Morgunblaðið - 28.12.2013, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 28.12.2013, Qupperneq 11
Morgunblaðið/Rósa Braga Sol Ísland heillaði Soledad Sanchez og nýtur hún þess að læra allt um það er snýr að íslenskri matargerð. hvers vegna hún hafi lagt mat- reiðsluna fyrir sig svarar hún því til að það hafi í raun verið fyrir al- gjöra tilviljun, eða jafnvel slysni. „Þegar ég var fimmtán ára unnu vinir mínir fyrir sér á hinum ýmsu veitingastöðum í sumar- leyfum enda voru flestir þeirra nokkuð eldri en ég. Ég væflaðist í kringum þau á meðan og dag einn þegar ég sat úti í horni og beið spurði einn á staðnum hvort ég vildi ekki vinna mér inn aur og þar með var ég komin í eldhúsið,“ segir hún. Að menntaskóla loknum áttaði hún sig á því að eldhúsið og mat- reiðslan átti hug hennar allan og því lærði hún til matreiðslumeist- ara. Eldhúsið á El Bulli Fyrir um áratug varð Sol þess heiðurs aðnjótandi að fá að vinna með einvalaliði kokka á einum frægasta veitingastað heims, El Bulli undir handleiðslu meistara- kokksins Ferran Adrià. Staðurinn var opnaður árið 1983 og lokað árið 2011, þá kominn með þrjár Michelin-stjörnur. Á þeim árum sem staðurinn var vinsælastur bárust yfir milljón borðapantanir á ári en aðeins 8.000 gestir fengu borð. „Þegar ég vann þarna vorum við 55 matreiðslumenn í rúmlega fullu starfi í eldhúsinu en gestirnir voru yfirleitt ekki fleiri en fimmtíu á dag og því rúmlega einn kokkur á hvern gest. Þá var tveggja ára bið- listi eftir borði á El Bulli,“ segir Sol um þennan ævintýralega tíma. „Þeir sem afreka það að vinna þar í heilt ár, lifa það af, fá boð um að vera hluti af teyminu en vandinn er sá að launin voru ekki svo góð og vinnan hrikalega krefjandi,“ segir Sol sem þurfti, eins og aðrir starfsmenn að vinna allt að tuttugu klukkustundir á dag. „Þetta var auðvitað erfiðis- vinna en reynslan af því að fá að vinna með Ferran Adrià og bróður hans er ómetanleg og mögnuð.“ Að ári loknu í eldhúsinu á El Bulli hélt hún, reynslunni ríkari af stað í ferðalög um heiminn og er enn að. Þegar hún er spurð út í hvað henni þyki skemmtilegast að elda segir Sol að skemmtilegast þyki henni að útbúa forrétti. „Því þeir koma fólki mest á óvart. Maður getur komið bragðlaukunum veru- lega á óvart í byrjun máltíð- arinnar,“ segir hún. Vinnudagur kokksins getur verið æði langur og því ekki endilega freistandi að fara beint heim að elda sér mat: „Ég er skelfileg í að elda fyrir sjálfa mig. Uppáhaldsmaturinn minn er McDo- nald’s. Ég elska McDonald’s,“ segir kokkurinn góði Soledad Sanchez. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2013 Orðaspilið Scrabble á sér býsna skemmtilega sögu en það hefur verið til nokkuð lengi. Árið 1948 fékk arkitektinn Alfred Mosher Butts einkaleyfi fyrir spilinu en hann hafði þá verið atvinnulaus um hríð í kjölfar kreppunnar miklu í Bandaríkjunum. Butts skoðaði forsíðu blaðsins The New York Times vandlega um skeið og sá hversu oft einstaka stafir komu fyrir. Þannig ákvarðaði hann hversu mörg stig hver stafur gat gef- ið, eftir því hversu algengur hann var á forsíðunni. Fyrstu fjögur árin var framleiðsla spilsins hreint og klárt basl en svo er eins og áhugasamir hafi tekið við sér. Scrabble er til á íslensku og hafa þeir hörðustu kallað það Skrafl. Spilið selst mjög hratt upp þegar nýtt upplag kemur í búðir og því get- ur reynst erfitt að eignast það. Í fjölmörgum löndum hefur Scrabble verið notað við kennslu enda gott og gilt tæki til að efla orða- forða ungra sem aldinna. Gangur spilsins er sá að hver leik- maður dregur sjö stafi úr taupoka og leggur á grænan stand sem spilinu fylgja. Þannig er tryggt að aðrir leik- menn sjái ekki stafina hjá hinum. Einn leikmaður í einu reynir að mynda orð úr stöfunum sem hann hefur en orðið verður að passa við eitthvað annað eða einhver önnnur orð á leiks- pjaldinu. Stigin eru