Morgunblaðið - 14.12.2013, Blaðsíða 35
FRÉTTIR 35Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2013
Fyrir næstu jól mun að öllum lík-
indum vera komnir á markað, ís-
lenskir arinkubbar, framleiddir úr
tólg og taði. Þá er stefnan sett á er-
lendan markað í framtíðinni.
„Hugmyndin
kviknaði á mál-
þingi sem ég sat
fyrir fimm árum
í Gunnarsholti og
bar titilinn Auð-
lind eða óþefur.
Þar var fjallað
um dýraafurðir
eins og úrgang,“
segir Óli Hilmar
Briem Jónsson
arkitekt sem er
hugmyndasmiður kubbanna.
Hann segist sjálfur alltaf hafa
haft gaman að fornum fræðum og
sögu Íslendinga. „Ég fór að hugsa
um hvort ekki væri hægt að nýta
þessi tvö náttúrefni betur; tólg og
tað. Ég velti því einnig fyrir mér af
hverju þetta hætti að vera auðlind á
tækniöld.“
Úr varð þessi hugmynd sem er
orðin fullmótuð eftir fimm ár. Hann
er búinn að finna hárnákvæma
blöndu af tólg og taði eftir tölu-
verða yfirlegu. Hins vegar er verið
að vinna í því að finna réttar um-
búðir utan um kubbinn. Lyk-
ilatriðið er að umbúðirnar verða að
brenna vel. Þá bendir Óli á að fram-
leiðslan sé ekki tækjafrek og því
ættu fyrstu arinkubbarnir að koma
á markað næsta vor ef að líkum læt-
ur.
Framleiðslan er vistvæn og sjálf-
bær. Kubbarnir eru fisléttir, reykja
lítið og brenna lengur en innfluttir
arinkubbar. Þar sem kubbarnir eru
lyktarlausir verður lítið mál að
bæta við t.d. furunálum í þá og öðr-
um ilmefnum fyrir jólin.
Kubbarnir hafa fengið nafnið; Ís-
lenskir eldkubbar og á ensku Hekla
Fire Logs.
Óli er í samstarfi við Kjartan Má
Benediktsson á Hvolsvelli, um að-
stöðu og tað í framleiðsluna. Garð-
ar Jónsson, á Stóruvöllum í Bárð-
ardal, mun leggja til hreinsaða tólg
í fyrstu tilraunaframleiðsluna. Óli
hlaut styrk nýverið frá Landsbank-
anum til að hefja framleiðslu.
Þá segir hann að margir mætir
menn hafi stutt sig með ráðum og
dáð í gegnum tíðina og eigi stóran
þátt í því að hugmyndin sé orðin að
veruleika.
thorunn@mbl.is
Arinkubbur Engu er líkara en tveir
fuglar sitji á kubbnum og eru líkt og
hugmyndin sem hefur fengið vængi.
Arinkubbar úr ís-
lenskri tólg og taði
Unnið að hugmyndinni í fimm ár
Óli Hilmar Briem
Jónsson
Kimmidoll á Íslandi | Ármúla 38 | Sími 588 5011
Stærðir 6 cm – 40 cm
Verð frá 1.990,-
Hugljúfar gjafir
Sex stórmeistarar, þar á meðal Frið-
rik Ólafsson, eru meðal ríflega 100
keppenda sem skráðir eru til leiks á
Friðriksmóti Landsbankans sem
fram fer í dag, laugardag, í útibúi
bankans í Austurstræti. Mótið er
jafnframt Íslandsmót í hraðskák.
Þetta er tíunda árið í röð sem
Landsbankinn og Skáksamband Ís-
lands standa fyrir Friðriksmótinu í
skák, en mótið er haldið til heiðurs
Friðriki Ólafssyni, fyrsta stórmeist-
ara Íslendinga.
Margir af sterkustu stórmeist-
urum landsins hafa undanfarin ár
teflt til heiðurs Friðriki.
Eftirtaldir stórmeistarar eru
skráðir til leiks: Friðrik Ólafsson
(2406 Elo-stig), Helgi Ólafsson
(2546), Hjörvar Steinn Grétarsson
(2511), Jón L. Árnason (2499), Stef-
án Kristjánsson (2491) og Þröstur
Þórhallsson (2445). Auk þess tekur
Lenka Ptáncníková (2245), stór-
meistari kvenna, þátt.
Alþjóðlegu meistararnir Bragi
Þorfinnsson (2454) og Jón Viktor
Gunnarsson (2412) eru meðal kepp-
enda nú en þeir sigruðu á mótinu í
fyrra ásamt Hjörvari Steini. Bragi
hlaut titilinn eftir stigaútreikning.
Þá eru nokkrir sterkustu skák-
menn af yngri kynslóðinni skráðir til
leiks á mótinu í dag.
Þegar mótið var haldið í fyrsta
sinn árið 2004 stóðu þeir Jóhann
Hjartarson og Stefán Kristjánsson
uppi sem sigurvegarar. Vegleg pen-
ingaverðlaun eru í boði og fær sig-
urvegarinn 100 þúsund krónur.
Mótið hefst í dag klukkan 13 og
stendur til klukkan 16.30. Að því
loknu verða verðlaun afhent.
Áhorfendur eru velkomnir.
sisi@mbl.is
Sex stórmeistarar keppa
á Friðriksmótinu í dag
Friðrik sjálfur
er meðal keppenda
Morgunblaðið/Kristinn
Brautryðjandi Friðrík Ólafsson var
fyrsti stórmeistari Íslendinga.
Verulegur árangur náðist í opnun
nýrra markaða fyrir íslenska flug-
rekendur á ráðstefnu Alþjóðaflug-
málastofnunarinnar um loftferða-
samninga sem lauk í Durban,
Suður-Afríku, í gær, skv. upplýsing-
um utanríkisráðuneytisins.
Alls gerði samninganefnd Íslands
tíu nýja loftferðasamninga á þessari
ráðstefnu og bendir utanríkisráðu-
neytið á að það er besti árangur sem
náðst hefur að því er varðar fjölda
nýrra samninga fram til þessa.
Nýju samningarnir voru gerðir við
Afganistan, Bangladess, Botsvana,
Gambíu, Grænhöfðaeyjar, Holland
vegna Kúrasaó, Kenía, Malí, Tan-
saníu og Tógó, en jafnframt var und-
irrituð viljayfirlýsing um gerð samn-
ings við Kambódíu.
Auk þessa sammæltist íslenska
sendinefndin óformlega með Nígeríu
um að stefna að gerð samnings á
næstu mánuðum. Með þessum
samningum hefur Ísland gert alls 80
loftferðasamninga við önnur ríki.
Gerðu tíu nýja loftferðasamninga
Morgunblaðið/Ómar
Flug Ísland hefur nú gert 80 loft-
ferðasamninga við önnur ríki.