Morgunblaðið - 28.12.2013, Page 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2013
✝ Þorsteinn Jó-hannesson
fæddist á Siglufirði
hinn 25. desember
árið 1945. Hann
lést á Heilbrigðis-
stofnun Fjalla-
byggðar á Siglu-
firði 16. desember
2013.
Foreldrar hans
voru Jóhannes
Hjálmarsson, f. 3.
október 1917, d. 3. október
1991, og Kristbjörg Marteins-
dóttir, f. 12. janúar 1918, d. 1.
október 2010. Systkini Þorsteins
eru Kristbjörg, f. 1941, Mar-
teinn, f. 1944, Sigríður, f. 1947,
Hjálmar, f. 1948, Kara, f. 1949,
Kristín, f. 1953, d. 1997, og
Signý, f. 1957.
Þorsteinn gekk að eiga Helgu
Þorvaldsdóttur 9. apríl 1966.
Foreldar hennar voru Þorvald-
ur Sigurðsson, f. 27. apríl 1899,
d. 17.6 1981, og Ólína Ein-
arsdóttir, f. 18. desember 1904,
d. 22. nóvember 1976. Börn Þor-
steins og Helgu eru: 1) Þorvald-
ur, rafvirki, f. 17. janúar 1966,
um syni til Þrándheims og út-
skrifaðist með lokapróf í vega-
og byggingarverkfræði árið
1970 frá Tækniháskólanum í
Þrándheimi. Á árunum 1970-
1977 starfaði Þorsteinn sem
bæjarverkfræðingur og bygg-
ingarfulltrúi hjá Siglufjarðar-
kaupstað. Hann var fram-
kvæmdastjóri Húseininga á
Siglufirði á árunum 1979-1981.
Árið 1978 stofnaði Þorsteinn
Verkfræðistofu Sigflufjarðar
ásamt Sigurði Hlöðverssyni
tæknifræðingi. Þorsteinn lét af
störfum á Verkfræðistofu Siglu-
fjarðar vegna veikinda í október
á þessu ári. Hann var virkur fé-
lagi í Sjálstæðisfélagi Siglu-
fjarðar og gegndi ýmsum nefnd-
ar- og trúnaðarstörfum fyrir
flokkinn. Þorsteinn var virkur í
félagsstörfum. Var í Blak-
klúbbnum Hyrnunni, Lions-
klúbbi Siglufjarðar, Bridge-
félagi Siglufjarðar, Sjóstanga-
veiðifélagi Siglufjarðar,
Stangaveiðifélagi Siglfirðinga,
Golfklúbbi Siglufjarðar, Ferða-
félagi Siglufjarðar og Veiði-
klúbbnum Óríon svo eitthvað sé
nefnt. Þorsteinn hafði unun af
útivist og stundaði skíði, fjall-
göngur, golf, blak og hlaup á
meðan heilsan leyfði.
Útför Þorsteins fer fram frá
Siglufjarðarkirkju í dag, 28.
desember 2013, kl. 14.
fyrrverandi maki
Elín Björk Gísla-
dóttir. Börn þeirra
eru a) Þorsteinn,
rafvirki, f. 5. janúar
1987, vélfræðingur,
í sambúð með Ölmu
Svanhild Róberts-
dóttur og á hún eitt
barn. b) Helga Ingi-
björg, f. 5. sept-
ember 1994, nemi í
MTR. c) Alexander
Smári, f. 16. ágúst 2002. Fyrir
átti Þorvaldur Pál sem er sjó-
maður, f. 16. júlí 1984, maki
Selma Úlfarsdóttir, þau eiga
tvær dætur 2) Elín, innanhúss-
arkitekt, f. 14. maí 1974, í sam-
búð með Frosta Halldórssyni
skipstjóra, f. 10. október 1971.
Sonur þeirra er Gabríel, f. 10.
janúar 1997, nemi í MA.
Þorsteinn ólst upp á Siglu-
firði og gekk í Grunnskóla
Siglufjarðar. Hann útskrifaðist
frá Menntaskólanum á Akureyri
árið 1965. Árið 1968 lauk hann
fyrrihlutaprófi í bygging-
arverkfræði. Hann flutti ásamt
Helgu eiginkonu sinni og ung-
Kossi föstum kveð ég þig,
kyssi heitt mitt eftirlæti,
fæ mér nesti fram á stig, –
fyrst ég verð að kveðja þig.
