Morgunblaðið - 28.12.2013, Side 42
42 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2013
Edilon Hreinsson segist ekki ætla að gera mikið úr því þó hanneigi afmæli í dag. Þvert á móti hyggst hann taka það rólega.„Kannski að við förum út og fáum okkur hamborgara eða
eitthvað,“ segir Edilon. Hann starfar hjá þjónustufyrirtækinu
Brammer. Edilon er fyrrverandi knattspyrnumaður og lék hann
meðal annars með KR, Fram og Haukum. Eiginkona hans heitir
Ragnhildur Ísaksdóttir og saman eiga þau börnin Stefaníu Diljá sem
er átta ára og Ísak Inga sem er fjögurra ára. Hann segir fínt að eiga
afmæli á þessum árstíma. „Maður fékk oft jóla- og afmælisgjafirnar
saman. Ég fékk ekkert stærri gjafir fyrir vikið en ég man ekki eftir
því að það hafi angrað mig. Ég get þó fullyrt að það hafi ekki haft
áhrif á mig á fullorðinsárum,“ segir Edilon og hlær við. Edilon ólst
upp á Brávallagötunni og segir að hann hafi grun um að mamma
hans hafi verið fyrirmyndin að Bibbu á Brávallagötunni þó hann
geti ekki fullyrt það. Hann er mikill KR-ingur og stuðningsmaður
Manchester United. „Ég fór á lokaleikinn hjá Alex Ferguson í fyrra.
Það var mjög gaman,“ segir Edilon.
Hann útskrifaðist sem stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Breið-
holti og nam mannfræði við Háskóla Íslands. „Ég á reyndar eftir að
skrifa ritgerðina eins og klassíkt er. En ég er byrjaður á henni,“
segir Edilon að lokum. vidar@mbl.is
Edilon Hreinsson er 35 ára í dag
35 ára Edilon Hreinsson er 35 ára gamall í dag. Hann ætlar ekki að
halda sérstaklega upp á daginn en gæti þó fengið sér hamborgara.
Ætlar kannski að
fá sér hamborgara
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Reykjavík Alexander Leó fæddist 4.
apríl. Hann vó 4246 g og var 51,5 cm
langur. Foreldrar hans eru Brynjar
Reynisson og Jónína Margrét Sveins-
dóttir.
Nýir borgarar
Hafnarfjörður Mía Ísabella fæddist
30. apríl. Hún vó 2780 g og var
46,5 cm löng. Foreldrar hennar eru
Ýr Káradóttir og Anthony Baciga-
lupo.
V
ilhjálmur fæddist á
Lindargötu 11 í
Reykjavík, í timburhúsi
sem afi hans byggði og
enn stendur. Þar ólst
hann upp í nábýli við athafnalífið;
höfnina, Landssímann, Landssmiðj-
una og Völund svo fátt sé nefnt.
Vilhjálmur var sex sumur í sveit,
lengst af á Ströndum: „Ég fór einn
norður í rútu tíu ára og þekkti eng-
an í Arnkötludal, en leið strax vel
hjá því öndvegisfólki. Húsakostur
var að hluta úr torfi og búskapar-
hættir fornir. Björn fóstri sagði
áratugum síðar að þetta yrði kallað
barnaþrælkun nú til dags en ég
hefði ekki viljað missa dag úr.“
Leiðin lá í Miðbæjarskólann,
landspróf í Vonarstræti og stúd-
entspróf frá MR. Próf í rafeinda- og
Vilhjálmur Þór Kjartansson verkfræðingur – 70 ára
Á Kauai-eyju 2011 Villi með loftnet í flugdreka. Póstkort radíóamatöra til staðfestingar á sambandi, QSL.
Fjallarefur, radíóama-
tör og djassgeggjari
Fjölskyldan 2002 Vilhjálmur, Guðrún, Deepa, Hannes, Geetha og Kris Iyengar.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Akralind 8 | 201 Kópavogur | sími 564 6070
Fax 564 6071 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is
STIGAR OG TRÖPPUR Á
20% AFSLÆTTI*
ÁLHJÓLA
PALLAR
OG
-VEGGJA
PALLAR
AFSLÁTTUR*
25%
*
Sorpkvarnir
AF BRIMRÁSAR STIGUM OG TRÖPPUM
*Tilboðin gilda til áramóta eða á meðan birgðir endast