Morgunblaðið - 05.10.2013, Blaðsíða 22
VIÐTAL
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Liðin eru fimmtíu ár frá því að fimm
ungir piltar stigu á svið í Krossinum
í Keflavík undir nafninu Hljómar og
skemmtu á balli. Hljómsveitin varð
fljótlega sú vinsælasta á landinu og
meðlimir hennar þjóðþekktir sem ís-
lensku Bítlarnir. Lagasmíðar hljóm-
sveitarinnar hafa lifað með þjóðinni
öll þessi ár og lög á borð við „Fyrsti
kossinn“, „Þú og ég“ og „Bláu augun
þín“ heyrast enn á öldum ljósvakans.
Í upphafi var hljómsveitin skipuð
þeim Gunnari Þórðarsyni, Einari
Júlíussyni og Erlingi Björnssyni,
sem áður höfðu leikið með hljóm-
sveit Guðmundar Ingólfssonar. Þeir
fengu til liðs við sig Eggert Krist-
insson á trommur og Rúnar Júl-
íusson sem lék á bassa. Eggert, sem
fann upp á nafninu Hljómar, hóf síð-
ar nám á Englandi og gekk þá Eng-
ilbert Jensen til liðs við Hljóma sem
trommari og söngvari.
„Það var rífandi stemning“
Gunnar Þórðarson, gítarleikari
sveitarinnar og tónskáld, segir að
Krossinn hafi á þessum árum verið
aðalsamkomustaður fólks á Suður-
nesjunum. Aðdragandinn að fyrsta
ballinu hafi verið sá að Gunnar hafi
komið að máli við eiganda staðarins
um sumarið og spurt hvort nýja
hljómsveitin mætti ekki spila. „Hann
gaf okkur þessa dagsetningu, 5.
október, um haustið. Ég sagði að við
myndum nýta tímann vel, æfa okkur
mjög mikið og vera góðir,“ segir
Gunnar. „Hann meira að segja lán-
aði okkur fyrir hljóðfærunum þann-
ig að við gætum haft sómasamleg
hljóðfæri og við vorum honum æv-
inlega þakklátir fyrir það.“
Gunnar segir að bítlatónlistin hafi
ekki verið komin til landsins af full-
um þunga þegar þeir spiluðu á
fyrsta ballinu. „Við spiluðum aðal-
lega lög sem voru vinsæl á Íslandi
þá, lög úr Kananum og einhver ís-
lensk lög líka.“ Ballið heppnaðist
mjög vel að sögn Gunnars. „Það var
bara rífandi stemning!“
Gerðu allt vitlaust á bítlakvöldi
„Það skeði eiginlega á einu kvöldi
að við urðum einstæðir,“ segir
Gunnar, aðspurður hvað hafi greint
Hljóma frá öðrum íslenskum hljóm-
sveitum. „Það var auglýstur bítla-
konsert, þar sem allar frægustu
hljómsveitir Íslands tóku þátt. Okk-
ur var boðið að vera á þessum tón-
leikum og daginn eftir kom bara í
Mogganum: „Hljómsveitin Hljómar
gerir allt vitlaust!““ Gunnar segir að
ákveðin stemning hafi skapast, fólk
hafi ruðst fram úr sætunum og lög-
reglan hafi þurft að hafa hemil á
mannskapnum.
Hljómar urðu einkum þekktir fyr-
ir að spila og syngja sín eigin lög.
„Það var af því að Bítlarnir gerðu
það,“ segir Gunnar. „Áður fyrr voru
það bara huldumenn sem sömdu lög-
in, en þegar Bítlarnir komu á vett-
vang hugsaði maður: þeir semja lög-
in sín sjálfir, af hverju ekki við líka?“
Í tilefni af stórafmæli Hljóma
verða haldnir tónleikar þeim til heið-
urs í Eldborgarsal Hörpu í kvöld
klukkan átta. Þar koma fram þau
Stefán Hilmarsson, Valdimar Guð-
mundsson, Unnsteinn Manuel og
Ágústa Eva Erlendsdóttir, auk þess
sem hinir upprunalegu Hljómar
verða sérstakir gestir. Gunnar segir
að hann búist við því að tónleikarnir
í kvöld verði góðir. „Við tökum
þarna nokkur lög, við gömlu menn-
irnir.“
Hljómar vel í hálfa öld
Fimmtíu ár liðin frá fyrsta balli Hljóma frá Keflavík Urðu vinsælasta Bítlahljómsveit landsmanna
Hófu að semja eigin lög eftir fyrirmynd Bítlanna Afmælistónleikar í Eldborgarsal Hörpu í kvöld
Hljómar í góðum gír Þessi mynd birtist í Morgunblaðinu í júní 1964. Í myndatexta kom fram að íslensku Bítlarnir
hefðu þá safnað hári í fjóra mánuði og að þeir ætluðu sér að ferðast og spila á tónleikum um allt landið.
22
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2013
Málþing með notendum Faxaflóahafna
Miðvikudaginn 9. október, kl. 16:00 í HÖRPU
Til þess að kynna það sem efst er á baugi hjá Faxaflóahöfnum sf. og fræðast um starfsemina
á hafnarsvæðum fyrirtækisins boða Faxaflóahafnir sf. til málþings miðvikudaginn 9. október
kl. 16:00 í Hörpu (salur: Ríma).
