Morgunblaðið - 28.12.2013, Page 46

Morgunblaðið - 28.12.2013, Page 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2013 STOFNAÐ1987 M ál ve rk : Ú lf ar Ö rn einstakt eitthvað alveg Ú r v a l e i n s t a k r a m á l v e r k a o g l i s t m u n a e f t i r í s l e n s k a l i s t a m e n n | Sk ipholt 50a Sími 581 4020 | www.gal ler i l i s t . i s Söfn • Setur • Sýningar LISTASAFN ÍSLANDS Þjóðminjasafn Íslands: Þjóðminjasafnið þakkar góðar viðtökur á 150 ára afmælisári safnsins og óskar öllum landsmönnum farsældar á nýju ári. Þjóð verður til - Menning og samfélag í 1200 ár Silfur Íslands - í Bogasal Silfursmiður í hjáverkum - í Horni Jólatré - á 3. hæð Einkenni sveinanna - á Torgi Sigfús Eymundsson myndasmiður - í Myndasal Ratleikir, kaffihús og safnbúð Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is www.facebook.com/thjodminjasafn og www.facebook.com/thjodmenning Opið alla daga nema mánudaga í Þjóðminjasafni 11-17. SKÖPUNARVERK - KRISTÍN GUNNLAUGSDÓTTIR 8.11. 2013 - 19.1. 2014 GERSEMAR - DÝR Í BÚRI 8.11. - 11.5. 2013 GERSEMAR 8.11. 2013 - 19.1. 2014 SAFNBÚÐ - Listrænar jóla- og nýársgjafir KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar, heitt súkkulaði og eplakaka Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is Opið daglega kl. 11-17, lokað mánud. OPNUNARTÍMAR YFIR HÁTÍÐARNAR OPIÐ 27.-28.-29. des. 11-17, LOKAÐ 30.-31. des. & 1. jan. SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is Lokað í desember og janúar. LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is Lokað í desember og janúar. Dvalið hjá djúpu vatni Rúna – Sigrún Guðjónsdóttir Kærleikskúlan 2003-2013 Lokað gamlársdag og nýársdag Opið 12-17, fimmtudaga 12-21, lokað þriðjudaga. www.hafnarborg.is, sími 585 5790 Aðgangur ókeypis (7.6. – 5.1.2014) Opið 29. des. Lokað 31. des. og 1. jan. Opið kl. 12-17. Lokað mánud. Verslunin Kraum í anddyri Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is Viðmið Paradigm Í dag, laugardag, er síðasti dagurinn sem Óskastígur er opinn. Það er nýr sýningarvettvangur umhverfis væntanlegt menningarhús á Frakkastíg 9 en á aðvent- unni var settur upp þar fjöldi listaverka eftir kunna listamenn, í bakgörðum, á húsveggjum og við port. Listamennirnir sem sýna eru þau Áslaug Thorla- cius, Baldur Geir Bragason, Björk Guðnadóttir, Bryn- hildur Þorgeirsdóttir, Erla Þórarinsdóttir, Eygló Harðardóttir, Finnur Arnar, Gunnar M. Pétursson, Hulda Hákon, Jón Óskar, Magnea Ásmundsdóttir, Olga Bergmann, Ósk Vilhjálmsdóttir, Rakel Stein- arsdóttir, Tora Victoria, Þóroddur Bjarnason, Ingi- mar Ó. Waage og Linda Vilhjálmsdóttir. Lokadagur Óskastígs, nýs sýningarvett- vangs við Frakkastíg 9, er í dag Brynhildur Þorgeirsdóttir Bloody Valentine, The National, HAIM, Disclosure, David Bowie, Nick Cave, Kurt Vile, John Grant og Arctic Monkeys. Áherslur ólík- ar á milli miðla eðlilega en það er merkilegt hvað þetta er oft sama súpan. Oft finnst manni eins og maður sé frekar að lesa lista yfir allar helstu plötur ársins, sér- staklega þegar blöð birta lista yf- ir 80 plötur eða hvað það nú er í engri sérstakri röð (skamm, allmusic.com). Sum blöð, eins og Mojo, velja þá leið að spila út óvæntu trompi, en Bill Callahan var í efsta sæti þar með plötu sína Dream River. The Quietus setti þá Thrill Jockey dúettinn Grumb- ling Fur í fyrsta sætið. Fleiri óvæntir vinklar eru á þessu. Síð-svartþungarokkssveitin Deafheaven (svona „Sigur Rós spilar svartþungarokk …“) skor- aði t.d. hæst á árinu hjá Metacri- tic. Og