Morgunblaðið - 14.12.2013, Síða 77

Morgunblaðið - 14.12.2013, Síða 77
MENNING 77 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2013 kannski bara kynlífi eina nótt eða svo. Hann finnur sér félaga, en sam- böndin rakna; hann elskar Júlíu Ses- ar ekki nógu mikið, Anitu Besse of mikið og Helgu ekki neitt – hann elskar að vera með Ungfrú Austur- bæjarskóla æsku sinnar, en ekki ungfrúna sjálfa. Þegar upp er staðið er hann nefni- lega hugfanginn af treganum, róm- antískri depurð; raunir Werthers unga, en án ákefðar og innri hvata; það er allt úthverft á okkar sam- félagsmiðlatímum og við nennum ekki að vera áköf, fáum okkur bara annan bjór og hækkum í græjunum. Þegar allt er glatað, ástin kulnuð (kannski var aldrei nein glóð) þá er Cohen handhægur, réttir fram bikar Haustið 1971 var ég staddur í partíi í Kópavogi hjá stelpu sem ég var skotinn í, þá fjórtán ára. Í safni for- eldra hennar rakst ég plötu með kanadíska tónlistarmanninum Leon- ard Cohen, Songs of Love and Hate, sem var þá nýút- komin. Lögin á henni voru ein- föld en textarnir heilluðu mig al- gerlega, svo rækilega að mér rennur ekki úr minni tilfinningin við að heyra Avalanche í fyrsta sinn þó ég sé löngu búinn að gleyma hvað stúlkan hét. Leonard Cohen er söngvaskáld brostinna vona, hirðskáld óhamingj- unnar, lárviðarskáld ástar í meinum. Hann er hvarvetna nálægur í Síð- asta elskhuganum, skemmtilegri skáldsögu Vals Gunnarssonar; þunglyndisleg röddin raular undir ástarsorgina sem gegnsýrir bókina og kaflar úr einskonar ævisögu Co- hens brjóta upp frásögnina. Sögu- maður bókarinnar þræðir barina í leit að ást eða uppgerðarást eða biturðarinnar og sameinar tónlist og ritlist; „[d]iskasafnið sagði manni hver maður var“ og „[b]ókahillurnar segja okkur hver við erum“ – sögu- maður hlustar á plötur Cohens og les bækur hans. Sagan berst víða, frá Moskvu til Montreal, Helsinki til New York, Sankti Pétursborg til Reykjavíkur og sögumaður er þó ekki bara að segja sína sögu heldur líka okkar sögu, samfélagssögu með hæfilega kæruleysislegu kryddi. Víst eru Ís- lendingar hænsn, en heimurinn er hænsnakofi hvort eð er. Neðanmáls- greinar höfundar skjóta og oft inn meinlegum athugasemdum og skýr- ingum sem eru stundum ekki skýr- ingar: „Tilviljanir eru reyndar svo algengar hér í borg að fólk tekur þær gjarnan í misgripum fyrir ör- lög,“ segir neðanmáls við stutta lýs- ingu á hinni litlu borg Reykjavík þar sem sjaldnast þarf að skipuleggja nokkuð, það sé nóg að treysta á til- viljanir. Ég nefndi í upphafi plötuna Songs of Love and Hate þar sem meðal annars er að finna lykillagið Famous Blue Raincoat sem segir frá ást- arþríhyrningi líkum þeim sem Valur rekur í sögunni af sögumanni og Anitu Besse og franska hugsjóna- manninum / bresku Brad Pitt- eftirmyndinni / stórnefjaða Grikkj- anum / illa hirta Belganum / lág- vaxna Brasilíumanninum. Á vefnum má finna myndskeið frá í sumar