Dagskrá málþingsins á að snerta málefni sem flestra á hafnarsvæðum Faxaflóahafna sf.
og verður sem hér segir:
• Ávarp: Hjálmar Sveinsson, formaður stjórnar Faxaflóahafna sf.
• Gísli Gíslason, hafnarstjóri:
- Rekstur og framkvæmdir á vegum Faxaflóahafna sf. árið 2014.
• Bergþóra Bergsdóttir:
- Skýrsla um atvinnulíf og þróun í Gömlu höfninni.
• Helga Thors:
- Harpan og tengslin við þjónustu á hafnasvæðunum.
• Regína Ásvaldsdóttir:
- Akraneshöfn - ferðaþjónusta og samgangur milli hafnasvæða.
• Guðjón Friðriksson:
- Stutt æviágrip hafna Faxaflóahafna sf.
• Umræður og fyrirspurnir.
Fundurinn er opinn öllum, en þeir sem eru með starfsemi á hafnarsvæðum Faxaflóahafna sf.
eru sérstaklega hvattir til að mæta. Á fundinum gefst tækifæri til þess að koma með
fyrirspurnir og ábendingar um það sem varðar hafnarrekstur, þjónustu og aðstöðu
fyrir viðskiptavini.
Gísli Gíslason,
hafnarstjóri.
Sagnfræðingafélags Íslands, Sögu-
félagið og ReykjavíkurAkademían
halda málþing undir heitinu Áfram
Ísland í sal Íslenskrar erfðagrein-
ingar, Sturlugötu 8, laugardaginn
5. október kl. 15-17.15.
Frummælendur verða Kristín
Loftsdóttir mannfræðingur, Eirík-
ur Bergmann stjórnmálafræðingur,
Guðni Th. Jóhannesson sagnfræð-
ingur og Gylfi Zoëga hagfræð-
ingur.
„Á þinginu verður fordómalaust
rýnt í orsakir bankahrunsins 2008,
metið hvað gerst hefur þau fimm ár
sem síðan eru liðin, og loks reynt að
horfa fram á veg,“ segir í kynningu.
Rýnt í orsakir
bankahrunsins
Brautin, bindindisfélag ökumanna,
stendur fyrir Ökuleikni á Kirkju-
sandi í Reykjavík um helgina, en fé-
lagið er 60 ára um þessar mundir.
Á laugardag 5. október kl. 12
hefst Íslandsmeistarakeppni á rút-
um og trukkum. Þar gefst öllum
sem hafa meirapróf kostur á að
koma og spreyta sig við akstur við
ýmsar aðstæður sem flestir lenda í
daglega. Sett verða upp tvö þrauta-
plön fyrir hvorn riðil.
Á sunnudag kl. 12 hefst Íslands-
meistarakeppni á fólksbílum.
Keppt verður í karla- og kvenna-
riðli auk þess sem þátttakendur
geta keppt sem lið.
Einu kröfurnar eru að viðkom-
andi hafi gilt ökuleyfi. Þrautaplön-
in má sjá á heimasíðu Brautarinnar
www.brautin.is og þar má einnig
skrá sig til keppni.
Brautin heldur
keppni í ökuleikni
STUTT
Fræðslusamtök um kynlíf og barn-
eignir bjóða til opins málþings um
kynheilbrigði á Norðurlöndum. Það
fer fram á Háskólatorgi 101, mánu-
daginn 7. október milli 16.30 og
18.30.
Sérfræðingar frá Noregi, Svíþjóð
og Finnlandi segja frá hvernig stað-
ið er að kynfræðslu í grunnskólum.
Tilefnið er heimsókn fulltrúa frá
systursamtökum FKB til Íslands.
Fjallað verður um kynheilbrigði,
kynfræðslu og forvarnir. Málþingið
er öllum opið.
Kynheilbrigði til
umræðu á málþingi
Námskeiðið „Peningaspil og spilavandi“ verður haldið í Brautarholti 4a
dagana 7. til 11. október. Aðalfyrirlesari verður dr. Loreen Rugle, sem hef-
ur unnið árum saman að meðferð fólks með spilavanda.
Námskeið fyrir fagfólk fer fram 7.-9. október og síðan verður tveggja
daga námskeið fyrir fólk í spilavanda sem er í endurhæfingu.
„Margir hafa verið að vakna til meðvitundar um þennan mikla vanda
sem blasir við mörgum einstaklingum og fjölskyldum þeirra,“ segir í til-
kynningu. Þar kemur einnig fram að margir einstaklingar hafi misst aleig-
una vegna spilafíknar. Nánari upplýsingar má finna á www.forvarnir.is
Námskeið um peningaspil og spilavanda
Blaðamaður Morgunblaðsins
lýsti miðnæturballinu fræga þar
sem Hljómar skutust á stjörnu-
himininn í grein sinni 6. mars
1964 svo: „Stóðu margir á stól-
um og slógu höndunum saman
fyrir ofan höfuð sér. Um hríð
heyrðist ekkert í „Hljómum“,
sem þó þykja hafa allhávær
tæki í þjónustu sinni.“ Hljómar
mættu því vel við una að hafa
náð að leika eftir fyrirmyndum
sínum, „The Beatles“, að þessu
leyti.
Klapp, org og
leikar æstust
MORGUNBLAÐIÐ
Stuð Bítlarnir eru stældir í þessari
auglýsingu Hljóma frá 11. júní 1964.
100 ÁRA