Morgunblaðið - 28.12.2013, Page 48

Morgunblaðið - 28.12.2013, Page 48
48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2013 Þingkonurnar eru um 2400ára gamall skopleikurþannig að ein fyrsta spurn-ing áhorfandans hlýtur að vera: Á verkið eitthvert erindi við samtímann? Svarið er að mjög margt rímar hér glettilega vel við það sem við þekkjum enn í dag í hinni enda- lausu leit, að minnsta kosti sumra okkar, að réttlátu skipulagi. Þá er hér einnig fengist við vandamál við fram- kvæmd lýðræðisins og misjafna framgöngu stjórnmálamanna en hvort tveggja er afar kunnuglegt. Hinn ágæti þýðandi verksins, Kristján Árnason, skrifar athuga- semdir og skýringar aftast bókinni „Tvö leikrit um konur og stjórnmál“ sem geymir þýðingar hans á Lýsis- trötu og Þingkonunum. Þar bendir hann á að enginn getur „umsvifalaust kippt skopleikjum Aristófanesar úr því umhverfi er þeir spruttu upp úr fyrir meir en tvö þúsund árum og plantað þeim inn í gjörólíkt um- hverfi“. Upphaflega verkið er fullt af vísunum í samtíma skáldsins sem enginn möguleiki er á að nútímamenn skilji. Þannig verða bæði þýðandi og síðar leikstjóri að breyta og yrkja að nokkru leyti inn í verkið. Kristján Árnason gerir þetta að mínu mati oft mjög skemmtilega í þýðingu sinni. Ljóst er þó að leik- stjóri þarf að fara gagnrýnið yfir hana, enda eru liðin 28 ár frá því að Kristján gekk frá henni á bók. Auk þess þarf leikstjórinn að leggja tals- vert af mörkum. Benedikt Erlingsson segir í leikskrá að í sínum huga sé verkið „hluti af 2400 ára gömlu sam- tali milli gamanleikjaskáldsins Ari- stófanesar og heimspekingsins Plat- ons“. Hugmyndir heimspekingsins um ríkið og eðli þess hafi greinilega verið þekktar þó að verk hans Ríkið hafi komið út síðar. Benedikt hefur í framhaldi af þessu ákveðið að auka inn ræðum aðalpersónunnar Prax- agóru sem teknar eru úr Ríkinu. Þetta heppnast prýðilega og ýtir und- ir þá þróun sem hún er látin taka úr málsnjallri hugsjónamanneskju í sjó- aðan og útspekúleraðan stjórnmála- mann. Önnur viðbót sem að mínu mati er einnig sérlega vel heppnuð er söngur frelsisstyttunnar í upphafs- atriði eftir hlé. Atriðið bendir skemmtilega á að háleitar hugsjónir rætast sjaldan og þá að minnsta kosti ekki í smáatriðum. Verkið Þingkonurnar segir frá því hvernig konur taka sig saman og fara á þing borgríkisins Aþenu dulbúnar sem karlar. Þar ná þær undirtökum og fá samþykkt sameignarþjóðfélag þar sem konur ráða. Í verkinu er síð- an sýnt fram á hversu torvelt getur reynst að koma fögrum hugmyndum í framkvæmd, hvernig þær geta snú- ist í andhverfu sína og hversu mis- jafnt mannlegt eðli er. Einnig er í þessari sýningu lögð nokkur áhersla á hvernig valdið spillir. Sviðsmynd verksins er mjög skemmtileg og má segja að hún dragi vel fram spurninguna um hvort eitt- hvað hafi breyst í eðli mannsins á þeim öldum sem liðnar eru. Hún kemur manni skemmtilega á óvart, er raunar svo skemmtileg að mér finnst það geti eyðilagt upplifunina fyrir áhorfanda að lýsa henni nánar. Best er að vera óundirbúinn þegar tjaldið er dregið frá. Hér nægir að segja að með leikmyndinni tekst vel að koma verkinu bæði fyrir í Aþenu fyrir 2400 árum og á Íslandi í dag. Harpa Arnardóttir leikur Praxa- góru, leiðtoga kvennanna, vel. Gaman er meðal annars að fylgjast með hvernig vaxandi tign hennar birtist í líkamstjáningu eftir því sem líður á verkið. Atli Rafn Sigurðarson er einnig afar skemmtilegur Blepýros, maður hennar. Aðrir leikarar skila verki sínu með prýði og má þar meðal annars nefna Eddu Arnljótsdóttur, Margréti Vilhjálmsdóttur og Ragn- heiði Steindórsdóttur en þær eru all- ar í tveimur hlutverkum auk þess að vera hluti af kvennakórnum. Hera Björk Þórhallsdóttir leikur og syngur vel og söngur margra hinna kvennanna kom einnig þægilega á óvart. Tónlist Egils Ólafssonar er mjög skemmtilega flutt af fjórum hljóð- færaleikurum. Þar eru hnappa- harmónikka og strengjahljóðfærið saz áberandi en einnig, flautur, gítar, bassi og slagverk. Það er góð stígandi í tónlistinni og