Morgunblaðið - 17.01.2014, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 17.01.2014, Qupperneq 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2014 ✝ Auður Guð-mundsdóttir fæddist í Reykjavík 23. nóvember 1924. Hún lést á Drop- laugarstöðum í Reykjavík 4. janúar 2014. Auður var dóttir hjónanna Sesselju Friðriksdóttur, f. 3.6. 1900, d. 11.3. 1981, húsfreyju, og Guðmundar Kristjáns Runólfs- sonar, f. 30.12. 1899, d. 3.9. 1956, eldsmiðs og forstjóra. Systkini Auðar voru Guðrún, f. 1921, d. 2008, Þrúður, f. 1924, d. 2004, Friðgeir, f. 1936, d. 1996, og Hjördís, f. 1936. Auður giftist 11. október 1947 eftirlifandi eiginmanni sín- um Kristni Björgvini Sigurðs- syni, f. 14.6. 1926. Foreldrar maður hennar er Friðrik Bragi Dýrfjörð. 2) Hilmar, f. 9.2. 1959, kvæntur Margréti Hauksdóttur. Dætur þeirra eru Hildur Ýr og Íris Björk. 3) Snorri, f. 28.8. 1962, kvæntur Kristjönu Krist- jánsdóttur. Börn þeirra eru Agnes Ósk og Kristján Björn. Fyrstu æviárin bjó Auður með foreldrum sínum á Bræðraborgarstíg 21b en síðar á Sundlaugavegi 9 í Reykjavík. Hún nam hárskeraiðn og vann við hana í nokkur ár. Þá tók við starf smurbrauðsdömu í Brauðbæ. Auður fór í Póst- mannaskólann og vann ýmis störf hjá Póstinum á seinni hluta starfsævinnar eða í um tvo ára- tugi. Auður var hagleikskona og gefin fyrir saumaskap, vefnað og aðrar hannyrðir, m.a. gler- skurð. Hún hafði yndi af garð- og trjárækt sem þau Kristinn stunduðu á landspildu sinni á Kjalarnesi. Útför Auðar fer fram frá Sel- tjarnarneskirkju í dag, 17. jan- úar 2014, og hefst athöfnin kl. 13. Kristins voru Dagný Níelsdóttir og Sigurður Brynj- ólfsson. Auður og Kristinn bjuggu fyrstu búskaparár- in á Grandavegi 39 í Reykjavík en lengst af á Unn- arbraut 7 á Sel- tjarnarnesi þar til þau fluttu fyrir rúmum áratug að Skólabraut 5 í sama sveitarfé- lagi. Þau eignuðust þrjú börn. Þau eru: 1) Gylfi, f. 7.3. 1950, kvæntur Jónínu Völu Kristins- dóttur. Börn þeirra eru: a) Mar- grét Vala, gift Stefáni Loga Sig- urþórssyni. Synir þerra eru Róbert Gylfi og Tómas Diðrik. b) Kristinn Björgvin, kvæntur Ebbu Kristínu Baldvinsdóttur. c) Auður Sesselja. Sambýlis- Þegar ég kynntist tengdafor- eldrum mínum fyrir 45 árum var mér tekið opnum örmum og tal- aði Auður um að hún hefði loks- ins eignast dóttur. Hún vann í Brauðbæ á þessum árum og smurði brauð og samlokur af mikilli list. Þegar mikið stóð til á Unnarbrautinni töfraði hún fram gómsætar og fagurlega skreytt- ar snittur eins og hendi væri veifað. Þegar stelpurnar mættu í saumaklúbb fengu þær að njóta góðs af listfengi Auðar og þá svignuðu borðin undan smur- brauði og stríðstertum. Það tók mig nokkurn tíma að átta mig á um hvaða stelpur Auður var allt- af að tala en komst loks að því að það voru æskuvinkonurnar, sem í mínum augum voru þá rosknar konur. Vináttuböndin héldust allt til dauðadags og var sauma- klúbburinn vettvangur sam- skipta sem styrkti þau. Þær skemmtu sér saman og dillandi hláturinn ómaði um húsið. Þegar ellin sótti að og heilsan bilaði studdu þær hver aðra og það voru ófáar ferðirnar sem Auður fór á bílnum sínum að heim- sækja stelpurnar. Auður var glaðvær dugnaðar- forkur sem ekki vílaði fyrir sér að sækja á ný mið. Þegar hún var um fimmtugt fór hún í póst- mannaskólann og starfaði hjá Pósti og síma það sem eftir var starfsævinnar. Hún sótti líka mörg námskeið sem tengdust áhugamálum hennar, gekk í Norræna félagið og fór í ferðalag til Norður-Svíþjóðar til þess að bæta þekkingu sína á norrænum tungumálum og menningu. Einnig fór hún tvisvar á norrænt kvennaþing. Hún sótti vefnaðar- námskeið í