Morgunblaðið - 05.10.2013, Qupperneq 56
Margrét Lóa Jónsdóttir og Bryn-
hildur Kristinsdóttir opna í dag kl.
15 sýninguna Þokuþrá í Mjólkur-
búðinni í Listagilinu á Akureyri. Á
sýningunni fjalla þær um samkennd
og siðblindu. Margrét frumflytur
ljóð á opnuninni en verk hennar eru
byggð á ljóðum úr væntanlegri
ljóðabók hennar. Brynhildur sýnir
olíumálverk, lágmyndir og skúlp-
túr. Sýningin verður aðeins núna
um helgina.
Þokuþrá um helgina í Mjólkurbúðinni
Þokuþrá Verk á sýningunni.
56 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2013
Morgunblaðið
gefur út sérblað
Vertu viðbúin
vetrinum
föstudaginn
18. október
Vertu viðbúinn vetrinum
–– Meira fyrir lesendur
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
PÖNTUNARFRESTUR AUGLÝSINGA:
fyrir kl. 16 mánudaginn 14. október.
Vetrarklæðnaður f Snyrtivörur f Ferðalög erlendis
Vetrarferðir innanlands f Skemmtilegar bækur
Námskeið og tómstundir f Hreyfing og heilsurækt
Bíllinn f Leikhús, tónleikar. f Skíðasvæðin hérlendis
Mataruppskriftir f Ásamt fullt af öðru spennandi efni!
SÉRBLAÐ
Mike Scott, leiðtogi The Waterboys,
hefur lýst því yfir að eina raunveru-
lega eftirsjáin sem hann hafi sem
listamaður hafi verið sú að gefa ekki
Fisherman‘s Blues út sem tvöfalda,
jafnvel þrefalda plötu í stað þeirrar
tólf laga plötu sem leit dagsins ljós í
október 1988. Og margir eru honum
sammála þar, afurðin sem kom úr
rúmlega tveggja og hálfs árs vinnu
hafi illa endurspeglað þá djúpu tón-
listarlaug sem Scott hafi verið að
baða sig upp úr af fullum krafti á
tímabilinu. Nú, kvartöld síðar, hefur
höfundurinn loksins komið málum á
hreint og það rækilega. Sex diskar
með 121 lagi gefa tæmandi mynd af
þessu ótrúlega ferðalagi Scotts þar
sem hann enduruppgötvaði sjálfan
sig sem listamann og tendraði
neistann á ný.
Óhamingja
Scott hafði fram að Fisherman‘s
Blues, sem inniheldur lagasmíðar
undir miklum áhrifum frá þjóðlaga-
hefð Írlands, rekið giska farsælan
feril sem náði hápunkti með plötunni
This Is the Sea (1985). Tónlistin þar
var epískt og vindblásið popprokk í
anda U2, Simple Minds og skyldra
sveita og Waterboys sigldu í raun
réttu upp að þeim hvað vinsældir og
áhrif varðar á þessum tíma. Þar á
undan höfðu tvær breiðskífur komið
út, samnefnd plata (1983) og svo
Pagan Place (1984), stórkostlegar
plötur sömuleiðis.
En Scott var ekki hamingju-
samur, í hjarta hans var hola sem
hann var árangurslaust að reyna að
kýtta upp í. Það var ekki fyrr en
hann kynntist öðrum tónlistar-
manni, Íranum og fiðluleikaranum
Steve Wickham, að eitthvað fór að
gerast í þeim efnum. Scott flutti til
Írlands og tók algera U-beygju hvað
tónlistina varðar, mörgum aðdáend-
um til mikillar furðu. En þessi ein-
Allt heila klabbið
Fiskimenn Mike Scott og félagar – nú í lit – og með 121 lag á bakinu.
tóma hamingja sem Scott var nú far-
inn að upplifa tónlistarlega var með
öllu stjórnlaus. Okkar maður vissi
ekki sitt rjúkandi ráð þegar kom að
því að setja saman lagapakka og
gefa út sem plötu. Hann hélt hins
vegar áfram að taka upp – út í hið
óendanlega að því er virtist. Rúm-
lega hundrað lög sátu eftir uppi í
hillu þegar Fisherman‘s Blues var
loksins klastrað saman, mörg þeirra
fyllilega sambærileg að gæðum við
þau útgefnu. Og betri í einhverjum
tilfellum sögðu þeir sem höfðu inn-
sýn í mál.
