Morgunblaðið - 28.12.2013, Side 31

Morgunblaðið - 28.12.2013, Side 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2013 ✝ Guðrún LáraArnfinnsdóttir fæddist á Vestra- Miðfelli í Hvalfjarð- arströnd þann 28. des. 1919, hún lést á Dvalarheimilinu Höfða 16. desem- ber 2013 Lára var dóttir hjónanna Ragnheiðar Jón- asdóttur húsmóður, f. 4. mars 1891, d. 31. jan. 1984, og Arnfinns Scheving Björnssonar skipa- smiðs, f. 16. des. 1893, d. 13. okt. 1970. Hún var næstelst 10 systk- ina, elstur var Björn Scheving, f. 1918, d. 1990, og yngri voru; Guðrún Aðalheiður, f. 1921, d. 2008, Sigríður, f. 1922, d. 2006, Ásdís, f. 1924, d. 2004, Jónas Scheving, f. 1925, Grétar Schev- ing, f. 1927, d. 1927, Arnfinnur þeirra eru: Arnfinnur Guð- mundur, Eyjólfur og Sigríður Margrét. Langömmubörnin eru 23 og langalangömmubörnin 11. Lára ólst upp á Vestra- Miðfelli. Hún fór ung að létta undir með móður sinni og gekk í öll verk. Faðir hennar sótti vinnu á Akranes. Lára hlaut hefðbundna skólagöngu þess tíma og fór kennslan fram á heimilinu. Hún var einn vetur vinnukona í Reykjavík. Á átj- ánda ári flutti hún að Hrafna- björgum til Guðmundar manns- efnis síns og bjó þar til 1997 er hún flutti á Akranes. Eftir að hún flutti að Hrafna- björgum sinnti hún heimili og bústörfum. Um 1970 hóf hún störf í Olíustöðinni í Hvalfirði og var síðar matráður hjá Ís- lenskum aðalverktökum í Hval- firði. Lára lauk starfsævinni hjá Hval hf. þá komin fast að sjö- tugu. Síðustu árin bjó Lára á Dvalarheimilinu Höfða. Lára verður jarðsungin frá Hall- grímskirkju í Saurbæ laug- ardaginn 28. desember 2013 kl. 14. Scheving, f. 1929, Margrét, f. 1930, og Ragnar Schev- ing, f. 1932, d. 1992. Lára giftist Guð- mundi Brynjólfs- syni, f. 18. des. 1915, d. 23. maí 1998, bónda á Hrafnabjörgum. Börn þeirra eru; 1. Ásta Bryndís, f. 30. júní 1938, maki Jón Ottesen, f. 1927, d. 1988, börn þeirra eru: Petrína Helga, Guðmundur, Brynjólfur, Guðrún Lára, Odd- ur Pétur og Arnfinnur Teitur. 2. Arnfinnur, f. 8. okt. 1939, d. 29. jan.1968, unnusta Helga Björns- dóttir, f. 1948, dóttir þeirra er Adda Lára. 3. Ragnheiður, f. 25. mars 1956, maki Steinar Matt- hías Sigurðsson, f. 1954, börn Mig langar að minnast ömmu minnar, Guðrúnar Láru Arn- finnsdóttur, nokkrum orðum. Langri og viðburðaríkri ævi er lokið og margs er að minnast og margt að þakka. Mér er efst í huga þakklæti fyrir hvað hún átti góða ævi, hún var hamingjubarn. Amma hafði létta lund og kunni að njóta lífsins. Hún fékk þó erfið verkefni á lífsleiðinni, það erf- iðasta þegar hún missti einkason sinn af slysförum. Hún mætti þeim örlögum sem öðrum af still- ingu og æðruleysi. Amma var okkur afkomendum sínum góð fyrirmynd, sjálfstæð og sterk kona sem treysti á sjálfa sig í ölduróti lífsins. Hún var oft hrædd um að börn og barnabörn færu sér að voða en ég held að hún hafi aldrei óttast um sjálfa sig a.m.k. fannst mér að hún gæti allt. Hún keyrði hratt, þekkti og spjallaði við alla, það gustaði af henni. Hún gætti þess alltaf að vera smart í tauinu, hún fylgdist vel með nýjungum og ef hún sá eitthvað sem henni þótti fallegt sagði hún gjarnan, ég ætti kannski að fá mér svona. Amma og afi áttu hamingju- samt hjónaband, þau voru dásam- lega ólík eiginlega fullkomið jin og jang. Afi þessi hægláti og ljúfi maður en amma röggsöm og fé- lagslynd skvísa. Það var áfall þeg- ar afi fékk heilablóðfall og ljóst var að hann þyrfti meiri umönnun en unnt var að veita honum heima á Hrafnabjörgum. Amma hugsaði í lausnum, hún sá að það yrði erf- itt að keyra daglega á Sjúkrahús- ið á Akranesi til að sinna honum, hún festi því kaup á íbúð á Akra- nesi og flutti þangað. Fyrst bjó hún í fjölbýlishúsi við Einigrund, en þaðan flutti hún í litla íbúð við hlið