Morgunblaðið - 14.12.2013, Side 34

Morgunblaðið - 14.12.2013, Side 34
34 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2013 Munið að slökkva á kertunum Eldtefjandi efni er sprautað er á kerta- skreytingar koma aldrei í veg fyrir bruna Slökkvilið höfuborgasvæðisins Birkir Darri SVIÐSLJÓÐ Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Ak- ureyri voru formlega stofnuð á af- mælishátíð sjúkrahússins (FSA) í fyrradag, þegar hafa um 200 manns gengið í samtökin og fyrsta verk- efnið verður að færa sjúkrahúsinu tugi rafstýrðra sjúkrarúma að gjöf. Sextíu ár eru á morgun frá því starfsemi sjúkrahússins var flutt í núverandi húsakynni á Eyrarlands- holti og því var einnig fagnað á fimmtudag að 140 ár eru liðin frá því starfsemi fyrsta sjúkrahússins á Ak- ureyri hófst, árið 1873. Fjárframlög hækka Kristján Þór Júlíusson, heilbrigð- isráðherra, flutti ávarp og óskaði sjúkrahúsinu og starfsmönnum þess til hamingju. Ráðherra upplýsti að skv. breytingartillögum meirihluta fjárlaganefndar yrðu framlög til FSA á næsta ári 554 milljónum kr. hærri en áður hefði verið gert ráð fyrir. Kristján Þór sagði í samkvæminu að þrátt fyrir aðhald og erfiðleika vegna þröngrar rekstrarstöðu og niðurskurðar á liðnum árum hefði merkið ekki verið látið síga. Hann kvaðst þess fullviss að sjúkrahúsið næði settum markmiðum; að verða miðstöð sérhæfðrar heilbrigðisþjón- ustu á Norður- og Austurlandi og fá alþjóðlega vottun á starfsemi sína, ekki síðar en 2017. Bjarni Jónasson, forstjóri FSA, sagði að árum saman hefði verið rætt um að koma á fót hollvina- samtökum sem stutt gætu við starf- semi sjúkrahússins og eflt þá þjón- ustu sem þar fer fram. Stofnun samtakanna nú væri því mikilvægur stuðningur starfsmönnum FSA og undirstrikaði þann hlýhug sem sam- félagið sýnir starfseminni. Einn þeirra sem unnið hafa öt- ullega að stofnun hollvinasamtak- anna, Stefán Gunnlaugsson, rakti aðdragandann að því og aðkomu sína að verkefninu. Hann hefði þurft að dvelja í nokkra mánuði á lyflækn- ingadeild vegna erfiðra veikinda og að því loknu gengið á fund Bjarna forstjóra og sagst telja sig í stórri skuld við sjúkrahúsið. Langþráður draumur „Get ég ekki gert eitthvað fyrir ykkur?“ spurði Stefán og Bjarni nefndi þá þann langþráða draum að stofnuð yrðu hollvinasamtök sjúkra- hússins. Stefán gekk í málið, ásamt Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni, Jóni Birgi Guðmundssyni og Bjarna for- stjóra. Stefán kynnti afrakstur starfsins á afmælishátíðinni. Í máli hans kom fram að nú þegar hafa nær tvö hundruð manns gengið í hollvina- samtökin og vonast er til að mun fleiri bætist við á næstunni. Fyrsta verkefni samtakanna verð- ur að koma að endurnýjun sjúkra- rúma lyflækningadeildar og skurð- lækningadeildar sjúkrahússins. „Núverandi rúm eru mörg hver komin til ára sinna, eru börn síns tíma og kalla orðið á mikið viðhald. Ný rafstýrð rúm mundu gera sjúk- lingum leguna þægilegri og auð- velda til muna vinnu starfsfólks,“ sagði Stefán. Hann greindi frá því að aðeins vantaði herslumuninn á að það takmark næðist að kaupa fjölda slíkra rúma. Fjölmörg fyrirtæki, stéttarfélög og margir einstaklingar hefðu lagt hönd á plóginn. „Mér sýn- ist allt stefna í að hægt verði að af- henda nýju sjúkrarúmin snemma á næsta ári,“ sagði Stefán. Hægt er að skrá sig í samtökin á vef FSA, www.fsa.is, og verður ár- gjald 5.000 kr. Lögð er áhersla á að hver króna sem samtökin safna renni til tækjakaupa fyrir FSA. Get ég ekki gert eitthvað fyrir ykkur?  