Morgunblaðið - 28.12.2013, Page 16
FRÉTTASKÝRING
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Nýliðun lunda í Vestmannaeyjum
hefur verið neikvæð í ellefu ár
samfleytt. Þar hefur verið fram-
kvæmd lengsta rannsókn á við-
komu lunda hérlendis. Lundaveiðar
í Eyjum hafa verið ósjálfbærar all-
an þann tíma. Athuganir Papey-
inga benda til viðvarandi pysju-
dauða þar allt frá 2005.
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu
fuglafræðinganna Erps Snæs Han-
sen og Arnþórs Garðarssonar. Nú-
verandi viðkomubrestur lundans í
Vestmannaeyjum hófst árið 2003.
„Ungfuglastofninn er nú næstum
horfinn og vantar um 2 milljónir
fugla í stofninn eða helming stofns-
ins eins og hann var samsettur fyr-
ir 2003,“ segir m.a. í skýrslunni.
Erpur Snær segir vísbendingar
vera um að ungfuglinn sé horfinn
víðar en í Vestmannaeyjum. Það sé
líklega lítið sem ekkert eftir af
ungfugli á hlýsjávarsvæðinu við
sunnan- og vestanvert landið. Um
75% varpstofns lunda hér við land
hafa verið á þessu svæði.
Árleg meðalveiði lunda í Vest-
mannaeyjum á árunum 1968-2007
var um 77.600 fuglar á ári. Fram
kom á liðnu vori í Morgunblaðinu
að frumútreikningar bentu til þess
að þessar veiðar hefðu verið ósjálf-
bærar. Frumútreikningarnir hafa
verið dregnir til baka því nýir út-
reikningar sýna að veiðarnar á
þessu tímabili hafi verið innan
sjálfbærnimarka.
Eftirlit með myndavélum
Erpur Snær og samstarfsmenn
hans hafa stundað viðamiklar
rannsóknir á viðkomu lundans
hringinn í kringum landið undan-
farin ár. Á síðasta sumri voru farn-
ir tveir leiðangrar umhverfis land-
ið til gagnaöflunar. Tólf
lundabyggðir hringinn í kringum
landið voru heimsóttar. Ábúðar-
hlutfall á hverjum stað var mælt
með holumyndavél og viðkoma
mæld.
Erpur hefur sótt um styrk til
Veiðikortasjóðs vegna kaupa á sex
sjálfvirkum myndavélum. Þær er
hægt að nota til að fylgjast með af-
drifum varpsins, fæðusamsetningu
og mötunartíðni á afmörkuðu svæði
í lundavarpi. Erpur segir að sér-
stakur hugbúnaður geti unnið úr
myndunum og tegundagreint fæð-
una sem lundarnir bera í ungana.
Þannig sést hvort það er t.d. sand-
síli eða loðna sem pysjurnar fá.
Boð Tom Hart, prófessors við
Oxford-háskóla, um þátttöku í al-
þjóðlegu samstarfi um lundarann-
sóknir hefur verið þegið. Hart hef-
ur notað sjálfvirkar myndavélar við
rannsóknir á mörgæsum á Suð-
urskautslandinu. Sótt verður um
styrk erlendis til kaupa á tugum
sjálfvirkra myndavéla sem notaðar
verða í íslenskum lundabyggðum
og víðar við Norður-Atlantshafið
við að fylgjast með viðkomu lund-
ans.
Ungfugl lunda er víða horfinn
Íslendingum boðið í alþjóðlegt samstarf um lundarannsóknir Ráðgert er að setja upp sjálfvirkar
myndavélar í lundabyggðum Hugbúnaður getur greint hvaða fæðu lundinn ber í pysjurnar
Morgunblaðið/Eggert
Lundar Talið er að í Vestmannaeyjum vanti um tvær milljónir ungfugla í lundastofninn eða um helming stofnsins
eins og hann var fyrir árið 2003. Árum saman hefur varp lundans misfarist við Suður- og Vesturland.
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2013
REYKJAVÍK
kl.: 17:00 til 19:00
Fundarstaður: Stórhöfði 25, 3 hæð.
DAGSKRÁ:
Málefni vélstjóra á sjó
V M - F É L A G V É L S T J Ó R A O G M Á L M T Æ K N I M A N N A
St ó r h ö f ð a 2 5 - 1 1 0 R e y k j av í k - 5 7 5 9 8 0 0 - w w w. v m . i s
Nánari upplýsingar á heimasíðu VM, www.vm.is.