þar sem Valur les uppúr bókinni og syngur Cohen-lag með sínum texta - lag um snjáðan bláan regnfrakka, nema hvað. Höfundurinn Cohen er hvarvetna nálægur í sögu Vals Gunnarssonar. Dreypt á bikar biturðarinnar Skáldsaga Síðasti elskhuginn bbbbn eftir Val Gunnarsson. Ormstunga gefur út. 201 bls. innb. ÁRNI MATTHÍASSON BÆKUR Bill Burr verður með uppistand í Silfurbergi Hörpu annað kvöld kl. 20. „Fyrr um kvöldið og á undan Bill Burr koma fram tveir af bestu grínistum landsins, þeir Ari Eld- járn og Hugleikur Dagsson,“ segir í tilkynningu. Samkvæmt upplýs- ingum frá skipuleggjendum hefur Burr m.a. gert það gott fyrir leik sinn í Breaking Bad-seríunum. Hann leikur í nýjustu mynd Söndru Bullock sem ber nafnið The Heat. „Hann á að baki langan og farsælan feril og ætlar að stikla á stóru með frábært uppistand.“ Hugleikur og Ari hita upp fyrir Bill Burr Uppistand Hugleikur Dagsson Morgunblaðið/Styrmir Kári Lestrarfélagið Krummi hefur átt- unda árið í röð kynnt tilnefningar til verðlaunanna Rauðu hrafns- fjaðrarinnar, sem veitt er fyrir for- vitnilegustu kynlífslýsingu ársins í íslenskum bókmenntum. Tilnefnd að þessu sinni eru Heið- rún Ólafsdóttir, Hugleikur Dags- son, Jón Kalman Stefánsson, Sindri Freysson, Sjón og Össur Skarphéð- insson. Meðal fyrri verðlaunahafa eru Auður Ava Ólafsdóttir, Eiríkur Örn Norðdahl, Steinar Bragi og El- ísabet Jökulsdóttir. Sex tilnefnd til Rauðu hrafnsfjaðrarinnar Sigurvegari Karl Blöndal afhenti Auði Övu hrafnsfjöðrina fyrir Undantekninguna. Tilkynnt hefur verið að þrír erlend- ir fræðimenn og höfundar hljóti nú styrki sem kenndir eru við Snorra Sturluson. 71 umsókn barst frá 20 löndum. Styrkina hljóta, til þriggja mánaða dvalar, Rüstem Altinay, Tyrklandi, til að þýða þrjú leikrit eftir Jóhann Sigurjónsson; dr. Przemyslaw Czarnecki, Póllandi, til að skrifa kennslubók í forn- íslensku, og Tapio Koivukari, Finn- landi, til að kynna sér staðhætti og skjöl um galdramál á Vestfjörðum. Hljóta styrki kennda við Snorra HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS leikhusid.is ÓVITAR – „Kraftmikil og litskrúðug sýning.“ JVJ Fréttablaðið Pollock? (Kassinn) Lau 14/12 kl. 19:30 24.sýn Sun 15/12 kl. 19:30 25.sýn Vel skrifað verk og frábærir karakterar. Aukasýnigar komnar í sölu! Englar alheimsins (Stóra sviðið) Lau 28/12 kl. 19:30 58.sýn Fim 2/1 kl. 19:30 60.sýn Mið 22/1 kl. 19:30 62.sýn Sun 29/12 kl. 19:30 59.sýn Lau 18/1 kl. 19:30 61.sýn Fim 23/1 kl. 19:30 63.sýn Leikrit ársins 2013 - fullkomið leikhús. ÓVITAR (Stóra sviðið) Lau 28/12 kl. 13:00 21. sýn Mán 30/12 kl. 13:00 23. sýn Sun 12/1 kl. 13:00 25.sýn Sun 29/12 kl. 13:00 22. sýn Sun 5/1 kl. 13:00 24.sýn Sun 19/1 kl. 13:00 26.sýn Kraftmikil og litskrúðug sýning, þar sem börn á öllum aldri fara á kostum! Leitin að jólunum (Þjóðleikhúsið) Lau 14/12 kl. 11:00 Sun 15/12 kl. 12:30 Lau 21/12 kl. 14:30 Lau 14/12 kl. 13:00 Sun 15/12 kl. 14:00 aukas. Sun 