Morgunblaðið - 05.10.2013, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 05.10.2013, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2013 Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Á dögunum voru hjón gefin saman í Grindavíkurkirkju, sem í sjálfu sér er ekki í frásögur færandi, en þegar þau voru við það að ganga úr kirkj- unni eftir athöfnina spruttu tveir menn á fætur, gengu að brúðgum- anum, lyftu honum upp, báru hann að skírnarfontinum og héldu honum undir „skírn“ á meðan presturinn skvetti yfir hann vatni. Þakið var við það að rifna af, svo mikill var hlátur- inn, að sögn brúðgumans. „Málið er það að ég var skírður í höfuðið á manni sem hét Jóhann Þor- grímur. Hann var kallaður Grímsi og þegar mamma var lítil kallaði hún hann alltaf Issa, því hún gat ekki sagt Grímsi. Nafnið festist við hann og þegar ég fæddist um það leyti sem hann dó var ákveðið að skíra mig í höfuðið á honum, Jóhann Þorgrímur Hallgrímsson. Þetta er náttúrlega mjög stórt og mikið nafn fyrir lítinn mann og ég hef alltaf verið kallaður Issi. Eftir að ég varð eldri fór þetta að þvælast fyrir mér, Jóhann eða Issi, og því ákvað ég að skipta um nafn. Það var heljarinnar vesen að fara í gegnum mannanafnanefnd og fleira en svo fékk ég þetta loks í gegn.“ Til móts við óskirnar Jóhann segir að í kjölfarið hafi hann þurft að vinna í því að fá sr. Jónu Kristínu Þorvaldsdóttur, sem gifti þau Hjördísi Guðmundsdóttur, á sitt band fyrir brúðkaupið. Hann hafi viljað verða skírður á ný og notað þau rök að hann þyrfti að skipta um öll skilríki vegna nýja nafnsins. „Hún hló að mér og sagði að þetta virkaði ekki alveg svona,“ segir hann. Hún hafi hins vegar ákveðið að koma til móts við óskirnar. „Við héldum þessu leyndu á milli okkar hjónakornanna og hennar, en ég fékk tvo fílhrausta vini mína til þess að aðstoða okkur við þetta og halda á mér og öll kirkj- an hreinlega sprakk úr hlátri, þegar þeir báru mig að skálinni og héldu mér þar undir „skírn“. Séra Jóna sagði að hún mætti ekki skíra mig en hún mætti skvetta á mig þannig að hún gerði það. Þetta var æðislegt, al- veg eins og ég vildi hafa það. Fólkið hló svo mikið og þetta var svo gaman. Dagurinn gat ekki verið betri í alla staði.“ Millinafninu var skipt út og nú heitir matreiðslumaðurinn í Iðnskól- anum í Hafnarfirði Jóhann Issi Hall- grímsson. Hann hélt að nafnbreyt- ingin leysti öll vandamál í sambandi við nafnið en annað hefur komið á daginn. „Nú spyr fólk: hvers vegna Issi?“ Ljósmyndir/Bjarni Sigurðsson Nafn Sr. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir skvettir vatni á Jóhann Issa. Haldið undir „skírn“ í eigin brúðkaupi  Issi frekar en of stórt nafn fyrir lítinn mann Brúðhjón Á leið úr kirkju. Sigurður Ingi Jó- hannsson, sjáv- arútvegs- og landbúnaðarráð- herra, hefur sett af stað vinnu við samningu frum- varps um breyt- ingu á lögum um stjórn fiskveiða. Til að aðstoða við þá vinnu hef- ur hann sett á fót ráðgjafahóp, en hann skipa: Karl Axelsson lögmað- ur, Lúðvík Bergvinsson lögmaður, Kristín Haraldsdóttir, forstöðu- maður Auðlindaréttarstofnunar lagadeildar HR, Arnór Snæbjörns- son, lögfræðingur í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, og Helga Sigurrós