Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.06.2014, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.06.2014, Blaðsíða 47
ingin, sem öflugur hópur hafði hamast gegn, stóð hálfköruð og óhrjáleg úti í Tjörninni á kjördag. Við þær óvægnu aðstæður fékk þessi sami meirihluti yfir 60 prósent atkvæðanna í höfuðborginni, sem er eins- dæmi. Þessar þrennar kosningar gætu m.a. bent til þess, að kjósendum líki það, þegar talað er við þá tæpitungulaust, þegar þeir vita hvar þeir hafa þá sem þeir veittu sitt umboð, þótt þeir séu ekki sammála öll- um þeirra gerðum, og ekki síst líki þeim það vel, þeg- ar þeir sjá, að viljinn til að efna loforð sín, kosninga- loforð sem önnur, er augljóslega mjög staðfastur. Þetta er sagt allt í plati Þetta sérstaka samband margra stjórnmálamanna við loforðin sín er viðurkennt sem sérstakt fyrirbæri. Eftir að Marine Le Pen og flokkur hennar vann stórsigur í Frakklandi bentu bæði fréttskýrendur og andstæðingar sigurvegarans á það, að reynslan sann- aði að jafnvel þótt svo ólíklega færi, að Pen kæmist í framhaldinu til valda í Frakklandi, væri fjarri því víst að hún myndi fylgja sinni stefnu eftir í embættistíð sinni. Þannig hefði Jacques Chirac, forseti Frakk- lands, kynnt sig í aðdraganda þess sem mjög gagn- rýnan mann á framgöngu og þróun Evrópusam- bandsins. Í forsetaembættinu hafi Chirac þó nánast frá fyrsta degi hagað sér eins og aðrir í elítunni. Þeim þætti nefnilega allt í lagi þótt ESB efldist sífellt að völdum á kostnað ríkjanna, á meðan þeir sjálfir væru í forystu í einu af stórríkjum sambandsins og gætu ráðið miklu um í hvaða farveg völdin beindust. Smærri ríki, eins og Austurríki, Svíþjóð eða Slóvenía, svo dæmi séu tekin, hafi auðvitað engin raunveruleg áhrif og eigi ekki að hafa það, að mati stórríkjanna. Það var líka bent á að flestir töldu Hollande býsna harðsnúinn sósíalista, þegar hann hvarf nýkjörinn inn um dyr Elysée-hallarinnar í fyrsta sinn. Aðeins ári síðar, með persónulegar vinsældir sínar foknar út í buskann, var hann á hröðum flótta undan eigin stefnu og loforðum og hefur, eftir evrópuþingkosn- ingarnar, staðsett sig hægra megin við Sarkozy. Slík dæmi eru ekki sögð þessum stjórnmálamönn- um til hnjóðs. Það er hægara um að tala en í að kom- ast. Á Íslandi er það gömul saga og ný, að flestir ráð- herrar verða á augabragði að undirtyllu eigin emb- ættismanna, þótt innanhúss sé þess gætt að láta ekki bera mikið á því. Nýir menn úr nýjum flokkum reka sig hvarvetna fljótt á, að menn eiga óhægt um vik að setja mark sitt á stjórn lands, þótt í ráðherrastól sé komið, og standa við stór orð úr kosningabaráttu eða stjórnarand- stöðu. Þetta á ekki síst við í ríkjum sem hafa misst drjúgan hluta forræðis mála sinna í hendur á ólýð- ræðislegu fyrirbæri, eins og Evrópusambandið er. Og þeir sem hafa lofað að derra sig við Evrópusam- bandið, komist þeir til valda, skila sjaldan neinu. Þess vegna hefur fram til þessa ekki skipt miklu máli um þróun Evrópusambandsins, hvaða flokka kjósendur í einstökum aðildarríkjum hafa leitt til valda. Þegar galvösku sigurvegararnir mæta til leiðtogafundarins í Brussel með hinum sem fyrir eru, minnir hópurinn mest á krakka í samræmdum búningum í breskum skólum. Hvernig sem þau hafa látið heima hjá sér lúta þau nú öll, þæg og góð, aganum á staðnum. Et tu, Le Pen? Sá merki blaðamaður, Ambrose Evans-Pritchard, gerir sér grein fyrir þessu, en er ekki alveg viss um að þessi harða regla muni örugglega eiga við um Marine Le Pen, reyni