Morgunblaðið - 17.01.2014, Síða 14

Morgunblaðið - 17.01.2014, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2014 Góð brauð - betri heilsa Handverksbakarí í 19 ár Dalvegi 4 - 201 Kópavogur Hamraborg 14 - 200 Kópavogur Opnunartími Dalvegi: Mánudaga til föstudaga frá 6:00 til 18:00 laugardaga frá 6:00 til 17:00 sunnudaga frá 7:00 til 17:00 Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is „Það er skortur á heildstæðri yfirsýn og það vant- ar jafnframt stefnumótun til framtíðar um hvern- ig þjónustu á að veita og hvernig það verður best gert,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um málefni aldraðra. „Það er mín skoðun að það þurfi að gera heild- aráætlun til langs tíma um uppbyggingu hjúkrunarrýma á landinu öllu og þá ætti heild- arsýnin að nást. Í slíkri áætlun yrði þá skilgreint hvaða þjón- ustu á að veita, hvar þörfin er og síðan þarf að gera í kjölfarið uppbyggingaráætlun.“ Nokkuð hefur verið rætt um að útrýma dvalarrýmum til að fjölga hjúkrunarrýmum en Unnur Brá segir það ekki góða leið þar sem fjarlægðirnar eru miklar. „Það er tal- að um að lausnin á móti dvalarrýmunum sé heima- hjúkrun en á víðfeðmu svæði er tíma starfsmanns- ins betur varið inni hjá fólki heldur en í bíl að keyra á milli. Heimahjúkrun virkar ekki jafn vel alls staðar.“ Á að nýta ónýtt rými Ljóst er að öldruðum fjölgar hratt, árgangarnir stækka og meðalaldurinn hækkar. Í tölum Hag- stofu Íslands kemur fram að árið 2012 hafi heild- arfjöldi Íslendinga verið 319.575, þar af voru aldr- aðir 67 ára og eldri 34.812 talsins og aldraðir 80 ára og eldri 11.335. Eftir sex ár, árið 2020, er áætl- að að heildarfjöldi Íslendinga verði 345.066 þar af er gert ráð fyrir að aldraðir 67 ára og eldri verði 45.363 talsins og 12.880 aldraðir 80 ára og eldri. Unnur Brá segir að það þurfi að taka á málinu og gera áætlun svo ekki fari illa. „Ég sé fyrir mér að í gegnum Alþingi fari áætlun um uppbyggingu í heilbrigðismálum og það er þá bara gert með svipuðum formerkjum og við erum að tala um samgönguáætlun; horft á landið í heild, hver á þjónustan að vera, hvaða verkefni á að fara í og í hvaða röð. Þannig að við áttum okkur á hvert verkefnið er og getum þá byrjað,“ segir Unnur Brá. „Það fljótlegasta sem við gerum er að nýta þau hjúkrunarrými og þá aðstöðu sem fyrir er. Við erum ekki að fullnýta hana. Í fjárlagavinnunni núna voru settar 200 milljónir í fjárlagalið sem er tímabundið verkefni, til eins árs, sem er ætlað að fjölga hjúkrunarrýmum á landsbyggðinni. Mein- ingin er sú að taka ónýtt rými, sem ekki er fjár- heimild fyrir, og fá heimild til að setja fólk í þau. Þessar 200 milljónir eiga að brúa bilið á meðan unnið er að því að fá yfirsýn yfir málið og gera áætlun um hvar á að byggja upp til framtíðar.“ Ekki er búið að ákveða hvert þessar 200 millj- ónir fara en sú vinna er í vinnslu í velferðarráðu- neytinu að sögn Unnar Brár. „Annað sem þetta mun hafa í för með sér er að ef við fjölgum hjúkr- unarrýmum mun það létta á spítölunum. Þetta er eitt stærsta málið fyrir spítalana, að koma þeim sem þurfa ekki að vera þar yfir í ódýrara úrræði eins og hjúkrunarrýmin eru. Það er mjög nauð- synlegt fyrir alla að hjúkrunarrýmum á landinu verði fjölgað.“ Allt úr sjóðnum fer í aldraða Í kjölfarið á fréttaflutningi Morgunblaðsins í gær um að aðeins hluta þess fjár sem kemur í Framkvæmdasjóð aldraðra sé varið í öldrunarmál vill velferðarráðuneytið koma því á framfæri að öllu fé Framkvæmdasjóðs aldraðra sé varið til öldrunarmála í samræmi við 9. gr. laga um mál- efni aldraðra. Hluti fjárins fer í rekstur stofn- anaþjónustu skv. sérstakri lagaheimild. Hluti fer í leigugreiðslur til hjúkrunarheimila sveitarfélaga en leigugreiðslurnar eru ígildi stofnframlags rík- isins vegna uppbyggingar nýrra hjúkrunarheimila sem byggð eru samkvæmt leiguleið með samningi við sveitarfélög. Viðhald fasteigna öldrunarstofn- ana er greitt úr Framkvæmdasjóði aldraðra með svokölluðu húsnæðisgjaldi. Stofnkostnaður og endurbætur er sá hluti