Valgeirsdóttir, aðstoðar- maður ráðherra, sem jafnframt mun stýra vinnu hópsins. Nýting aflaheimilda Í fréttatilkynningu frá atvinnu- vega- og nýsköpunarráðuneytinu segir að hópnum sé falið að vinna „… með tillögu sáttanefndar sem starfaði á liðnu kjörtímabili um að samningsbundin réttindi um nýt- ingu aflaheimilda taki við af var- anlegri úthlutun …“, eins og segi í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinn- ar. Sáttanefndin svokallaða, undir forystu Guðbjarts Hannessonar al- þingismanns, skilaði tillögum sínum til Jóns Bjarnasonar, þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra haustið 2010. Hún var skipuð fulltrúum allra stjórnmálaflokka á Alþingi og helstu hagsmunaaðila. Skýrt ákvæði um þjóðar- eign á náttúruauðlindum „Meginniðurstaða mikils meiri- hluta nefndarinnar var sú að skýrt ákvæði um þjóðareign á náttúru- auðlindum yrði sett í stjórnar- skrána og samningar gerðir um nýtingu aflaheimilda. Með því væri því slegið föstu að auðlindinni væri ráðstafað af ríkinu í tiltekinn tíma, gegn gjaldi og um leið væri nýting- artíminn og ákvæði um framleng- ingu skýr til að tryggja fyrirsjáan- leika í rekstri útgerðarfyrirtækja. Á þessum grunni er markmiðið að ná niðurstöðu sem byggist á þeirri breiðu sátt ólíkra aðila sem náðist í starfi nefndarinnar. Fram komu ýmis sér sjónarmið um ein- stök atriði við útfærslu samninga- leiðarinnar og verður leitast við að gæta þeirra eftir því sem kostur er. Sá hópur sem hér er greint frá mun fjalla um samningahlutann; það er um réttinn til nýtingu aflaheim- ilda,“ segir í tilkynningu ráðuneyt- isins. Þar segir ennfremur að það séu sameiginlegir hagsmunir allra að ná sátt um rekstrarumhverfi sjáv- arútvegsfyrirtækja á Íslandi; mik- ilvægustu atvinnugrein Íslendinga. Unnið að veiðigjaldafrumvarpi Tryggja þurfi festu í rekstrarum- hverfi fyrirtækja og möguleika til að stuðla að jákvæðum vexti þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem með bein- um og óbeinum hætti eigi þar mikið undir. Samhliða þessu sé unnið að útfærslu á gjaldtöku, með veiði- gjöldum, fyrir nýtingu af auðlind- inni. „Samráð verður haft við hags- munaaðila eftir því sem vinnunni vindur fram og Alþingi á vettvangi atvinnuveganefndar,“ segir loks í tilkynningu ráðuneytisins. sisi@mbl.is Nýtt frumvarp samið  Nýtt frumvarp um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða taki mið af tillögu sáttanefndar  Ráðgjafahópur stofnaður Sigurður Ingi Jóhannsson Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Heilbrigðisráðherra, Kristján Þór Júlíusson, átti fund með starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Vestmanna- eyja (HSV) í fyrradag. Ráðherra hefur skipað starfshóp sem á að vinna að framtíðarskipan heilbrigð- ismála í Eyjum og á sá hópur að vera búinn að skila af sér tillögum 15. nóv- ember næstkomandi. Hópinn skipa: Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson og Steinunn Sigurðardóttir fyrir hönd ráðuneytisins og Hjörtur Kristjáns- son og Trausti Hjaltason frá Vesta- mannaeyjum. „Við höfum ákveðið að hefja sam- starf, ég og bæjarstjórn Vestmanna- eyja, um að greina starfsemi heil- brigðisþjónustu í Eyjum og leggja grunn að stefnu til lengri