Morgunblaðið - 14.12.2013, Qupperneq 45
45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2013
Jólapeysur Verðlaun voru veitt í Hörpu í gær fyrir jólapeysur í fjáröflunarátaki Barnaheilla sem fram fór á áheitavefnum jolapeysan.is. Gallerí Gimli fékk verðlaun fyrir fallegustu peysuna,
Margrét Helgadóttir fyrir ljótustu peysuna, Unnur Steinsson fyrir frumlegustu peysuna, ritstjórn Kvennablaðsins fyrir bestu glamúrpeysuna og Bryndís og Árni fyrir bestu nördapeysuna.
Golli
Þessa dagana eru
miklir annatímar á Al-
þingi. Löng umræða
varð um Fjáraukalög
fyrir árið 2013 og
Fjárlög næsta árs
liggja fyrir til af-
greiðslu. Við sem
styðjum ríkisstjórnina
erum ánægð með
gang mála og horfum
vonglöð til framtíðar.
Aðalbaráttumál
stjórnarflokkanna í síðustu kosn-
ingum er að fá farsælan fram-
gang. Fundin var sameiginleg
niðurstaða þar sem helstu
áherslur beggja stjórnarflokk-
anna til bjargar heimilunum í
landinu fengu farveg. For-
sendubresturinn vegna verð-
tryggðra skulda heimilanna verð-
ur leiðréttur að mestu með
skattheimtu á lánastofnanir og
með ráðstöfun séreignarlífeyr-
issparnaðar.
Þrátt fyrir að Fjáraukalög 2013
séu að mestu afleiðing af óraun-
hæfri fjárlagagerð síðustu rík-
isstjórnar, hafði stjórnarand-
staðan allt á hornum sér. Hún
tók þá ýmsar ákvarðanir um
verulegar hækkanir nokkurra út-
gjaldaliða sem ekki var innstæða
fyrir og bætti síðan um betur í
síðustu kosningabaráttu með
stórfelldum fyrirheitum um
greiðslur á næsta fjárlagaári. Það
er ásetningur núverandi rík-
isstjórnar að afgreiða hallalaus
fjárlög fyrir næsta ár, þannig að
óhjákvæmilegt er að draga sumt
til baka sem fyrri stjórn gaf fyr-
irheit um.
Ríkisstjórnin stendur vörð um
félags- og heilbrigðismál. Ákveðið
er að auka framlög til sjúkra-
stofnana um fjóra
milljarða frá því sem
tillaga var gerð um í
frumvarpinu. Allt að 6
þúsund milljónir
króna fara til al-
mannatrygginga, mest
til styrktar eldri borg-
urum og öryrkjum.
Þannig er verið að
draga til baka skerð-
ingar sem eldra fólk
varð fyrir upp úr
hruni. Skattar á milli-
tekjur lækka um 5
þúsund milljónir og til leiðrétt-
ingar á forsendubresti húsnæð-
islána eru ætlaðar 20 þúsund millj-
ónir með bankaskattinum. Þessar
viðbótargreiðslur nema 35 millj-
örðum til heimilanna í landinu.Til
meðferðar eru í þinginu frumvörp
um frestun á nauðungarsölum og
til að gera fólki léttbærara að
komast í gegnum gjaldþrot. Þá
verður ungu fólki auðveldað að
kaupa sína fyrstu íbúð með því að
veita afslátt af stimpilgjöldum.
Við stjórnarsinnar getum því
verið ánægð og stolt yfir hallalaus-
um fjárlögum næsta árs og að
jafnframt hafi tekist að koma
helstu stefnumálum flokkana í
höfn til hagsbóta fyrir heimilin og
heilbrigðiskerfið.
Eftir Sigrúnu
Magnúsdóttur
» Stolt yfir hallalaus-
um fjárlögum og að
jafnframt hafi tekist að
koma helstu stefnu-
málum í höfn til hags-
bóta fyrir heimilin og
heilbrigðiskerfið.
Sigrún
Magnúsdóttir
Höfundur er þingflokksformaður
Framsóknarflokksins.
Stórkostleg fjárlög
Eftir að íslenskir
kjúklingaframleið-
endur viðurkenndu á
dögunum að hafa flutt
inn erlenda kjúklinga
og selt til neytenda sem
íslenska hefði verið
hægt að ímynda sér að
viðbrögð stjórnvalda
yrðu þau að afnema,
eða í það minnsta
draga úr, þeirri gríð-
arlegu innflutningsvernd sem ís-
lenskir kjúklingaframleiðendur búa
við. Hin einstaka hreysti íslenska of-
urkjúklingsins væri kannski aðeins
orðum aukin. Hin miklu rök um
fæðuöryggi þjóðarinnar héldu
kannski ekki þegar á reyndi. Virðing
fyrir neytendum í þessu landi og
rétti þeirra til að fá réttar upplýs-
ingar um uppruna vöru væri kannski
undir meðallagi.
