Morgunblaðið - 14.12.2013, Síða 58

Morgunblaðið - 14.12.2013, Síða 58
58 MESSURá morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2013 ÁSKIRKJA | Hátíðamessa kl. 11 í tilefni af 30 ára vígsluafmæli Áskirkju. Biskup Ís- lands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, prédikar. Sr. Sigurður Jónsson sóknarprestur og Kristný Rós Gústafsdóttir djákni þjóna fyrir altari. Kór Áskirkju syngur, organisti er Magn- ús Ragnarsson. Léttur hádegisverður í boði sóknarnefndar Ássóknar í safnaðarheimili kirkjunnar að lokinni messu. ÁSTJARNARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Félagar úr eldriborgarafélaginu Stjörn- unum leiða söng undir stjórn Matthíasar V. Baldurssonar tónlistarstjóra. Börn úr æsku- lýðsstarfi kirkjunnar sýna helgileik undir stjórn Bryndísar og Guðrúnar. Meðhjálpari Sigurður Þórisson og prestur sr. Kjartan Jónsson. Föndur í sunnudagaskólanum á sama tíma undir stjórn Hólmfríðar S. Jóns- dóttur. Samfélag og heitt á könnunni á eftir. BESSASTAÐAKIRKJA | Jólahátíð í Bessa- staðakirkju kl. 11. Settur verður upp helgi- leikur. Umsjón með stundinni hafa Helga Björk, Fjóla og sr. Hans Guðberg. Hljóm- sveitin LÆRISVEINAR HANS leikur undir sönginn undir stjórn Bjarts Loga organista og leikur auk þess jólalög í 15 mínútur áður en stundin hefst. BREIÐHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11, sr. Gísli Jónassonar þjónar, Örn Magnússon leikur á orgelið og kór kirkjunnar syngur. Messuhópur tekur virkan þátt með aðstoð fermingarbarna. Kaffi og piparkökur í safn- aðarheimilinu að messu lokinni. Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjá Steinunnar Leifsdóttur. Jólasaga og jólasöngvar verða í fyrirrúmi. Kveikt verður á þriðja aðventukert- inu, sungið og dansað í kringum jólatréð og öll börn fá glaðning í lok stundarinnar. BRÆÐRATUNGUKIRKJA | Aðventu- samkoma verður þriðjudagskvöld 17. desem- ber kl. 20.30. Ræðumaður er Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra. Fjölbreytt dagskrá fyrir jafnt unga sem aldna. Fermingarbörn að- stoða. Prestur sr. Egill Hallgrímsson. Org- anisti Jón Bjarnason. BÚSTAÐAKIRKJA | Jólasöngvar fjölskyld- unnar kl. 11. Þetta er samvera fyrir alla fjöl- skylduna. Börn úr Fossvogskóla flytja jóla- guðspjallið í helgileik. Athugið; ein messa kl. 11. DÓMKIRKJAN | Norsk messa kl. 11, sr. Hjálmar Jónsson prédikar og organisti er Kári Þormar. Geir Haarde flytur ávarp, segir frá íslensku og norsku jólahaldi. Sunnudaga- skóli á kirkjuloftinu á sama tíma í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns. Æðruleys- ismessa kl. 20, sr. Hjálmar Jónsson, sr. Karl V. Matthíasson og Sveinn Valgeirsson. Ást- valdur Traustason leikur á flygilinn. FELLA- og Hólakirkja | Jólahátíð sunnu- dagaskólans kl. 11. Dönsum í kringum jóla- tréð og syngjum jólalög. Jólasveinn verður eitthvað á sveimi líka. FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Hátíðarguðs- þjónusta kl. 11 í tilefni af 100 ára vígsluaf- mæli kirkjunnar. Sigríður Kristín Helgadóttir og Einar Eyjólfsson prédika saman. Kór og hljómsveit kirkjunnar leiða sönginn undir stjórn Arnar Arnarsonar. Skarphéðinn Þór Hjartarson leikur á píanó og Guðmundur Pálsson á bassa. Sunnudagaskólinn fellur niður. Afmæliskaffi í safnaðarheimili að lok- inni guðsþjónustu. FRÍKIRKJAN Kefas | Jólaskemmtun sunnu- dagaskólans kl. 11. Gengið í kringum jólatré, mikill söngur og léttar veitingar. Al- menn samkoma kl. 13.30. Björg R. Páls- dóttir prédikar og tónlistarhópur leiðir lof- gjörð. Kaffi og samvera í lokin. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 14. Erla Björk Jónsdóttir guð- fræðingur hefur umsjón með stundinni. Sönghópur Fríkirkjunnar í Reykjavík lætur sönginn óma við undirleik Gunnars Gunn- arssonar organista. GLERÁRKIRKJA | Barnasamvera og messa kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Jólatónleikar Kórs Glerárkirkju kl. 16. GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Séra Petrína Mjöll Jóhannesdóttir prédik- ar og þjónar fyrir altari. Kór kirkjunnar syng- ur. Organisti er Katalin Lörincz. Nemendur frá Tónlistarskóla Grafarvogs leika. Sunnudagaskóli kl. 11. Umsjón hefur Þóra Björg Sigurðardóttir. Nemendur frá Tónskóla Hörpunnar, Júlía Hrönn Petersen og Snæfríð- ur Ebba Ásgeirsdóttir leika fjórhent á píanó. GRAFARVOGSKIRKJA - Borgarholtsskóli | Sunnudagaskóli kl. 11. Umsjón hefur Ást- ríður Guðmundsdóttir. GRENSÁSKIRKJA | Morgunverður kl. 10, bænastund kl. 10.15. Messa kl. 11. Barna- starf í umsjón Lellu o.fl. Altarisganga. Sam- skot til Hjálparstarfs kirkjunnar. Messuhópur þjónar. Kirkjukór Grensáskirkju syngur og organisti er Árni Arinbjarnarson. Prestur sr. Ólafur Jóhannsson. Molasopi eftir messu. Hversdagsmessa með Þorvaldi Halldórssyni á fimmtudag kl. 18.10. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili | Guðsþjónusta í hátíðasal Grundar klukkan 14 í umsjá Félags fyrrum þjónandi presta. Séra Gísli H. Kolbeins þjónar. Grundarkórinn leiðir söng undir stjórn Kristínar Waage org- anista. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Guðs- þjónusta og barnastarf í Guðríðarkirkju kl. 11. Prestur sr. Sigurður Árni Eyjólfsson. Tón- listarflutningur í umsjá Þorvaldar Halldórs- sonar. Barnastarf í umsjá Aldísar R. Gísla- dóttur og Ruthar Rúnarsdóttur. Kirkjuvörður Lovísa Guðmundsdóttir. Kaffisopi eftir messu. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Jólastund sunnudagaskólans kl. 11. í safnaðarheim- ilinu Strandbergi. Söngur, jólasaga, föndur, heitt kakó og piparkökur. Umsjón hefur Nína Björg, djákni. Jólavaka við kertaljós kl. 20. Barbörukórinn og Unglingakór Hafnarfjarð- arkirkju syngja. Gunnar Gunnarsson leikur á flautu. Ræðumaður Egill Friðleifsson kór- stjóri. Í lokin verður kirkjan myrkvuð og tendr- að á kertum. Kakó og piparkökur að stund lokinni. Sjá nánar á heimasíðu kirkjunnar. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sr. María Ágústsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Hópur messuþjóna að- stoðar. Kvennakór Háskóla Íslands syngur undir stjórn Margrétar Bóasdóttur. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Umsjón barna- starfs Inga Harðardóttir. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Kirkjudag- ur Háteigskirkju. Sr. Birgir Ásgeirsson pró- fastur setur sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur inn í embætti sóknarprests í Háteigs- prestakalli. Barnastarf í umsjá Arnars og Öllu Rúnar. Félagar úr Kammerkór Háteigs- kirkju syngja. Organisti er Kári Allansson. Prestur sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. Að- ventusöngvar við kertaljós kl. 20. Biskup Ís- lands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, flytur ræðu. Kirkjukór Háteigskirkju syngur ásamt einsöngvurum og kammersveit. Almennur söngur. Veitingar. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Messa kl. 11. Sr. Sigfús Kristjánsson þjónar. Barn borið til skírnar. Ágúst Ingi Óskarsson, Garðar Björg- vinsson og Úlfar Alexandre Rist Aubergy flytja gítartónlist. Félagar úr Kór Hjallakirkju syngja undir stjórn Jóns Ólafs Sigurðssonar organista. Litlu jólin í sunnudagaskólanum kl. 13. Börn úr Álfhólsskóla syngja undir stjórn Þórdísar Sævarsdóttur. Jólasveinar koma í heimsókn. HVALSNESSÓKN | Aðventuhátíð í Safn- aðarheimilinu í Sandgerði kl. 20. Fram koma: Barnakórinn í Sandgerði, söngsveitin Víkingarnir, Áttundirnar, fermingarbörn og ungmenni. Ræðumaður er Sigurður Jónsson ritstjóri. Ljósin tendruð við almennan söng. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Sam- koma kl. 11. Hjalti Glúmsson prédikar. Kaffi og samfélag eftir samkomuna. Samkoma á ensku hjá Alþjóðakirkjunni kl. 14. Samkoma kl. 18. Lofgjörð, prédikun og samfélag. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Samkoma kl. 13.30. Lofgjörð og fyrirbænir. Þrír aðilar vitna um trú sína. Barnastarf á sama tíma. Kaffi á eftir. Ath. síðasta samkoma fyrir jól. KÓPAVOGSKIRKJA | Aðventuguðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigurður Arnarson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogs- kirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová, kantors. Sönghópurinn Raddir syngur einnig í guðsþjónustunni. Sunnudagaskólinn hefst að þessu sinni í safnaðarheimilinu Borgum. Leiksýning verður í sunnudagaskólanum. Umsjónarmenn skólans eru Þóra Marteins- dóttir og Sólveig Anna Aradóttir. LANGHOLTSKIRKJA | Messa og sunnu- dagaskóli kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar ásamt messuþjónum og kirkjuverði, Snævar Andrésson, Kristín Sveinsdóttir og Jóhanna Gísladóttir stýra sunnudagaskól- anum að venju. Félagar úr Söngdeild Kór- skólans syngja undir stjórn Hörpu Harð- ardóttur. Organisti er Jón Stefánsson. Kveikt verður á þriðja kertinu á aðventukransinum, Hirðarkertinu. Örtónleikar í kaffinu eftir messu! LÁGAFELLSKIRKJA | Jólastund barna- starfsins kl. 11. Sylvía Gló Chan Ósk- arsdóttir og Ingrid Lín Chan Óskarsdóttir leika á píanó, Arndís Linn og Arnhildur. Prestur er sr. Skírnir Garðarsson. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnudaga- skóli í Lindakirkju og í Boðaþingi kl. 11. (At- hugið breyttan tíma). Aðventuhátíð Linda- kirkju kl. 21. Kór Lindakirkju syngur undir stjórn Óskars Einarssonar ásamt hljómsveit. Unglingagospelkór Lindakirkju syngur undir stjórn Áslaugar Helgu Hálfdánardóttur. Sér- stakir gestir eru Bylgja Dís Gunnarsdóttir sópransöngkona og Sigurður Ingimarsson. Jólasaga og stutt hugvekja. MELSTAÐARKIRKJA | Aðventuhátíð kl. 20.30. Meðal efnis: Kórinn flytur aðventu- tónlist, stjórnandi er Pálína F. Skúladóttir; nemendur tónlistarskólans koma fram, helgi- leikur fermingarbarna. Hugleiðingu flytur Guðrún Eik Skúladóttir. Samvera í safn- aðarheimili á eftir, sem fermingarbörn og for- eldrar annast. NESKIRKJA | Ljósamessa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Fermingarbörn lesa, leiða bænagjörð og tendra ljós. Félagar úr Kór Neskirkju syngja. Organisti er Stein- grímur Þórhallsson. Dr. Sigurður Árni Þórð- arson prédikar og þjónar fyrir altari. Söngur, sögur, brúður, leikir og gleði í barnastarfinu. Umsjón Ása Laufey, Katrín og Ari. Samfélag og veitingar á Torginu eftir messu. SAFNKIRKJAN í Árbæjarsafni | Aðven- tuguðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Egill Hall- grímsson. Organisti er Sigrún Steingríms- dóttir. SALT kristið samfélag | Samkoma í Grensáskirkju kl. 17. Ræðumaður sr. Kjart- an Jónsson. SELFOSSKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson og organisti Jörg Sondermann. Stúlkur úr Unglingakór syngja ásamt kirkjukór. Jólastund í sunnu- dagaskólanum á sama tíma. SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11. Skólahljómsveit Austurbæjar leikur jólalög undir stjórn Vilborgar Jónsdóttur. Guðsþjón- usta kl. 14. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Seljakirkju leiðir safnaðarsöng. Organisti er Tómas Guðni Eggertsson. Aðventutónleikar Karlakórsins Fóstbræðra kl. 17. Stjórnandi Árni Harð- arson. Einsöng annast Auður Guðjohnsen. Undirleikari Tómas Guðni Eggertsson. Sr. Valgeir Ástráðsson flytur hugvekju. SELTJARNARNESKIRKJA | Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Kveikt verður á þriðja kertinu á aðventukransinum. Sóknarprestur, starfsfólk sunnudagaskólans og organisti sjá um athöfnina. Jólasveinninn kemur í heimsókn og gefur börnum gjafir. Dansað í kringum jólatréð. Kaffiveitingar. SEYÐISFJARÐARKIRKJA | Aðventukvöld kl. 18. Börn úr 1.-6. bekk sýna helgileik. Kór Seyðisfjarðarkirkju undir stjórn Sigurbjargar Kristínardóttur organista flytur aðventulög og leiðir almennan safnaðarsöng. Sigurður Jónsson leikur á píanó. Kristín Sigurð- ardóttir hjúkrunarfræðingur flytur hugleið- ingu. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Aðventu- samkoma laugardagskvöld 14. desember kl. 20.30. Ræðumaður er Halldór Páll Hall- dórsson skólameistari. Skálholtskórinn og Barnakór úr Grunnskóla Bláskógabyggðar syngja. Þóra Gylfadóttir syngur einsöng, Freyja Hrönn Friðriksdóttir leikur á fiðlu og Matthías Birgir Nardeau á óbó. Organisti og kórstjóri er Jón Bjarnason. Fermingarbörn hafa ljósastund. Prestar eru sr. Kristján Val- ur Ingólfsson vígslubiskup og sr. Egill Hall- grímsson, sóknarprestur. Messa sunnudag 15. desember kl. 11. ÚTHLÍÐARKIRKJA | Aðventuguðsþjónusta í dag, laugardag 14. desember, kl. 16. Sr. Egill Hallgrímsson annast prestsþjónustuna. Samverustund verður í Réttinni strax að guðsþjónustu lokinni. ÚTSKÁLAKIRKJA | Aðventuhátíð kl. 17. Fram koma Söngsveitin Víkingarnir, Jólaserí- urnar, Áttundirnar, börn úr NTT-starfi, ferm- ingarbörn og nemendur úr Tónlistarskóla Garðs. Ræðumaður er Sigurður Jónsson rit- stjóri. Aðventustund á Garðvangi kl. 15.30. VEGURINN kirkja fyrir þig | Samkoma kl. 14. Aðventustund. Börnin verða í aðal- hlutverki. Heitt kakó og meðlæti að því loknu. VÍDALÍNSKIRKJA | Fjölskyldustund og jóla- ball sunnudagaskólans í Vídalínskirkju og safnaðarheimili kl. 11. Hilmar Einarsson sér um tónlistina og leiðtogar sunnudagskólans fara á kostum. Sr. Friðrik J. Hjartar. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Fjöl- skylduhátíð kl. 11. Barnakór Víðistaðakirkju syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guð- mundsdóttur. Prestur sr. Bragi J. Ingibergs- son. Heitt súkkulaði og smákökur í safn- aðarheimilinu á eftir. ÞORLÁKSKIRKJA | Minningarstund kl. 20. Orð dagsins: Orðsending Jóhannesar. (Matt. 11) Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Prestbakkakirkja í Hrútafirði. SÉRBLAÐ –– Meira fyrir lesendur Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 12, föstudaginn 20. desember Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað umHeilsu og lífsstíl föstudaginn 3. janúar Í blaðinu Heilsa og lífsstíll verður kynnt fullt af þeim mögu- leikum sem í boði eru fyrir þá sem stefna á heilsuátak og bættan lífsstíl á nýju ári Heilsa & lífsstíll
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.