Vertu sæll! og mundu mig
minn í allri hryggð og kæti!
Kossi föstum kveð ég þig
kyssi fast mitt eftirlæti.
(Jónas Hallgrímsson)
Elsku Steini minn.
Ég vil þakka þér fyrir það
yndislega líf sem við áttum
saman.
Þín
Helga.
Elsku pabbi. Þær voru ófáar
ferðirnar sem ég fór með ykkur
mömmu til Héðinsfjarðar.
Minningarnar frá dvölinni á
Vatnsenda ylja mér um hjarta-
rætur. Ljóstíran frá olíulömp-
unum, ylurinn frá kamínunni,
heitt kakó og huggulegheit.
Ekki má gleyma silungnum sem
við veiddum og elduðum saman.
Mikil vinna fór í að endur-
byggja Vatnsenda, æskuheimili
mömmu. Þegar ég hugsa til
baka sé ég hversu mikil vinna
og erfiði fóru í uppbygginguna.
Það var því mikið áfall í janúar
2004 að snjóflóð fell á húsið og
jafnaði það við jörðu.
Gabríel bjó hjá ykkur
mömmu á Sigló meðan ég klár-
aði námið mitt úti á Ítalíu. Hon-
um leið svo vel að þegar tæki-
færið kom að flytja út aftur
valdi hann að vera áfram í ör-
ygginu hjá ömmu og afa en ekki
í stórborginni Mílanó. Eftir
námið fékk ég oft hjálp og ráð-
leggingar frá þér varðandi mína
vinnu. Reyndar var það þannig
að ef mig vantaði upplýsingar
eða ráð hringdi ég í þig. Það
var sjaldan sem ég kom að tóm-
um kofunum. Þú virkaðir oft á
mig eins og lifandi alfræðiorða-
bók. Enda varstu víðlesinn og
hafðir áhuga á svo mörgu. Þú
sagðir aldrei styggðaryrði um
nokkurn mann. Heiðarleiki,
staðfesta og ósérhlífni voru líka
hluti af þínum persónuleika.
Í tæplega þrjú háðirðu erfiða
baráttu við illkynja krabbamein.
Andlegur og líkamlegur styrkur
þinn hjálpaði þér í gegnum erf-
iða tíma. Þú kvartaðir aldrei og
undir lokin, þegar þú varst orð-
inn sárþjáður heima, voru ráðin
tekin af þér og þú fluttur á
sjúkrahús. Þú varst búinn að
bíta í þig að ef þú færir á
sjúkrahúsið ættirðu ekki aftur-
kvæmt heim. Þú hafðir rétt fyr-
ir þér í þessu sambandi eins og
í svo mörgu í lífinu.
Pabbi minn, þú varst nú ekki
mikið fyrir að sýna tilfinningar.
Síðustu næturnar sem ég vakti
yfir þér á sjúkrahúsinu kom
fyrir að þú værir vel vakandi.
Eina nóttina féllumst við í
faðma og grétum saman. Það
var síðasta skiptið sem við náð-
um að tala saman. Það var eins
og þú vissir að þetta væri loka-
tækifærið til að segja það sem
segja þurfti. Þú barðist allt til
endaloka, en allt kom fyrir ekki,
skaðvaldurinn sigraði að lokum.
Ég get ekki látið sjálfselsk-
una bera mig ofurliði og óskað
þess að þú værir ennþá hjá okk-
ur. Þjáningar þínar hafa verið
linaðar og það er það sem fyllir
mig friði. Þar sem ég lýk við að
skrifa þessi kveðjuorð á jóla-
dag, afmælisdag þinn, skila ég
ástarkveðju til þín.
Ég á eftir að sakna þín óend-
anlega mikið og stend í ævi-
langri þakkarskuld við þig fyrir
allt sem þú hefur gert fyrir mig
og strákana mína. Þú ert hetjan
mín og verður alltaf hetjan mín,
elsku pabbi.