Það hefur sennilega verið of mikil
bjartsýni að búast við því að stjórn-
völd brygðust hratt við. Það hefur
sjaldan gerst þegar um er að tefla
hagsmuni íslenskrar búvörufram-
leiðslu annars vegar og hagsmuni ís-
lenskra neytenda og íslenskrar
verslunar hins vegar.
Fyrir nokkrum dögum bárust
fréttir af því að það kynni að stefna í
smjörskort hér á landi fyrir jólin.
Svo alvarlegt var ástandið að aðild-
arfélög Samtaka afurðastöðva í
mjólkuriðnaði, sem eru hagsmuna-
samtök afurðastöðva í mjólkuriðn-
aði, sáu sína sæng upp reidda og
pöntuðu nær níutíu tonn af írsku
smjöri til þess að geta annað eft-
irspurn. Mikið var haft við enda um
sérpöntun að ræða sem ekki varð af-
greidd í einu vetfangi. Eftir að írsk-
um mjólkurbændum
hafði tekist að fram-
leiða upp í hina sér-
stöku íslensku pöntun
leysti smjörgámurinn
landfestar á Írlandi og
sigldi seglum þöndum
norður Atlantshaf. Þar
með var tryggt að ís-
lenskir neytendur
fengju notið hins írska
smjörs nú í jólamán-
uðinum, eftir að hafa
verið fullvissaðir um að
ekkert væri að óttast,
þar sem um „staðalsmjör“ væri að
ræða sem væri fyllilega sambærilegt
hinu íslenska eðalsmjeri bæði að
gæðum og útliti.
Einhver kynni að hafa ímyndað
sér að viðbrögð stjórnvalda við yf-
irvofandi smjörskorti hefðu verið
þau að heimila tollfrjálsan innflutn-
ing til þess að mæta hinni yfirvof-
andi þörf. Ekki frekar en í öðrum
sambærilegum tilvikum örlaði á við-
brögðum frá stjórnvöldum. Hin nú-
tímavædda íslenska einokun í mjólk-
urframleiðslu skyldi óáreitt fá að
flytja inn hið írska „staðalsmjör“, án
þess að það hvarflaði að stjórnvöld-
um að nýta mátt samkeppninnar og
hleypa öðrum fyrirtækjum að því
borði.
Þessi tvö grátbroslegu tilvik sýna
vel það öngstræti við erum komin í
með viðskipti með landbúnaðarvörur
og þá innflutningsvernd sem greinin
nýtur.
Hvernig stjórnvöld geta réttlætt
þá gríðarháu tollvernd sem kjúk-
lingaframleiðslan nýtur, eftir að
framleiðendur hafa viðurkennt að
hafa villt um fyrir neytendum, er
erfitt að sjá. Þeir hafa með þessu
viðurkennt að erlendir kjúklingar
séu „fullgóðir“ fyrir íslenska neyt-
endur, að neytendur í landinu hafi
ekkert að óttast. Rökin fyrir fæðu-
örygginu eru einnig fokin út í veður
og vind, þar sem þetta dæmi sýnir að
innlend framleiðsla hefur með reglu-
bundnum hætti þurft að láta erlenda
kjúklingaframleiðendur hlaupa und-
ir bagga með sér. Virðingarleysið
fyrir íslenskum neytendum sem
þetta tilvik lýsir er algert.
Innlendir framleiðendur á smjöri
geta nú ekki annað innlendri eft-
irspurn, þannig að Mjólkursam-
salan, einokunarfyrirtæki í mjólk-
urframleiðslu, flytur athugasemda-
laust inn níutíu tonn af smjöri í
jólamánuðinum. Þegar það hentar er
bent á að írska smjörið sé á allan
hátt sambærilegt því íslenska að
gæðum. Rökin fyrir þeirri innflutn-
ingsvernd sem íslensk mjólkurfram-
leiðsla nýtur eru þar með fokin út í
veður og vind. Rökin gegn því lög-
boðna samkeppnisleysi sem ríkir í
íslenskri mjólkurframleiðslu eru
augljósari en nokkru sinni fyrr.
Hér með er lýst eftir stjórnmála-
manni sem hefur þor til að taka þessi
mál föstum tökum, stjórnmálamanni
sem vill tala máli neytenda og ekki
síður þess stóra hóps fólks sem
byggir afkomu sína á öflugri ís-
lenskri verslun.
Eftir Andrés
Magnússon »Hér með er lýst eftir
stjórnmálamanni
sem hefur þor til að taka
þessi mál föstum tökum,
stjórnmálamanni sem
vill tala máli neyt-
enda …
Andrés Magnússon
Höfundur er framkvæmdastjóri SVÞ
– Samtaka verslunar og þjónustu.
Hinn íslenski ofurkjúklingur
og hið íslenska staðalsmjör