Morgunblaðið - 28.12.2013, Side 47
MENNING 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2013
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Þetta verk talaði til okkar vegna
þess að þetta er klassískt verk um
kúgun og meðvirkni,“ segir Marta
Nordal leikstjóri um Lúkas eftir
Guðmund Steinsson sem leikhópur-
inn Aldrei óstelandi frumsýnir í
Kassanum í Þjóð-
leikhúsinu í kvöld
kl. 19.30. Aldrei
óstelandi er hug-
arfóstur Mörtu
og Eddu Bjargar
Eyjólfsdóttur
leikkonu og Lúk-
as er þriðja sýn-
ingin sem þær
setja upp á jafn-
mörgum árum.
Verkið fjallar um Lúkas sem er
tíður matargestur á heimili
hjónanna Sólveigar og Ágústs, en líf
þeirra virðist snúast um þessar
heimsóknir. „Þau dýrka Lúkas og
leggja sig í líma við að gera honum
til hæfis en Lúkas er hverflyndur og
leikur sér að þeim líkt og köttur að
mús. Þau eru hins vegar alltaf jafn-
hrifin af honum hvort heldur hann
hrósar þeim eða meðhöndlar þau
eins og skepnur,“ segir Marta og
tekur fram að hjónin hafi þannig
gefið sig algjörlega á vald þessum
gesti sínum. Með hlutverk Lúkasar
fer Stefán Hallur Stefánsson, en
hjónin leika Edda Björg Eyjólfs-
dóttir og Friðrik Friðriksson.
Einræðisherrar áberandi
Að sögn Mörtu finnst henni sem
leikstjóra sérlega spennandi hversu
symbólískt verkið er. „Höfundurinn
njörvar það hvorki niður í tíma né
rúmi og það gerir verkið mjög opið
til túlkunar,“ segir Marta og bendir
á að Lúkas, sem upphaflega var
frumsýnt árið 1975, spretti upp úr
kalda stríðinu og heimsmynd þar
sem einræðisherrar voru áberandi í
Evrópu. „Þetta er verk sem getur
átt við kúgun í sinni víðustu mynd,
hvort heldur er í ástarsamböndum, á
vinnustað eða á stærra plani eins og
í samspili þjóðar og einræðisherra,“
segir Marta og tekur fram að efni
verksins eigi alltaf við.
„Þarna er fjallað um tilhneigingu
manneskjunnar til að vilja stjórna
öðrum sem og meðvirkni okkar, því
við leitum í að láta stýra okkur,“ seg-
ir Marta og tekur fram að verkið
skilji áhorfendur eftir með fleiri
spurningar en svör. „Sem er gott,
því mér finnst alltaf vont þegar hlut-
irnir eru matreiddir um of fyrir
áhorfendur.“
Höfum mikinn áhuga
á menningararfinum
Sem fyrr segir er Lúkas þriðja
uppfærsla leikhópsins Aldrei óstel-
andi á jafnmörgum árum. Fyrsta
uppfærsla hópsins var Fjalla-
Eyvindur eftir Jóhann Sigurjónsson
í Norðurpólnum í upphafi árs 2011.
Rétt rúmu ári síðar setti hópurinn
upp Sjöundá eftir Mörtu Nordal og
leikhópinn í Kúlunni í Þjóðleikhús-
inu, en leikritið var að hluta byggt á
skáldsögu Gunnars Gunnarssonar,
Svartfugli.
„Við höfum mikinn áhuga á menn-
ingararfinum. Okkur finnst spenn-
andi að skoða gömul íslensk leikrit
upp á nýtt og skoða hvort þau eigi
enn erindi í dag. Það er gaman að
skoða þessa höfunda sem höfðu áhrif
á sinn samtíma. Verk bæði Jóhanns
Sigurjónssonar og Guðmundar
Steinssonar náðu út fyrir landstein-
ana,“ segir Marta og bendir sem
dæmi á að Lúkas hafi á sínum tíma
höfðað mjög til austantjaldsland-
anna og verkið verið sett upp þar.
