Morgunblaðið - 28.12.2013, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 28.12.2013, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2013 Áskorun frá óbyggðanefnd Fjármála- og efnahagsráðherra hefur, fyrir hönd íslenska ríkisins, afhent óbyggðanefnd kröfur sínar um þjóðlendur á svokölluðu svæði 8 vestur – Mýra- og Borgarfjarðar- sýsla að undanskildum fyrrum Kolbeins- staðahreppi ásamt Langjökli. Á því landsvæði eru sveitarfélögin Borgarbyggð, Skorradalshreppur, Hvalfjarðarsveit og Akraneskaupstaður. Þjóðlendukröfur ríkisins ná til afmarkaðra hluta þessa landsvæðis, sjá nánari lýsingu og yfirlitskort á heima- síðunni obyggdanefnd.is og á skrifstofum viðkomandi sveitarfélaga og sýslumanns- embætta. Óbyggðanefnd, sem er sjálfstæður úrskurð- araðili, kallar nú eftir kröfum þeirra sem kunna að eiga öndverðra hagsmuna að gæta á þjóðlendukröfusvæði ríkisins. Hér með er skorað á þá er þar telja til eignarréttinda að lýsa kröfum sínum skriflega fyrir óbyggðanefnd, Hverfis- götu 4a, 101 Reykjavík, í síðasta lagi fimmtudaginn 20. mars 2014. Með kröfum þurfa að fylgja þær heimildir og gögn sem aðilar byggja rétt sinn á. Leiðbeiningar um frágang kröfulýsinga, þ.á m. korta, fást á heimasíðunni obyggdanefnd.is og á skrifstofu óbyggðanefndar. Hlutverk óbyggðanefndar er að 1) kanna og skera úr um hvaða land telst til þjóðlendna og hver séu mörk þeirra og eignarlanda, 2) skera úr um mörk þess hluta þjóðlendu sem nýttur er sem afréttur og 3) úrskurða um eignarréttindi innan þjóðlendu. Í samræmi við ákvæði laga nr. 58/1998 verður yfirlýsingu um þjóðlendukröfur ríkisins þinglýst á þær fasteignir á svæðinu sem skráðar eru í þinglýsingabók og málið varðar. Óbyggðanefnd. Félagslíf Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund sunnudag kl. 14. Sunnudagur 29. desember Kl. 16.30 Samkoma. Vörður Leví Traustason prédikar. Nýársdagur 1. janúar Kl. 16.30 Hátíðarsamkoma. Helgi Guðnason prédikar. Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur Síðumúla 31, s. 588 6060 Miðlarnir, spámiðlarnir og huglæknarnir Þórhallur Guð- mundsson, Ólafur Hraundal Thorarensen talnaspekingur og spámiðill, Ragnhildur Filippusdóttir, Garðar Björg- vinsson, Michael-miðill, Símon Bacon, Guðríður Hannesdóttir kristalsheilari og auk annarra, starfa hjá félaginu og bjóða félags- mönnum og öðrum upp á einka- tíma. Upplýsingar um félagið, starfsemi þess, rannsóknir og útgáfur, einkatíma og tíma- pantanir eru alla virka daga ársins frá kl. 13-18, auk þess oft á kvöldin og um helgar. SRFR Raðauglýsingar 569 1100 Styrkir Til sölu Tilkynningar Safnaðarheimili Grensáskirkju Sunnudagurinn 29. des. Samkoma kl. 17.00. Ræðumaður Guðlaugur Gunnarsson. fasteignir BÍLAR Sérblað um bíla fylgir Morgunblaðinu alla þriðjudaga

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.