dóttur sinnar og móður minn- ar sem sinnti henni vel og það gerði henni kleift að búa í eigin íbúð lengur en annars hefði orðið. Síðustu árin bjó amma á dvalar- heimilinu Höfða. Hún naut ver- unnar og félagsskaparins þar meðan heilsa og kraftar leyfðu. Lengst af var hún líkamlega hraust en minnið varð brigðult. Það er erfitt að horfa á eftir litrík- um og skemmtilegum karakter í óminni heilabilunar og undir það síðasta fannst manni persónan amma Lára horfin sjónum okkar, sem var sárt en henni leið vel og það skipti mestu máli. Síðustu mánuði dró smátt og smátt af henni og hún fékk hægt andlát hinn 16. desember sl. Það var frið- ur yfir henni á kveðjustund. Hún verður jarðsungin á afmælisdag- inn sinn 28. desember. Mig langar að þakka mömmu og Röggu fyrir að annast hana vel eftir að hún þurfti umönnunar við og einnig langar mig að þakka starfsfólki Höfða góða umönnun, hlýju og nærgætni. Elsku amma, hafðu þökk fyrir allt og allt. Farðu í friði og eigðu góða heimkomu. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Þín. Petrína (Peta). Í dag, 28. desember, er fæðing- ardagur langömmu minnar, Láru. Í stað þess að fagna með henni 94 ára afmælinu þá kveðjum við hana hinsta sinni. Það var þreytt kona sem kvaddi okkur morgun- inn sem hún lést. Södd lífdaga. Amma var sterk kona sem gekk í gegnum meiri áföll og missi en nokkur ætti að þurfa að gera. Hún bognaði en brotnaði aldrei. Svo sterk, og tókst á við hlutina með æðruleysi. Glæsilegust kvenna var hún fram á síðasta dag og mjög umhugað um útlit sitt og klæðaburð. Nett og svo glæsileg. Teinrétt í baki og létt á fæti lengst framan af. Eiginlega bara skvísa, ef ég má nota það orð. Ein mesta skvísa sem ég hef þekkt. Sjálf- stæð með eindæmum. Í minning- unni man ég ekki eftir henni og afa saman í bíl, öðruvísi en að hún sæti undir stýri. Gæti það reynd- ar verið af því að hún hafi haft meiri trú á sjálfri sér sem bíl- stjóra en honum. Fyrirmyndar húsmóðir sem átti fallegt heimili og ávallt skín- andi hreint. Höfðingi heim að sækja. Hreinskilin og lá ekki á skoðunum sínum. Barngóð og ljúf. Stundum örlítið fljótfær. Fyndin og hafði einstakan húmor, hló mikið og innilega þegar hún sagði mér söguna af því þegar afi sótti hana að Vestra-Miðfelli, á æskustöðvar sínar. Bjó yfir þeim ótvíræða kosti að hafa húmor fyr- ir sínum eigin göllum. Náttúru- unnandi sem hlúði að æðarvarpi sínu á vordögum og reyndi eftir bestu getu að verja það fyrir vargi. Bóndi, sem bæði bjó með kýr og sauðfé, að ógleymdum fið- urfénaðinum sem hún hafði svo gaman af. Mikil prjónakona. Svo frábær kona. Fyrirmynd, amma var kona sem við getum öll að tek- ið okkur til fyrirmyndar. Mig langar að enda kveðju mína á lokalínum ljóðsins Ís- lenska konan eftir Ómar Ragn- arsson en ömmu þótti hann svo frábær og ósjaldan sem maður horfði á Stiklur með henni eða hlustaði á óminn af þeim hjá henni. Og loks þegar móðirin lögð er í mold þá lýtur þú höfði og tár falla á fold. Þú veist hver var skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Það var íslenska konan sem ól þig og gaf þér sitt líf. En sólin hún hnígur og sólin hún rís. Og sjá þér við hlið er þín hamingjudís, sem ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Það er íslenska konan, tákn trúar og vonar, sem ann þér og þér helgar sitt líf. Hafðu þökk fyrir allt, elsku amma. Sigurbjörg Ottesen. Guðrún Lára Arnfinnsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku Lára Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlýta þeim lögum, að gengið sé undir þann allsherjardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu gengin á guðanna fund það geislar af minningu þinni. Guð blessi þig Guðrún Jónsdóttir, Höfða. ✝ SigþrúðurGunnarsdóttir (Dúa) fæddist