. Hiti 2 til 8 stig, mildast syðst, nálægt frostmarki fyrir norðan. Á sunnudag Norðan og norðaustan 3-8 m/s og bjart með köflum, en 8-13 við SA- ströndina og skýjað en úrkomulítið. Hiti 0 til 5 stig S-lands, annars undir frostmarki. Á mánudag Austan og norðaustan 5-10 m/s. Bjartviðri um V-vert landið, skýjað og úr- komulítið A-lands. Hiti 1 til 8 stig, mildast SV-lands, vægt frost í innsveitum fyrir norðan. „Við skulum sporna við fleiri svona atvikum þannig að við þurfum ekki að gráta þau eftir á. Við eigum ekki að vera ánægð með hversu lítið er af þeim í íslenskum íþróttum held- ur leggja kapp okkar á að útrýma þeim,“ segir Tómas Þór Þórðarson í viðhorfspistli þessa laugardags en þar fjallar hann um kynþátta- fordóma í íþróttum hér á landi. »4 Spyrnum við fótum, stöðvum fordóma „Maður er hálfsmeykur núna að vera með ein- hverjar yfirlýsingar því við vitum svo lítið um þetta lið,“ sagði Sigurbjörg Jó- hannsdóttir, leikmaður Ís- landsmeistaraliðs Fram, sem mætir Olympia frá London í tveimur leikjum í Safamýri í dag og á morg- un í 2. umferð EHF- bikarsins í handknattleik. »1 Framkonur renna blint í sjóinn „Það er kominn smá Eurovision- fílingur í þjóðina en það er okkar verkefni að halda strákunum á jörð- inni og vera ekki að hugsa of langt fram í tímann. Við þurf- um að einbeita okkur að næsta leik og það er verðugt verkefni,“ sagði Heimir Hall- grímsson, aðstoðar- landsliðsþjálfari í knattspyrnu, í gær þegar ís- lenska lands- liðið var valið fyrir lokaleik- ina í undan- keppni HM. »3 Verðum að halda strákunum á jörðinni Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Sumir eru gangandi vísnabækur og svara fyrir sig með vísum við hvert tækifæri. Dagbjartur Dagbjartsson, bóndi í Hrísum í Borgarfirði, er einn þessara manna en fyrir skömmu gaf Vesturlandsblaðið Skessuhorn út bókina Stolin krækiber - Skop- myndaskreytt úrval vísnaþátta úr Skessuhorni. Dagbjartur tók vís- urnar saman og skrifar um þær og Bjarni Þór Bjarnason, listamaður á Akranesi, myndskreytti. Eins og við er að búast kennir margra grasa í bókinni og gleðin svífur yfir vötnum. Um valið vísar Dagbjartur í eftirfarandi mannlýs- ingu eftir Egil Jónasson á Húsavík: Hlýtt og vandað, kalt og klúrt, hvorugt grandar hinu. Virðist blandað sætt og súrt saman í andlitinu. Vísur eins og talað mál Dagbjartur segir það meðvitaða ákvörðun að hafa ekki höfundaskrá í bókinni, sem er 251 síða. „Það er oft svo erfitt að vita með vissu um höf- und,“ segir hann og bendir á að sama vísan sé oft eignuð sjö, átta mönnum. „Annaðhvort segi ég það sem mér finnst trúlegast, hef fyrir- vara á nafni höfundar eða segi bara ekki neitt.“ Vísur leynast víða og Dagbjartur þefar þær uppi hvar sem hann fer, t.d. í gömlum vísnasöfn- um, og segir netið hafa auðveldað leit- ina. Segist vera alæta en vilji helst hafa húmor í þeim. Eftirfarandi vísa eftir Sigurð Magn- ússon frá Gafli í Víðidal er í uppá- haldi: Græna hjalla gyllir sól grös í halla skína. Upp til fjalla fann ég skjól fyrir galla mína. „Uppáhaldvísur mínar eru eins og talað mál,“ segir hann og rifjar upp að Þorgeir Jósefsson hafi verið allt í öllu og ráðið öllu í fyrirtækinu Þorgeiri og Ellert á Akranesi. „Einhvern tímann kom Vigfús Runólfsson inn á skrifstofu og spurði eftir Þorgeiri. Honum var sagt að hann væri ekki við. Þá sneri hann sér einn hring á gólfinu og sagði svo: Inntu Þorgeir eftir því ef hann staðar nemur. Hvort ég geti fengið frí á föstudaginn kemur. Stutt í grínið hjá Dagbjarti  Úrval vísna- þátta úr Skessu- horni í bók Ljósmynd/Magnús Magnússon Áhugasamir hlustendur Dagbjartur Dagbjartsson les úr bókinni fyrir hrúta sína og líkar þeim greinilega vel. Dagbjartur hefur skrifað vísna- þætti í 20 ár, fyrst í Borgfirðing og svo Eiðfaxa en í Skessuhorn undanfarin 15 ár. Í bókinni eru 1.760 tækifæris- og lausavísur. Nafn bókarinnar er tilvísun í vísu eftir Þuru Árnadóttur í Garði, en Dagbjartur segir að tímaritið Iðunn hafi birt vísu eftir hana án þess að spyrja kóng né prest. Þá hafi Þura brugðist við: Nú er smátt um andans auð en allir verða að bjarga sér. „Iðunn“ gerist eplasnauð; etur hún stolin krækiber. Dagbjartur segist hafa Sigurð gamla frá Haukagili að fyrirmynd. „Hann skrollaði svolítið og sagði: „Þeir sem ekki hafa vit á því að þegja yfir sínum vísum sjálfir, þeir geta ekki búist við að aðrir geri það.““ Stolnu krækiberin víða HEFUR SAFNAÐ VÍSUM OG SKRIFAÐ VÍSNAÞÆTTI Í ÁRATUGI Dagbjartur Dagbjartsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.