Morgunblaðið - 05.10.2013, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.10.2013, Blaðsíða 33
FRÉTTIR 33Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2013 Þar sem að gervihnattabúnaðurinn fæst Auðbrekku 3 ~ 200 Kópavogur ~ Sími: 564 1660 ~ oreind.is GMWizardVote með 1. meters disk. Móttakari fyrir nýjar háskerpu útsendingar RÚV á DVB-T2 ásamt því að vera með gervihnattamóttöku Áður 56.700 25ÁRA 1988-2013 AFMÆLISTILBOÐ 25% afsláttur Móttakari með 1. meters disk og Strong SRT7002 háskerpu móttakara Áður 37.700 Tilboðsver ð* 28.277 Tilboðsver ð* 42.526 *Gildir í október eða á meðan birgðir endast Íslandsbanki og N1 hafa lokið end- urfjármögnun á lánum félagsins, en N1 er eitt stærsta verslunar- og þjónustufyrirtæki landsins, sam- kvæmt því sem fram kemur í fréttatilkynningu frá Íslandsbanka. „Íslandsbanki veitir félaginu langtímalán ásamt sveigjanlegri skammtímafjármögnun, sem er að- löguð að rekstri félagins. Velta N1 á árinu 2012 nam rúmlega 60 millj- örðum en eignir félagsins námu tæplega 28 milljörðum króna og eigið fé nam 14,6 milljörðum króna skv. árshlutauppgjöri 30. júní 2013,“ segir í fréttatilkynningu. Undirbúa skráningu í Kauphöll Þar segir ennfremur: „N1 gekk í gegnum fjárhagslega endurskipu- lagningu um mitt ár 2011. N1 ákvað nýlega að fara í útboð með öll bankaviðskipti sín og þar með undirbúa félagið betur fyrir vænt- anlega skráningu félagsins í Kaup- höll Íslands. Í kjölfarið valdi félag- ið að ganga til samninga við Íslandsbanka sem lauk með und- irritun samninga nýverið,“ segir orðrétt í fréttatilkynningu. „Við fögnum því að Íslandsbanki hafi verið valinn til að ljúka endur- fjármögnun N1, sem er eitt stærsta verslunar- og þjónustufyr- irtæki landsins. Við hlökkum til aukins samstarfs við N1 og er Ís- landsbanki vel í stakk búinn til að styðja við umsvifamikinn rekstur félagsins,“ er haft eftir Birnu Ein- arsdóttur, bankastjóra Íslands- banka, í fréttatilkynningu frá Ís- landsbanka. Fram kemur í tilkynningunni að fyrirtækið stefnir á skráningu í Kauphöll Íslands síðar á þessu ári. Samið um endurfjár- mögnun lána N1  Langtímalán og sveigjanleg skammtímafjármögnun Morgunblaðið/Styrmir Kári Sömdu N1 og Íslandsbanki hafa samið um endurfjármögnun lána N1. Bæði er um að ræða langtímalán og sveigjanlega skammtímafjármögnun. Efnahagur N1 » Velta N1 á árinu 2012 nam rúmlega 60 milljörðum króna. » Eignir félagsins námu tæp- lega 28 milljörðum króna og eigið fé nam 14,6 milljörðum króna Sigurður Óli Ólafsson hefur verið skipaður í stjórn Actavis plc sem er móð- urfélag Actavis á Ísland. Eftir kaup Watson Pharmaceuticals á Actavis á síð- asta ári og kaup Actavis á írska lyfjafyrirtækinu Warner Chilcott sem tilkynnt var um í vikunni, er Actavis plc með um 11 milljarða dala áætlaða veltu á þessu ári. Höf- uðstöðvar nýs sameinaðs fyrirtækis eru á Írlandi en höfuðstöðvar stjórnunar verða áfram í Banda- ríkjunum. 13 manns skipa nýja stjórn félagsins segir í tilkynningu. Sigurður Óli hóf störf hjá Wat- son Pharmaceuticals árið 2010 eft- ir sjö ár hjá Actavis. Hann gegndi stöðu aðstoðarforstjóra Actavis á árunum 2007-2008 og forstjóra á árunum 2008-2010. Frá sameiningu Watson Pharma- ceuticals og Actavis hefur Sig- urður Óli stýrt samheitalyfjasviði Actavis samstæðunnar á al- þjóðavísu. Sigurður Óli útskrifaðist sem lyfjafræðingur frá HÍ árið 1993. Skipaður í stjórn Actavis plc  Veltan áætluð 11 milljarðar dala Sigurður Óli Ólafsson ● Í dag kl. 13.30 býður Arion banki upp á fyrirlestur og opnun sýningar Ragnars Axels- sonar, ljósmynd- ara Morgun- blaðsins, í höfuðstöðvum bankans. Fyrir- lesturinn ber heitið Norður og fer fram í ráð- stefnusal Arion banka. Á sýningunni verða ljósmyndir RAX frá Landmannaafrétti sem hann tók á árunum 1988-2012 og norð- urheimskautinu sem hann tók við It- toqqortoormiit á Austur-Grænlandi árið 2013, samkvæmt fréttatilkynn- ingu frá Arion banka. Myndir RAX frá norðurslóðum hafa birst í helstu frétta- og ljósmyndatímaritum heims og verið sýndar á ljósmyndasýn- ingum um allan heim. Hann hefur ítrekað verið valinn í hóp bestu heimildaljósmyndara samtímans. RAX í Arion banka Ragnar Axelsson ● Menningarhúsið Hof á Akureyri og Hótel KEA hafa undirritað samstarfs- samning sem felur meðal annars í sér samstarf í markaðsaðgerðum með áherslu á menningarbæinn Akureyri, samkvæmt því sem fram kemur í fréttatilkynningu. Þar segir ennfremur að fyrsta verk- efni Hofs og Hótel KEA í þessu sam- starfi felur í sér tilboð á gistingu og á miðum á tónleika Pálma Gunnarssonar, sem bera yfirskriftina Þorparinn, og verða haldnir í Hofi 8. nóvember næst- komandi. Hafa samið um sam- starf um markaðsstarf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.