hún er flutt af tals- verðu afli og stuði undir lok leiksins. Dansar og danshreyfingar eiga sinn þátt í að gera uppfærsluna vel heppn- aða. Tippaskak og kúkabrandarar eru eðlilegur hluti af skopleiknum og er sá þáttur hér reiddur fram af full- um styrk og vekur talsverða kátínu nú sem sjálfsagt fyrr á tímum. Þetta er frumflutningur í atvinnu- leikhúsi á Þingkonunum. Áður hefur verkið verið flutt í þremur framhalds- skólum enda rímar blautlegur húm- orinn vel við menntaskólasmekk. Við lestur Þingkvennanna fannst mér að nokkru leyti skiljanlegt að verkið hefði ekki verið tekið fyrr til sýningar hjá atvinnuleikhúsi. Þrátt fyrir góða spretti virkar það fremur rýrt. Þá fylgja því ákveðnar takmarkanir hversu tímatengdur skopleikurinn er. Ég tel að aðstandendur þessarar sýningar hafi með hugvitssamlegri og hugmyndaríkri framsetningu fengið nánast eins mikið út úr verkinu og unnt er. Afraksturinn er ljúf kvöld- stund sem býður upp á vangaveltur. Hiklaust má taka undir lokaorð Benedikts Erlingssonar leikstjóra í leikskrá verksins þar sem hann segir: „Mér finnst það ekki ástæðulaust að leita aftur til upprunans og skoða hvernig trúðurinn Aristófanes teflir fram mannlegu eðli gegn hinni há- leitu hugmynd. Þessi glíma á sér enn stað og er okkur eilíft sorgar- og skemmtiefni.“ Ljúf kvöldstund sem býður upp á vangaveltur Ljósmynd/Eddi Skemmtiefni „Ég tel að aðstandendur þessarar sýningar hafi með hugvits- samlegri og hugmyndaríkri framsetningu fengið nánast eins mikið út úr verkinu og unnt er. Afraksturinn er ljúf kvöldstund …“ skrifar rýnir. Þjóðleikhúsið Þingkonurnar bbbmn Þingkonurnar eftir Aristófanes í þýð- ingu Kristjáns Árnasonar. Leikarar: Atli Rafn Sigurðarson, Baldur Trausti Hreinsson, Edda Arnljótsdóttir, Guðrún Snæfríður Gísladóttir, Harpa Arnardóttir, Margrét Vilhjálmsdóttir, Oddur Júlíusson, Ragnheiður Stein- dórsdóttir, Salóme Rannveig Gunnars- dóttir, Þorleifur Einarsson, Þorsteinn Bachmann. Tónlist: Egill Ólafsson, tónlistarfólk: Ás- geir Ásgeirsson, Brynhildur Oddsdóttir, Erla Stefánsdóttir, Hera Björk Þórhalls- dóttir, Matti Kallio, leikmynd: Axel Hall- kell, búningar: Helga Rós V. Hannam, lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson, sviðs- hreyfingar: Steinunn Ketilsdóttir, dramatúrg: Halldór Halldórsson. Leikstjórn og leikgerð: Benedikt Erlingsson. Frumsýning á stóra sviði Þjóðleikhúss- ins 26. desember 2013. SIGURÐUR G. VALGEIRSSON LEIKLIST Söngsveitin Fílharmónía heldur sína árlegu jólatónleika í Háteigs- kirkju í kvöld, laugardag, og hefj- ast þeir klukkan 20. Söngsveitin var stofnuð árið 1959 og hefur á liðnum áratugum auðgað tónlistar- lífið hér á fjölbreytilegan hátt. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er Benedikt Krist- jánsson, hinn ungi en eftirsótti ten- órsöngvari. Benedikt starfar meðal annars í Þýskalandi um þessar mundir og söng nýverið titilhlut- verk óperunnar Skraddarinn hug- prúði í Staatsoper í Berlín. Á efnisskrá Söngsveitarinnar Fíl- harmóníu í kvöld er fjölbreytileg hátíðartónlist, innlend og erlend. Þá verða frumflutt tvö kórlög eftir Oliver Kentish við enskar þjóð- vísur. Á tónleikunum leikur Sophie Marie Schoonjans undir hjá kórn- um á hörpu en stjórnandi hans er Magnús Ragnarsson. Tónleikar Söngsveit- arinnar Fílharmóníu Einsöngvarinn Benedikt Kristjáns- son kemur fram með kórnum. Út er komin bókin „Menning og listir“ eftir Einar Guð- mundsson og inniheldur greinar sem hann skrifaði í Morgunblaðið á árunum 1985 til 1993. Fjölluðu þær um myndlistarsýningar í ýmsum borgum Evrópu. Höfundurinn, sem er fæddur árið 1946, hefur um langt árabil verið búsettur á meginlandinu og skrifað frá heimaborg sinni, München. Segir hann að „með þessari síðbúnu endurútgáfu greinanna, sé „viðleitni sýnd til að reyna að halda Evrópuglugga opnum …“ „Menning og listir“ er sú sjötta í flokki Silverpress- bóka sem höfundurinn hefur sent frá sér eftir aldamót. Morgunblaðsgreinar Einars Kápa bókar Einars.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.