Morgunblaðið - 14.12.2013, Síða 32

Morgunblaðið - 14.12.2013, Síða 32
32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2013 Ármúla 38 | Sími 588 5010 | Opið: virka daga 11-18, laugard. 12-17hljomsyn.com verð frá 37.000.- Módel 2014 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Hjólin munu snúast hratt hjá starfs- mönnum Skagans og samstarfsfyrir- tækjum á Akranesi á næstu vikum þegar þar hefst af fullum krafti smíði búnaðar fyrir uppsjávar- vinnslu Skinneyjar-Þinganess á Hornafirði. Samningur fyrirtækj- anna er stærsti einstaki samningur sem Skaginn hefur gert við íslenskt sjávarútvegsfyrirtæki um fram- leiðslu og sölu á hátæknibúnaði til fiskvinnslu. Um 100 manns hjá Skaganum og systurfyrirtækinu Þorgeiri og Ellert munu starfa við verkefnið, en einnig starfsmenn fleiri fyrirtækja á Akranesi. Ingólfur Árnason, framkvæmda- stjóri Skagans hf, segir að í verkinu fyrir Skinney-Þinganes felist meðal annars smíði og uppsetning á tíu sjálfvirkum plötufrystum og nýju pökkunarkerfi sé bætt við og það tengt við núverandi kerfi, sem einnig er frá Skaganum. Afköstin við fryst- ingu á uppsjávarfiski verði eftir breytingar rúmlega 600 tonn á sólar- hring. Þá sé unnið að verkefni sem tengist saltfiskvinnslu Skinneyjar- Þinganess. Mikil þróun í vinnslu til manneldis Glugginn á milli loðnu- og sumar- vertíðar í uppsjávarfiski verður not- aður til að breyta húsinu á Horna- firði og setja nýja búnaðinn upp. „Á síðasta áratug hefur mikil þró- un orðið í vinnslu á uppsjávarfiski til manneldis hér á landi,“ segir Ing- ólfur. „Skaginn hefur séð um smíði á vinnslubúnaði hjá flestum stærri fyrirtækjunum í þessari vinnslu og hefur þróað búnaðinn áfram í góðri samvinnu við iðnaðinn. Kerfin eru orðin gífurlega afkastamikil og sjálf- virk, en stöðugt er verið að þróa búnaðinn. Sérhver ný verksmiðja er aðeins fullkomnari en sú næsta á undan og sannarlega hafa margir tæknisigrar unnist á síðustu árum. Þessi upp- sjávarlína er í raun einstök og það sem við gerum best. Árið 2012 varð búnaðurinn útflutningsvara er við gerðum okkar stærsta einstaka samning til þessa við Varðann á Þvereyri í Færeyjum. Sú verksmiðja var stækkuð í síðastliðið sumar og afkastar nú þúsund tonnum á sólar- hring. Hún er þar með orðin stærsta uppsjávarvinnsla í heimi,“ segir Ing- ólfur. Allt á fullt á Akranesi um áramótin Öll starfsemi Skagans er á Akra- nesi og segir Ingólfur að næstu daga fari verkefnið fyrir Skinney-Þinga- nes smátt og smátt í gang, en um áramót verði allt komið á fullt. Hann segir að fyrirtækið hafi þekkingu og reyndan mannskap til þess að ljúka verkinu á réttum tíma. Vinnslubún- aðurinn verður smíðaður hjá Skag- anum, en frystarnir hjá Þorgeiri og Ellert, sem er systurfyrirtæki og er á sama athafnasvæðinu. Ingólfur segir að verkefnastaða Skagans verði góð um áramótin og vel fram eftir næsta ári. Margir tæknisigrar hafa unnist  Yfir 100 manns á Akranesi koma að smíði búnaðar fyrir Skinney-Þinganes  Kerfi frá Skaganum fyrir vinnslu á uppsjávarfiski þróað í samvinnu við iðnaðinn  Afkastamikil og sjálfvirk kerfi Handaband Framkvæmdastjórarnir Ingólfur Árnason og Aðalsteinn Ing- ólfsson innsigla samninginn sem þeir undirrituðu í gær. Ný tæki Á Akranesi verða smíðaðir tíu sjálfvirkir plötufrystar fyrir Skinn- ey-Þinganes. Einnig verður nýju pökkunarkerfi bætt við kerfið sem fyrir er. Ræktaðir skógar og náttúrulegt birkilendi þekur innan við tvö pró- sent af Íslandi, að því er segir á vef Skógræktar ríkisins. Þar kemur fram að aðeins þrjú ríki í Evrópu hafi minni skógarþekju en Ísland. Þau eru Malta, Mónakó og Vatík- anið. Á Íslandi er miðað við að trjá- gróður sem er hærri en tveir metr- ar er skilgreindur sem skógur. Samkvæmt skilgreiningu FAO á skógi þarf trjágróður hins vegar að vera hærri en fimm metrar með lágmarksstærð hálfan hektara og með meira en 10% krónuþekju. Áhyggjur af umhverfinu Með lögum um landshlutabundin skógræktarverkefni 1999 var stefnt að því að á fyrstu fjörutíu árum verkefnanna skyldi ræktaður skóg- ur á 5% láglendis. Þar er láglendi skilgreint allt land sem er undir 400 metra hæð yfir sjó. Þetta jafngildir tveimur prósentum af flatarmáli alls landsins, þar með töldum fjöll- um, hálendinu og jöklum. „Þrátt fyrir að þetta sé mjög lítill hluti landsins heyrist oft til fólks sem hefur áhyggjur af því að til standi að sökkva landinu í skóg eða búa til umhverfi eins og í Skandin- avíu þar sem hvergi sjái til fyrir skógi,“ segir á skogur.is. Ræktaður skógur í Eyjafirði um 1.400 hektarar Síðan er bent á að í Eyjafjarðar- sveit og Akureyri hafi skógarþekja á láglendi náð 4,3 prósentum. Lítið var eftir af leifum náttúrulegs birkiskógar í Eyjafirði þegar skóg- rækt hófst þar á fyrri hluta síðustu aldar, nema í birkiskóginum í Leyningshólum. Minni skógarleifar voru á víð og dreif annars staðar, til dæmis í Garðsárreit í Garðsárdal. Þessar gömlu skógarleifar eru sam- tals ekki nema um 30 hektarar, en ræktaður skógur í Eyjafirði er um 1.400 hektarar. „Á því sést að mestallur skógur á Akureyri og í Eyjafjarðarsveit er ræktaður skógur. Skyldi fólki finn- ast að Eyjafjörðurinn sé að sökkva í skóg?“ er spurt á vef Skógræktar ríkisins. aij@mbl.is Ljósmynd/Þröstur Eysteinsson Gróska Elsti ræktaði skógurinn í Eyjafirði er við Grund, þjóðskógur í umsjá Skógræktar ríkisins. Þar var byrjað að gróðursetja árið 1900. Landið tæpast að sökkva í skóg  Skógarþekja í Eyjafirði um 4,3%
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.