Morgunblaðið - 14.12.2013, Page 1
L A U G A R D A G U R 1 4. D E S E M B E R 2 0 1 3
291. tölublað 101. árgangur
Þvörusleikir
kemur í kvöld
www.jolamjolk.is
dagar til jóla
10
LOKAÆVINTÝRI
HALLBERU
Á SARDINÍU
FÓRU Á
MOTORFÁKUM
UM PERÚ
ÞÚFNAHERINN
ÖFLUGI REISIR
RISAÞÚFU
SUNNUDAGUR SKÚLPTÚR Á GRANDA 10SAMDI VIÐ BESTA LIÐ ÍTALÍU 4
ÁRA
STOFNAÐ
1913
„Ég þoli ekki að þessi þáttur
sé að hætta. Þegar hann Guðni
minn [Már Henningsson] verð-
ur búinn með síðustu vaktina á
gamlárskvöld mun ég loka fyr-
ir Rás 2 og Rás 1 og opna aldrei
fyrir þær aftur,“ segir Vagna
Sólveig Vagnsdóttir, tæplega
áttræð kona á Þingeyri, en hún
hefur hringt í Næturvaktina á
Rás 2 um hverja einustu helgi
frá árinu 1989 og fyrir vikið
eignast fjölmarga aðdáendur
og vini úti um allt land. Nætur-
vaktin verður lögð niður frá og
með áramótum.
Innst inni vonar Vagna Sól-
veig þó að
menn sjái sig
um hönd.
„Menn hljóta
að átta sig á
því fyrr en síð-
ar að þeir eru
að gera hrap-
alleg mistök.
Þetta gæti rið-
ið Rás 2 að
fullu. Þess
vegna mun ég halda í vonina –
alveg fram á gamlárskvöld.“
Rætt er við Vögnu Sólveigu í
sunnudagsblaði Morgunblaðs-
ins.
Ætlar að skrúfa fyrir Rás 1 og Rás 2
Vagna Sólveig
Vagnsdóttir
Stórir vinnustaðir
» Um 240 manns vinna hjá
Skinney-Þinganesi til sjós og
lands og fleiri yfir sumarið.
Fyrirtækið gerir út sjö skip.
» Yfir 100 manns hjá Skag-
anum, Þorgeiri og Ellert og
fleiri fyrirtækjum á Akranesi
koma að smíði búnaðarins.
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Skaginn hf. á Akranesi hefur undir-
ritað samning við útgerðarfyrirtæk-
ið Skinney-Þinganes hf. á Höfn í
Hornafirði um sölu á nýjum búnaði
fyrir vinnslu á uppsjávarfiski, en
jafnframt eru fyrirhugaðar breyt-
ingar á vinnslu á bolfiski. Samning-
urinn er stærsti einstaki samningur
sem Skaginn hefur gert við íslenskt
sjávarútvegsfyrirtæki um sölu á há-
tæknibúnaði til fiskvinnslu. Ekki
fékkst uppgefið hvert kaupverð
tækjanna er en það hleypur á hundr-
uðum milljóna.
Aðalsteinn Ingólfsson, fram-
kvæmdastjóri Skinneyjar-Þinga-
ness, segir að afköst í frystingu
uppsjávarafla aukist með breyting-
unum, jafnframt verði gæði afurða
meiri en áður og fyrirtækið verði
samkeppnishæfara. Áformað er að
setja búnaðinn upp á Hornafirði áður
en sumarvertíð hefst í síld og makríl.
Ingólfur Árnason, framkvæmda-
stjóri Skagans, segir að á síðasta
áratug hafi orðið mikil þróun í búnaði
til vinnslu á uppsjávarfiski til mann-
eldis hér á landi. Kerfin séu orðin
mjög afkastamikil og sjálfvirk, en
Skaginn hafi séð um smíði á búnaði
hjá flestum stærri fyrirtækjunum í
greininni og hafi búnaðurinn verið
þróaður í góðri samvinnu við iðnað-
inn.
