Morgunblaðið - 14.12.2013, Side 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2013
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
„Hugmyndin er að menn öðlist svo-
litla innsýn í þetta sveitasamfélag.
Með því að lesa bókina er það ekki
bara Skíðadalsbotninn sem opnast
heldur líka gluggi inn í lifandi sveita-
menningu almennt. Það verður til
sérstök stemning og mikil sköpun í
þessu litla samfélagi í þessum eina
þrönga dal tvo daga á ári,“ segir
Svarfdælingurinn Hjörleifur Hjart-
arson. Hann tók saman og ritaði skýr-
ingar í bók sem var að koma út og
nefnist Krosshólshlátur.
Andríkir gangnamenn
Bókin er safn kveðskapar og sagna
úr göngum Svarfdælinga frá hausti
1965 og til 2009. Um er að ræða úrval
úr vísum, ljóðum og lausu máli sem
gangnamenn hafa fært í gestabækur
Sveinsstaðaafréttar í Skíðadal. Göng-
urnar taka tvo daga hvert haust,
gangnamenn sofa eina nótt í gangna-
mannakofanum Stekkjarhúsum og
svo er réttað í Tungurétt, þangað er
rekið hátt í 2.000 fjár.
„Félagsskapurinn Gangnamanna-
félag Sveinsstaðaafréttar tók frum-
kvæðið að því að gefa þetta efni út.
Þetta er vaskur hópur þrjátíu manna
sem hefur gengið á Sveinsstaðaafrétt
í áratugi. Þetta eru andríkir menn og
mikið af góðum hagyrðingum og góð-
um söngmönnum. Við höfðum úr
miklum efnivið að moða í bókina en
þarna má finna örsögur, vísur og dá-
lítið af sagnfræði, mikið af myndum
og hljómdiskur með söng gangna-
manna fylgir með,“ segir Hjörleifur.
Sungið frá morgni til kvölds
„Það er talað um að réttir í Svarf-
aðardal séu með þeim allra líflegustu
og svo er mjög líflegt í göngunum.
Nóttina í kofanum er sungið langt
frameftir og byrjað strax aftur dag-
inn eftir og sungið allan þann dag,
réttardaginn, til enda,“ segir Hjör-
leifur.
Miklar gleðikröfur eru gerðar til
gangnamanna. „Það eru á milli þrjá-
tíu og fjörutíu manns í gangna-
mannafélaginu og það er ekki síður
mikilvægt að menn séu gleðimenn og
söngmenn en að þeir séu miklir garp-
ar.“
Sögurnar og kvæðin fjalla flest um
náttúruna, skepnurnar, mennina og
gleðina. Áberandi lítið er af neðan-
beltisvísum og kann Hjörleifur skýr-
ingu á því. „Við gerum okkur grein
fyrir því að sumar vísur hafa alls ekki
verið færðar til bókar, það hafa þó
einhverjir farið yfir strikið. Við erum
siðavandir og kannski full á köflum.
Klámvísurnar fengu ekki náð í þess-
ari bók.“
Meira er um að menn séu teknir
fyrir í kveðskapnum og segir
Hjörleifur einelti ríkan þátt í
gangnamannagleðinni.
„Mönnum er ekki
hlíft og sumir
verða meira
fyrir
barðinu á
skáldun-
um en
aðrir en
það þykir eftirsóknarvert.“
Hjörleifur hefur sjálfur farið í
göngur frá þrettán ára aldri og
segir það ómissandi. „Það er
óhætt að segja að fyrir þessa
menn er þetta hámark gleð-
innar.“
Kannski fullsiðavandir á köflum
Gangnamannafélag Sveinsstaðaafréttar tók saman safn kveðskapar og sagna úr göngum Svarf-
dælinga Gangnamenn þurfa að vera miklir garpar, gleðimenn og söngmenn og helst hagmæltir
Krosshólshlátur Gangnamenn í fyrstu göngum 2008. Gangnamannafélag Sveinsstaðaafréttar var stofnað 1989.
Þokan svört
og suddaél
KROSSHÓLSHLÁTUR
Hjörleifur
Hjartarson
Gerð er tillaga um 100 millj. kr.
framlag til stækkunar á byggingu
verknámshúss við Fjölbrautaskóla
Suðurlands, skv. breytingatillögum
við fjárlagafrumvarp næsta árs sem
nú er til umfjöllunar á Alþingi. Þeg-
ar frumvarpið var lagt fram fyrr í
haust var verkefni þetta sett á ís og
fyrirhuguð framlög ríkisins til þess
slegin af, í sparnaðarskyni.
„Með forgangsröðun í fjárlaga-
vinnunni náðum við þessu í gegn,
enda er framkvæmdin mikilvæg.
Sveitarstjórnir á Suðurlandi hafa
þrýst á ríkisvaldið í þessu máli og
samstaða þeirra hefur haft sitt að
segja,“ sagði Sigurður Ingi Jó-
hannsson, ráðherra og 1. þingmað-
ur Suðurkjördæmis, við Morgun-
blaðið.
Framlag sveitarfélaga í hendi
Teikningar að verknámshúsinu
liggja fyrir. Ráðgert er að það verði
um 1.650 fermetrar að flatarmáli.
Sveitarfélögin Suðurlandi eiga,
samkvæmt al-
mennri reglu, að
greiða um 40%
byggingarkostn-
aðar sem er áætl-
aður um 700
millj. kr. Tillegg
þeirra er að
stórum hluta í
hendi, eða alls
150 millj. kr. „Ég
er býsna bjart-
sýn á framhaldið, nú þegar þessi til-
laga liggur fyrir sem vonandi verð-
ur samþykkt. Ef allt gengur upp er
hægt að fara í lokahönnun á húsinu
strax eftir áramótin og vonandi
geta framkvæmdir hafist þegar líð-
ur á næsta ár,“ segir Olga Lísa
Garðarsdóttir, skólameistari FSu.
Verknám við skólann er vinsælt
og fjölsótt, en aðstöðuleysi í núver-
andi húsnæði, sem fyrir löngu er
orðið of lítið, hefur sett framþróun
þess mikil takmörk.
sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Menntun Vænst er að framkvæmdir við stækkun verknámshúss Fjölbrauta-
skóla Suðurlands geti hafist á næsta ári, gangi fyrirheit í fjárlögum eftir.
Verknámshúsið
aftur á fjárlögin
100 millj. kr. framlag til framkvæmda
við Fjölbrautaskóla Suðurlands
Olga Lísa
Garðarsdóttir
Í bókinni er kafli sem heitir
Þokuvísur og þar segir: „Að frá-
töldum stórhríðum er þokan
hvimleiðust allra veðurafbrigða.
Þokuvísur mega heita nánast
sérstök kveðskapargrein í
gestabókum Sveinsstaða-
afréttar.“ (bls 129)
Í kaflanum má lesa þessa
þokuvísu eftir Þórarin Hjart-
arson sem má syngja við lagið
„Vorið góða“:
Þokan svört og suddaél,
súld og nepjuvindur,
ógnarvitlaust eg það tel
að ætla að finna kindur.
Heim í rúm að hlýja sér
hugur stefnir löngum.
Helvíti hve oft það er
ógeðslegt í göngum!