Hver minning dýrmæt perla að
liðnum lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug
þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Þín
Elín (Ella).
Þótt minn elskulegi faðir
og kæri vinur
hafi nú kallaður verið heim
til himinsins sælu sala
og sé því frá mér farinn
eftir óvenju farsæla
og gefandi samferð,
þá bið ég þess og vona
að brosið hans blíða og bjarta
áfram fái ísa að bræða
og lifa ljóst í mínu hjarta,
ylja mér og verma,
vera mér leiðarljós
á minni slóð
í gegnum
minninganna glóð.
Og ég treysti því
að bænirnar hans bljúgu
mig blíðlega áfram muni bera
áleiðis birtunnar til,
svo um síðir við ljúflega
hittast munum heima á himnum
og samlagast í hinum eilífa
ljóssins yl.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Þinn
Þorvaldur (Valdi).
Ég minnist þín með hlýju í hjarta.
Brosi þegar ég hugsa um þig.
Þú situr á himnum við stjörnu bjarta.
Og horfir niður og verndar mig.
Þú varst svo flinkur og feikna fróður,
oftar en ekki gafst mér ráð.
Þú vissir svo mikið og varst svo
góður
og hefur visku þinni sáð.
Ég sakna þín, mun ávallt gera
því þú hefur kvatt okkur, afi minn.
Hjá englum munt þú nafn þitt bera.
Ég er stoltur að vera nafni þinn.
Þorsteinn Þorvaldsson.
Elsku afi minn. Þú varst allt-
af svo góður og þolinmóður við
mig og vildir allt fyrir mig gera.
Afi, þú ert minn andlegi skýja-
kljúfur.
Vængjalaus
Taktu utan um mig tveimur höndum,
teygum regnið yfir silfursöndum.
Höldum striki – heyrum vindsins
enduróm.
Svífum upp á móti sólarbjarma,
stefnum áfram uns við finnum
varma.
Leitum uppi fögur tré og lótusblóm.
Síðan sýni ég þér
sögueyjar og sker,
fornar slóðir og meira til.
Við getum flögrað um
og farið hvert á land sem er.
Fljúgum í draumi vængjalaus.
Yfir regnbogann og undir aftur.
Engin takmörk eru fyrir því hve lengi
eða hve langt
þetta flug getur orðið,
– því þetta er minn einkadraumur.
(Úr ljóði Stefáns Hilmarssonar)
Takk fyrir allt. Ég á eftir að
sakna þín óendanlega mikið.
Þinn
Gabríel.
Eftir því sem árin líða þá
verða minningarnar um liðna
tíð mikilvægari fyrir marga.
Þannig er því að minnsta kosti
háttað um mig. Minningarnar
um bernskuárin á Siglufirði og
skólaárin verða sífellt áleitnari
en um leið verð ég þakklátari
fyrir þær.
Árgangur 1945 á Siglufirði
var stór en við Þorsteinn vorum
báðir fæddir það ár. Við áttum
því samleið í barnaskólanum og
síðan í gagnfræðaskólanum þar
sem komast þurfti í gegnum
landsprófið illræmda. Þorsteinn
fór létt með þetta allt enda afar
góður námsmaður.
Síðan tóku menntaskólaárin
við á Akureyri. Við Þorsteinn
vorum saman í herbergi fyrsta
veturinn í MA. Eins og gefur að
skilja var oft líflegt á heimavist-
inni og margt brallað. Næstu
vetur á eftir leigðum við her-
bergi úti í bæ og í sömu götu og
nánast hlið við hlið, vinirnir,
Gísli Kjartans, Þorsteinn og ég.
Þorsteinn var mikill íþrótta-
maður og hefði getað náð langt
á hvaða sviði íþrótta sem hann
hefði kosið. Til gaman má nefna
að ég hafði komist yfir box-
hanska og kennslubók í grein-
inni. Tókst okkur að fá aðgang
að íþróttahúsinu á sunnudags-
morgnum og laumuðumst við þá
til að iðka þessa bannfærðu
íþróttagrein á þessum ókristi-
lega tíma.