Vinna með leikhúsformið
„En þótt við séum meðvitað að
skoða arfinn lítum við ekki svo á að
við séum í efnisvali okkar njörvaðar
við fortíðina. Þannig ætlum við Edda
Björg að setja upp einleik Söruh
Kane um þynglyndi á næsta ári,“
segir Marta og tekur fram að mark-
mið leikhópsins Aldrei óstelandi sé
ávallt að vinna meðvitað með leik-
húsformið og gera tilraunir.
„Í tilfelli Lúkasar erum við trú
verkinu og erum ekki að reyna að af-
byggja það. Við lokum hjónin inni í
kassa og búum til fjórða vegginn,
þannig að leikararnir eru með hljóð-
nema til að áhorfendur heyri það
sem sagt er í kassanum. Þau verða
þannig áþreifanlega eins og dýr í
glerbúri. Þetta ýtir undir þá túlkun
að þau séu innilokuð í sjálfskapar-
víti. Eini maðurinn sem er frjáls
ferða sinna og getur farið inn og út
úr kassanum að vild er Lúkas,“ segir
Marta. Þess má geta að leikmyndina
hannar Stígur Steinþórsson, um
búninga sér Helga Stefánsdóttir,
lýsing er í höndum Lárusar Björns-
sonar og um tónlist og hljóðmynd
sér Stefán Már Magnússon. Næstu
sýningar verða annað kvöld og um
næstu helgi, en allar nánari upplýs-
ingar eru á: leikhusid.is.
„Eins og dýr í glerbúri“
Marta Nordal
Aldrei óstelandi
frumsýnir Lúkas í
Þjóðleikhúsinu í
kvöld kl. 19.30
Gestrisin Edda Björg Eyjólfsdóttir og Friðrik Friðriksson í hlutverkum sín-
um sem hjónin Sólveig og Ágúst sem taka reglulega á móti Lúkasi.
Tónleikar verða haldnir í Gamla
Vínhúsinu í Hafnarfirði í kvöld,
laugardagskvöld, og standa að
þeim félagarnir Sveinn Guðmunds-
son og Magnús Leifur Sveinsson.
Hyggjast þeir með þessari fram-
kvæmd fylla upp í bilið milli jóla og
nýárs.
Húsið verður opnað 21. Fyrst
flytur Sveinn lög af plötu sinni Fyr-
ir herra Spock, MacGyver og mig,
ásamt nýrra efni. Honum til halds
og trausts verða Hálfdán Árnason á
kontrabassa, Magnús Leifur á gítar
og básúnu og Ívar Atli Sigurjóns-
son á gítar, munnhörpu og ýmislegt
fleira. Þá leikur Magnús Leifur
með sveitinni lög af væntanlegri
plötu sinni, Pikaia. Aðgangur er
ókeypis.
Fyllt upp í bilið milli jóla og nýárs
með tónleikum í Gamla Vínhúsinu
Bjóða Tónlistarmennirnir sem koma fram á tónleikunum.
Glerárgata 7, Akureyri, sími 462 1415
www.tonabudin.is
Síðumúla 20, Reykjavík, sími 591 5340
www.hljodfaerahusid.is
StarfsfólkHljóðfærahússins
óskarviðskiptavinum
sínumog landsmönnum
öllumgleðilegrar jólahátíðar
og farsælarákomandiári.
Þökkumviðskiptiná liðnuári.
leikhusid.is ÓVITAR – „Kraftmikil og litskrúðug sýning.“ JVJ Fréttablaðið
Þingkonurnar (Stóra sviðið)
Fös 3/1 kl. 19:30 3.sýn Fim 9/1 kl. 19:30 6.sýn Fös 17/1 kl. 19:30
Lau 4/1 kl. 19:30 4.sýn Mið 15/1 kl. 19:30 7.sýn Fös 24/1 kl. 19:30
Mið 8/1 kl. 19:30 5.sýn Fim 16/1 kl. 19:30
Jólafrumsýning Þjóðleikhússins í leikstjórn Benedikts Erlingssonar.
Englar alheimsins (Stóra sviðið)
Lau 28/12 kl. 19:30 58.sýn Lau 18/1 kl. 19:30 61.sýn Mið 29/1 kl. 19:30
Sun 29/12 kl. 19:30 59.sýn Mið 22/1 kl. 19:30 62.sýn Fim 30/1 kl. 19:30
Fim 2/1 kl. 19:30 60.sýn Fim 23/1 kl. 19:30 63.sýn
Leikrit ársins 2013 - fullkomið leikhús.
