Morgunblaðið - 14.12.2013, Síða 8

Morgunblaðið - 14.12.2013, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2013 Suðurlandsbraut 20, 108 Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is vi lb or ga @ ce nt ru m .is ENAMICRO 9 ONE TOUCH Líttu við hjá Eirvík og kynntu þér ENA 1 eða ENA 9 OneTouch með Aroma+ og við bjóðum þér í kaffi. Fékk hæstu einkun hjá þýsku neytendasamtökunum en 14 vélar voru prófaðar. Hægt að velja um kaffi, espresso, latte macchiato, cappuccino eða heitt vatn í te með því að þrýsta á einn hnapp. Nýlegir dómar í Al Thani-málinu,sem svo er kallað, hafa vakið nokkra athygli, þótt umræðan hafi ekki verið eins hávær og stundum gerist.    Páll Vilhjálmssonsegist hafa tek- ið eftir þessu:    Bloggherinn und-ir stjórn Gunn- ars Steins Pálssonar fer ekki hátt eftir dóminn yfir Kaup- þingsmönnum.    Líkleg skýring áaðgerðarleysinu er að vígstaða auðmanna eru svo slæm að hún myndi versna við að ræsa út blogg- herinn.    Gunnar Steinn og aðrir almanna-tenglar sem freista þess að móta almenningsálitið í þágu sér- greindra hagsmuna geta ekki búið til úr engu jákvætt andrúmsloft fyrir skjólstæðinga sína.    Hugmynd Kaupþingsmanna meðþví að fá réttarhöldunum frestað var að kaupa sér tíma í þeirri von að umhverfið yrði þeim jákvæð- ara þegar frá liði hruni.    Tilraunir voru gerðar til aðsveigja umræðuna frá ábyrgð auðmanna og beina yfir á stjórn- málamenn, og þar kom bloggherinn nokkuð við sögu, en sá farvegur þornaði fljótt upp.    Auðmenn báru langstærstaábyrgð á hruninu og réttlætis- mál er að þeir sæti ábyrgð í sam- ræmi við afbrot sín.    Þetta er meginkrafa samfélags-ins.“ Páll Vilhjálmsson Bloggher enn í búðunum STAKSTEINAR Gunnar Steinn Pálsson Veður víða um heim 13.12., kl. 18.00 Reykjavík 1 skýjað Bolungarvík 4 skýjað Akureyri 1 skýjað Nuuk 2 skýjað Þórshöfn 8 alskýjað Ósló -5 heiðskírt Kaupmannahöfn 5 alskýjað Stokkhólmur -2 heiðskírt Helsinki -1 heiðskírt Lúxemborg 0 alskýjað Brussel 3 heiðskírt Dublin 10 skýjað Glasgow 7 léttskýjað London 11 skýjað París 3 þoka Amsterdam 3 þoka Hamborg 3 léttskýjað Berlín 1 þoka Vín 2 skýjað Moskva 1 slydda Algarve 17 skúrir Madríd 7 skúrir Barcelona 10 heiðskírt Mallorca 15 léttskýjað Róm 10 léttskýjað Aþena 7 skýjað Winnipeg -25 skýjað Montreal -12 léttskýjað New York -1 heiðskírt Chicago -5 skýjað Orlando 21 heiðskírt VEÐUR KL. 12 Í DAG 14. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:16 15:31 ÍSAFJÖRÐUR 12:01 14:55 SIGLUFJÖRÐUR 11:45 14:36 DJÚPIVOGUR 10:54 14:51 Viðar Guðjónsson Lára Halla Sigurðardóttir Björn Blöndal, sem verið hefur að- stoðarmaður Jóns Gnarr borgar- stjóra, skipar efsta sæti framboðs- lista Bjartrar framtíðar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Listinn var kynntur í gær. Elsa Yeoman, forseti borgarstjórnar, skipar annað sætið og í þriðja sæti er Ilmur Kristjánsdóttir leikkona. Heiðarleiki í öndvegi Björn sagði í samtali í gær flokk- inn leggja áherslu á heiðarleika. „Ég held að við höfum sýnt, þau okkar sem komum úr Besta flokknum, svona nokkurn veginn það sem við stöndum fyrir og við höfum lagt áherslu á að skapa hér pólitískan stöðugleika og hefur tekist það vel í samstarfi við Samfylkinguna,“ segir Björn. Besti flokkurinn mun renna sam- an við Bjarta framtíð og mun bjóða fram undir merkjum Bjartrar fram- tíðar í vor. „Við leggjum mikið upp úr því að stuðla að pólitískum friði og leggja mikla vinnu í það að skapa lif- andi borg fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur með manneskjuna í for- grunni,“ segir Elsa Yeoman sem skipar annað sæti á listanum. Björt framtíð mældist með nær sama fylgi og Besti flokkurinn fékk í síðustu borgarstjórnarkosningum í þjóðarpúlsi Gallup í lok nóvember, en þar mældist Björt framtíð með 34% fylgi og fengi þá sex borgarfull- trúa, líkt og Besti flokkurinn fékk í kosningunum árið 2010. Sé tekið mið af könnuninni fengi Sjálfstæðis- flokkurinn áfram fimm menn, Sam- fylkingin þrjá og Vinstri græn einn. Fjórir ekki í næstu stjórn Þeir Páll Hjartarson, Karl Sig- urðsson og Einar Örn Benediktsson, sem eiga sæti í borgarstjórn fyrir hönd Besta flokksins eru neðarlega á lista hjá Bjartri framtíð og munu ekki koma til með að sitja í næstu borgarstjórn. Þegar hefur Jón Gnarr, borgar- stjóri og oddviti Besta flokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosn- ingarnar 2010, tilkynnt að hann ætli ekki að gefa kost á sér fyrir kosning- arnar í vor. Björt framtíð kynnir listann  Björn Blöndal skipar oddvitasætið Morgunblaðið/Eva Björk Björt framtíð Björn Blöndal mun fara fyrir lista Bjartrar framtíðar í borg- arstjórnarkosningum næsta vor. Á myndinni eru einnig Elsa Yeoman sem er í öðru sæti og Ilmur Kristjánsdóttir sem er í þriðja sæti. Gestum og gangandi gefst tækifæri á að rita hugleið- ingar sínar í minningabók um Nelson Mandela sem mun liggja frammi hjá Verslunarráði Íslands á mánu- dag og þriðjudag frá klukkan átta að morgni til fjögur síðdegis að sögn Jóns Reynis Magnússonar, ræðis- manns Suður-Afríku á Íslandi. „Það er gert ráð fyrir því að menn skrifi nafnið sitt og svo eru nokkrar línur sem menn geta ritað á ef þeim liggur eitthvað á hjarta.“ vidar@mbl.is Gestir geta minnst Mandela Jón Reynir Magnússon Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.