á Ísa- firði hinn 21. des- ember 1930. Hún lést á Fjórðungs- húsinu á Ísafirði 18. desember 2013. Foreldrar henn- ar voru Gunnar Sigurðsson, skipa- smiður frá Bæjum á Snæfjallaströnd, f. 1907, d. 1996, og Steinunn Sig- urborg Jakobsdóttir, frá Sæbóli í Aðalvík, f. 1905, d. 1986. Systk- ini Dúu voru, Sigríður Erla, f. 1927, d. 1928, Gunnar Snorri, f. 1929, d. 1988, eftirlifandi maki er Erla Ólafsdóttir, María Re- bekka, ógift, f. 1933, d. 2012, Sigurður, f. 1937, kvæntur Erlu Lúðvíksdóttur, Sigríður, f. 1939, gift Einari Hirti Þorsteinssyni og Steinunn Sigurborg, f. 1943, d. 2002, eftirlifandi maki Svein- björn Guðmundsson. Dúa giftist Jóni Rafni Odds- syni (Rabba,) f. 1926, hinn 30. júní 1962. Þau eignuðust tvo syni, Gunnstein og Odd. Gunn- steinn, f. 1961, maki Mariam Esmail og dætur þeirra eru Sara Kristin, f. 2003, og Anja Laila, f. 2006. Fyrir átti hann dótturina Sig- þrúði Margréti, f. 1984, móðir Mar- grét Skúladóttir, og soninn Jón Ágúst, f. 1997, móð- ir Helga Jónsdóttir. Oddur, f. 1962, maki Kolbrún Guð- jónsdóttir, sonur þeirra Jón Rafn, f. 1989, og dótt- ir María Lind, f. 1998. Áður átti Dúa dótturina Kristínu, f. 1952, faðir Karl S. Þórðarson. Maki Kristínar er Ingimar Hall- dórsson og eiga þau Guðbjörgu Þóru, f. 1982, og Gaut Inga, f. 1985. Barnabörnin eru orðin átta og langömmubörnin fimm. Þegar Dúa var eins árs flutti fjölskyldan til Aðalvíkur og bjó þar næstu átta árin. Þá fluttu þau aftur til Ísafjarðar, þar sem hún bjó nær allar götur síðan. Hún vann hin ýmsu störf, en lengst af hjá Landsbanka Ís- lands á Ísafirði. Útför Dúu fer fram í dag, 28. desember 2013, frá Ísafjarð- arkirkju og hefst athöfnin kl. 11. Elsku mamma. Þegar þú komst aftur heim með sjúkraflugi, á afmælisdag- inn þinn í fyrra, þá vissum við öll að þetta væri bara spurning um tíma. Við reyndum að nýta tímann eins vel og hægt var. Þið pabbi fluttuð beint af sjúkrahúsinu, inn í nýju íbúðina ykkar á Hlíf II og komuð ykkur þægilega fyrir. Þar gátum við systkinin ásamt barnabörnum heimsótt ykkur daglega og ætíð var tekið á móti okkur með brosi á vör, þrátt fyrir að heils- an væri ekki alltaf sem best. Þú varst ekki mikið fyrir að sitja auðum höndum, spilaðir bridge í hverri viku og um leið og sumarið lét sjá sig voruð þið pabbi mætt út á púttvöllinn, til að æfa ykkur og keppa. Við hittumst um hverja helgi og spáðum í helgarkrossgátu Morgunblaðsins, en þú lagðir mikla áherslu á að halda höfð- inu í lagi, bæði með miklum lestri og eins með því að glíma við krossgátur og ýmsar þraut- ir. Þú varst líka alveg óhrædd við að reyna nýja hluti, keyptir tölvu og skannaðir inn málverk- in þín til að útbúa falleg afmæl- is- og jólakort. Þú kvartaðir aldrei og jafn- vel þegar þú áttir að mæta til Reykjavíkur í lyfjameðferð og ófært var með flugi, þá taldir þú ekki eftir þér að ferðast í bíl, í vetrarfærð og vondu veðri, og til baka næsta dag. Þegar þú varst búin að ákveða hluti, þá vildir þú helst framkvæma þá strax. Sama var upp á teningnum þegar þú ákvaðst að nú væri komið nóg og ekki þýddi að berjast leng- ur. Þú kvaddir okkur, hvert á sinn hátt, horfðir á uppáhalds- sjónvarpsþáttinn þinn og nokkrum dögum síðar varstu farin. Þú skildir eftir risastórt tómarúm í hjarta mínu, en það rúm verður auðvelt að fylla með góðum minningum um yndislega móður. Guð geymi þig, Oddur. Þessa minningargrein hef ég reglulega skrifað í kollinum, allt frá því að veikindi þín voru ljós fyrir rúmu ári síðan. Nú þegar á hólminn er komið sitja orðin föst, hvernig er hægt að minnast þín í fáeinum orðum? Amma Dúa, konan með rauða hattinn, mín besta vinkona og amma. Hjá þér í Dúukofanum var alltaf heitt á könnunni, þar var þitt ævintýraland. Þar voru allir veggir þaktir