Morgunblaðið - 14.12.2013, Side 76
76 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2013
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Ég er búin að ganga með þann
draum í um þrjá áratugi að taka upp
og gefa út þessa tónlist,“ segir Rut
Ingólfsdóttir fiðluleikari um nýja út-
gáfu af strengjakvartettum Jóns
Leifs, sem nefnist Eilífð og Kamm-
ersveit Reykjavíkur og Smekkleysa
gefa út. Á plötunni leika félagar úr
Kammersveitinni verkin Mors et
vita op. 21 frá árinu 1939, Vita et
mors op. 36 sem tónskáldið samdi á
árunum 1948-51 og El Greco op. 64
frá árinu 1965. Kvartettinn skipa
auk Rutar, sem leikur fyrstu fiðlu,
Sigurlaug Eðvaldsdóttir sem leikur
aðra fiðlu, Þórunn Ósk Mar-
inósdóttir á víólu og Hrafnkell Orri
Egilsson á selló.
Aðspurð segist Rut fyrst hafa
kynnst kvartettum Jóns Leifs þegar
Kammersveit Reykjavíkur spilaði
Mors et vita árið 1977. „Það verk er
aðgengilegast og styst. El Greco er
líka nokkuð aðgengilegur, en það er
Vita et mors sem stendur í flestum,“
segir Rut og bendir á að verkið sé
eitt fjögurra verka sem Jón Leifs
samdi í minningu dóttur sinnar, Líf-
ar, sem drukknaði aðeins 17 ára
gömul. „Þegar við í Reykjavíkur-
kvartettinum fluttum verkið á Myrk-
um músíkdögum árið 1991 hafði það
ekki heyrst í um tuttugu ár síðan
kvartett Björns Ólafssonar spilaði
það á sínum tíma.“
Spurð hvað það sé við Jón Leifs
sem heilli hana segir Rut að tón-
skáldinu takist með svo áhrifaríkum
hætti að fanga hinn innsta kjarna og
náttúru Íslands. „Jón Leifs hefur
alltaf heillað mig,“ segir Rut, sem ár-
ið 1991 fékk heiðursviðurkenningu
STEFs fyrir að stuðla að kynningu
og flutningi á verkum Jóns Leifs.
„Ég hef svo sannarlega reynt að
standa mig í því að halda nafni hans
á lofti og með þessum nýja diski er
Kammersveit Reykjavíkur búin að
gefa út öll kammerverk Jóns Leifs á
tveimur diskum,“ segir Rut, en fyrri
diskurinn, Erfiljóð, kom út árið 2005.
Þeir skildu ekki Jón Leifs
Í samtali við Morgunblaðið dregur
Rut ekki dul á að það hafi verið
óhemjumikið verk að taka kamm-
erverkin þrjú á Eilíf upp og koma út.
„Það var fyrst með Reykjavíkur-
kvartettinum, sem starfaði 1990-
1993, sem þetta hefði verið gerlegt,
en við í þessum hóp sem spilar á
disknum höfum starfað alllengi sam-
an. Þetta er frábær hópur sem hefur
staðið með mér öll þessi ár í gegnum
súrt og sætt,“ segir Rut og heldur
áfram: „Þessi verk eru mjög tækni-
lega krefjandi. Það er óhætt að segja
að Jón hafi ekki kunnað mikið á
strengjahljóðfæri, miðað við hvernig
verkin eru skrifuð. Það liggur við að
á löngum köflum séu átta raddir í
gangi, sem þýðir tvær nótur á mann,
sem er allt í lagi af og til, en mjög
mikið þegar það er viðvarandi. Einn-
ig má nefna að í El Greco notar hann
mikið tremolo, sem er mjög hraður
bogi. Að spila slíkt langtímum saman
er líka mjög þreytandi. Þannig að
það þarf mikið úthald til að spila þá
alla á einum tónleikum,“ segir Rut
og rifjar upp að hópurinn hafi ein-
mitt leikið öll þrjú verkin á sömu
tónleikunum á Listahátíð 2007.
