Morgunblaðið - 14.12.2013, Síða 38
38 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2013
Amtmannsstíg 1 sími: 561·3303
101 Reykjavík · humarhusid@humarhusid.is
Hádegistilboð
VIÐTAL
Hörður Ægisson
hordur@mbl.is
Þrátt fyrir áhyggjur tengdar fjár-
magnshöftum og starfsumhverfi
fjármálafyrirtækja á Íslandi vildu
erlendir fjárfestar kaupa skuldabréf
á Íslandsbanka til
lengri tíma en
þriggja ára. Til-
kynnt var fyrir
helgi að Íslands-
banki hefði lokið
sínu fyrsta er-
lenda skulda-
bréfaútboði að
upphæð 500 millj-
ónir sænskra
króna, jafnvirði
ríflega 9 milljarða
íslenskra króna. Til skoðunar er að
nota fjármunina til að greiða inn á
gjaldmiðlaskiptasamning við Seðla-
banka Íslands.
Jón Guðni Ómarsson, fram-
kvæmdastjóri fjármálasviðs Íslands-
banka, segir í samtali við Morgun-
blaðið að bankinn hafi verið tilbúinn
að gefa út skuldabréf til þriggja ára
á 400 punktum yfir millibankavöxt-
um en fjárfestar hafi hins vegar vilj-
að að útgáfan yrði til lengri tíma, eða
fjögurra ára. „Það er til marks um að
þeir hafi trú á framtíðarhorfum
bankans og efnahagsmálum á Ís-
landi almennt. Þetta er mjög þýðing-
armikið skref og traustsyfirlýsing á
því uppbyggingarstarfi sem hefur
verið unnið í bankanum síðustu ár,“
að sögn Jóns Guðna.
Alls tóku yfir 40 fjárfestar frá Sví-
þjóð, Noregi og Finnlandi þátt í út-
boðinu og var mikil umframeftir-
spurn eftir bréfunum. Þetta er
aðeins önnur erlend skuldabréfa-
útgáfa íslensks fjármálafyrirtækis
frá árinu 2007 – Arion banki lauk
sínu fyrsta útboði í febrúar síðast-
liðnum að fjárhæð 500 milljónir
norskra króna – og segir Jón Guðni
að Íslandsbanki muni í kjölfarið
stefna að reglulegri skuldabréfaút-
gáfu á erlendum mörkuðum.
Þótt fyrsta útboð bankans hafi
verið lítið þá var það í samræmi við
það sem lagt var upp með, útskýrir
Jón Guðni, enda hafi Íslandsbanki í
sjálfu sér ekki mikla þörf fyrir er-
lenda fjármögnun á þessari stundu.
Því hafi bankinn ekki viljað fara í
stóra útgáfu miðað við þau vaxtakjör
sem bjóðast nú á mörkuðum.
„Sáttur“ með vaxtakjörin
Það vekur eftirtekt að þótt ávöxt-
unarkrafan á skuldabréf íslenska
ríkisins í Bandaríkjadölum hafi
hækkað nokkuð frá því á vormánuð-
um þá eru vaxtakjörin sem Íslands-
banki fær 100 punktum lægri en í til-
felli Arion banka. Aðspurður hvað
skýri helst þann mun bendir Jón
Guðni á að Pareto Securities, sem
var umsjónaraðili útboða beggja
bankanna, hafi gefið Íslandsbanka
aðeins hærra lánshæfismat (BB+)
en Arion banka (BB). Samkvæmt því
lánshæfismati, sem er þó ekki form-
legt heldur aðeins gert í tengslum
við útboðið, er Íslandsbanki einum
flokki frá því að komast upp í fjár-
festingarflokk.