svo eru það verkin sem falla algerlega á milli þilja. Steve Mason (fyrrum leiðtogi Beta Band) gaf út algerlega frábæra plötu á árinu, Monkey Minds In The Devil’s Time. Hún fékk stór- góða gagnrýni en var lítt sjáanleg í ársuppgjörum. Svo er það hin hliðin á þessu, margir kvarta t.d. yfir því að plata These New Pu- ritans, Field of Reeds, hafi verið sett út í horn en sú plata er of- metin að mínu mati, gott dæmi um umbúðir umfram innihald, og því ágætt að hún hafi ekki verið áberandi í uppgjörunum. „Bestu“ plöturnar Þó að maður sé afar svag fyrir þessum listum er nauðsynlegt að taka þeim með fyrirvara. Lang- flestir miðlarnir eru temmilega meginstraumsmiðaðir, meira að segja þessir jaðarbundnu. Fyrir allnokkru varð til eitthvað sem hægt er að kalla „indí-meg- instraum“, virðist þversögn en lýsir vissu menningarástandi sem ég ætla ekki að greina frekar nú. Allt er þetta þá vestrænt, mikið til bundið við Ameríku og Bret- land o.s.frv.. „Bestu“ plöturnar rata oft til manns eftir öðrum leiðum; í gegnum einkablogg, um- ræðutöflur eða eru veiddar úr munni vinar/tónlistaraðdáanda sem maður hittir í raunheimum úti á næsta horni. Ef þær ná því þá. Maður veit – og mikið er það óþægileg tilhugsun – að einhvers staðar þarna úti eru snilldarverk sem maður á aldrei eftir að heyra. „Varstu búinn að sjá árslistann hjá …“ Kanye West Var einstaklega áberandi í ársuppgjörum tónlistarspekúlanta.  Í desember hrannast árslistar tónlistarmiðlanna upp  Er eitthvað á þessu að græða? »Ég leit inn á vefsíðursem safna saman svona árslistum og veita yfirlit yfir hvaða plötur voru tíðustu gestirnir. TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Desember ber með sér mikla gósentíð fyrir tónlistaráhuga- manninn því að þá birta þeir tón- listarmiðlar sem vettlingi geta valdið lista yfir bestu plötur árs- ins. Þá gefst kjörið tækifæri til að a) átta sig á helstu afrekunum í tónlistarútgáfu ársins og b) fá ábendingar um gæðagripi sem fóru framhjá manni. Þetta er mik- ið gleðirúss, maður heyrir alls konar hluti sem gleðja mann en um leið er þetta tímabil ákveð- innar tilvistarlegrar angistar þeg- ar maður áttar sig á því að tíminn til að leggjast yfir þetta er ekki til. Að viðbættum þeim hnút þeg- ar maður er sjálfur beðinn um svona lista en venjulega hefur maður ekki hugmynd um hvað skal setja á hann (þetta vandamál hefur aukist með árunum). Með árunum hefur maður að sama skapi lært að taka þetta ekki eins alvarlega og maður gerði, og í ár henti ég saman þeim plötum sem ég mundi þá stundina. Allt skot- heldar plötur eðlilega en þær voru margar fínar sem ég heyrði þetta árið sem fóru ekki á þennan lista en hefðu kannski gert það hefði ég verið beðinn um listann daginn eftir. Og það skiptir ekki sköpum, trúið mér, hvort ég hafi sett Majical Cloudz í sjötta sæti eða það fjórða. Listin að gera lista En allt um það. Ég leit inn á vefsíður sem safna saman svona árslistum og veita yfirlit yfir hvaða plötur voru tíðustu gest- irnir (mæli með að þið kíkið t.d. á Metacritic, Any Decent Music? og albumoftheyear.org til að fá dýpri sýn á þetta). Kanye West nær hvað bestum „árangri“ að þessu leytinu til, athyglisvert þar sem plata hans Yeesuz hefur verið nokkuð umdeild. Árangur Vamp- ire Weekend kemur líka á óvart, en plata hennar full „hefðbundin“ til að verma efstu sæti svona lista, þá sérstaklega lista jaðarbiblíunn- ar Pitchfork. Aðrir fengsælir eru t.a.m. Daft Punk, Arcade Fire, My

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.