22/12 kl. 11:00 Lau 14/12 kl. 14:30 Lau 21/12 kl. 11:00 Sun 22/12 kl. 12:30 Sun 15/12 kl. 11:00 Lau 21/12 kl. 13:00 Sun 22/12 kl. 14:00 aukas. Uppselt á allar sýningar! Þingkonurnar (Stóra sviðið) Fim 26/12 kl. 19:30 Frums. Lau 4/1 kl. 19:30 4.sýn Mið 15/1 kl. 19:30 7.sýn Fös 27/12 kl. 19:30 2.sýn Mið 8/1 kl. 19:30 5.sýn Fös 3/1 kl. 19:30 3.sýn Fim 9/1 kl. 19:30 6.sýn Jólafrumsýning Þjóðleikhússins í leikstjórn Benedikts Erlingssonar. Englar alheimsins (Menningarhúsinu Hofi) Fös 10/1 kl. 20:00 Lau 11/1 kl. 15:00 Englar alheimsins í menningarhúsinu Hofi á Akureyri í janúar! Karíus og Baktus (Kúlan) Lau 4/1 kl. 13:30 Lau 18/1 kl. 13:30 Lau 4/1 kl. 15:00 Lau 18/1 kl. 15:00 Síðustu sýningar fyrir jól - sýningar hefjast aftur í janúar. Fetta bretta (Kúlan) Lau 14/12 kl. 14:00 Lau 14/12 kl. 15:30 Ný barnasýning fyrir áhorfendur á aldrinum 6 mánaða til 3ja ára. Mary Poppins –★★★★★ „Bravó“ – MT, Ftíminn Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Mary Poppins (Stóra sviðið) Lau 14/12 kl. 19:00 Lau 28/12 kl. 13:00 Sun 5/1 kl. 13:00 Sun 22/12 kl. 13:00 Sun 29/12 kl. 13:00 Sun 12/1 kl. 13:00 Fim 26/12 kl. 13:00 Fös 3/1 kl. 19:00 Fös 27/12 kl. 19:00 Lau 4/1 kl. 13:00 Súperkallifragilistikexpíallídósum! Leiksýning á nýjum skala. Jeppi á Fjalli (Nýja sviðið) Lau 14/12 kl. 20:00 39.k Lau 28/12 kl. 20:00 Fim 16/1 kl. 20:00 Gamla bíó Sun 15/12 kl. 20:00 40.k Sun 29/12 kl. 20:00 Fös 17/1 kl. 20:00 Gamla bíó Þri 17/12 kl. 20:00 Fös 10/1 kl. 20:00 Gamla bíói Lau 18/1 kl. 20:00 Gamla bíó Mið 18/12 kl. 20:00 Lau 11/1 kl. 20:00 Gamla bíó Sun 19/1 kl. 20:00 Gamla bíó Fim 19/12 kl. 20:00 Sun 12/1 kl. 20:00 Gamla bíó Fös 20/12 kl. 20:00 Mið 15/1 kl. 20:00 Gamla bíó Flytur í Gamla bíó í janúar v. mikilla vinsælda Hamlet (Stóra sviðið) Lau 11/1 kl. 20:00 Frums. Lau 18/1 kl. 20:00 4.k. Sun 26/1 kl. 20:00 7.k. Sun 12/1 kl. 20:00 2.k Sun 19/1 kl. 20:00 5.k. Fös 31/1 kl. 20:00 8.k. Fim 16/1 kl. 20:00 3.k. Fim 23/1 kl. 20:00 6.k. Þekktasta leikrit heims Refurinn (Litla sviðið) Lau 21/12 kl. 20:00 12.k Lau 4/1 kl. 20:00 Fim 9/1 kl. 20:00 Sun 22/12 kl. 20:00 Sun 5/1 kl. 20:00 Fim 9/1 kl. 20:00 Glænýtt verðlaunaverk. Spennuþrungið, reifarakennt og margrætt Jólahátíð Skoppu og Skrítlu (Nýja sviðið) Lau 14/12 kl. 11:00 aukas Lau 21/12 kl. 13:00 Fös 27/12 kl. 13:00 Lau 14/12 kl. 13:00 Lau 21/12 kl. 14:30 Fös 27/12 kl. 14:30 Lau 14/12 kl. 14:30 Lau 21/12 kl. 16:00 aukas Lau 28/12 kl. 13:00 Sun 15/12 kl. 11:00 Sun 22/12 kl. 13:00 Lau 28/12 kl. 14:30 Sun 15/12 kl. 13:00 Sun 22/12 kl. 14:30 Sun 29/12 kl. 13:00 Sun 15/12 kl. 14:30 Sun 22/12 kl. 16:00 aukas Sun 29/12 kl. 14:30 aukas Bestu vinkonur barnanna koma okkur í hátíðarskap RAGNHEIÐUR ný ópera eftir Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson FRUMSÝNING Í ELDBORG 1. MARS 2014 GJAFAKORT SELD Í MIÐASÖLU HÖRPU gefðu óperusýningu í jólagjöf
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.