Hússtjórnarskóla Reykjavíkur og eignaðist í fram- haldi af því vefstól sem hún hafði mikla ánægju af og óf á mörg listaverk. Til að byrja með voru það gólfmottur en smám saman bætti hún tækni sína og tókst á við flóknari vefnað og runnu þá fagurlega mynstraðir dúkar og reflar úr vefstólnum. Síðustu ár- in við vefstólinn glímdi hún við myndvefnað og sótti sér þekk- ingu í norræn vefnaðartímarit. Þegar þau Kristinn fluttu á Skólabrautina tók Auður strax þátt í því félagsstarfi sem þar stóð til boða. Fyrst voru það hannyrðirnar en fljótlega komst hún í kynni við glerskurð og þá varð ekki aftur snúið. Hún heill- aðist af þessum nýja miðli og kom sér upp aðstöðu á eigin heimili til þess að vinna að list- sköpun sinni. Auður lærði ung á saumavél hjá móður sinni og sagði oft sögur af sköpunargleði þeirra systra við saumavélina. Að þessari reynslu bjó hún og saumaði flest föt á sjálfa sig og drengina sína unga. Hún hafði líka unun af að sauma út og prjóna og liggja eftir hana ófá listaverk á þeim sviðum. Barnabörnin voru þeim Auði og Kristni afar kær og voru þau alltaf velkomin til þeirra bæði á Seltjarnar- og Kjalarnes. Þar fengu þau að taka þátt í þeim störfum sem unnið var að og lærðu að smyrja brauð, sauma, prjóna og vefa auk þess að taka þátt í garðyrkjustörfum og hafa sum smitast af ræktunaráhuga þeirra. Það var ánægjulegt að fylgjast með þeirri natni sem þau sýndu börnunum og hvernig þau leyfðu þeim að njóta sín á eigin forsendum. Að leiðarlokum vil ég þakka fyrir nær hálfrar aldar samfylgd og vináttu. Jónína Vala Kristinsdóttir. Hún var einstök perla. Afar fágæt perla, skreytt fegurstu gimsteinum sem glitraði á og gerðu líf samferðamanna hennar innihaldsríkara og fegurra. Fáar perlur eru svo ríkulega búnar, gæddar svo mörgum af dýrmætustu gjöfum Guðs. Hún hafði ásjónu engils sem frá stafaði ilmur umhyggju og vináttu, ástar og kærleika. Hún var farvegur kærleika Guðs, kærleika sem ekki krafðist endurgjalds. Hún var vitnisburður um bestu gjafir Guðs, trúna, vonina, kærleikann og lífið. Blessuð sé minning einstakrar perlu. (Sigurbjörn Þorkelsson) Elsku Auður, takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig í gegnum árin. Alltaf verið til staðar þegar við höfum þurft að- stoð. Þessi fallega setning sem þú sagðir við dóttur mína, Írisi Björk, á svo vel við þig: „Ef til væri mannlegur engill þá væri það þú.“ Guð geymi þig, elsku tengdamamma. Þín vinkona og tengdadóttir, Margrét. Ég var ekki mjög gömul þeg- ar ég ákvað að þegar ég yrði stór ætlaði ég að verða alveg eins og amma og afi á Nesinu. Ég var handviss um að hvergi nokkurs staðar fyndist jafn yndislegt og gott fólk. Amma hafði alveg ein- staka nærveru og kærleikurinn og hlýjan skein í gegnum bros- milda andlitið. Hún var glæsileg kona, alltaf svo vel tilhöfð og allt í kringum hana snyrtilegt og fínt. Hún var þó hógværari en flestir og ekki nokkur leið að fá hana til þess að taka hrósi. Á uppvaxtarárunum vorum við barnabörnin tíðir gestir á heimilinu og alltaf tók amma á móti okkur með faðmlögum, kossum og fallegum orðum svo hvert og eitt okkar trúði því að við værum líklega besta barna- barn í öllum heiminum. Unnar- brautin var mér sem annað heimili og þar var alltaf í nógu að snúast. Amma, sem var með ein- dæmum góð í höndunum, sá til þess að allir fengju að spreyta sig við saumaskap, prjón, hekl, að perla og hvað það nú var sem hugurinn girntist. Þolinmæði hennar var óþrjótandi og bæði hún og afi kepptust við að hrósa öllum fyrir handavinnuna. Heilu kvöldunum eyddum við svo í að spila á spil, lesa saman ævintýri og hlusta á sögur um