Morgunblaðið - 17.01.2014, Síða 43

Morgunblaðið - 17.01.2014, Síða 43
MENNING 43 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2014 Degi eftir að rúmlega árslöngu verkbanni hljóð- færaleikara sin- fóníuhljómsveitar Minneapolis lauk náðu hljóðfæra- leikarar sveit- arinnar í Detroit samningum við stjórnendur, átta mánuðum áður en samningar áttu að renna út. Fyrir nokkrum árum fór hljómsveitin í erfitt sex mánaða verkfall en að þessu sinni fá hljóð- færaleikararnir nokkra launahækk- un. Nýju samningarnir eru til þriggja ára. Hljómsveitin er nú á sínu 127. starfsári og listrænn stjórnandi hennar er hinn kunni Leonard Slatkin. Efnahagslífið í Detroit hefur verið í molum um langt skeið, eftir að bíla- verksmiðjunum þar var lokað. Nú er hart deilt um listaverkasafn borg- arinnar, þar sem mörg merk verk er að finna, m.a. eftir Van Gogh og Matisse, en yfirvöld ráðgera að selja það allt eða að hluta til að standa undir lífeyrisskuldbindingum. Samið við spilara í Detroit Listasafn Detroit  Yfirvöld ræða að selja verk listasafns Á sýningunni „Ég hef aldrei séð fí- gúratíft rafmagn“ sem verður opnuð í Ásmundarsafni á morgun, laugardag, klukkan 16 mætast ný verk níu sam- tímalistamanna abstraktverkum Ás- mundar Sveinssonar (1893-1982). Listamennirnir eru þau Áslaug Í. K. Friðjónsdóttir, Baldur Geir Bragason, Björk Viggósdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir, Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir, Ragnar Már Nikulásson, Sólveig Einarsdóttir, Þór Sigurþórsson og Þuríður Rós Sig- urþórsdóttir. Listamennirnir eiga það sameig- inlegt að vinna þrívíð verk eða ab- strakt-rýmisverk og mæta þau verk- um Ásmundar frá sjöunda áratugnum. „Þessi nýju verk kallast á marg- víslegan hátt á við víraverkin sem Ás- mundur vann á þessum tíma,“ segir Klara Þórhallsdóttir sem er sýning- arstjóri ásamt Kristín Dagmar Jó- hannesdóttir. „Allir listamennirnir nema einn gera ný verk, þeir hafa verið að heimsækja safnið og vinna verkin fyrir sýninguna. Þeir eru allir frjálsir í efnistökum og nota í bland fundinn efnivið.“ Verkin kallast á við ab- straktverk Ásmundar Morgunblaðið/Rósa Frjálsir Unnið var að uppsetningu sýningarinnar í Ásmundarsafni í gær.  Samtímalistamenn í Ásmundarsafni María Margrét Jóhannsdóttir mariamargret@mbl.is Alþjóðleg listaveisla hefst í Garði um helgina og verður þar mikið um dýrðir. Listamenn, bæði erlendir og íslenskir, taka þátt í listahátíð- inni Ferskir vind- ar sem haldin er nú í þriðja sinn. Hátíðin hefur vakið talsverða athygli erlendis en þess má geta að fólk frá út- varpsstöð frá Suður-Frakk- landi er statt hér á landi til þess að fjalla um hana auk þess sem Arte Cultural Actions valdi hátíðina sem eitt af því áhugaverðasta sem er að gerast í Evrópu. Á opnunarhátíðinni verður m.a. boðið upp á leiðsögn um sýningarnar. „Á opnuninni verða myndlist- arsýningar, tónleikar, gjörningar, leikrit og svo margar óvæntar uppá- komur sem eðli málsins samkvæmt eru ekki auglýstar fyrirfram,“ segir Mireya Samper en hún hefur veg og vanda af þessari listahátíð. „Þá verða tónleikar úti í vita og hljóð- skúlptúr verður í kjölfarið kynntur til sögunnar. Eins má nefna að á staðnum verður kolagerðarlistamað- ur sem mun kenna listamönnum og öðrum hvernig á að búa til kol á gamla mátann.