Stefán Gunnlaugsson gekk í að stofna hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri eftir að hann lá þar í nokkra mánuði  FSA 60 ár á Eyrarlandsholti  140 ár frá því fyrsta sjúkrahús í bænum tók til starfa Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Gleði Bjarni Jónasson, forstjóri FSA, og Kristján Þór Júlíusson ráðherra. Jóhannes G. Bjarnason, fyrrver- andi bæjarfulltrúi á Akureyri, er formaður fyrstu stjórnar Holl- vinasamtaka Sjúkrahússins á Akureyri. Aðrir í stjórn eru Erla Björg Guðmundsdóttir, Hilda Jana Gísladóttir, Jóhann Sig- urðsson, Kristín Sigfúsdóttir, Kristjana Skúladóttir, Sigurður E. Sigurðsson, Stefán Gunn- laugsson og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson. Á afmælishátíðinni var til- kynnt að nú þegar hafa um 200 manns gengið í samtökin. Jóhannes formaður HOLLVINASAMTÖK FSA Gekk í málið Stefán Gunnlaugsson vann að stofnun samtakanna. Könnun Capacent sem gerð var í nóv- ember meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins á aðstæðum í at- vinnulífinu, leiðir í ljós að stjórnendur telja að þær hafi heldur farið versn- andi á síðari hluta ársins eftir að hafa batnað nokkuð síðastliðið vor. Að jafnaði sjá þó stjórnendur fram á bata næsta misserið að því er fram kemur í frásögn Samtaka atvinnulífs- ins af niðurstöðunum. Þriðjungur þeirra telur að aðstæður verði betri en 12% að þær versni. Horfur virðast heldur hafa batnað því í síðustu könn- un í september sl. töldu 30% að að- stæður myndu batna en 13% að þær myndu versna. Búast við 3,9% verðbólgu Einungis 7% stjórnenda telja að aðstæður um þessar mundir séu góð- ar, tæplega helmingur telur þær slæmar og álíka stór hópur telur að- stæður hvorki góðar né slæmar. „Nægt framboð er af starfsfólki og í heild er búist við nokkurri fækkun starfsmanna á næstu sex mánuðum. Verðbólguvæntingar hafa minnkað örlítið en haldast háar því búist er við 3,9% verðbólgu á næstu 12 mánuð- um,“ segir á vefsíðu SA. Fram kemur í greiningu á niður- stöðum könnunarinnar að rúmur helmingur stjórnenda á höfuðborgar- svæðinu telur aðstæður slæmar en þriðjungur á landsbyggðinni. „Í flest- um atvinnugreinum telur um eða yfir helmingur stjórnenda aðstæður slæmar, með þeim undantekningum að tveir þriðju stjórnenda í bygging- ariðnaði telja svo vera og fjórðungur í sjávarútvegi. Engu munar hvort um er að ræða útflutningsfyrirtæki eða ekki þar sem í báðum hópum telur um helmingur stjórnenda aðstæður vera slæmar en einungis 6-8% að þær séu góðar. Hlutfallslega fleiri stjórn- endur stærri fyrirtækja telja aðstæð- ur slæmar en þeirra minni,“ segir í umfjöllun SA. Könnunin leiðir ennfremur í ljós að jafn hátt hlutfall stjórnenda fyrir- tækjanna, eða 15%, býst við fjölgun og fækkun starfsmanna á næstu sex mánuðum, en 70% að starfsmanna- fjöldi verði óbreyttur. „Fjölgun starfsmanna er einkum líkleg í ýmissi sérhæfðri þjónustu, og samgöngum og ferðaþjónustu, en fækkun í fjár- málastarfsemi og iðnaði. Á höfuð- borgarsvæðinu er fækkun starfs- manna líklegri en fjölgun en því er öfugt farið á landsbyggðinni. Hlut- fallslega fleiri stór fyrirtæki áforma fækkun en þau minni.“ Alls starfa 32 þúsund manns hjá fyrirtækjunum í könnuninni og benda SA á að í ljósi þess að hlutfalls- lega fleiri stór fyrirtæki áforma fækkun starfsfólks megi gera ráð fyr- ir að starfsmönnum í heild fækki á næstu sex mánuðum. Telja að aðstæður hafi versnað en fari batnandi  Búast við lítilsháttar fækkun starfsfólks Morgunblaðið/Kristinn Könnun Náði til 400 fyrirtækja

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.