Að sögn Jóns Guðna þá skiptir það
einnig máli að þróun efnahagsmála á
Íslandi hafi farið batnandi það sem
af er ári. Fjárfestar sem Íslands-
banki hitti í aðdraganda skulda-
bréfaútboðsins – í Skandinavíu og
annars staðar í Evrópu – hafi metið
það sem svo að „Ísland væri á réttri
leið“. Varðandi rekstur Íslands-
banka þá hafði það mest að segja að
vanskilahlutföll útlána fara lækkandi
og eigið fé bankans hefur aukist mik-
ið á síðustu misserum.
Við því var að búast að fyrstu
skuldabréfaútgáfur íslensku bank-
anna á erlendum mörkuðum eftir
fjármálahrunið 2008 myndu reynast
hlutfallslega dýrar. Jón Guðni segir
því að bankinn sé „sáttur“ með þau
vaxtakjör sem fengust og að ekki
hefði komið til greina að fara í útgáfu
á hærri kjörum. „Við vissum alltaf að
fyrsta útgáfan yrði dýrust en þetta
gefur okkur góðar vonir um að við
getum fengið betri kjör í framhald-
inu sem geti þannig styrkt sam-
keppnisstöðu okkar í útlánum til ís-
lenskra fyrirtækja sem þurfa
erlenda fjármögnun.“
Jón Guðni viðurkennir þó að það
sé vissulega ekki við því að búast,
miðað við að vaxtakjörin í útboðinu
eru 400 punktar yfir millibankavöxt-
um, að hægt sé endurlána þá fjár-
muni – með álagi – til íslenskra fyr-
irtækja. Hins vegar, útskýrir hann,
sé Íslandsbanki vitaskuld með
breiðari fjármögnun í erlendri mynt,
bæði víkjandi skuldabréf og innlán,
sem ber lægri vexti.
Jón Guðni nefnir að Íslandsbanki
sé með það til skoðunar að nota fjár-
munina sem fengust í skuldabréfa-
útboðinu til að greiða inn á gjald-
miðlaskiptasamning sem var gerður
við Seðlabankann í ársbyrjun 2011.
Slík ráðstöfun myndi bæta vaxta-
mun bankans. Gjaldmiðlaskipta-
samningurinn við Seðlabankann,
sem var gerður til að leiðrétta gjald-
eyrismisvægi í bókum Íslandsbanka,
fól það í sér að Íslandsbanki myndi
greiða Seðlabankanum jafnvirði 48
milljarða íslenskra króna í erlendri
mynt næstu fimm árin.
Höft og bankaskattur
Mikill tími fór í að hitta erlenda
fjárfesta áður en ráðist var í sjálft út-
boðið, að sögn Jóns Guðna, og segir
hann að meira en ár sé síðan sú vinna
hófst. Í kjölfarið var tilkynnt í júlí sl.
að Íslandsbanki hefði fengið stað-
festan útgáfuramma sem gaf bank-
anum færi á að gefa út að jafnvirði
250 milljónir Bandaríkjadala í mis-
munandi myntum og á föstum og
fljótandi vöxtum. Skuldabréfaútgáf-
an í lok síðustu viku var gefin út und-
ir þeim ramma.
Jón Guðni segir að fljótlega eftir
að lokið var við útgáfurammann hafi
hins vegar komið bakslag í erlenda
markaði og áhættuálag aukist vegna
vísbendinga um að Seðlabanki
Bandaríkjanna ætlaði að draga úr
skuldabréfakaupum sínum. Það hafi
gert það að verkum að það tafðist
nokkuð að ljúka við skuldabréfa-
útboð Íslandsbanka.
Fyrir utan rekstrar- og fjárhags-
stöðu Íslandsbanka þá nefnir Jón
Guðni að fjárfestar hafi mikið horft
til þess hvernig efnahagsástandið
væri almennt á Íslandi um þessar
mundir. Helstu áhyggjur þeirra í
þeim efnum sneru að fjármagnshöft-
um og starfsumhverfi fjármálafyrir-
tækja. „Það bárust fréttir frá Íslandi
að til stæði að hækka hinn sérstaka
bankaskatt á skuldir fjármálafyrir-
tækja enn frekar á sama tíma og við
vorum með fjárfestakynningar. Það
var vissulega ekki auðvelt að útskýra
þau mál fyrir áhugasömum fjárfest-
um,“ segir Jón Guðni.