“ Vitar undirlagðir list Blásið er lífi í Garðskagavitann en bæði gamli vitinn og nýi verða vett- vangur mikillar listsköpunar. „Báðir vitarnir verða undirlagðir listsýn- ingum og það eru til að mynda lista- verk á hverri einustu hæð í nýja Garðskagavitanum.“ Athygli vekur að listamenn hátíðarinnar koma víða að. „Hér er til dæmis listamaður frá Japan sem kallar sig Oz en hann er einn af fimm sem geta kallað sig meistara í svokallaðri EMA- skreytilist sem tengist Shinto- trúarbrögðum í Japan. Síðan verða fleiri uppákomur eftir því sem líður á hátíðina enda er þetta lifandi verk- efni og stöðugt bætist við dag- skrána.“ Spurð um eftirlætislista- mann sinn á hátíðinni líkir hún því við að þurfa að gera upp á milli barna sinna og biðst undan þeirri bón. „Það sem skiptir máli er að hér er mjög mikil breidd í listafólki, bæði hvað varðar aldur og reynslu. Sumir eru mjög þekktir en aðrir eru að feta sín fyrstu skref í listaheiminum.“ Listahátíðin Ferskir vindar stend- ur yfir dagana 18. til 26. janúar í Garði. Frekari upplýsingar um há- tíðina má finna á heimasíðunni Fresh-winds.com. Listamenn flæða um Garð og vitar lagðir undir list  Alþjóðlega listahátíðin Ferskir vindar hefst á morgun Tilfinningar Japanski listamaðurinn Oz er einn fimm meistara í EMA-tækni. Viti Í Garðskagavita má sjá þetta textaverk eftir Hlyn Hallsson. Mireyja Samper HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS leikhusid.is ÓVITAR – „Kraftmikil og litskrúðug sýning.“ JVJ Fréttablaðið Englar alheimsins (Stóra sviðið) Lau 18/1 kl. 19:30 61.sýn Lau 25/1 kl. 19:30 aukas. Fös 7/2 kl. 19:30 71.sýn. Sun 19/1 kl. 19:30 aukas. Fim 30/1 kl. 19:30 65.sýn Fim 13/2 kl. 19:30 72.sýn. Mið 22/1 kl. 19:30 62.sýn Fös 31/1 kl. 19:30 69.sýn Fös 14/2 kl. 19:30 73.sýn Fim 23/1 kl. 19:30 63.sýn Fim 6/2 kl. 19:30 70.sýn. Sun 23/2 kl. 19:30 74.sýn Veilsa aldarinnar - leikrit ársins 2013. ÓVITAR (Stóra sviðið) Sun 19/1 kl. 13:00 26.sýn Sun 2/2 kl. 13:00 28.sýn Sun 16/2 kl. 13:00 30.sýn Sun 26/1 kl. 13:00 27.sýn Sun 9/2 kl. 13:00 29.sýn Kraftmikil og litskrúðug sýning, þar sem börn á öllum aldri fara á kostum! Þingkonurnar (Stóra sviðið) Fös 17/1 kl. 19:30 9.sýn Lau 1/2 kl. 19:30 11.sýn Fös 24/1 kl. 19:30 10.sýn Lau 8/2 kl. 19:30 12.sýn Jólafrumsýning Þjóðleikhússins í leikstjórn Benedikts Erlingssonar. Pollock? (Kassinn) Lau 18/1 kl. 19:30 Fös 31/1 kl. 19:30 Lau 1/2 kl. 19:30 Skemmtilegt leikrit með framúrskarandi leikurum. Síðustu sýningar. Karíus og Baktus (Kúlan) Lau 18/1 kl. 13:30 Sun 26/1 kl. 16:00 Sun 9/2 kl. 16:00 Lau 18/1 kl. 15:00 Sun 2/2 kl. 16:00 Sun 16/2 kl. 16:00 Karíus og Baktus bregða á leik. Áfram Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn) Fös 17/1 kl. 20:00 4.sýn Lau 18/1 kl. 22:30 Aukas. Fös 24/1 kl. 22:30 Aukas. Fös 17/1 kl. 22:30 Aukas. Fim 23/1 kl. 20:00 6.sýn Lau 25/1 kl. 20:00 8.sýn Lau 18/1 kl. 20:00 5.sýn Fös 24/1 kl. 20:00 7.sýn Lau 25/1 kl. 22:30 Aukas. Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika! Óraunveruleikir (Kassinn) Fös 17/1 kl. 20:00 Lau 25/1 kl. 20:00 Sun 26/1 kl. 20:00 Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Mary Poppins (Stóra sviðið) Fös 17/1 kl. 19:00 Lau 25/1 kl. 13:00 Mið 5/2 kl. 19:00 aukas Lau 18/1 kl. 13:00 Sun 26/1 kl. 13:00 Fim 6/2 kl. 19:00 aukas Sun 19/1 kl. 13:00 Fim 30/1 kl. 19:00 Fös 7/2 kl. 19:00 aukas Mið 22/1 kl. 19:00 aukas Lau 1/2 kl. 13:00 aukas Lau 8/2 kl. 13:00 aukas Fös 24/1 kl. 19:00 Sun 2/2 kl. 13:00 aukas Sun 9/2 kl. 13:00 lokas Súperkallifragilistikexpíallídósum! Síðustu sýningar! Jeppi á Fjalli (Gamla bíó í janúar, Hof í febrúar) Fös 17/1 kl. 20:00 Lau 25/1 kl. 20:00 Sun 2/2 kl. 20:00 í Hofi Lau 18/1 kl. 20:00 Sun 26/1 kl. 20:00 Sun 19/1 kl. 20:00 Lau 1/2 kl. 20:00 í Hofi Sýnt í Gamla bíói í Janúar. Tvær sýningar í Hofi á Akureyri í Febrúar. Hamlet (Stóra sviðið) Lau 18/1 kl. 20:00 4.k. Sun 26/1 kl. 20:00 7.k. Fös 14/2 kl. 20:00 Sun 19/1 kl. 20:00 5.k. Fös 31/1 kl. 20:00 8.k. Lau 15/2 kl. 20:00 Fim 23/1 kl. 20:00 6.k. Sun 2/2 kl. 20:00 Lau 25/1 kl. 20:00 aukas Sun 9/2 kl. 20:00 Frægasta leikrit allra tíma. Ný kynslóð, nýjir tímar, nýr Hamlet. Óskasteinar (Nýja sviðið) Fös 31/1 kl. 20:00 frums Fim 13/2 kl. 20:00 7.k Sun 23/2 kl. 20:00 14.k Lau 1/2 kl. 20:00 2.k Fös 14/2 kl. 20:00 aukas Þri 25/2 kl. 20:00 15.k Sun 2/2 kl. 20:00 3.k Lau 15/2 kl. 20:00 8.k Fös 28/2 kl. 20:00 16.k Þri 4/2 kl. 20:00 4.k Sun 16/2 kl. 20:00 9.k Sun 2/3 kl. 20:00 17.k Mið 5/2 kl. 20:00 aukas Þri 18/2 kl. 20:00 10.k Þri 4/3 kl. 20:00 18.k Lau 8/2 kl. 20:00 aukas Mið 19/2 kl. 20:00 11.k Mið 5/3 kl. 20:00 19.k Sun 9/2 kl. 20:00 5.k Fim 20/2 kl. 20:00 aukas Lau 8/3 kl. 20:00 20.k Þri 11/2 kl. 20:00 6.k Fös 21/2 kl. 20:00 12.k Sun 9/3 kl. 20:00 21.k Mið 12/2 kl. 20:00 aukas Lau 22/2 kl. 20:00 13.k Glænýtt verk eftir Ragnar Bragason. Grátt gaman með ógæfufólki á leikskóla Mary Poppins – síðustu sýningar Arnljótur Sigurðsson tónlistar- maður heldur útgáfutónleika í hinu nýja menningarhúsi Mengi, Óðins- götu 2, í kvöld, föstudagskvöld. Ný plata Arnljóts nefnist Línur og var tekin upp í Stúdíó Verkó í Reykjavík. Arnljótur lýsir tónlistinni á Lín- um sem geómetrískri raftónlist sem samanstendur af tæplega 25 mín- útna löngu tónverki í 12 þáttum. Grafíski hönnuðurinn Ragnar Fjalar Lárusson hannaði umslagið í samstarfi við Arnljót, en Ragnar Fjalar hefur meðal annars hannað umslög og myndrænan hugarheim hljómsveitarinnar Ojba Rasta þar sem Arnljótur leikur á bassagítar. Þetta er þriðja útgáfa Arnljóts, en fyrri útgáfur hans eru hljóm- platan Listauki (2008) og tónlistar- myndbandasafnið Veðurfréttir (2011). Á tónleikunum flytur Arn- ljótur nýju plötuna í heild, auk þess að flytja nýja óútgefna tónlist. Þar koma við sögu flautur og fleira. Útgáfutónleikar Arnljóts Sigurðssonar í menningarhúsinu Mengi í kvöld Morgunblaðið/Ómar Listamaðurinn Arnljótur er fjölhæfur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.