Að sögn Rutar dró það ekki úr
henni kjarkinn þegar BIS-útgáfan
gaf verkin þrjú út árið 1994. „Ef eitt-
hvað er þá varð ég ennþá staðráðn-
ari í því að gefa þetta sjálf út einn
daginn,“ segir Rut og heldur áfram
til útskýringar: „Í útgáfu BIS var
sænski Yggdrasil-kvartettinn feng-
inn til að leika verkin. Þetta eru
mjög góðir hljóðfæraleikarar sem
spila mjög vel. Þeir spila þetta hins
vegar mjög fágað eins og hverja aðra
tónlist, en mér fannst vanta meiri
hörku, hraðara tempó á köflum og
minna víbrató. Mér fannst þeir ein-
faldlega ekki skilja Jón Leifs og
hvernig Ísland birtist í tónlist hans,“
segir Rut og bendir á að kamm-
erverk Jóns Leifs séu mjög frá-
brugðin stóru hljómsveitarverkum
hans. „Þar fer mikið fyrir slagverki
og hávaða sem heillar marga. „Stóru
verkin hans eru auðvitað stórbrotin,
en kammerverkin eru innilegri,“
segir Rut og segist sannfærð um að
margir hefðu gaman af því að hlusta
á kammerverkin hans og kynnast
tónmálinu.
Ánægð með langan aðdraganda
„Í raun er ég mjög ánægð með
hvað það hefur tekið mig langan
tíma að gefa þessa kvartetta út,“
segir Rut og heldur áfram til útskýr-
ingar: „Það hefur veitt mér tækifæri
til að koma endurtekið að þessum
mögnuðu verkum. Auk þess hefur
tíminn gefið mér færi á að kafa
dýpra í þau.“
Aðspurð að lokum segist Rut hafa
nóg að gera við að sinna útgáfu-
málum Kammersveitar Reykjavík-
ur. „Ég gerði samning við Stúdíó
Sýrland um að ljúka við að klippa all-
ar þær upptökur sem til eru með
sveitinni. Væntanlegur á næstu dög-
um er diskur með kammerverkum
eftir Hjálmar H. Ragnarsson, en
einsöngvarar eru Guðrún Jóhanna
Ólafsdóttir, Ólafur Kjartan Sigurð-
arson og Marta Hrafnsdóttir. Í
handraðanum eigum við efni í fimm
geisladiska með íslenskum verkum
og aðra þrjá með klassískum verk-
um. Vonandi koma þeir allir út á
næstu árum.“
„Gamall draumur“
Eilífð nefnist nýr diskur með strengjakvartettum Jóns Leifs
Krefjandi verk Flytjendur strengjakvartetta Jóns Leifs á nýjum diski eru
fiðluleikararnir Rut Ingólfsdóttir og Sigurlaug Eðvaldsdóttir, Þórunn Ósk
Marinósdóttir á víólu og Hrafnkell Orri Egilsson á selló.
Sönghópurinn Reykjavík 5 ásamt
djasstríói heldur jólatónleika í Frí-
kirkjunni í Reykjavík annað kvöld
kl. 20.
Sönghópinn skipa þau Aðalheiður
Þorsteinsdóttir, Gísli Magna, Hera
Björk Þórhallsdóttir, Kristjana Stef-
ánsdóttir og Þorvaldur Þorvalds-
son. Sex ár eru liðin síðan hópurinn
kom síðast fram á tónleikum.
Um hljóðfæraleik á tónleikunum
sjá Gunnar Gunnarsson á píanó,
Þorgrímur Jónsson á bassa og Scott
McLemore á trommur.
Reykjavík 5 með
jólatónleika
Kristjana Stefánsdóttir
Dimma blæs
til tvennra
þungarokks-
tónleika í
Kaldalóni í
Hörpu í kvöld
kl. 20.00 og
22.30. Dimma
sendi fyrr á
árinu frá sér
tvöfalda tón-
leikadiskinn
Myrkraverk í
Hörpu á CD/
DVD og er
ætlunin að
fagna útgáf-
unni með því að flytja verkið
Myrkraverk í heild sinni, ásamt
eldri lögum.
Hljómsveitina skipa þeir Stefán
Jakobsson söngvari, Birgir Jónsson
á trommur, Silli Geirdal á bassa og
Ingó Geirdal á gítar.
Dimma leikur
Myrkraverk
Þungarokkssveitin
Dimma.
Hönnunarsjóður hefur úthlutað í
fyrsta skipti til hönnuða og arki-
tekta, ríflega 41 milljón króna. Rúm-
lega 200 umsóknir bárust sjóðnum
og var sótt um yfir 400 milljónir, tí-
falda upphæðina sem var til skipt-
anna. Hönnunarsjóður veitir styrki
til margvíslegra verkefna á sviði
hönnunar og arkitektúrs; þróunar
og rannsókna, verkefna og markaðs-
starfs auk sérstakra ferðastyrkja.