Stefnt er að skráningu skuldabréf-
anna í Kauphöll Írlands næstkom-
andi mánudag.
Fjárfestar telja
„Ísland á réttri leið“
Íslandsbanki stefnir að frekari útboðum erlendis
Morgunblaðið/Ómar
Tímamót Íslandsbanki lauk sínu fyrsta erlenda skuldabréfaútboði fyrir
helgi. Skuldabréfaútgáfan var aðeins önnur slík íslensks banka frá 2007.
9 milljarða útboð
» Íslandsbanki fékk nokkuð
lægri vaxtakjör í erlendu
skuldabréfaútboði, sem lauk
fyrir helgi, samanborið við út-
boð Arion banka sl. febrúar.
» Pareto gaf Íslandsbanka
lánshæfismatið BB+ en Arion
banka BB.
» Til skoðunar að nota fjár-
munina til að greiða inn á
gjaldmiðlaskiptasamning við
Seðlabankann.
Jón Guðni
Ómarsson
● Gengi Banda-
ríkjadals og evru
hækkaði enn einu
sinni gagnvart jap-
anska jeninu á
gjaldeyrismarkaði
í Tókýó í gær og
hefur ekki verið
hærra í fimm ár.
Er þetta rakið til
jákvæðra frétta af
bandarísku efnahagslífi. Talið er líklegt
að bankastjórn Seðlabanka Bandaríkj-
anna muni í næstu viku tilkynna að
dregið verði úr sértækum aðgerðum
til stuðnings efnahagslífinu. Í Tókýó
hækkaði Nikkei hlutabréfavísitalan um
0,40%, í Sydney nam hækkunin
0,71% og í Seúl lækkaði vísitalan um
0,26%.
Dollar og evra styrkjast
enn gagnvart jeninu
Stuttar fréttir…
● Ósk Heiða
Sveinsdóttir hefur
verið ráðin mark-
aðsstjóri Íslands-
hótela, en undir Ís-
landshótelum eru
m.a. Fosshótel-
keðjan og Reykja-
víkurhótel. Um nýtt
starf er að ræða og
mun Ósk Heiða
meðal annars sjá
um mótun stefnu Íslandshótela í mark-
aðsmálum og markaðssetningu á
vörum og þjónustu þess. Þetta kemur
fram í tilkynningu frá Íslandshótelum.
Ósk Heiða er með mastersgráðu í al-
þjóðaviðskiptum og markaðsfræði frá
Háskóla Íslands, en hluta námsins tók
hún við Copenhagen Business School.
Ósk Heiða ráðin mark-
aðsstjóri Íslandshótela
Ósk Heiða
Sveinsdóttir
● Neysluútgjöld heimila 2010-2012 jukust um 2% að raunvirði
frá 2009-2011, samkvæmt frétt á heimasíðu Hagstofunnar.
Neysluútgjöld á heimili árin 2010–2012 voru 476 þúsund
krónur á mánuði og hafa aukist um 7,3% frá tímabilinu 2009–
2011. Vísitala neysluverðs hækkaði um 5,2% frá 2011 til 2012 og
hafa heimilisútgjöldin aukist um 2,0% að teknu tilliti til verð-
breytinga. Á heimili búa að meðaltali 2,4 einstaklingar.
Ráðstöfunartekjur meðalheimilisins í rannsókninni voru 533
þúsund krónur á mánuði. Ráðstöfunartekjur flestra hópa voru
hærri en útgjöld þeirra en neysluútgjöldin voru að meðaltali 89% af ráðstöf-
unartekjum.
Í úrtaki voru 3.565 heimili, 1.772 þeirra tóku þátt í rannsókninni og var svörun
49,7%.
Útgjöld heimilanna jukust um 2% 2010-2012