talin í hverri um- ferð og skrifuð í blokk sem spilinu fylgir og að lokum vinnur sá leik- maður sem flest stig hefur fengið. Aldur: 10+ Verð: Um 6.000 krónur Kostir: Spil sem fær leikmenn til að hugsa vandlega og eykur málvitund fólks. Oft er gott að hafa orðabók við höndina til að taka af allan vafa um að orð sé til. Ókostir: Uppselt að því er virðist á landinu öllu eins og er. Sölustaðir: Spilavinir og bókabúðir (þegar það er fáanlegt). Spil vikunnar: Scrabble Spil sem varð til í kreppu Óhætt er að segja að tímamót séu í dag á sjúkrahúsinu Vogi því þrjátíu ár eru liðin síðan fyrstu sjúklingarnir fengu þar hjálp. Bygging sjúkrahúss- ins markaði tímamót í meðhöndlun á alkóhólisma hér á landi. 24.000 einstaklingar hafa fengið meðferð á Vogi síðastliðin þrjátíu ár og hefur þekkingin aukist verulega á sama tímabili. Af þessu tilefni verður glaðst í Vonarhúsnæði SÁÁ í Efstaleiti frá klukkan 15-17 í dag. Dagskráin er með fjölbreyttu móti. Páll Óskar og Monika flytja tónlist, Hljómskálakvintettinn þeytir lúðra og ljósmyndarinn Spessi opnar ljós- myndasýningu með myndum úr sögu Vogs. Til að kóróna afmælisveisluna mun kokkurinn Þórir Bergsson töfra fram ljúffengar veitingar. Allir eru velkomnir á fögnuðinn. Vogur þrítugur Vogur Tímamót urðu í meðhöndlun alkóhólisma þegar Vogur var opnaður. Afmælisveisla Seðlabanki Íslands Gjaldeyrisútboð Seðlabanki Íslands mun halda þrjú gjaldeyrisútboð 4. febrúar 2014. Útboðin þrjú eru liður í losun hafta á fjármagnsviðskiptum, samanber áætlun Seðlabankans um losun gjaldeyrishafta frá 25. mars 2011 (http://sedlabanki.is/afnam) og skilmála Seðlabanka Íslands um gjaldeyrisviðskipti samkvæmt fjárfestingarleið að losun gjaldeyrishafta frá 18. nóvember 2011 með síðari breytingum (http://sedlabanki.is/fjarfesting). Útboð í fjárfestingarleið Seðlabanki Íslands býðst til að kaupa evrur í skiptum fyrir íslenskar krónur til fjárfestingar til langs tíma í íslensku atvinnulífi. Lág- marksfjárhæð til þátttöku í útboðshluta fjárfestingarleiðarinnar eru EUR 25.000. Fjármálafyrirtæki sem gert hafa samstarfssamning við Seðlabanka Íslands um milligöngu munu annast framlagningu umsókna um fyrirhugaða þátttöku fjárfesta í útboðinu samkvæmt fjárfestingarleiðinni. Það útboð er opið fjárfestum sem hafa fengið samþykkta umsókn um þátttöku í fjárfestingarleið. Frestur til að skila inn umsóknum rennur út í dagslok 15. janúar n.k. Útboð í ríkisverðbréfaleið Seðlabanki Íslands býðst til að kaupa evrur gegn greiðslu í ríkisverðbréfum í flokknum RIKS 33 0321. Lágmarksfjárhæð til þátttöku í ríkisverðbréfaleiðinni eru EUR 10.000. Tilteknir aðalmiðlarar á skuldabréfamarkaði hafa milligöngu um viðskipti í útboðinu gegn greiðslu í ríkisverðbréfum. Útboð um kaup á krónum gegn greiðslu í erlendum gjaldeyri Seðlabanki Íslands kallar eftir tilboðum frá aðilum sem vilja selja íslenskar krónur gegn greiðslu í reiðufé í erlendum gjaldeyri. Við- skiptabönkum er boðið að hafa milligöngu um viðskiptin um kaup á íslenskum krónum í skiptum fyrir erlendan gjaldeyri. Seðlabankinn áskilur sér rétt til að takmarka heildar viðskiptamagn með hliðsjón af áhrifum útboðanna á lausafjárstöðu fjármálafyrir- tækja. Endanleg útboðsfjárhæð ræðst af þátttöku. Útboðsfyrirkomulag er með þeim hætti að öll samþykkt tilboð bjóðast fjárfestum á sama verði (e. single price). Uppgjör viðskipta í útboðunum þremur verður 3 dögum eftir að útboði lýkur. Tilboðum skal skilað eigi síðar en 4. febrúar 2014. Nánari lýsingu á framkvæmd útboðanna þriggja er að finna í útboðsskilmálum. Útboðsskilmála og yfirlit um milligönguaðila, aðalmiðlara og viðskiptabanka má finna á heimasíðu Seðlabankans http://sedlabanki.is/utbod. Næsta gjaldeyrisútboð verður haldið 18. mars 2014. Nánari upplýsingar veita milligönguaðilar, aðalmiðlarar og viðskiptabankar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.