Á námsárunum í MA kynnt-
ist Þorsteinn Helgu sinni sem
átti eftir að verða eiginkona
hans og vinur alla tíð. Ég heim-
sótti þau hjónin sl. haust og þá
var ljóst að Þorsteinn var að
lúta í lægri hlut fyrir sjúkdómi
sínum. Ég rifjaði m.a. upp sögu
frá MA árunum þegar við vor-
um herbergisfélagar. Þannig
var að ég burstaði skóna okkar
daglega en hann greiddi 50
krónur á viku fyrir. Nú bar svo
við að Þorsteinn veiktist og lá í
rúminu í viku. Ég hélt upp-
teknum hætti og burstaði skóna
hans og krafðist svo launanna.
Þessu mótmælti Þorsteinn
harðlega og upphófst mikil
rimma sem endaði þó með því
að hann lét undan. Þegar ég
rifjaði þessa sögu upp hjá þeim
hjónum gat ég þess að ég væri
sennilega sá eini sem hefði náð
að svíða Þorsteinn í viðskiptum
enda hann þekktur fyrir að
standa fast á sínu. Hann hefði
þó í raun unnið þegar á botninn
væri hvolft því að þetta hefði
eiginlega nagað samvisku mína
allar götur síðan. Náði ég að
biðjast afsökunar á þessum við-
skiptaháttum.
Andlát Þorsteins er mikill
missir fyrir Helgu, börnin
þeirra og aðstandendur alla.
Svo er einnig farið með okkur
sem kveðjum gamlan skóla-
félaga, vin og máttarstólpa í
bæjarfélaginu. Hann var góður
drengur sem er sárt saknað.
Valtýr Sigurðsson.
Hann ólst upp á Siglufirði í
stórum systkinahóp og naut
uppeldis samhentra foreldra
sem höfðu það takmark að skila
þeim öllum út í lífið.
Steini fór í Menntaskólann á
Akureyri eins og margir ungir
Siglfirðingar hafa gert. Á sumr-
in voru hann og Marteinn á sjó
með föður sínum á opinni trillu
sem Jóhannes gerði út í mörg
ár. Voru þeir á færum með
handrúllum og fiskuðu allt að
sextíu tonnum yfir sumarmán-
uðina.
Hann nam byggingaverk-
fræði við Háskóla Íslands og
stundaði framhaldsnám í Nor-
egi með lokaverkefni í vega-
gerð.
Steini var bæjarverkfræðinur
Siglufjarðar, einnig rak hann
Húseiningaverksmiðu Siglu-
fjarðar.
Seinna stofnaði hann Verk-
fræðistofu Siglufjarðar ásamt
Sigurði Hlöðverssyni og vann
þar meðan starfsgeta hans
leyfði.
Hann lagði sig mjög eftir
snjóflóðavörnum og fór meðal
annars til Austurríkis til að
kynna sér hvernig staðið er að
þeim þar.
Lífið er ekki bara vinna, við
fórum að veiða saman fisk og
fugl, fórum víða, nutum útivist-
ar og tókum því sem landið
okkar bauð. Steini hafði orð á
því hve mikilla forréttinda og
frjálsræðis við værum aðnjót-
andi í okkar kæra landi sem
hann gerþekkti.
Veiðiferðir okkar gátu orðið
langar og menn syfjaðir eftir
langan dag og erfiðan, Steini
gat þá farið á flug og þulið yfir
mér Grettissögu sem honum
var hugleikin og ég held að
hann hafi kunnað allar fornsög-
urnar. Eins gátum við tekist á
um þjóðmálin, enda starfandi
hvor í sínum stjórnmálaflokki.
Eftir að ég hætti vinnu og fékk
mér bát til að gera út á sumrin
var ekki slæmt að geta tekist á
um fiskveiðistjórnina svo sem
nokkur hundruð kílómetra.
Eitt sinn vorum við í veiði og
var hann aðeins með flugu-
stöng, sagðist vera búinn að
tína hjólinu af kaststönginni og
ef lax ætlaði að taka tæki hann
alveg eins flugu eins og maðk
eða spún.