tíma um þjónustuna. Það er alltof snemmt að segja til um það hvernig þessari vinnu reiðir af,“ segir Kristján Þór. Auk ofangreinds starfshóps hefur líka verið skipaður annar hópur sem á að vinna að skipulagi fæðingar- þjónustu í Eyjum. Hann er skipaður lækni og ljósmóður í Vestmannaeyj- um, ljósmóður frá Heilbrigðisstofn- un Suðurlands og yfirlækni og yfir- ljósmóður á Landspítalanum. Kristján Þór segir þessi verkefni sett af stað til að tryggja sem mest öryggi og gæði heilbrigðisþjónust- unnar í Eyjum. Spurður hvort það komi til greina að láta Heilbrigðisstofnun Vest- mannaeyja standa fyrir utan fyrir- hugaða sameiningu heilbrigðisstofn- ana á landsbyggðinni segir Kristján Þór það ekki á dagskránni. „Það er ákveðinn fjöldi heilbrigðisumdæma á Íslandi og það er stefna okkar að það sé gert ráð fyrir að það sé ein heilbrigðisstofnun í hverju um- dæmi.“ Eru nú þegar á kúpunni Gunnar K. Gunnarsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestmanna- eyja, segist ekki sjá mikinn hag með sameiningu heilbrigðisstofnana. „Það er hægt að sameina yfirstjórn- ina en það þarf sennilega að vera rekstrarstjóri á hverjum stað þrátt fyrir það. Persónulega sé ég ekki mikinn hag í þessu eða hvernig á að ná saman þessum 160 milljónum sem eiga að sparast,“ segir Gunnar. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að framlög til HSV lækki um 85 milljónir króna á milli ára. „Það er ekki hægt að reka þessa stofnun af nokkru viti miðað við þau framlög sem henni eru áætluð í fjár- lagafrumvarpinu 2014. Við erum nú þegar á kúpunni. Með þessum nið- urskurði sem á að vera 2014 þá er litla stofnunin hérna í Eyjum búin að taka á sig 36% niðurskurð. Mér þætti gaman að sjá þá ríkisstofnun sem er búin að fá á sig viðlíka nið- urskurð,“ segir Gunnar. Skapað flótta starfsfólks Staðan sem stofnunin er búin að vera í undanfarin ár hefur skapað ákaflega mikla óvissa hjá starfsfólk- inu að sögn Gunnars og stuðlað að flótta. „ Það hætti einn heilsugæslu- læknir í sumar fyrir aldurssakir og okkur hefur ekki tekist að ráða í staðinn. Síðan er annar heilsugæslu- læknir búinn að segja upp og sú upp- sögn tekur gildi um áramót og lyf- læknirinn okkar sem er í 50% starfi hefur sagt upp frá og með áramót- um. Skurðlæknirinn sagði upp en það er nokkuð búið að ganga frá því að hann verði áfram en gangi ekki vaktir, verði bara á dagvöktum og vinni líka á stofu og taki heilsugæslu. Það verður ekki sólarhringsvakt á skurðstofunni og því munu fæðingar flytjast.“ Gunnar vonar að með tillögum starfshópsins 15. nóvember verði komin ákveðin festa í framtíðarskip- an HSV og óvissunni rutt úr vegi. Tveir starfshóp- ar skoða HSV  Leggja grunn að stefnu til lengri tíma Kristján Þór Júlíusson Gunnar K. Gunnarsson Óháð ráðgjöf til fyrirtækja Firma Consulting gerir fyrirtækjum tilboð í eftirfarandi þjónustu: • Kaup, sala og sameining. • Verðmat fyrirtækja. • Samningaviðræður, samningagerð • Áætlanagerð. • Fjárhagsleg endurskipulagning. • Samningar við banka. • Rekstrarráðgjöf. Firma Consulting, Þingasel 10, 109 Reykjavík. Símar: 820-8800 og 896-6665. Fax 557-7766 info@firmaconsulting.is, www.firmaconsulting.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.