Morgunblaðið - 14.12.2013, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 14.12.2013, Blaðsíða 55
UMRÆÐAN 55 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2013 íslensk hönnun í jólapakkann Kringlunni og Síðumúla 35 www.jens.is Mikið úrval sérsmíðaðra gull- og silfurskartgripameð íslenskumnáttúrusteinum Giftingarhringar 149.900.- parið Eyjafjallajökull - skál 5.900.- Vatnajökull - skál 7.900.- Handunnar gjafavörur úr eðalstáli 6.900.- Sendum frítt um allt land til áramóta! Sultuskeið 12.800.- Kökuhnífur 13.900.- Salattöng 7.900.- 11.900.- 16.200.- 8.200.- 12.900.- 16.900.- 16.700.-32.900.- 8.900.- 7.700.- 12.600.- 42.900.- 18.300.- 11.200.- 12.900.- 18.900.- Demantshringur 10p TW.VVS1 demantur 174.600.- Vandað íslenskt handverk í jólapakkann Það er sorglegt að heyra greinda menn í ábyrgðarstöðum tala um sæstreng til Evr- ópu sem fýsilegan kost fyrir Íslendinga í orkumálum. Ég hef fylgst með virkj- anaframkvæmdum í 40 ár og áttað mig á því að fyrirhyggja og tillitssemi þekkist ekki þegar stór- framkvæmdamenn eru annars vegar. Mikið vill meira og engin rök fá breytt því. Leppar þeirra sem framkvæmdunum stýra sitja á þingi og hygla kjósendum sínum hvað sem það kostar. Lögum er hnikað til að offararnir nái sínu fram. Stórvirk tæki bíða og ótak- markaður aðgangur að dýnamíti. Það er ekkert athugavert við það að menn séu eljusamir og kappfullir. Við eigum slíkum mönnum margt að þakka. Nýting jarðvarma og staða í rafvæðingu er hluti af velmegun okkar. En hvar eru hugsjónamennirnir sem að þeirri byltingu stóðu? Hvar slitnaði þráðurinn svo illa að í dag sjáum við ekkert annað orkufram- leiðslu til að selja á undirverði og kostum öllu til sem þarf til að seðja þann markað? Blinda á umhverfið er hættuleg, því mistök í framkvæmdum eru í flestum tilfellum óbætanleg. Vaðið er áfram með offorsi og fórn- arkostnaður aldrei metinn. Nær- tækasta dæmið er kanski Kára- hnjúkavirkjun. Þeir sem fylgst hafa með þróun verk- efnisins vita að fórn- arkostnaður við virkj- unina var gríðarlegur. Landið sem sökkt var undir Hálslón var ómetanlegt vist- fræðilega og mikil eft- irsjá að því sem nátt- úruperlu. Spjöllin sem unnin voru með vatnaflutningum ger- breyttu lífríki á viss- um svæðum og turnuðu Lagarfljóti svo að það er nú líf- vana og óþekkjanlegt. Áfok á Kringilsárrana hefur spillt svo gróðri að hreindýr hafa yfirgefið þar mikilvægasta burðarsvæði stofnsins. Ekki er vitað hvaða áhrif vatnaflutningarnir hafa á líf- ríki við Héraðsflóa, en fyrir Suð- urlandi ræður framburður stór- fljótanna mestu um næringu seiða sem klekjast á hrygningarsvæðum þar. Hvað um spár tengdar orku- framleiðslunni og líftíma lónsins? Fullyrt var að lónið gæfi orku í að minnsta kosti 150 ár. Nú hallast menn að því að 50 árum eftir lónmyndun verði verulega farið að draga úr vatnsmagninu sem það geymir. Því veldur leirframburður úr jöklinum, sem er margfalt meiri en áætlað var í fyrstu. Ef líftími lónsis sem orkugjafa verður aðeins 50 ár þá borgar orkusalan ekki framkvæmdina. Hver er þá ágóði Íslendina af virkjuninni? Nýtanleg vatns- og jarðhitaorka á Íslandi er ekki óendanleg. Það er strax farið að kortast um orku- beislun sem ekki krefur um óaft- urkræf spjöll. Væri ekki nærtæk- ara að nýta orkuna sem þegar er fyrir hendi til að gera úr henni eithvað sem skilar þjóðinni arði? Ég hef aldrei heyrt verkfræðing eða virkjanaaðila nefna möguleika á slíku. Raforka á sama verði og álfraleiðendur njóta mundi ýta undir ýmsa aðila til margskonar framleiðslu. Íslendingar gætu framleitt unnin matvæli úr bæði fiski, kjöti og grænmeti sem hefði lífrænan stimpil. Allskonar annar iðnaður og hátæknitengd starf- semi mundi örvast ef orka til framkvæmda væri ódýrari. Getum við stefnt að því markvisst að keyra bílaflota okkar á vistvænu rafmagni? Er hægt að vetnisvæða skipaflotann? Þar mundum við spara milljarða í gjaldeyri og hafa um leið frumkvæðí í nýtingu mengunarlauss orkugjafa. Lausn sem allir íbúar jarðar vita að er aðkallandi en enginn bendir á raunhæfar leiðir til lausnar. Vegna þess að vandamálið brenn- ur æ heitar á stórþjóðunum, sem í raun ráða för er mjög líklegt að tilraunir Íslendinga hlytu alþjóð- legan stuðning. Grunnur að væn- legri afkomu á Íslandi er hér í húfi. Ástæðan fyrir því að Bretar bjóða hærra verð fyrir orku frá Íslandi, en heyrst hefur nefnt frá álfyrirtækjum er einfaldlega sú að orka verður sífellt dýrari. Fram- leiðsla eykst dag frá degi, en orkuframleiðslan heldur illa í við þensluna. Rafstrengur til Eng- lands væri óbætanlegt glapræði. Það er óskiljanlegt að ekki skuli enn hafa komið upp verkfróður Íslendingur sem séð hefur leið til að nýta raforku til annars en ál- bræðslu. Bíðum enn um stund, þessi snillingur hlýtur að birtast. Allar framkvæmdir snúast um ágóða. Raforka verður sífellt verð- mætari. Einn daginn birtist þessi huldumaður og við höfum hag af orkunni sem Ísland geymir. Orkunýting á Íslandi Eftir Pál Steingrímsson » Getum við stefnt að því markvisst að keyra bílaflota okkar á vistvænu rafmagni? Er hægt að vetnisvæða skipaflotann? Þar mundum við spara millj- arða í gjaldeyri. Páll Steingrímsson Höfundur er kvikmynda- gerðarmaður. Sendu pöntun ámbl.is eða hafðu samband í síma 569-1100 ER ÞÍN AUGLÝSINGIN ÞAR? Alla þriðjudaga fylgir Morgunblaðinu sérblað umBÍLA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.