Farsæl lok
Óútgefnu lögin hafa verið í umferð
á sjóræningjaútgáfum lengi vel. Op-
inberlega kom svo platan Too Close
Too Heaven út árið 2001 með tíu lög-
um frá upptökutörninni (plata þessi
kallaðist Fisherman‘s Blues pt. 2 í
Bandaríkjunum). Fisherman‘s Blues
var endurútgefin árið 2006 og fylgdi
þá aukadiskur með fjórtán óútgefn-
um lögum til viðbótar.
En það er ljóst að boxið sem nú
kemur út lokar þessari sögu, sorg-
arsögu á margan hátt, farsællega.
Scott sjálfur, sem er ólíkindatól og á
stundum skuggaprins hvað lundar-
geð varðar, hefur verið óhemju virk-
ur undanfarin ár og það er ljós yfir
því sem hann aðhefst um þessar
mundir. Það að boxið sé að koma út
nú er vafalítið hægt að tengja við
þennan áþreifanlega bata hans. Þá
hafa trosnuð vináttubönd verið
treyst á nýjan leik en Scott mun
fylgja plötunni eftir með hljóm-
leikahaldi og með í för verða „tón-
listarbræður“ hans, áðurnefndur
Wickham og Anthony Thistle-
thwaite og einnig bassaleikarinn
Trevor Hutchinson en allir eiga þeir
ríkan þátt í hinni löngu upptökulotu
sem Fisherman‘s Blues var.
»En Scott var ekkihamingjusamur, í
hjarta hans var hola
sem hann var árangurs-
laust að reyna að kýtta
upp í.
Sköpunargleðin í kringum plötu Waterboys, Fisherman‘s
Blues, er goðsagnakennd 121 lag á Fisherman‘s Box
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is
Hljómsveitin The Vintage Caravan
heldur tónleika í kvöld á Bar 11,
Hverfisgötu 18 í Reykjavík. Rokk-
ararnir gerðu nýverið samning við
eitt stærsta útgáfufyrirtæki heims í
þungarokksgeiranum, hið þýska
Nuclear Blast, og hefur því ærna
ástæðu til að fagna með hressileg-
um rokktónleikum.
Hljómsveitina skipa Óskar Logi
Ágústsson, Guðjón Reynisson og
Alexander Örn Númason. Þeir
sendu í fyrra frá sér aðra breið-
skífu sína, Voyage, þá aðeins 18 ára
gamlir en hljómsveitin var stofnuð
árið 2006. Þá voru drengirnir á
tólfta aldursári og innblásnir af
hljómsveitum á borð við Black Sab-
bath, Cream, Deep Purple og Led
Zeppelin.
Rokkarar Strákarnir í rokksveitinni
The Vintage Caravan á tónleikum.
The Vintage Cara-
van rokkar á Bar 11
Einkasýning á verkum myndlist-
armannsins Arnórs Bieltvedt var
opnuð í gær í Gallery Bakarí, Berg-
staðastræti 14 í Reykjavík. Sýn-
ingin ber yfirskriftina Náttúra og á
henni má sjá 24 olíumálverk og
vatnslitamyndir sem Arnór málaði
á þessu ári.
Arnór hefur verið búsettur er-
lendis um þriggja áratuga skeið og
hefur undanfarna tvo áratugi unnið
við listsköpun og -kennslu í St. Lou-
is, Chicago og Pasadena í Kali-
forníu og gegnir í dag starfi yf-
irmanns listadeildar Polytechnic
School í Pasadena. Verk Arnórs
hafa verið sýnd víða í Bandaríkj-
unum og Evrópu og fyrr á þessu ári
var fjallað um listsköpun hans í
sumarútgáfu bandaríska myndlist-
arritsins The Artist Catalogue. Í til-
kynningu segir að árið 2013 sé
tímamótaár fyrir Arnór því hann
hafi ákveðið að helga sig einnig ab-
strakt myndsköpun, í fyrsta sinn á
ferlinum. Hann hefur til þessa unn-
ið expressjónísk verk af blómum,
mönnum og landslagi. Á sýning-
unni Náttúru má sjá verk sem unn-
in eru undir áhrifum frá umhverfi
Arnórs, uppvaxtarárum hans á Ís-
landi og birtu og litadýrð Suður-
Kaliforníu. „Andstæður hita og
kulda, elds og íss, skærra og fölra
lita, hins hrjúfa og hins fína, takast
á og finna samhljóm í mögnuðum
og áhrifaríkum verkum Arnórs,“
segir m.a. í tilkynningu. Sýningin
stendur til og með 19. október.
Arnór Biletvedt sýnir í Gallery Bakarí
Náttúra Water and Sky eftir Arnór
Bieltvedt, eitt verkanna á Náttúru.