Morgunblaðið - 05.10.2013, Síða 28
NORÐURLAND-EYSTRA
DAGA
HRINGFERÐ
HÚSAVÍK
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2013
Skapti Hallgrímsson
skapti@mbl.is
Húsavík og hvalaskoðun eru gjarn-
an nefnd í sömu andrá og skyldi
engan undra. Ævintýrið sem hófst
árið 1995 hefur gjörbreytt ásýnd
bæjarins á innan við tveimur ára-
tugum. Erlendir ferðamenn
streyma þangað og varlega áætlað
eru þeir vel liðlega 100 þúsund á
þessu ári!
Það var vegna áhuga á gömlum
trébátum og varðveislu þeirra sem
bræðurnir Hörður og Árni Sig-
urbjarnarsynir á Húsavík keyptu
Knörrinn árið 1994; bát sem smíð-
aður var í Slippstöðinni á Akureyri
1963. „Það var ekki til nein við-
skiptaáætlun; pabbi og Árni höfðu
reynslu af slíkum trébátum vegna
þess að afi, pabbi þeirra, var farsæll
sjómaður á þeim,“ segir Heimir
Harðarson, sonur Harðar og einn
eigenda Norðursiglingar, fyrirtæk-
isins sem ruddi brautina. Hann
starfar sem skipstjóri á skútum fyr-
irtækisins og þróar ævintýraferðir
sem fyrirtækið hefur sinnt æ meir
allra síðustu ár.
Faðir Árna og Harðar, Sig-
urbjörn Sörensson er jafnan kall-
aður Bjössi Sör og heitir nú einn
báta Norðursiglingar eftir honum.
Hildur Jónsdóttir, eiginkona hans,
gleymdist ekki og ber ein skúta fyr-
irtækisins nafn hennar.
Urðu að fá einhverjar tekjur
Hugmyndir um að gera út á
náttúruna í Skjálfandaflóa komu
fram fljótlega eftir að bræðurnir
keyptu Knörrinn, „enda áttuðu
menn sig fljótlega á að venjulegir
launamenn endurbyggðu ekki svona
bát nema fá einhverjar tekjur á
móti,“ segir Heimir. Hvala- og sela-
skoðunarferðir hófust. „Margir
höfðu litla trú á þessu, töldu enga
hvali að sjá en strax í fyrstu ferð
sáum við þrjár eða fjórar tegundir
og fyrsta sumarið fórum við í 60
ferðir í hvalaskoðun og annað eins
út í Lundey að skoða fugla og í
stangveiði.“ Árið eftir þrefaldaðist
fjöldi farþega og boltinn hefur rúll-
að stanslaust síðan og stækkað jafnt
og þétt.
„Sumarið í ár hefur verið frá-
bært að undanskildum ágúst, þegar
gerði leiðinda brælur. September
var einstakur og fjölgun ferða-
manna er mikil á jaðartímum sem
við þurfum mjög á að halda, apríl,
maí og júní voru góðir sömuleiðis
þótt þar sé enn borð fyrir báru.“
Norðursigling verður nú í fyrsta
skipti með áætlunarferðir út nóv-
ember og Heimir vonar það besta.
Um 95% þeirra sem fara í
hvalaskoðun með Norðursiglingu
eru útlendingar og segja má að bær-
inn sé fullur af erlendum gestum
nánast allt sumarið.
Fjórða sumarið í röð var Norð-
ursigling með skútu við Grænland í
sumar og bauð upp á ferðir í Scores-
by sundi við austurströndina. Skút-
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Norðursigling Heimir um borð í skútunni Ópal í Húsavíkurhöfn skömmu eftir að hann kom frá Grænlandi í haust.