Skyldi hann þá hafa keypt
frægu flugurnar sem flestir lax-
veiðimenn eru með í boxunun
sínum? Nei, hann hnýtti flug-
urnar sínar sjálfur úr efni sem
hann taldi að tælt gæti laxinn
eða silungana.
Flestar hétu þessar flugur
Helga, hún gat verið á balli eða
í sparikjólnum, húmorinn var
ætíð til staðar.
Á sextugsafmæli mínu flutti
Steini ræðu mér til heiðurs og
gaf mér gjöf sem hann óskaði
að ég henti sem allra fyrst, voru
þetta flugur sem hann hafði
hnýtt, svona var húmorinn.
Vinátta sem gerir engar kröf-
ur er það dýrmætasta sem
nokkur maður getur hugsað
sér. Við náðum mjög vel saman
bæði í leik og starfi, sem ég nú
þakka fyrir.
Þegar ég kom heim eftir að
hafa flutt þingsályktunartillögu
um gerð Héðinsfjarðaganga til
að rjúfa einangrun Siglufjarðar
frá Eyjafjarðarsvæðinu, greip
Steini strax hugmyndina og var
ótrauður stuðningsmaður og
vann seinna verkefni fyrir
Vegagerðina við umhverfismat
að framkvæmdinni.
Við komumst tvisvar til lax-
veiða í Blöndu í sumar. Nú nýt
ég endurminninganna um þessa
daga og skoða myndir af veið-
inni.
Þegar ég nú kveð vin minn
og veiðifélaga til fjörutíu ára
eru minningarnar ljúfar, ég
man aldrei að Steini hafi skipt
skapi, hann var ekki allra, gat
verið fastur fyrir, en umfram
allt sannur drengur við allar
þær aðstæður sem við rötuðum
saman í, sem ég þakka nú fyrir
af alhug.
Við Auður sendum Helgu og
fjölskyldu okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Sverrir Sveinsson.
Þorsteinn
Jóhannesson
Fleiri minningargreinar
um Þorstein Jóhann-
esson bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
virðing reynsla & þjónusta
allan sólarhringinn
www.kvedja.is
571 8222
82o 3939 svafar
82o 3938 hermann
✝
Ástkær eiginkona mín, systir, móðir, tengda-
móðir og amma,
ERLA ÞÓRDÍS ÁRNADÓTTIR,
Jaðarsbraut 25,
Akranesi,
lést fimmtudaginn 19. desember á Sjúkrahúsi
Akraness.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 3. janúar kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Sjúkrahús Akraness.
Halldór Ármann Guðmundsson,
Árni Þór Halldórsson, Rannveig Lydia Benediktsdóttir,
Guðm. Bjarki Halldórsson, Arndís Halla Guðmundsdóttir,
Kristín Ósk Halldórsdóttir, Finnbogi Jónsson,
Þórunn Árnadóttir, Böðvar Þorvaldsson
og barnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
SIGRÍÐUR HALLDÓRA
GUÐMUNDSDÓTTIR,
áður Kveldúlfsgötu 22,
Borgarnesi,
andaðist í Brákarhlíð, hjúkrunar- og dvalar-
heimili, mánudaginn 23. desember.
Útförin fer fram frá Borgarneskirkju laugardaginn
4. janúar kl. 14.00.
Ágústína Albertsdóttir, Sigurður Arason,
Katrín Albertsdóttir, Loftur Jóhannsson,
Kristján Þorkell Albertsson, Elín Ebba Guðjónsdóttir,
Annabella Albertsdóttir, Sigurgeir Erlendsson
og ömmubörn.
Að skrifa
minningagrein
Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu
minningagreina. Þær eru einnig birtar á
www.mbl.is/minningar.
Skilafrestur minningagreina er
á hádegi tveimur virkum dögum
fyrir útfarardag, en á föstudegi
vegna greina til birtingar á mánu-
dag og þriðjudag.
Fjöldi greina í blaðinu á útfara-
rdag ræðst af stærð blaðsins
hverju sinni en leitast er við að
birta allar greinar svo fljótt sem
auðið er. Hámarkslengd minn-
ingagreina er 3.000 tölvuslög
með bilum. Lengri greinar eru
vistaðar á vefnum, þar sem þær
eru öllum opnar.