gamla tíma. Á sumrin áttum við æv- intýralegar stundir saman á litla landinu þeirra á Kjalarnesinu þar sem við börnin hlupum um berfætt allan daginn eða hjálp- uðum til við garðyrkjuna. Í kaffi- tímanum kallaði amma á okkur í heitt kakó og með því, smur- brauð og kökur voru hennar sér- grein. Það að hafa átt ömmu á Nes- inu að og að hafa fengið að njóta nærveru hennar í öll þessi ár er mér algjörlega ómetanlegt. Amma hefur reynst mér stoð og stytta í gegnum tíðina og það er með miklum söknuði en jafn- framt fullu hjarta af þakklæti sem ég kveð hana nú. Minning- arnar um hana mun ég geyma með mér alla tíð og hugsa hlý- lega til hennar með bros á vör. Ég er alveg viss um að þannig hefði hún viljað hafa það. Agnes Ósk Snorradóttir. Þá er amma með bjarta brosið horfin á vit feðranna. Þegar horft er um öxl koma margar minningar upp í hugann, en hæst ber birtuna og brosið sem fylgdi henni. Ótal myndbrot flögra hjá: Amma í garðinum á Unnar- brautinni að setja niður rós und- ir skjólvegg; amma að klippa karlpeninginn í fjölskyldunni; amma að elda í hjólhýsinu á Kjalarnesinu. Sumar minning- arnar snúast um bragð frekar en myndir. Fiskbollur gerðar frá grunni í brúnni sósu, listilega smurt smurbrauð og appelsínu- kaka með súkkulaðikremi. Að mörgu leyti var búskap- urinn á Nesinu hefðbundinn, amma saumaði og prjónaði á fjölskylduna, eldaði fisk á mánu- dögum og læri á sunnudögum. Í öðru var hún þó á undan sinni samtíð. Amma vann úti og átti sinn eigin bíl. Frelsið sem fylgdi því að eiga bíl var henni hug- leikið og hún keyrði allt fram á síðustu ár þar til heilsan hamlaði frekari akstri. Þannig voru alltaf tveir bílar á Nesinu og stundum átti amma jeppann en afi fólks- bílinn og stundum var það öfugt. Amma hugsaði ákaflega vel um afkomendur sína og vildi allt fyrir okkur gera. Hún sá til þess að við Kristinn kæmumst í vinnu hjá póstinum þegar við höfðum aldur til og mikið óskaplega varð hún glöð þegar Róbert Gylfi fæddist og hún varð langamma. Veganestið sem amma gaf mér, brosið, vandvirknin og handverkið fylgja mér áfram þó að hún sé horfin á braut. Margrét Vala. Elsku amma. Ég er svo hepp- in að hafa fengið þau forréttindi að eiga þig sem ömmu. Þú varst besta amma sem hægt er að hugsa sér. Þú varst svo góð, hlý og falleg manneskja og gast allt- af látið mér líða vel. Ég vildi að við hefðum getað fengið meiri tíma saman. Ég sakna þín svo mikið. Ég sakna þess að heyra hlátur þinn, að sjá fallega brosið þitt sem lét mig alltaf finna til hlýju, að þú haldir í hendurnar mínar og segir að ég sé með kaldar hendur en heitt hjarta. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér og ég sakna þín svo mikið. Ég elska þig, amma mín. Þín Íris Björk. Nú er víst komið að því að þurfa að kveðja þig, elsku amma mín, en það er nokkuð sem ég hef kviðið fyrir lengi. Það er búið að vera svo erfitt að horfa á þig hverfa smátt og smátt en þrátt fyrir veikindi þín skeinst þú samt ávallt í gegn. Þú hefur allt- af verið okkur krökkunum svo góð og yndisleg amma og það var svo gott að leita til þín. Mínar kærustu barnaminn- ingar eru frá Unnarbraut hjá þér og afa eða uppi á Kjalarnesi en með ykkur fannst mér ég vera svo frjáls og hamingjusöm. Ég get enn heyrt rödd þína þeg- ar ég kom ísköld inn úr kuld- anum í heimsókn og þú greipst utan um hendurnar mínar og sagðir „kaldar hendur, heitt hjarta“ og hitaðir mér, en þetta gerðir þú til hinstu stundar og mér þótti svo vænt um. Þú varst einstök manneskja og mér finnst ég hafa verið svo heppin að eiga þig fyrir ömmu. Ég sakna þín svo mikið, amma, og ég græt þann tíma sem ég missti