Morgunblaðið - 28.12.2013, Síða 23
FRÉTTIR 23Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2013
idex.is - sími 412 1700
framl.- sölu- og þjónustuaðili
Schüco á Íslandi
- merkt framleiðsla
álgluggum ehf.
!
"
#
$%"
&
'
Fjölbreytilegt útlit hentar mismunandi
tegundum bygginga
ÁLGLUGGAR
- þegar gæðin skipta máli
www.schueco.is
Hefð er fyrir því vestanhafs að kvikmyndahúsin fyllist
af gestum á jólum. Jólin í ár voru engin undantekning
og var miðasalan sú næstbesta í sögu Hollywood. Tölur
frá bandarísku kvikmyndaverunum benda til þess að
jólasalan þar í landi hafi samtals numið 78 milljónum
dala. Betri hefur jólasalan ekki verið síðan 2009 þegar
kvikmynd um ævintýri Sherlock Holmes leiddi sölutöl-
urnar.
MarketWatch segir miðasöluna í ár frábrugðna árinu
2009 þegar Sherlock gnæfði yfir samkeppnina með 24,6
milljónir dala í tekjur. Fimm söluhæstu myndirnar þessi
jólin voru allar á svipuðu reki hvað sölutölur varðar og
aldrei meira en tveggja milljóna dala bil á milli þeirra.
Flestir sáu kvikmyndina um ævintýri Hobbitans.
Myndin halaði inn 9,3 milljónum dala á miðvikudag og
hefur á tveimur vikum aflað um 150 milljóna í seldum
miðum. Í öðru sæti hafnaði The Wolf of Wall Street í
leikstjórn Martin Scorsese, þar sem Leonardo DiCaprio
leikur fjárglæframann. Myndin var frumsýnd á jóladag
og námu miðasölutekjurnar 9,1 milljón dala. Í þriðja
sæti var gamanmyndin Anchorman 2, með 8,1 milljón í
tekjur og um 56 milljónir í heildina eftir átta daga í sýn-
ingu. Íslandsmyndin um Walter Mitty, með Ben Stiller í
aðalhlutverki, var fjórða söluhæsta myndin vestanhafs á
jólum og spennumyndin American Hustle hafnaði í
fjórða sæti. ai@mbl.is
Landslag Íslandsmynd Ben Stiller um Walter Mitty var fjórða aðsóknarmesta kvikmyndin vestanhafs á jóladag.
Næstbestu jólin hjá
kvikmyndahúsum í BNA
Miðasölutekjur hafa ekki verið meiri síðan 2009
Bilun kom upp í netsölukerfi banda-
ríska flugfélagsins Delta á fimmtu-
dagsmorgun og varð til þess að al-
menningur gat keypt sér flugfar með
miklum afslætti. CNN greinir frá því
að viðskiptavinir flugfélagsins keyptu
sér m.a. flug frá Boston alla leið til
Honolulu fyrir litla 68 dali, jafnvirði
um 7.800 kr, og frá Oklahomaborg til
St. Louis fyrir rösklega 12 dali eða
um 1.800 kr. Undir venjulegum
kringumstæðum hefðu sömu miðar
kostað að lágmarki um 85.000 og
33.000 kr, miðað við niðurstöður úr
flugferðaleitarvélinni Dohop.com
Talsmaður flugfélagsins fékkst
ekki til að gefa upp hversu margir
miðar seldust á þessu óeðlilega verði
en fréttir af afsláttarverðunum bár-
ust hratt um samfélagsmiðla.
Delta mun taka gilda alla þá miða
sem keyptir voru á lækkuðu verði.
Bendir MarketWatch á að bæði geti
það haft slæm áhrif á ímynd flug-
félags að þræta við viðskiptavini í til-
vikum sem þessum og þar að auki
meina bandarísk lög flugfélögum að
breyta miðaverði hafi miðakaupin
verið staðfest, jafnvel þótt um sé að
ræða tölvuvillu.
Hlutir í Delta höfðu lækkað um
3,3% um miðjan dag á föstudag.
ai@mbl.is
Tölvubilun
hjá Delta
Villa í sölukerfi
lækkaði miðaverð