málverkum og í hverjum krók og kima mátti sjá smáhluti, hvern með sína sögu. Þar var þinn heima- völlur og þar leið manni alltaf vel. Þú varst ofurkona, lista- kona fram í fingurgóma og frá- bær spunamanneskja í eldhús- inu, dass hér og klípa þar urðu að kræsingum á korteri þegar þú varst í stuði. Enda áttir þú eldhúsáhöld til allra mögulegra og ómögulegra verka. Dúukof- inn var ekki bara minn fasti punktur heldur stoppistöð allr- ar fjölskyldunnar, við rákum inn nefið eftir vinnu og oftast tókst þú á móti okkur með kaffi og kökum, alltaf jafn ánægð og lífsglöð. Þú varst alltaf tilbúin að prófa eitthvað nýtt, hvort sem það var ný uppskrift, fa- cebook eða nýr prentari til að skanna inn málverkin þín. Aldr- ei fannst þér þú of gömul til að takast á við eitthvað spennandi. Þremur dögum fyrir andlát þitt sagðir þú mér að þú værir tilbúin, þú værir ekki hrædd og þú vildir ekki bíða lengi. Þú varst ekkert sérstaklega þol- inmóð og þegar þér datt eitt- hvað í hug, þá varð það helst að gerast í gær. Eins og svo oft áður þá fékkst þú þínu fram- gengt því í þetta sinn var þín sjúkrahúslega ekki löng. Á þessu eina ári hef ég oft hugsað hvernig ég ætti eftir að upplifa þennan tíma sem nú er genginn í garð og aldrei var ég nálægt því að ramba á rétta svarið. Í dag er ég þakklát. Ég er þakk- lát fyrir allar þær frábæru stundir sem við áttum saman, öll ferðalögin, allar heimsókn- irnar, videokvöldin, allan mat- inn sem þú eldaðir ofan í mig, hvort sem ég var svöng eða ekki. Ég er líka þakklát fyrir þær stundir sem við sátum bara saman og gerðum ekki neitt. Ég er þakklát fyrir að hafa átt þig að og að þú hafir náð einu ári með Gunnsteini mínum, litla ljósinu sem kom í heiminn rétt áður en öll ósköp- in dundu yfir. Ég er stolt af því hvernig þú tókst á við veikindi þín af æðruleysi og óbilandi bjartsýni, þú lést ekkert stoppa þig í að njóta lífsins og þú gafst aldrei upp. Ég ætla að minnast þín fyrir það sem þú varst mér og ég ætla að hafa lífsviðhorf þitt að leiðarljósi í mínu lífi. Við dveljum ekki um of í fortíðinni, við njótum dagsins í dag og hlökkum til framtíðarinnar. Elsku amma, ég veit að þú ert strax búin að koma þér vel fyr- ir hvar sem þú ert. Ætli þú sért ekki búin að tengja tölvuna, hella upp á kaffi, baka köku, steikja beikon (því nú ætti bragðskynið að vera komið aft- ur í samt lag), skipuleggja ferðalag á námskeið hjá fær- ustu vatnslitamálurunum, finna einhverja sem spila brids og ná þér í bókasafnskort. Ég ætla ekki að kveðja þig, ég veit við sjáumst aftur og ég safna sög- um fyrir næsta kaffibolla. Skín blíða ljós, vísa mér leið, ég löngun enga hef, að líta fjarskann, bara næsta skref. (Höf. óþekktur) Sigþrúður Margrét Gunnsteinsdóttir. Sigþrúður Gunnarsdóttir ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURLÍN GUNNARSDÓTTIR frá Þingvöllum, lést á sjúkrahúsi Stykkishólms 23. desember. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, ARNFRÍÐUR FELIXDÓTTIR, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund fimmtudaginn 5. desember. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Baldur Einarsson, Steinunn G. Knútsdóttir, Samúel Einarsson, Elín Ragnarsdóttir, Einar Einarsson, Fjóla Felixdóttir, börn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær bróðir okkar, ÁRSÆLL BIRGISSON flugvirki, lést fimmtudaginn 5. desember. Jarðarförin hefur farið fram í Semarang í Indónesíu. Anton Birgisson, Jónína S. Birgisdóttir. ✝ Okkar ástkæra systir og mágkona, LÓA MEEKS, Ólafía Tómasdóttir, Lakewood, Kaliforníu, lést þriðjudaginn 17. desember. Sigmundur Tómasson, Anna S. Jensen, Sigríður M. Tómasdóttir, Erlingur G. Antoníusson, Tómas Ó. Tómasson, Þorbjörg Eiðsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.