Morgunblaðið - 05.10.2013, Side 29

Morgunblaðið - 05.10.2013, Side 29
Húsavík er kaupstaður við innanverðan Skjálfanda að austan og er fjölmennasti byggðarkjarninn í Norðurþingi. Fiskveiðar, fiskverkun, þjónusta og vinnsla landbúnaðarafurða, auk sívaxandi ferðaþjónustu, eru aðalatvinnuvegirnir. Á Húsavík búa um 2.200 manns. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2013 Framsýn stéttarfélag er eitt framsæknasta stéttarfélag landsins og nýtur auk þess mikillar virðingar meðal félagsmanna. Hægt er að fylgjast með öflugu starfi félagsins inn á heimasíðu þess www.framsyn.is Ljósmynd/Rolf Stange Tignarlegt Náttúrufegurðin er stórkostlegt á Grænlandi. Ferðamenn gleyma ferð þangað ekki svo glatt. an Ópal var þar á ferð í fyrsta skipti. „Við komum 23. júlí og vor- um nánast í tvo mánuði; Ópal var fyrsta skipið sem kom í Scoresby í níu mánuði – birgðaskipið var ekki einu sinni komið, og við vorum með þeim síðustu út þegar við fórum heim um miðjan september.“ Heimir fór sjö ferðir um Sco- resbysund, flestar vikulangar en ein tók ellefu daga. „Við förum 220-230 km inn í land í stórkostlegu fjarða- kerfi, þar sem alls kyns hrífandi staðir eru skoðaðir, spennandi dýra- líf og ekki síst ísjakar. Náttúran þar er stórkostleg.“ Norðursigling er því ekki leng- ur „bara“ hvalaskoðunarfyrirtæki heldur ævintýra- og ferðaþjónustu- fyrirtæki í víðum skilningi, eins og Heimir segir. Það rekur nú m.a. kaffihús á Húsavík og veitingastað- inn rómaða, Gamla Bauk. „Það hefur verið góð stígandi í þessu eins og annarri ferðaþjónustu. Ferðamenn skorti afþreyingu á sín- um tíma; talað var um það í gríni að ferðamenn sem komu til Húsavíkur stoppuðu í bókabúðinni, pissuðu, horfðu á kirkjuna og keyrðu svo áfram …“ Ljósmynd/Rolf Stange Ópal Skútan sem Heimir stýrði í Scoresbysundi við Grænland í sumar. „Ég er með besta útsýnið á Ís- landi, ég sé Kinnarfjöllin, sem aldrei eru eins, og ég gæti ver- ið í hvalaskoðun út um gluggann allan daginn,“ segir Arnhildur Pálmadóttir arkitekt sem á og rekur arkitekta- og hönnunarstofuna Hönn- unarsmiðjuna á Húsavík. Út- sýnið sem hún vísar til sér hún út um glugga vinnustofu sinnar sem er á efri hæð verbúðar við höfnina. „Við erum hérna nokk- ur með vinnustofur; grafískir hönnuðir og listamenn,“ segir Arnhildur. „Á neðri hæðinni eru sjómenn og þetta fer ágæt- lega saman.“ Arnhildur hefur rekið Hönn- unarsmiðjuna í tvö ár, hana stofnaði hún við flutning á æskuslóðirnar á Húsavík fyrir um tveimur árum eftir um 20 ára fjarveru. Hún hefur hannað og smíðað nokkuð af minjagrip- um eins og t.d. þrívídd- arpúsluspil af eldfjalli og lunda, en segist núna einbeita sér að mestu að arkitektastarfinu. „Ég sinni verkefnum um allt land, en eins og er eru þau mest hérna í kringum Húsavík. Þetta er ágætis staðsetning, hér eru ekki margir arkitektar og ef maður stendur sig vel, þá fær maður verkefni. Heimurinn er orðinn svo lítill með netinu og það er ekkert mál að vinna verkefni með vinum sínum í öðrum löndum.“ Rekur arkitekta- og hönnunarstofu á Húsavík Arkitekt og hönnuður Arnhildur segist hafa besta útsýni landsins. Er með besta út- sýnið á Íslandi og tekur meginþorri þeirra þátt í starfi Völsungs. „Okkur hefur talist svo til að um 95% krakkanna stundi íþróttir og líklega getur hlutfallið ekki orðið hærra. Sjálf kenni ég í 6. bekk skólans og af þrettán nemendum mínum eru tólf í íþróttum. Sjálf þjálfa ég fimleikana, þar eru fjölmargar efnilegar stelpur. Raunar er sama hvar borðið er niður í starfi Völ- sungs. Margir hafa t.d. tekið sér tak og mæta á æf- ingar í öldungablaki. Þá hefur nýr upphitaður íþróttavöllur hér, sem tekinn var í gagnið á síðasta ári, opnað alveg nýja möguleika. Á upphitaðri braut umhverfis völlinn æfir gönguskíðafólk núna – og rennir sér þar á hjólaskíðum til að komast í form: Svo öðrum hvorum megin við áramót fer skíða- vertíðin á fullt og þá búum við að því að hafa fína aðstöðu fyrir börn hér í Húsavíkurfjalli og eitt besta gönguskíðasvæði landsins rétt ofan við bæinn.“ Öflugir í fótboltanum Húsvíkingar hafa lengi verið öflugir í fótboltanum og þaðan hafa líka komið margir góðir knatt- spyrnumenn. Má þar nefna Arnór Guðjohnsen, Elvar Árna Aðalsteinsson, leikmann Breiðabliks, Aron Bjarka Jósefsson í KR, Pálma Rafn Pálmason, sem spilar með Lilleström í Noregi, og Hallgrím Jón- asson í danska úrvalsdeildaliðinu Sönderjysk. „Nú í sumar vorum við með nokkra erlenda leik- menn frá ríkjum fyrrverandi Júgóslavíu. Þeir eru horfnir á braut, enda þurfum við í rekstri deildar- innar að sníða okkur stakk eftir vexti. Reynslan seg- ir okkur að Húsvíkingar vilja að liðið þeirra sé skip- að heimamönnum – og í því felst að fólk hefur metnað fyrir hönd síns byggðarlags.“ sbs@mbl.is Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Kátar Þátttaka í íþróttum er þroskandi og þátttaka í starfinu á Húsavík er mikil og til fyrirmyndar. „Ég leiði stundum hugan að því hverning umhorfs væri á Húsavík ef hvalaskoðun hefði ekki þróast hér með þeim hætti sem raun ber vitni um.,“ segir Heimir Harðarson. „Elsta Kaupfélag landsins varð gjaldþrota. Mikill fiskveiðikóti rann Húsvíkingum úr greipum og um leið lagðist af umfangsmikil togaraútgerð og rækjuveiði. Kisiliðjan var lögð niður og sama daginn lauk langri sögu strandsiglinga um- hverfis Ísland. Nú vinna ekki færrri en 15 starfsmenn hjá Norðursiglingu yfir vet- urinn og um sumarið í kring um 100. Kynning á íslenskri strand- menningu hafa verið okkar einkunarorð frá því Knörrinn var keyptur og Húsavík er nú orðin þekkt fyrir eikarbátaflotann sem á þar heima- höfn. Hvernig væri umhorfs...? ALVÖRU STRANDMENNING Skannaðu kóðann til að lesa

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.