MHorft til framtíðar »32-33
Gæði og afköst aukast
Skinney-Þinganes á Höfn endurnýjar búnað til vinnslu á uppsjávarfiski
Samningurinn sá stærsti sem Skaginn á Akranesi hefur gert hérlendis
Kertaljós og fagur söngur einkenndi Lúsíutónleikana sem haldnir voru í
Seltjarnarneskirkju í gærkvöldi. Mátti þar sjá syngjandi hvítklædd börn og
unglinga með kertaljós. Þótt Lúsíumessa heilagrar Lúsíu hafi verið aflögð
við siðaskipti héldu sum lönd á Norðurlöndum tryggð við siðinn.
Kertaljós og fagur söngur á Lúsíumessu
Morgunblaðið/Eggert
Lúsíutónleikar fóru fram í Seltjarnarneskirkju í gærkvöldi
Orka Energy (OE) skrifaði í gær
undir samning um uppbyggingu
jarðhitakerfis til húshitunar í Sia-
nyang-héraði í Kína. „Þetta er 38
milljóna manna hérað og stærsta
borgin telur um sex milljónir. Núna
höldum við áfram uppbyggingu,
meðal annars með því að fara inn á
ný jarðhitasvæði. Samhliða erum við
að skoða arðsemi af nokkrum öðrum
verkefnum,“ segir Eiríkur Braga-
son, framkvæmdastjóri OE. »14
Uppbygging í 38
milljóna héraði
Íslendingar sem þurfa að bíða
óeðlilega lengi á biðlista eftir lækn-
isaðgerð kunna í náinni framtíð að
eiga rétt á að sækja þjónustuna til
heilbrigðisstofnana erlendis. Rík-
issjóður myndi þurfa að end-
urgreiða sjúklingnum jafn háa fjár-
hæð og aðgerðin hefði kostað hér á
landi. Ferða- og dvalarkostnaður
erlendis fæst þó ekki greiddur.
Tilskipun Evrópusambandsins
um heilbrigðisþjónustu yfir landa-
mæri gerir ráð fyrir þessum rétti
og hún mun gilda á öllu Evrópska
efnahagssvæðinu. Hér á landi er
hafinn undirbúningur að innleið-
ingu en ekki er vitað hvenær regl-
urnar taka gildi. Forstjóri Sjúkra-
trygginga á ekki von á að margir
nýti sér þetta, þjónustan á Íslandi
sé þrátt fyrir allt samkeppnisfær í
gæðum og verði. »44
Morgunblaðið/Eggert
Aðgerð Fjöldi sjúklinga er á biðlistum eft-
ir læknisþjónustu á heilbrigðisstofnunum.
Mega fara í læknis-
aðgerð til útlanda
Búist er við því að lottóvinningurinn í
íslenska lottóinu fari yfir 125 milljónir
króna, að sögn Stefáns Snæs Konráðs-
sonar, framkvæmdastjóra Íslenskrar
getspár.
Potturinn er áttfaldur og í sögulegu
hámarki en um 45% af seldum
röðum fara í vinninga. Í heild
má því gera ráð fyrir að um
219 milljónir renni til vinn-
ingshafa. Sé tekið mið af
því að hver röð seljist á
130 krónur má gera ráð
fyrir að alls seljist lottó-
miðar fyrir tæpar 487 milljónir
króna, sem jafngildir tæpum 3,75
milljónum raða.
Guðlaugur Kristjánsson, eigandi
Happahússins í Kringlunni, sagði að
stanslaus röð hefði verið í allan gærdag.
„Það er algjört lottóæði,“ segir Guð-
laugur en hann ásamt tveimur öðrum
starfsmönnum var að allan daginn að
sinna vongóðum viðskiptavinum.
„Hér eru fjölmargir kúnnar sem
ekki hafa sést í mörg ár. Stóri
vinningurinn hefur þessi áhrif,“
segir Guðlaugur. Hann gerir ráð
fyrir að á þriðja þúsund manns
hafi komið og keypt lottómiða í
gær. Sjálfur segist hann hafa
keypt sér 30 raðir. „Ég hef mest
fengið 1.500 krónur í lottóinu en ég
tek alltaf þátt í því.“ vidar@mbl.is
Stóri vinningurinn kveikir upp „ lottóæði“