VM heldur félagsfund í Reykjavík mánudaginn 30. desember.
FÉLAGSFUNDUR VM
F é l a g s v é l s t j ó r a o g m á l m t æ k n i m a n n a
Lundarannsóknir 2013 er heiti
nýrrar skýrslu eftir fuglafræð-
ingana dr. Erp Snæ Hansen,
sviðsstjóra vistfræðirannsókna
við Náttúrustofu Suðurlands,
og dr. Arnþór Garðarsson, pró-
fessor emeritus við Háskóla
Íslands. Í skýrslunni er greint
frá vöktun viðkomu, fæðu og
líftölu og könnun vetrarstöðva
lundans. Um er að ræða
skýrslu til Veiðikortasjóðs sem
styrkt hefur lundarannsóknir
hér á landi undanfarin ár.
Eins og fram hefur komið í
fréttum hefur lundinn átt erf-
itt uppdráttar mörg undan-
farin ár. Varp hefur misfarist
og pysjur ekki komist upp við
sunnan- og vestanvert landið.
Ástæður þess hafa m.a. verið
raktar til hlýnunar sjávar og
hruns í sandsílastofninum.
Sandsílið er mikilvæg fæða
fyrir pysjurnar og eins full-
orðnu lundana, ekki síst um
varptímann.
Hægt er að lesa skýrsluna á
vef Náttúrustofu Suðurlands
(www.nattsud.is).
Lundinn
rannsakaður
LUNDARANNSÓKNIR 2013
Um þessar mundir stendur yfir sýn-
ing í Safnahúsinu í Borgarnesi um
hagleiksmanninn og listunnandann
Hallstein Sveinsson. Þar má sjá
listaverk frá blómatíma íslenskrar
myndlistar um miðja síðustu öld en
Hallsteinn rammaði inn myndir fyrir
listamenn á þeim tíma og átti þá
marga að góðum vinum.
Samkvæmt upplýsingum frá
Safnahúsinu hefur sýningin verið
mjög vel sótt og m.a. margir komið
sem þekktu Hallstein persónulega.
Meðal þeirra eru bræðurnir Jónas,
Hávarður og Ingólfur Helgi
Tryggvasynir sem komu á sýn-
inguna skömmu fyrir jól. Þekktu
þeir Hallstein að góðu þegar þeir ól-
ust upp í Háaleitishverfinu í Reykja-
vík um og uppúr 1960. Hallsteinn
átti hús á þeim slóðum sem kallað
var Uppland. Húsið stóð við Háaleit-
isveg, nú Háaleitisbraut, en var rifið
árið 1971 þegar Hallsteinn flutti í
Borgarnes.
Ýmsir listamenn og vinir Hall-
steins voru þar heimagangar um
árabil, en það átti líka við um krakka
í hverfinu sem komu oft til Hall-
steins. Leyfði hann þeim m.a. að
smíða hitt og þetta á verkstæðinu
sínu og búa til sinn ævintýraheim.
Bræðurnir þrír segjast minnast
Hallsteins með mikilli hlýju og
glöddust þeir við að sjá handverk
hans á sýningunni í Borgarnesi. Við
brottför rituðu þeir eftirfarandi í
gestabók Safnahússins:
„Fortíðarþráhyggja hríslaðist um
okkur, þegar við sáum sýninguna
um Hallstein vin okkar. Hann leyfði
okkur oft að dunda við smíðar, hvort
sem það var eilífðarvél eða raf-
magnsgítar. Blessuð sé minning
hans.“
Sýningin um Hallstein Sveinsson
stendur yfir fram að 28. janúar nk.
og er opin alla virka daga frá kl. 13
til 18 í Safnahúsinu í Borgarnesi.
Bræður Ingólfur Helgi, Jónas og Hávarður Tryggvasynir með hönd undir
kinn, eins og sumar myndirnar í Safnahúsinu sýna Hallstein Sveinsson.
Minntust Hallsteins
Sýning um Hallstein Sveinsson mjög
vel sótt í Safnahúsinu í Borgarnesi
Minningar Uppland, hús Hallsteins
við Háaleitisveg í Reykjavík.