Morgunblaðið - 28.12.2013, Page 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2013
Stöndum öll saman sem ein þjóð
Sýnum kærleik og samkennd í verki.
Við megum ekki gleyma fátæka fólkinu
á Íslandi. Jólasöfnun er hafin hjá
Fjölskylduhjálp Íslands.
Hjálpið okkur að hjálpa öðrum.
Margt smátt gerir eitt stórt.
546-26-6609, kt. 660903-2590
Guð blessi ykkur öll.
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
• www.hjahrafnhildi.is
Vertu vinur okkar
á Facebook
Gleðilega hátíð!
Sparifatnaður í úrvali
gisting.dk
499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími)
Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900
Kaupmannahöfn
Óskum viðskiptavinum
okkar og landsmönnum
öllum gleðilegra jóla
og farsældar
á komandi ári
Þökkum ánægjuleg
viðskipti á liðnu ári
Bonito ehf. | Friendtex | Faxafen 10 | 108 Reykjavík
Sími 568 2870 og 568 2878 | www.friendtex.is | www.praxis.is
... Þegar þú vilt þægindi
Verð 366.000 kr.
Opið 27. des. kl. 12-18
28. des. kl. 12-14
30. des. kl. 11-18
25%
afslátturGildir til áramóta
Svissnesk verðlaunahönnun
Ótrúlegur hljómburður
108° hljóðdreifing
Engir hátalararasnúrur
3 stærðir - 3 litir
hljomsyn@hljomsyn.com Ármúla 38 | Sími 588 5010
www.hljomsyn.com
www.genevalab.com
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Í upphafi greip mig einhver sú kergja að ef lagt yrði á
brattann færum við ekki á þessi fjöll hér í nágrenni borg-
arinnar sem flestir ganga á,“ segir Trausti Pálsson. „Á
nýársdag í fyrra var gengið á Fjallið eina og Sandfell hér
suður við Kleifarvatn og síðan hafa fjöllin verið tekin eitt
af öðru. Annars hefur þetta bara verið spilað eftir eyranu
hverju sinni. Suma dagana hafa þetta bara verið léttar
gönguferðir í nágrenni borgarinnar.“
Fjölgar í hópnum og mátulega langt
Á sérhverjum þriðjudegi allt þetta ár hefur Trausti
farið fyrir flokki vaskra göngufélaga, hópi sem kallar sig
Fallega fólkið og er ferðinni á hverjum þriðjudegi kl. 18.
„Mig vantaði hreyfingu og félagsskap og lagði einn af
stað. Síðan hefur þetta undið upp á sig og ferðafélögum
fjölgað jafnt og þétt,“ segir Trausti sem er í göngu-
klúbbnum Vesen og vergangur. Fólkið í þeim hópi held-
ur saman í gegnum fésbók og þar og þannig er miðlað
upplýsingum um um hvert haldið skuli hverju sinni.
Vergangsfólk er yfirleitt á ferðinni um helgar og þótti
Trausta tilvalið að bæta þriðjdeginum við. Talsvert sé
um að fólk sé í báðum þessum hópum, en sumir láta ferð-
ir Fallega fólksins duga.
„Á þriðjudegi höfum flest verið þrjátíu, stundum fimm
til tíu og ég einn í nokkur skipti. Auðvitað er fjöldi þátt-
takenda aukaatriði. Meginmálið er félagsskapurinn og
að hreyfa sig eitthvað. Ferðirnar eru líka mátulega lang-
ar; yfirleitt gengnir fimm til sjö kílómetrar og ferðin um
það bil tveir tímar,“ segir Trausti og nefnir í þessu sam-
bandi göngur um Heiðmörkina, við Elliðavatn, í Hádeg-
ismóum, Grafarholti og þar í kring. Og á árinu sem nú er
að brenna út hefur Trausti aðeins misst einn þriðjudag
úr – og var þá löglega forfallaður vegna veikinda.
Í Dreka og Landmannahelli
„Í sumar var ég með fjölskyldunni í löngu ferðalagi.
Var á þriðjudegi við Dreka við Öskju og gekk þá upp í
Dyngjufjöllin og fór aftur í eitthvert príl réttri viku síðar
og var þá kominn suður að Landmannahelli. Meginmálið
er að hafa gaman að þessu,“ segir Trausti sem hóf að
stunda útivist og gönguferðir fyrir um fimmtán árum.
Byrjaði þá í áhlaupsferð yfir Fimmvörðuháls og hefur
verið nánast óstöðvandi síðan.
Og þriðjudagsferðirnar halda áfram. „Auðvitað,“ segir
Trausti. Að vísu ber nýársdag nú upp á miðvikudag – og
þá verður gengið á sömu fjöll á Reykjanesskaganum og
fyrir ári. Þann 7. janúar verða ferðirnar svo aftur komn-
ar á rétt ról þriðjudaganna – og eru öllum opnar án þátt-
tökugjalds.
Gengur alla þriðjudaga
Held auðvitað áfram á nýju
ári, segir Trausti Pálsson
Morgunblaðið/RAX
Göngugarpur „Auðvitað er fjöldi þátttakenda auka-
atriði. Meginmálið er félagsskapurinn,“ segir Trausti.
Flestir þeirra viðskiptavina Símans
sem hringdu í vini og vandamenn er-
lendis á jóladag hringdu til Banda-
ríkjanna og Danmerkur. Fyrirtækið
bauð viðskiptavinum sínum að
hringja án endurgjalds úr heimasím-
um á jóladag í farsíma og heimasíma
erlendis.
Á eftir fyrrnefndu löndunum
tveimur hringdi fólk mest í númer í
Noregi, Svíþjóð og Bretlandi. Þar á
eftir komu Þýskaland, Pólland, Fil-
ippseyjar og Kanada.
Samkvæmt upplýsingum Símans
nýttu margir viðskiptavinir sér þjón-
ustuna þar sem
þrefalt fleiri
hringdu til
Bandaríkjanna
og Danmerkur á
jóladag en á að-
fangadag. Símtöl-
in til Kanada sex-
földuðust og þau
fjórfölduðust til
Filippseyja á milli
hátíðardaganna.
Þá var hvert símtal um helmingi
lengra á jóladag en á aðfangadag
eða um tólf mínútur að jafnaði.
Hringdu mest til
Bandaríkjanna
Fleiri símtöl til útlanda og lengri
Margir hringdu til
útlanda um jólin.