Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.06.2014, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.06.2014, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.6. 2014 HEIMURINN LAND LU r John Major, fyrrvera ann sinn í embætti, ny Blair,To til að fá C eild samtöl þeirra George W.nnsóknarnefndina til að birta í hra a, um stríðið í Írak. Til þessaush, þáverandi Bandaríkjaforset samtölum og segir Major þaðafa aðeins birst brot af þessum er að ræða 25 minnisblöð serklag ala á grunsemdum. Umv r af 130 samtölum.ðtoganna á milli og upptökulei FRAK Þin smánuði taka af heilbrigðisráð risol Tour r ígarettu r.uannaf u OR NPYO G nnsókvið sveppara nýþróaðríkisins hafa ppum sem ðag getu íþróttam íkismiðla. Mun dr era sérstaklega ga ngar ogð jaegar íþróttamen aðlgi eiðtogi heim áann BANDARÍKIN HOLLYWOOD Kvikmyndaleik- konan Cha Theron sæ gagnrýni fy hafa líkt glí sinni við ág blaða- og f við nauðgu yndi af þes mína parta eru helgir v klóm,” sag Þrátt fyrir mótlætið er Daniel Wani hvergi af baki dottinn. „Viðbrögðin hafa verið yfirþyrmandi,“ sagði hann í samtali við banda- rísku sjónvarpsstöðina CNN fyrir helgina. „Ég vil þakka öllum sem hafa lagt baráttu okkar lið. Það lítur út fyrir að það hafi haft áhrif. Vonandi verður niðurstaðan sú að dómnum verði snúið við.“ Mohamed Ghilan, sér- fræðingur í íslamskri réttarsiðfræði, segir dóm- inn yfir Ibrahim ekki hafa neitt með trúmál að gera. Hann sé hreinræktuð póli- tík. S údanska konan Meriam Yahya Ibrahim ól stúlkubarn í vikunni. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að hún situr í fangelsi fyrir hórdóm og trúvillu og bíður þess að verða tekin af lífi. Fæðingin gekk vel miðað við aðstæður en fangelsisyfirvöld í Omdurman-kvennafangelsinu sáu ekki ástæðu til að fjarlægja hlekki af ökklum Ibrahim sem hún þarf að bera alla daga. Það var ekki fyrr en daginn eftir að eiginmaður hennar fékk að koma í heimsókn að hún var leyst úr fjötrunum. Þetta er annað barn þeirra hjóna, hinn tuttugu mánaða Martin, dvelst hjá móður sinni í fangelsinu. Dæmd til dauða Ibrahim var dæmd til dauða fyrr í þessum mánuði fyrir hórdóm og trúvillu. Fyrir þremur árum gekk hún að eiga bandarískan rík- isborgara, Daniel Wani, í trássi við stjórnvöld í Súdan en Wani er kristinnar trúar. Það er Ibrahim raunar líka enda þótt dómstólar í Súdan fallist ekki á það. Móðir hennar er kristin en faðirinn, sem yfirgaf fjölskylduna þegar Ibrahim var barn að aldri, múslimi. Ibra- him hefur aldrei aðhyllst aðra trú en er þó skylt, samkvæmt lögum, að fylgja íslam eins og faðir henn- ar. Fyrr á þessu ári var Ibrahim dregin fyrir dómstól í Khartoum af tvennum sökum. Annars vegar fyrir trúvillu og hins vegar hór- dóm en konum í Súdan er harð- bannað að giftast kristnum mönn- um, hvað þá ala þeim barn. Ibrahim fékk þriggja daga um- hugsunarfrest til að afneita trúnni en þegar hún hafnaði því var hún umsvifalaust dæmd til dauða. Að auki var henni gert að sæta hýð- ingu, hundrað svipuhöggum, en framkvæmdinni frestað þangað til Ibrahim hefur náð sér eftir barns- burðinn. Samkvæmt landslögum má Ibrahim hlynna að barni sínu í tvö ár áður en dauðadómnum verður framfylgt. Faðirinn fær ekki börnin Þar sem Daniel Wani er krist- innar trúar fær hann ekki forræði yfir börnunum tveimur. Ekki frek- ar en móðir Ibrahim. Faðir henn- ar gæti tekið við börnunum en hvorki hann né foreldrar hans, sem einnig eru múslimar, hafa gefið sig fram. Það eykur enn á vandræði Wanis að hann þjáist af vöðvarýrnun og þarf aðhlynningar við. Wani lýsti í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC, þungum áhyggjum vegna ástandsins á eig- inkonu sinni og börnum. Málið hefur vakið hörð viðbrögð af hálfu alþjóðasamfélagsins og hefur meðferðinni á Ibrahim verið mótmælt hástöfum. Amnesty International fer þar fremst í flokki en mannréttinda- samtökin hafa krafist þess að Ibrahim verði látin laus án tafar og aftökunni aflýst. „Sú staðreynd að kona hafi verið dæmd til dauða vegna trúar sinnar og til barsmíða vegna þess að hún gekk að eiga mann af meintri annarri trú er skelfilegt og andstyggilegt. Hvor- ugt ætti að vera glæpur. Þetta er skýlaust brot á alþjóðamannrétt- indum,“ segir í yfirlýsingu samtak- anna. Þungar áhyggjur Í vikunni lýsti bandaríska utan- ríkisráðuneytið yfir „þungum áhyggjum“ af málinu og hvatti yf- irvöld í Súdan til að virða trú- frelsi. „Þetta er hræðilegt mál. Því höfum við marglýst yfir og mun- um beita öllum tiltækum aðferðum til að hafa áhrif á framvindu þess,“ sagði talsmaður ráðuneyt- isins. Bresk stjórnvöld taka í sama streng. Kalla dóminn yfir Ibrahim „ósiðmenntaðan“. Kristinn einhugur, alþjóðleg samtök með aðsetur í Bretlandi sem berjast fyrir trúfrelsi, benda á að mál Ibrahim sé ekki fyrsta og örugglega ekki síðasta málið þar sem stjórnvöld í Súdan troða réttindi kristna minnihlutans í landinu fótum. Öll spjót standa nú á ríkisstjórn Súdans en síðustu opinberu um- mælin í tengslum við málið komu úr munni upplýsingaráðherrans, Ahmed Bilal Osman. Hann sagði: „Það er ekki bara Súdan. Í Sádí- Arabíu og öllum múslimskum löndum er múslimum óheimilt að breyta um trú.“ Sameiginleg villa skapar sumsé réttinn. Ól barn á dauðadeild STJÓRNVÖLD Í AFRÍKURÍKINU SÚDAN SÆTA NÚ VAXANDI GAGNRÝNI VEGNA MEÐFERÐAR SINNAR Á KRISTINNI KONU, MERIAM YAHYA IBRAHIM, SEM DÆMD HEFUR VERIÐ TIL DAUÐA FYRIR HÓRDÓM OG TRÚVILLU. HÚN ÓL BARN Í FANGELSINU Í VIKUNNI VIÐ AFAR BÁG SKILYRÐI. Daniel Wani og Meriam Yahya Ibrahim á brúðkaupsdaginn fyrir þremur árum. ÞAKKAR STUÐNINGINN * Dómurinn yfir Meriam Yahya Ibrahim er andstyggilegur.Súdan ætti að hætta að ógna trúfrelsi og grundvallar-mannréttindum. Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Alþjóðamál ORRI PÁLL ORMARSSON orri@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.