Morgunblaðið - 14.12.2013, Page 8

Morgunblaðið - 14.12.2013, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2013 Suðurlandsbraut 20, 108 Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is vi lb or ga @ ce nt ru m .is ENAMICRO 9 ONE TOUCH Líttu við hjá Eirvík og kynntu þér ENA 1 eða ENA 9 OneTouch með Aroma+ og við bjóðum þér í kaffi. Fékk hæstu einkun hjá þýsku neytendasamtökunum en 14 vélar voru prófaðar. Hægt að velja um kaffi, espresso, latte macchiato, cappuccino eða heitt vatn í te með því að þrýsta á einn hnapp. Nýlegir dómar í Al Thani-málinu,sem svo er kallað, hafa vakið nokkra athygli, þótt umræðan hafi ekki verið eins hávær og stundum gerist.    Páll Vilhjálmssonsegist hafa tek- ið eftir þessu:    Bloggherinn und-ir stjórn Gunn- ars Steins Pálssonar fer ekki hátt eftir dóminn yfir Kaup- þingsmönnum.    Líkleg skýring áaðgerðarleysinu er að vígstaða auðmanna eru svo slæm að hún myndi versna við að ræsa út blogg- herinn.    Gunnar Steinn og aðrir almanna-tenglar sem freista þess að móta almenningsálitið í þágu sér- greindra hagsmuna geta ekki búið til úr engu jákvætt andrúmsloft fyrir skjólstæðinga sína.    Hugmynd Kaupþingsmanna meðþví að fá réttarhöldunum frestað var að kaupa sér tíma í þeirri von að umhverfið yrði þeim jákvæð- ara þegar frá liði hruni.    Tilraunir voru gerðar til aðsveigja umræðuna frá ábyrgð auðmanna og beina yfir á stjórn- málamenn, og þar kom bloggherinn nokkuð við sögu, en sá farvegur þornaði fljótt upp.    Auðmenn báru langstærstaábyrgð á hruninu og réttlætis- mál er að þeir sæti ábyrgð í sam- ræmi við afbrot sín.    Þetta er meginkrafa samfélags-ins.“ Páll Vilhjálmsson Bloggher enn í búðunum STAKSTEINAR Gunnar Steinn Pálsson Veður víða um heim 13.12., kl. 18.00 Reykjavík 1 skýjað Bolungarvík 4 skýjað Akureyri 1 skýjað Nuuk 2 skýjað Þórshöfn 8 alskýjað Ósló -5 heiðskírt Kaupmannahöfn 5 alskýjað Stokkhólmur -2 heiðskírt Helsinki -1 heiðskírt Lúxemborg 0 alskýjað Brussel 3 heiðskírt Dublin 10 skýjað Glasgow 7 léttskýjað London 11 skýjað París 3 þoka Amsterdam 3 þoka Hamborg 3 léttskýjað Berlín 1 þoka Vín 2 skýjað Moskva 1 slydda Algarve 17 skúrir Madríd 7 skúrir Barcelona 10 heiðskírt Mallorca 15 léttskýjað Róm 10 léttskýjað Aþena 7 skýjað Winnipeg -25 skýjað Montreal -12 léttskýjað New York -1 heiðskírt Chicago -5 skýjað Orlando 21 heiðskírt VEÐUR KL. 12 Í DAG 14. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:16 15:31 ÍSAFJÖRÐUR 12:01 14:55 SIGLUFJÖRÐUR 11:45 14:36 DJÚPIVOGUR 10:54 14:51 Viðar Guðjónsson Lára Halla Sigurðardóttir Björn Blöndal, sem verið hefur að- stoðarmaður Jóns Gnarr borgar- stjóra, skipar efsta sæti framboðs- lista Bjartrar framtíðar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Listinn var kynntur í gær. Elsa Yeoman, forseti borgarstjórnar, skipar annað sætið og í þriðja sæti er Ilmur Kristjánsdóttir leikkona. Heiðarleiki í öndvegi Björn sagði í samtali í gær flokk- inn leggja áherslu á heiðarleika. „Ég held að við höfum sýnt, þau okkar sem komum úr Besta flokknum, svona nokkurn veginn það sem við stöndum fyrir og við höfum lagt áherslu á að skapa hér pólitískan stöðugleika og hefur tekist það vel í samstarfi við Samfylkinguna,“ segir Björn. Besti flokkurinn mun renna sam- an við Bjarta framtíð og mun bjóða fram undir merkjum Bjartrar fram- tíðar í vor. „Við leggjum mikið upp úr því að stuðla að pólitískum friði og leggja mikla vinnu í það að skapa lif- andi borg fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur með manneskjuna í for- grunni,“ segir Elsa Yeoman sem skipar annað sæti á listanum. Björt framtíð mældist með nær sama fylgi og Besti flokkurinn fékk í síðustu borgarstjórnarkosningum í þjóðarpúlsi Gallup í lok nóvember, en þar mældist Björt framtíð með 34% fylgi og fengi þá sex borgarfull- trúa, líkt og Besti flokkurinn fékk í kosningunum árið 2010. Sé tekið mið af könnuninni fengi Sjálfstæðis- flokkurinn áfram fimm menn, Sam- fylkingin þrjá og Vinstri græn einn. Fjórir ekki í næstu stjórn Þeir Páll Hjartarson, Karl Sig- urðsson og Einar Örn Benediktsson, sem eiga sæti í borgarstjórn fyrir hönd Besta flokksins eru neðarlega á lista hjá Bjartri framtíð og munu ekki koma til með að sitja í næstu borgarstjórn. Þegar hefur Jón Gnarr, borgar- stjóri og oddviti Besta flokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosn- ingarnar 2010, tilkynnt að hann ætli ekki að gefa kost á sér fyrir kosning- arnar í vor. Björt framtíð kynnir listann  Björn Blöndal skipar oddvitasætið Morgunblaðið/Eva Björk Björt framtíð Björn Blöndal mun fara fyrir lista Bjartrar framtíðar í borg- arstjórnarkosningum næsta vor. Á myndinni eru einnig Elsa Yeoman sem er í öðru sæti og Ilmur Kristjánsdóttir sem er í þriðja sæti. Gestum og gangandi gefst tækifæri á að rita hugleið- ingar sínar í minningabók um Nelson Mandela sem mun liggja frammi hjá Verslunarráði Íslands á mánu- dag og þriðjudag frá klukkan átta að morgni til fjögur síðdegis að sögn Jóns Reynis Magnússonar, ræðis- manns Suður-Afríku á Íslandi. „Það er gert ráð fyrir því að menn skrifi nafnið sitt og svo eru nokkrar línur sem menn geta ritað á ef þeim liggur eitthvað á hjarta.“ vidar@mbl.is Gestir geta minnst Mandela Jón Reynir Magnússon Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.