á hana í raun, í hennar tilviki. Le Pen kunni, með öðrum orðum, að vera undantekn- ingin sem sanni regluna. Pritchard segir nýlega í grein í Daily Telegraph: „Því er mjög haldið á lofti að evruefasemdir Þjóðfylkingarinnar séu eingöngu yfir- borðstal. Það má vera. En þegar ég spurði frú Le Pen, hvert yrði hennar fyrsta verk, næði hún einhvern tíma inn í Elysée- höllina, var svar hennar afgerandi. Hún sagðist myndu gefa fjármálaráðuneyti Frakklands fyrirmæli um að gera þegar í stað áætlun um að taka upp frank- ann á ný.“ Pritchard segir síðan: „Hún heiti því að láta leið- toga Evrópusambandsins standa frammi fyrir ótví- ræðum kostum á fyrsta fundi sínum með þeim: Þeir myndu annaðhvort vinna með Frökkum að skipu- lagðri niðurlagningu evrunnar eða streitast á móti og láta hina „efnahagslegu helreið“ hafa sinn gang. „Evran er úr sögunni á því augnabliki sem Frakkar yfirgefa samstarfið um hana, og einmitt í því felst okkar mikli styrkleiki. Hvað ætla þeir að gera, senda skriðdreka yfir landamærin?“ Le Pen sagði, að engin málamiðlun væri fyrir hendi varðandi myntsamstarfið og að hennar mati væri engin leið fyrir þjóð að búa við sjálfstjórn innan ramma myntbandalagsins, og engin leið væri til að koma þar við efnahagslegri innspýtingu þegar vinna þyrfti gegn þeirri kreppu sem hrjáir einstök lönd í myntsamstarfinu. „Evran kemur beinlínis í veg fyrir allar efnahags- legar ákvarðanir. Frakkland er ekki land sem getur sætt sig við að lúta forræði frá Brussel. Við höfum lotið andanum sem er inntak þrælahaldsins,“ sagði hún.“ Femínískt fordæmi Þeir sömu, sem að undanförnu hafa haldið því fram að Evrópuþingið hafi fengið alvöru hlutverk og skipti miklu máli og sé helsta sannindamerki þess að lýð- ræði ríki í ESB, hafa skyndilega allt aðra sögu að segja, eftir síðustu kosningar til þess. Þeir segja mikla sigra ESB-efasemdarflokka allt í einu ekki skipta máli. Þeir muni, þrátt fyrir að vera stærsti þingflokkurinn frá stórum þjóðum og pínulitlum (svo sem Danmörku), ekki hafa þar nein raunveruleg áhrif. (Þarna er verið að tala um á annað hundrað þingmenn. Á Bifröst er kennt að 2–3 Íslendingar hefðu alveg svakaleg áhrif á ESB-þinginu.) Áhrif á hvað, er núna spurt. Raunveruleg lagasetning er í höndunum á ólýðræðislegri framkvæmdastjórn og á hinum skrítnu leiðtogafundum, þar sem svefnlausir menn spila eftir eyranu á næturfundum, án nokkurs samráðs við einstök þjóðþing (hvað þá einstakar þjóðir) heima fyrir. Og því er haldið fram, að jafnvel þótt afgerandi stjórnmálamaður eins og Le Pen kæmist í valdasætið í sínu landi, yrði hún strax gerð húsvön í Brussel og engin hætta sé því á að hún myndi lengi p...a þar á hin stífbónuðu gólf. En það er samt ekki alveg útilokað að eitthvað gerðist. Það getur skipt máli hver stendur á sviðinu. Í þrjátíu og fimm ár, frá því að Winston Churchill var í forystu fyrir Breta, hafði karlmenni ekki stýrt landinu frá Downingstræti 10. Þá loks breyttist það og karlmenni sást þar á ný og það var gerð bylting með lýðræðislegum hætti. Það vill raunar svo til að karlmennið þar var kona. Þegar menn hlusta á þau skýra sinn málstað, Hol- lande forseta og Marine Le Pen, geta menn haft sam- úð með þeirra sjónarmiðum, eftir lífsskoðun hvers og eins sem hlýðir á. En það er lítill vafi á því, hvort þeirra hefur yfir sér meiri karlmennskubrag. Það er örugglega ekki vinstrimaður á vespu með gráan fiðring. Morgunblaðið/Golli Blíðviðri í Laugardal. 1.6. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.