Ævintýrið hófst með
varðveislu trébáts
Á annað hundrað þúsund útlendingar til Húsavíkur í ár
Hvalasafn var stofnað á Húsavík 1997, með það að meginmarkmiði að miðla
upplýsingum og fræðslu um hvali og búsvæði þeirra. Upphaflega var um að
ræða litla sýningu, og hét þá Hvalamiðstöðin. Frumkvöðull að stofnun safnsins
og forstöðumaður fyrstu 11 árin var Ásbjörn Björgvinsson. Á fáeinum miss-
erum varð safnið svo vinsælt að nauðsynlegt var að flytja það í hús sem hent-
aði betur en það gamla og er safnið nú í gamla sláturhúsi Kaupfélags Þing-
eyinga í miðbænum, steinsnar frá höfninni. Þar má sjá beinagrindur af ýmsum
hvalategundum og allar mögulegar upplýsingar um þessi tignarlegu dýr.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Fjölbreytt Þessi hrefnukálfur er á meðal margra gersema í Hvalasafninu.
Hvalasafnið afar vinsælt
Jónas Kristjánsson, veitingahúsarýnir og fyrrverandi ritstjóri, segir á blogg-
síðu sinni að Húsavík sé sá kaupstaður sem hafi „flest ágætishús veitinga ut-
an hverfis 101“.
Á undanförnum árum hefur veitingastöðum á Húsavík fjölgað til muna í takt
við fjölgun þeirra ferðamanna sem sækja bæinn heim og er sjávarfang áber-
andi á matseðlum húsvískra veitingahúsa.
Eitt þeirra er Gamli Baukur sem hýstur er í fyrrverandi sýslumannshúsi.
Annað er Salka, sem er í einu sögufrægasta húsi bæjarins þar sem Kaupfélag
Þingeyinga var áður með rekstur. Á þessu svæði eru fleiri veitingastaðir, t.d.
Naustið og Pallurinn sem rekinn er af kokkinum Völundi Snæ. Hann er opinn á
sumrin og er á þaki húss björgunarsveitar bæjarins. Veitingastaðir eru víðar
um bæinn, t.d. Moby Dick, sem er á Fosshóteli bæjarins.
Morgunblaðið/Kristinn
Sjávarfang Ferskur fiskur er víða í boði á veitingahúsum Húsavíkur.
Fjölbreytt veitingahúsaflóra
Þátttaka barnanna í íþróttastarfinu er góð og slíkt
er samfélaginu hér mikill styrkur. Fjölbreytnin í
starfinu er mikil og æfingagjöldum er haldið í lág-
marki og þannig geta flestir fundið eitthvað við sitt
hæfi,“ segir Guðrún Kristinsdóttir, formaður Völ-
sungs á Húsavík.
Félagið var stofnað árið 1927 og hefur allar götur
síðan verið burðarásinn í íþrótta- og ungmennastarfi
bæjarins. Á stundum hafa sætir sigrar unnist en í
annan tíma ekki gengið jafn vel, rétt eins og geng-
ur. Rauði þráðurinn er samt sá að starfsemin hefur
alltaf verið virk og allir haft tækifæri til þátttöku.
Æfingagjöld í lágmarki
Knattspyrna, handbolti, frjálsar íþróttir, fim-
leikar, sund og blak eru meðal greina sem stund-
aðar eru innan Völsungs – og skíði yfir vetrartím-
ann.
„Við tökum þetta svolítið með
hugsjónum ungmennafélaganna,“
segir Guðrún. „Höfum ekki nema
að mjög takmörkuðu leyti farið út
í að kaupa til okkar stór nöfn, leik-
menn eða þjálfara, heldur haldið
okkur við heimafólkið. Með öflugu
foreldra- og sjálfboðaliðastarfi
náum við að halda æfingagjöldum í
lágmarki. Fyrir þátttöku barns í
hverri grein greiða foreldrar um
4.000 kr. á mánuði miðað við tvær
æfingar á viku að viðbættum ferðagjöldum og er
það vel sloppið.“
Fjölmargar efnilegar í fimleikum
Guðrún Kristinsdóttir er kennari við Borgarhóls-
skóla á Húsavík. Um 300 nemendur eru við skólann
Þátttakan er mikill styrkur
Völsungur starfað frá 1927 Allir fá tækifæri 95%
nemenda grunnskólans æfa með félaginu Hugsjón
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Spyrna Boltastrákar bruna upp völlinn og berjast um boltann í baráttu um
að koma honum í markið og sigra, eins og Völsungar hafa svo oft gert.
Guðrún
Kristinsdóttir