Framkvæmdasjóðsins sem er úthlutað árlega að undangengnu umsóknar- ferli. Í fjárlögum 2014 er gert ráð fyrir að 1.764 millj- arð króna komi í sjóðinn sem skiptast svona; í rekstur stofnanaþjónustu fyrir aldraða fara 625 milljónir, leigugreiðslur til hjúkrunarheimila sveitarfélaga nema 453 milljónum, viðhald fast- eigna öldrunarstofnana er 270 milljónir og stofn- kostnaður og endurbætur nema 416 milljónum. Þarf heildaráætlun til langs tíma í málefnum aldraðra  200 milljónir settar í að fjölga hjúkrunarrýmum á landsbyggðinni á árinu Morgunblaðið/Ómar Á göngu Öldruðum mun fjölga mikið og því þarf að gera áætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma. Unnur Brá Konráðsdóttir Flutningur aldraðra af Landspít- alanum yfir á Vífilsstaðaspítala gengur eftir áætlun að sögn Gyðu Baldursdóttur, aðstoðar- framkvæmdastjóra lyflækninga- sviðs Landspítalans. Búið er að fylla 28 rými af 42. Ákveðið var í haust að opna hjúkrunardeild á Vífilsstöðum í sex mánuði til að létta álagi af Landspítalanum. Þeir einstaklingar sem eru fluttir þangað hafa lokið sjúkdóms- meðferð og bíða eftir dvöl á hjúkrunarheimili. Fyrstu vistmenn á Vífils- stöðum voru fluttir þangað af Landakoti í lok nóvember. „Sjúk- lingunum fjölgar smátt og smátt. Til að byrja með voru 18 sjúkling- ar fluttir beint af Landakoti svo byrjuðum við strax í janúar að bæta við og það eru komnir tíu í viðbót af spítalanum. Núna eru 28 sjúklingar á Vífilsstöðum en áætlað er að flutningum verði lokið um miðjan febrúar og þá verða þeir komnir upp í 42,“ seg- ir Gyða. Breyta þurfti húsnæðinu að- eins fyrir starfsemina. „Auðvitað er húsnæðið barn síns tíma að mörgu leyti en það vissu allir hvað þeir stigu inn í. Þetta er fall- egt hús á góðum stað og fólki líð- ur vel að vinna í húsnæðinu og sjúklingar og aðstandendur eru ánægðir með aðstæðurnar.“ Gyða segir að ágætlega hafi gengið að manna stöður starfs- manna á Vífilsstöðum. Ekki sé allt starfsfólk byrjað en því fjölgi í takt við fjölgun sjúklinga. Komnir 28 af 42 sjúklingum VÍFILSSTAÐASPÍTALI 40 hjúkrunarrými Í Morgunblaðinu í gær kom fram að á Egilsstöðum væri verið að byggja 30 ný hjúkrunarrými og með þeim myndi rýmum á staðnum fjölga um þrjú. Það rétta er að nýju rýmin eru 40 talsins. Fjöldi heimilaðra hjúkr- unarrýma á staðnum er 23 og er því um 17 rýma fjölgun að ræða þegar öll rýmin verða komin í notkun. LEIÐRÉTT Hanna Birna Kristjánsdóttir innan- ríkisráðherra hefur samþykkt tillög- ur þverpólitískrar nefndar um skipt- ingu 500 milljóna fjárveitingar til eflingar löggæslunni, en í þeim felst m.a. að lögreglumönnum verður fjölgað um 44 á þessu ári. Að auki verður fjölgað sérstaklega um átta lögreglumenn til að rann- saka skipulagða glæpi og kynferðis- brot. Miðað er við að lögregluemb- ættin geti strax auglýst lausar stöður og að ráðningar geti hafist frá og með 1. mars. Áhersla á landsbyggðina Helstu áherslurnar í eflingu lög- gæslunnar eru, auk fjölgunar lög- reglumannanna, að auka öryggi al- mennings. Á þessu ári fer aukningin helst til landsbyggðarinnar og þeirra staða þar sem helst skortir lág- marksmannafla. Búnaður, þjálfun og endurmenntun lögreglumanna verð- ur bætt og eftirlit lögreglu á vegum verður aukið. Fjölgar um tíu á Norðurlandi Samkvæmt tillögunni mun lög- reglumönnum fjölga um fimm á Vesturlandi, tvo á Vestfjörðum, tíu á Norðurlandi, sex á Austurlandi, níu á Suðurlandi og tvo á Suðurnesjum. Þá mun lögreglumönnum fjölga um átta á höfuðborgarsvæðinu og tveir verða ráðnir til embættis ríkislögreglu- stjóra vegna þjálfunar lögreglu- manna. Þess utan munu átta stöðu- gildi rannsóknarlögreglumanna bætast við á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum af viðbótarframlagi vegna rannsókna á skipulagðri glæpastarfsemi og rannsókna á kyn- ferðisbrotum. vidar@mbl.is Lögreglumönn- um fjölgi um 50 Morgunblaðið/Júlíus Fjölgun Áætlanir eru um að fjölga lögreglumönnum um fimmtíu.  500 milljónir til eflingar löggæslu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.