ÓVITAR (Stóra sviðið)
Lau 28/12 kl. 13:00 21. sýn Sun 5/1 kl. 13:00 24.sýn Sun 26/1 kl. 13:00 27.sýn
Sun 29/12 kl. 13:00 22. sýn Sun 12/1 kl. 13:00 25.sýn
Mán 30/12 kl. 13:00 23.
sýn
Sun 19/1 kl. 13:00 26.sýn
Kraftmikil og litskrúðug sýning, þar sem börn á öllum aldri fara á kostum!
Pollock? (Kassinn)
Fös 10/1 kl. 19:30 Lau 11/1 kl. 19:30 Sun 12/1 kl. 19:30
Vel skrifað verk og frábærir karakterar. Aukasýningar komnar í sölu!
Englar alheimsins (Menningarhúsinu Hofi)
Fös 10/1 kl. 20:00 Lau 11/1 kl. 15:00
Englar alheimsins í menningarhúsinu Hofi á Akureyri í janúar!
Karíus og Baktus (Kúlan)
Lau 4/1 kl. 13:30 Lau 18/1 kl. 13:30
Lau 4/1 kl. 15:00 Lau 18/1 kl. 15:00
Síðustu sýningar fyrir jól - sýningar hefjast aftur í janúar.
Sveinsstykki (Stóra sviðið)
Fös 10/1 kl. 19:30 Aukas.
Aukasýning í janúar. Ekki missa af Arnari Jónssyni í þessum einstaka einleik.
Lúkas (Kassinn)
Lau 28/12 kl. 19:30 Lau 4/1 kl. 19:30
Sun 29/12 kl. 19:30 Sun 5/1 kl. 19:30
HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS
Mary Poppins –★★★★★ „Bravó“ – MT, Ftíminn
Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is
Mary Poppins (Stóra sviðið)
Lau 28/12 kl. 13:00 Lau 4/1 kl. 13:00 Fös 17/1 kl. 19:00
Sun 29/12 kl. 13:00 Sun 5/1 kl. 13:00
Fös 3/1 kl. 19:00 Sun 12/1 kl. 13:00
Súperkallifragilistikexpíallídósum! Leiksýning á nýjum skala.
Jeppi á Fjalli (Nýja sviðið í janúar. Gamla bíó í janúar.)
Lau 28/12 kl. 20:00 Sun 12/1 kl. 20:00 Gamla
bíó
Lau 18/1 kl. 20:00 Gamla
bíó
Sun 29/12 kl. 20:00 Mið 15/1 kl. 20:00 Gamla bíó Sun 19/1 kl. 20:00 Gamla bíó
Fös 10/1 kl. 20:00 Gamla
bíói
Fim 16/1 kl. 20:00 Gamla bíó
Lau 11/1 kl. 20:00 Gamla
bíó
Fös 17/1 kl. 20:00 Gamla bíó
Flytur í Gamla bíó í janúar vegna mikilla vinsælda
Hamlet (Stóra sviðið)
Fös 10/1 kl. 20:00 fors Fim 16/1 kl. 20:00 3.k. Sun 26/1 kl. 20:00 7.k.
Lau 11/1 kl. 20:00 frums Lau 18/1 kl. 20:00 4.k. Fös 31/1 kl. 20:00 8.k.
Sun 12/1 kl. 20:00 2.k Sun 19/1 kl. 20:00 5.k.
Mið 15/1 kl. 20:00 aukas Fim 23/1 kl. 20:00 6.k.
Þekktasta leikrit heims
Refurinn (Litla sviðið)
Lau 4/1 kl. 20:00 Mið 8/1 kl. 20:00
Sun 5/1 kl. 20:00 Fim 9/1 kl. 20:00
Glænýtt verðlaunaverk. Spennuþrungið, reifarakennt og margrætt
Jólahátíð Skoppu og Skrítlu (Nýja sviðið)
Lau 28/12 kl. 13:00 Sun 29/12 kl. 13:00
Lau 28/12 kl. 14:30 Sun 29/12 kl. 14:30 lokas
Bestu vinkonur barnanna koma okkur í hátíðarskap