Alls hljóta 29 verkefni styrk auk
þess sem veittir eru 20 ferðastyrkir
til 13 verkefna. Styrkupphæðirnar
eru flestar á bilinu 1 – 2,5 milljónir
en hæsti styrkurinn er 3,8 milljónir
að þessu sinni. Ferðastyrkirnir
nema allir 100 þúsundum.
Hæsta styrkinn hlýtur verkefnið
„Ný ævintýri Víkur Prjónsdóttur“.
Studiobility fær 2,2 milljónir vegna
„Selected by Billy“ og Dögg Guð-
mundsdóttir 2,1 milljón vegna „Yf-
irlit og nýtt“. Tvær milljónir króna
fengu fjögur verkefni en forsvars-
menn þeirra eru Katrín Ólína Pét-
ursdóttir, Dagný Bjarnadóttir,
Signý Kolbeinsdóttir og G. Orri
Finnbogason. Verkefni Maríu Krist-
ínar Jónsdóttur, „Staka“, er styrkt
um 1,8 milljónir, fimm verkefni
hljóta 1,5 milljónir og níu hljóta 1
milljón króna í styrki.
Meðal verkefnanna eru nýjar
fatalínur leiðandi sem og ungra fata-
hönnuða. Þá hljóta fatahönn-
unarfyrirtæki styrki til markaðs-
setningar erlendis. Það gera líka
vöru- og húsgagnahönnuðir en þar
er um að ræða mikilvæga fjárfest-
ingu í starfsemi margra hönnuða og
fyrirtækja.
Úthlutað úr Hönnunarsjóði
Katrín Ólína
Pétursdóttir
María Kristín
Jónsdóttir
Verið
velkomin
Söfn • Setur • Sýningar
LISTASAFN ÍSLANDS
Þjóðminjasafn Íslands:
Laugardagur 14. desember kl. 11:
Stúfur og Grýla skemmta
Laugardagur 14. desember kl. 12:
Fyrirlestur á ensku um íslenska jólasiði
Sunnudagur 15. desember kl. 11:
Þvörusleikir skemmtir
Jólasveinar skemmta börnum daglega kl. 11 alla daga til jóla
Jólasýningar og jólaratleikur
Safnbúð og kaffihús.
Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200,
www.facebook.com/thjodminjasafn og www.facebook.com/thjodmenning
Opið alla daga nema mánudaga í Þjóðminjasafni 11-17.
Listasafn Reykjanesbæjar
ENDURFUNDIR/REUNION
Samsýning: Þórður Hall og
Kristbergur Ó. Pétursson
1. nóv. – 15. des.
Bátasafn Gríms Karlssonar
Byggðasafn Reykjanesbæjar
Listasafn Erlings Jónssonar
Opið virka daga 12-17, helgar 13-17.
Aðgangur ókeypis
reykjanesbaer.is/listasafn
SKÖPUNARVERK - KRISTÍN GUNNLAUGSDÓTTIR 8.11. 2013 - 19.1. 2014
KL. 14 - HEIMILDAMYND um Kristínu Gunnlaugsdóttur
KL. 14:45 - LEIÐSÖGN í fylgd listamannsins um sýninguna
GERSEMAR - DÝR Í BÚRI 8.11. - 11.5. 2013
GERSEMAR 8.11. 2013 - 19.1. 2014
SAFNBÚÐ - JÓLATILBOÐSDAGUR 15. des. á íslenskum listmunum og listrænni gjafavöru
KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar, heitt súkkulaði og eplakaka
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is
Opið daglega kl. 11-17, lokað mánud.
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR
Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is
Lokað í desember og janúar.
LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR
Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is
Lokað í desember og janúar.
Dvalið hjá djúpu vatni
Rúna – Sigrún Guðjónsdóttir
Kærleikskúlan 2003-2013
Opið 12-17,
fimmtudaga 12-21,
lokað þriðjudaga.
www.hafnarborg.is,
sími 585 5790
Aðgangur ókeypis
(7.6. – 5.1.2014)
Opið kl. 12-17. Lokað mánud.
Verslunin Kraum í anddyri
Garðatorg 1, Garðabær
www.honnunarsafn.is
Viðmið
Paradigm