með þér. Þú ert fallegasta manneskja sem ég þekki að innan sem utan. Þol- inmæði þín og trú á mér var ótakmörkuð. Þú reyndir ítrekað að kenna mér að sauma og prjóna en það gekk nú ekki of vel. Ég man oft eftir því að hafa gefist upp á saumaverkefni í skólanum og hlaupið með það til þín og að sjálfsögðu bjargaðir þú mér og kláraðir stykkið fyrir mig með prýði. Þrátt fyrir að hafa ekki tekist að kenna mér saumaskap kenndir þú mér ann- að mun mikilvægara; að brosa ávallt framan í heiminn og takast á við lífið með hlátri. Þú varst alltaf svo lífsglöð og hve heitt ég óskaði þess að fá að sjá þig brosa í hinsta sinn er ég heimsótti þig. Þrátt fyrir að hafa ekki fengið að sjá fallega brosið þitt mun ég ávallt geyma þá mynd af þér í hjarta mínu og aldrei gleyma. Það er margt sem ég vildi sagt hafa við þig og svo margt sem ég veit að ég mun sakna en ég mun ávallt elska þig, elsku amma mín. Ég vona að ég geti líkst þér í framtíðinni og verið jafn sterk og glöð eins og þú varst. Þú ert fyrirmynd mín. Þín að eilífu, Hildur Ýr. Glaðværð og jákvæðni eru orðin sem fyrst koma upp í hug- ann þegar ég minnist Auðar ömmu minnar. Amma tók mér ávallt með brosi á vör og kræs- ingum úr eldhúsinu, þegar ég einu sinni sem oftar fékk far með afa í hádeginu eftir skóla til þess að hitta leikfélagana á Unnar- brautinni. Amma hikaði þó ekki við að leggja manni lífsreglurnar og tvær voru ofar öllum öðrum: Vandvirkni og sjálfstæði. Lista- verkin sem eftir hana liggja: veggteppi, mottur, lampar og saumaskapur bera þess enda glöggt vitni að amma lifði sem hún boðaði. Fyrir utan hæfileika hennar á handverkssviðinu var amma líka listakokkur og veisluborðin í saumaklúbbum voru lygasögum líkust. Ég lærði fljótt að daginn eftir saumaklúbb var gósentíð á Nesinu. Amma var óþreytandi að miðla okkur barnabörnunum af kunnáttu sinni og kennslustund- irnar í öllu frá smurbrauðslist til vefnaðar og frá garðyrkju til við- halds fasteigna hafa sannarlega reynst haldbært veganesti. Þrátt fyrir að heilsan hafi verið orðin bágborin síðustu árin tók amma á móti mér með sama brosinu þegar ég kom að heimsækja hana á Droplaugarstöðum í stuttum Íslandsferðum mínum. Glaðværð og jákvæðni duga manni greinilega lengra en flest. Með þökk fyrir mig, Kristinn Björgvin. Auður Guðmundsdóttir ✝ Pétur Pét-ursson fæddist í Hest í Færeyjum 24.12. 1930. Hann lést á Heilsugæslu Suðurnesja 7.1. 2014. Pétur var sonur hjónanna Mikkjals Petersen, f. 1896, d. 1977, og Signýj- ar Hildar Jóhanns- dóttur, f. 1909, d. 2002. Systkini hans eru Thorir, f. 1932, d. 2010, Minna, f. 1934, Katrina, f. 1935, og Karen, f. 1936. Pétur kvæntist Þórönnu Kristínu Erlendsdóttur, f. 17.9. 1930, d. 22.11. 2004. Börn þeirra eru: 1) Sigrún, f. 12.1. 1951, maki Jónatan Sigurjónsson, f. 27.11. 1946, þau eiga tvær dæt- ur og sex barnabörn. 2) Jón Guðni, f. 2.2. 1957, d. 8.3. 1976. 3) Maríus Sævar, f. 6.7. 1958, maki Þuríður Jónasdóttir, f. 23.12. 1958, þau eiga þrjá syni og þrjú barnabörn. 4) Pétur Þór, f. 17.6. 1961. 5) Guð- bjartur Kristján Högnaberg, f. 3.2. 1963, hann á tvö börn. Pétur ólst upp í Hest í Færeyjum og stundaði sjó frá fermingaraldri með föður sínum. Um tvítugt flutti hann til Íslands og byrjaði að vinna sem flatningsmaður í Jökli, var síðan á sjó og var alltaf hjá bestu útgerðunum, á bátunum Ólafi Magnússyni, Ingiber Ólafs- syni, Hafborgu og síðast á Happasælum. Pétur vann einnig í landi á milli vertíða, sem neta- gerðamaður á netaverkstæðinu, matsmaður í saltfiski og skreið ásamt öðrum tilfallandi störfum í fiskverkun og sjómennsku. Útför Péturs fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 17. jan- úar 2014, kl. 13. „Höfðinginn er fallinn“ var það fyrsta sem kom upp í hugann þegar hann lagði aftur augun og kvaddi þennan heim og hóf nýtt upphaf, hvorn veginn hann tók til himnaríkis eða Valhallar, það vit- um við ekki, hann hafði sterkar taugar til beggja heima. Pétur Færeyingur var víking- ur og fáir fóru í klæði hans þegar kom að vinnu. Hann fór á sjó um fermingu og reri með föður sín- um frá Færeyjum og var lengst af við Grænlandsmið. Þeir stund- uðu einnig fjárbúskap og lærði hann þá list að búa til heimsins besta skerpukjöt og hélt þeirri iðju áfram á Íslandi. Verkunar- staðir fyrir skerpukjötið gengu undir nafninu „líkhúsið“, nafn með rentu enda ekki fyrir hvern sem var að fara þarna inn þegar framleiðsla var í gangi. Pétur kom til Íslands um tví- tugt og byrjaði að vinna í Jökli en fór fljótt á sjó. Það er sama við hvern maður talar sem unnu með honum eða þekktu til, traustari mann fékkst þú ekki í vinnu og hann var mjög trúr sínum vinnu- veitanda og lítið fyrir að skipta um. Pétur hafði engan tíma fyrir önnur áhugamál en að vinna, það var honum allt, ef það var ekki vertíð fór hann í verkun eða gerði að veiðarfærum, ef ekkert af þessu var til staðar fór hann að slá til tunnur með „Mjölni“. Hann tók líka réttindi sem matsmaður og mat saltfisk og skreið. Hann var mikill áhugamaður um hrá- efni og hafði mikið vit á því. Það kom fyrir að eftirlitinu fannst hann fullgrófur stundum, sér- staklega með matið í ruslflokk, þá vildi læðast með fiskur sem þeir töldu að ekki ætti heima þar. Við eina athugasemd voru þeir ekki sammála og Pétur spyr eft- irlitið hvar hann telji fiskinn mest skemmdan, eftirlitsmaðurinn bendir á hnakkastykkið. Þá tekur Pétur upp vasahnífinn, sker væn- an bita af hnakkastykkinu og ét- ur það fyrir framan hann og segir svo á sinni íslensku/færeysku: „Kom tú á morgun og vittu hvort ég er ekki hér.“ Þeir segja að ekki hafi verið gerðar miklar at- hugasemdir við matið hans eftir þetta. Ég fékk þau forréttindi að vinna með honum bæði til sjós á Happasæl og í landi. Að vinna með svona manni eins og Pétri Færeyingi var mikil upplifun, hann hafði svo gaman af að vinna að það smitaði frá sér og þú fórst ósjálfrátt í sama gír og ekki skemmdu sögurnar sem fylgdu honum af sér og öðrum; sannar, ýktar og lognar, eftir hvað hent- aði í það og það skiptið. Það voru forréttindi að vera sonur Péturs Færeyings á yngri árum, þú fékkst alltaf vinnu, það var gæðastimpill og er enn. Pabbi fylgdist alltaf vel með afastrákunum sínum, Jónasi Guðna, Jóhanni Inga og Fannari Orra, í leik og starfi og var hann þeim mjög náinn. Höfðingi, ég kveð þig að sinni og vil að þú vitir að ég stend við mín orð, þú ferð ekki tómhentur yfir. Ég mun sakna daglegu sím- talanna úr 421-1946 sem byrjuðu alltaf eins: „Hvernig hafa strák- arnir það?“ Þinn sonur, Sævar Pétursson. Nú kveðjum við afa okkar í dag. Afi okkar var meistari. Húmar að kveldi, hljóðnar dagsins ys, hnígur að Ægi gullið röðulblys. Vanga minn strýkur blærinn blíðri hönd, og báran kveður vögguljóð við fjarðarströnd. Ég er þreyttur, ég er þreyttur, og ég þrái svefnsins fró. – Kom, draumanótt, með fangið fullt af friði og ró. Syngdu mig í svefninn, ljúfi blær. Sorgmæddu hjarta er hvíldin jafnan vær. Draumgyðjan ljúfa, ljá mér vinarhönd, og leið mig um þín töfraglæstu friðarlönd. Ég er þreyttur, ég er þreyttur, og ég þrái svefnsins fró. – Kom draumanótt, með fangið fullt af friði og ró. (Jón frá Ljárskógum) Þínir Jóhann Ingi og Fannar Orri. Pétur Pétursson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.