Morgunblaðið - 28.12.2013, Page 8

Morgunblaðið - 28.12.2013, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2013 Fararstjóri: Elísabet Margeirsdóttir 14. - 19. mars Hálfmaraþon í NewYork Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík New York er að margra mati skemmtilegasta borg í heimi og einn vinsælasti viðburður borgarinnar er hálfmaraþonið. Hér gefst því einstakt tækifæri til að láta drauminn verða að veruleika, hlaupa hálfmaraþon í borginni sem aldrei sefur. Verð: 198.700 kr. á mann í tvíbýli. Mikill meirihluti Letta, 60%, erandvígur því að evra verði tekin upp sem gjaldmiðill landsins. Þetta breytir þó engu því að eftir fjóra daga verður evran formlega tekin upp í Lettlandi.    Lettarsam- þykktu á sín- um tíma að ganga í Evrópusambandið og var sú afstaða skiljanleg hjá þjóð sem ella væri sennilega í svipaðri stöðu og Úkraína er nú í gagnvart Rúss- landi.    Fyrir ríki sem áratugum samanmátti sætta sig við að vera undirokað innan Sovétríkjanna var sjálfsagt að komast í sem best skjól í vesturátt til að halda sem tryggi- legast í nýfengið frelsi.    Ísland er í allt annarri og betristöðu og þarf ekki á því að halda að láta segja sér til um gjaldmiðil eða afsala sér stórum hluta full- veldisins vegna aðsteðjandi ógnar.    Staða Letta nú hlýtur að verða Ís-lendingum umhugsunarefni. Sú staðreynd að þeir neyðast um áramótin til að taka upp mynt sem þeir vilja ekki er aðeins enn eitt dæmið um lýðræðishallann í Evr- ópusambandinu og yfirgang stjórn- valda í Brussel.    Og staða Letta hlýtur einnig aðverða til þess að flýta þeirri ákvörðun sem óhjákvæmileg er í tengslum við aðildarumsókn Ís- lands að ESB og aðlögunarferlið allt.    Augljóst er að Ísland mætti aldr-ei lenda í þeirri stöðu sem Lettar eru nú í og tryggasta leiðin til að forðast hana er að slíta við- ræðunum. Lettar neyddir til að taka upp evru STAKSTEINAR Veður víða um heim 27.12., kl. 18.00 Reykjavík -1 skýjað Bolungarvík -2 snjókoma Akureyri -3 snjókoma Nuuk -8 skýjað Þórshöfn 5 skúrir Ósló 0 snjókoma Kaupmannahöfn 6 skúrir Stokkhólmur 2 skýjað Helsinki 5 alskýjað Lúxemborg 7 skúrir Brussel 8 skúrir Dublin 5 skúrir Glasgow 7 skýjað London 10 léttskýjað París 12 skýjað Amsterdam 8 léttskýjað Hamborg 7 léttskýjað Berlín 7 heiðskírt Vín 6 léttskýjað Moskva -1 heiðskírt Algarve 16 skýjað Madríd 12 skýjað Barcelona 13 heiðskírt Mallorca 16 léttskýjað Róm 10 léttskýjað Aþena 12 skúrir Winnipeg -3 skafrenningur Montreal -7 snjókoma New York 1 alskýjað Chicago 0 léttskýjað Orlando 18 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 28. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:23 15:37 ÍSAFJÖRÐUR 12:08 15:02 SIGLUFJÖRÐUR 11:53 14:43 DJÚPIVOGUR 11:01 14:58 Aukin tækni kallar á nýyrði og í Morgunblaðinu í gær var sér- stakur flugbúnaður, sem m.a. er talinn geta nýst við leit að týndu fólki, nefndur flygildi eða drónur. Jón Þóroddur Jónsson fjar- skiptaverkfræð- ingur vill að tækið sé kallað vélfluga. Í 3. útgáfu Ís- lenskrar orða- bókar, sem kom út 2002, segir að flygildi sé eitt- hvað fljúgandi, flugtæki gert af mannahöndum. Í sömu bók er vélfluga skýrð sem vélknúin flugvél. Orðið dróna er ekki til í orðabók en enska nafn- orðið drone er karlbýfluga á ís- lensku. Morgunblaðið greindi frá því 2008 að lögð hefði verið 260 metra flugbraut fyrir flygildi á Hólmsheiði. Fyrirtækið Flygildi ehf. var stofnað í fyrra til að þróa og markaðssetja sjálfvirk flygildi og vélfugl sem flýgur með vængja- slætti. Jón Þóroddur Jónsson situr í orðanefnd rafmagnsverkfræðinga, sem hittist vikulega, og segist að- eins hafa rætt þetta í nefndinni. Hann segir að orðið dróna hafi verið notað um umrætt fyrirbæri sem og flygildi. „Flugvél er vel þekkt fyrirbæri og vélfluga er gott og gamalt íslenskt orð. Það er ná- kvæmlega það sem þetta er, vél- fluga,“ segir hann. Jón Þóroddur áréttar að enska skýringin á dro- nes sé lítil fluga með mótor að fljúga. Vélfluga. „Þetta er fínt orð og miklu auð- veldara í munni heldur en flygildi,“ segir Jón Þóroddur og bætir við að menn greini á um hvort skrifa eigi flygildi, flýgildi eða flígildi. Orðið er frjálst. steinthor@mbl.is Orðið vélfluga frekar en flygildi Morgunblaðið/Golli Jón Þóroddur Jónsson  Jón Þ. Jónsson leggur orð í belg Ferðaskrifstofuleyfi fyrirtækisins Ævintýrareisur ehf., eða Luxury Adventures, við Askalind í Kópa- vogi, hefur verið fellt úr gildi vegna rekstrarstöðv- unar. Innköllun þessa efnis er birt í Lögbirtinga- blaðinu í gær, 27. desember. Starfsemi ferðaskrifstofunnar var trygginga- skyld samkvæmt lögum um skipan ferðamála. Sam- kvæmt lögunum er tryggingu ætlað að endurgreiða fé sem viðskiptavinur hefur greitt vegna svonefndr- ar alferðar, sem enn er ófarin, og til heimflutnings viðskiptavinar úr alferð. Í Lögbirtingi er skorað á viðskiptavini fyrirtækisins að leggja fram skriflegar kröfulýsingar í tryggingarféð innan 60 daga frá birtingunni í Lögbirtingablaðinu. Skal beina kröf- um til skrifstofu Ferðamálastofu á Akureyri. Engar kröfur komnar Helena Karlsdóttir, lögfræðingur Ferðamála- stofu, sagði við Morgunblaðið í gær að engar kröfur hefðu borist. Hún sagði það gerast öðru hvoru að ferðaskrifstofur skiluðu inn leyfum sínum þegar breytingar yrðu á rekstri og fyrirkomulagi á sölu ferða. Þannig þyrfti t.d. ekki ferðaskrifstofuleyfi til að selja ferðamönnum dagsferðir. Ólafur Þorgrímsson, framkvæmdastjóri Luxury Adventures, sagðist ekki reikna með að neina kröf- ur bærust, enda væru honum vitanlega engar úti- standandi ferðir sem hefði verið selt í en ekki farn- ar. Verið væri að breyta rekstrinum og skipta um áherslur. Starfsemin héldi áfram með öðru sniði en Ólafur sagði starfsfólki hafa fækkað síðan í sumar, þegar háannatíminn er í ferðamennskunni. bjb@mbl.is Ævintýrareisur skila inn leyfinu  Eigandinn segist ætla að breyta um áherslur hjá ferðaskrifstofunni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.